Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 11
Áttavillt
fólká
neyslu-
markaði
„Ég myndi fremur kalla þetta markaðsvitund en pólittska vitund."
Otti um að þjóðernishyggja
fari að grassera er mesti mis-
skilningur. Menn skoða málið
miklu fremur frá hagrænu
sjónarmiði, hvað sameining-
in kosti, hvað hagvöxturinn
minnki mikið og hvort skatt-
arnir hækki, hvort lífskjörin
versni og svo framvegis.
Sameiningin er ekki tilfinn-
ingamál og virðist ekki heldur
vera það fyrir Austur- Þjóð-
verja. Þó ýmislegt neikvætt
hafi komið í Ijós er mikil gleði
með sameininguna.
Núna ríkir auk þess mikil
kaupgleði meðal Austur-Þjóð-
verja. Það eina sem blómstrar í
Austurþýskalandi er alls kyns
verslun. Þar eru peningar og mik-
il kaup- og verslunargleði. Þeir
sem voru á toppnum og höfðu
góð laun gátu ekkert keypt og
söfnuðu peningum. Þeim hefúr
tekist að skipta þeim sæmilega
við myntbreytinguna og eru til-
búnir til að kaupa. I augnablikinu
er ekki hægt að kaupa hús og
jarðnæði. Það var tekin sú vit-
lausa ákvörðun að endurskoða
það hver eigi hvað, sem þýðir
mikla töf í öllu stjómkerfmu við
að finna út hver eigi lóðir og fast-
eignir. Menn geta því ekki keypt
neitt nema bíla og alls konar hluti.
Það er sá markaður sem nú
springur út.
Mörgum menntamönnum
fmnst að Austur-Þjóðveijar hefðu
átt að gera hlutina upp sjálfir, þeir
hefðu átt að vinna sig sjálfir upp
úr vandanum með gagnrýnu hug-
arfari, þeir hefðu átt að reyna að
átta sig á hvaða leið væri best fyr-
ir þá og ekki gefast svona gjör-
samlega upp, ekki gefa allt upp á
bátinn og glata þannig öllu. Þess
vegna eru margir menntamenn í
V-Þýskalandi dálítið óhressir.
Hverju telja menn þá að
Austurþjóðverjar hafi glatað við
sameininguna?
Þó ekki væri nema að halda
ákveðinni virðingu, halda mann-
legri reisn, en þeir eru búnir að
glata henni líka. Það má kannski
segja að það hafi ekki verið mikið
um mannlega reisn, því þetta var
auðvitað fangelsissamfélag, þar
sem tíundi hver maður var á laun-
um eða fékk sponsur frá leynilög-
reglunni STASI, það er talið að
allt að því annar hver maður hafi
verið að njósna um náungann og á
einhvem hátt að styðja fangelsis-
reglumar.
Vesturþjóðveijum finnst eins
og þeir fyrir austan séu með brot-
inn hrygg, þeir standi ekki lengur
uppréttir. Það er mikið um átta-
villt fólk á neyslumarkaði. Og
það er auðvitað áttavillt á fleiri
sviðum. Það þarf að minnsta kosti
eina kynslóð til að fólk verði lýð-
ræðislega þenkjandi í Austur-
þýskalandi. Það er svona rétt
hægt að kalla þær kosningar sem
hafa farið ffam pólitískar, menn
em að kjósa Kohl og þýska mark-
ið. Eg myndi fremur kalla þetta
markaðsvitund en pólitíska vit-
imd.
A hvaða hátt birtist samein-
ingin í daglegu lífi Vesturþjóð-
verja?
Þetta er líkast því að horfa á
hungrað fólk ryðjast út úr fangelsi
og ætla að upplifa allt sem það
hefur farið á mis við og er heldur
óskemmtilegt. Þeir sem líða mest
undir þessu em Berlínarbúar,
andrúmsloftið þar er orðið miklu
harðneskjulegra, komnar biðraðir
í búðir sem annars vom tómar,
því allir em að kaupa vestrænan
vaming. Það er mikið um að
Austurþjóðveijar komi inn á at-
vinnumarkaðinn í Berlín og einn-
ig í Vestur-Þýskalandi og undir-
bjóði allt, brjóti allar siðrænar
reglur sem verkalýðsfélögin hafa
komið á, bjóðist til dæmis til að
vinna fyrir hálfvirði. Hálfvirði
fyrir þá er samt sem áður talsvert
mikill peningur miðað við það
sem þeir höfðu áður. Þannig er
grafið undan þeim rétti sem
verkafólk var búið að ná. Þetta
hefur líka óbein áhrif á markað-
inn. íbúðaverð er uppsprengt. Eft-
ir að þeir sem koma að austan
hafa fengið vinnu vilja þeir eðli-
lega flytja. Straumurinn vestur
heldur áffarn, einkum og sér í lagi
úr iðnaðinum sem er í rúst í Aust-
ur-Þýskalandi.
Var hœgt að bjarga einhverju
af iðnaðinum?
Það hefði verið hægt að
bjarga með því að bíða aðeins
með myntbreytinguna og leyfa
fyrirtækjunum i Austur-Þýska-
landi að halda markaðinum í
Austur- Evrópu. Þar höfðu aust-
urþýsk fyrirtæki mjög góða mark-
aðsstöðu, en nú er framleiðsla
þeirra orðin allt of dýr, allt er selt
í vesturþýskum mörkum, þannig
að ffamleiðsla þeirra verður enn
dýrari en fyrirtækjanna vestan-
megin. Þetta eru mistök sem
skrifuð eru á reikning Khols,
myntbreytingin hafi gengið allt of
hratt. Það er talað um að ffam-
leiðnin í austurþýskum fyrirtækj-
um sé fimmtiu prósent minni en í
vesturþýskum. Þetta stafi að ein-
um þriðja af skipulagsleysi, að
einum þriðja af lakari afköstum
og í þriðja lagi vegna skorts á ný-
tísku tækjum. Fyrstu tveimur at-
riðunum er líkiega fljótlegast að
koma i lag, en fjárfestingin mun
taka tima.
I öðrum atvinnugreinum
koma upp alls kyns vandamál.
Kennarar eru t.d. allir orðnir emb-
ættismenn hjá sama ríkinu, og þá
vilja kennarar fyrir austan fá
sömu laun og hinir, en það er ekki
hægt. Það myndi tvöfalda launin
og rúmlega það, sem þýðir að
verkamenn á staðnum myndu líka
vilja fá sömu laun og starfsbræð-
ur þeirra fyrir vestan, en það er
útilokað að framleiða neitt með
svo dýru vinnuafli. Og þó að það
sé hálfóskemmtilegt má segja að
menn vonist til að koma fjárfest-
ingaskriðu af stað með því að
Austur- Þýskaland sé láglauna-
svæði. En sú von er líka að fara út
um þúfúr. Það eru strax byijuð
verkföll, menn krefjast hærri
launa, fá 30%-50% launahækkun.
Hve mikið er atvinnuleysi i
Austurþýskalandi núna?
Það er talið að atvinnuleysi sé
nú 20% og á eftir að aukast mikið.
Þannig heldur þetta áffam á öllum
mögulegum sviðum. Ríkið er svo
saman brotið að ekki er einu sinni
hægt að innheimta skatta, trygg-
ingagjöld og þess háttar. Það
verður að taka hvem miljarðinn á
fætur öðrum til að jafna svona
skuldir.
Tekur langan tíma að koma á
laggimar nýju stjómkerfi í aust-
urhlutanum?
Nei, það verður nú sennilega
það sem gerist hraðast, að koma á
laggimar einhverri pólitiskri yfir-
stjóm, miklu auðveldara en að
koma framleiðslunni í gang, og
þangað til má segja að allt Aust-
ur-Þýskaland sé á vergangi. Pólit-
íska kerfið var auðvitað þannig að
engum var treystandi. Það er
varla til að menn séu gjörsamlega
hreinir, það er meira að segja
grunsamlegt að vera alveg hreinn.
Það gengur svona brandari: Ein-
hver segir: Það eru ekki til nein
gögn um mig hjá STASI og þá er
svarað: Þú ert búinn að láta eyða
þeim, þú ert ennþá verri. Þetta
vantraust heldur áffam og þess
vegna er hætta á að litið verði nið-
ur á austanmenn, þeir verði ann-
ars flokks þegnar. Líklega sleppa
þeir sem starfa í iðnaðinum best.
Það er almennt viðurkennt að iðn-
menntun var mjög góð í Austur-
Þýskalandi, kannski ekki alveg
jafn nýtískuleg og fyrir vestan, en
vönduð eigi að síður. Gamla iðn-
menntunarkerfið var í rauninni
áfram við lýði í Austur-Þýska-
landi. Þeir munu þó reka sig á að
vinnuálagið er miklu harðara og
grimmara i Vestur- Þýskalandi, en
þeir áttu að venjast. Þeir sem
starfa í skriffæðinu eða skólakerf-
inu verða lengi grunaðir um ein-
hveija arfleifð. Menn tala um að
það taki 20-40 að yfirvinna þetta.
Menntunarstigið fyrir austan
er hins vegar almennt gott.
Omenntað fólk og háskólafólk er
hlutfallslega færra, en fólk með
einhverskonar iðn- eða verk-
menntun aftur á móti hlutfallslega
fleira. Þetta er mikill kostur og
fellur vel að ástandinu í Vestur-
Þýskalandi þar sem háskóla-
menntað fólk er of margt.
Hverjar eru nýjustu spár um
kostnað við sameininguna?
Jafnaðarmenn gagnrýna
hvemig staðið er að efhahagsleg-
um samrnna og þeir töldu að það
hefði átt að bjarga nægilega miklu
til að Austurþjóðverjar gætu hald-
ið virðingu sinni. Kohl hefúr auð-
vitað gert ótal villur, t.d. komu
upp illindi við Pólveija að
ástæðulausu vegna þess að hann
vildi ekki sætta sig við austur-
Rætt við Friðrik
Hauk Hallsson
félagsfræðing,
sem búsettur hef-
ur verið í Vestur-
Þýskalandi í
nærri tvo áratugi,
um sameiningu
og hvemig hún
birtist í daglegu
lífi
landamærin strax, en aðalgagn-
rýnin beinist að því að hann setur
Þýskaland í gífurlegt skuldafen.
Austur-Þjóðveijar vora að vísu
ekki svo mjög skuldugir, en
kostnaðurinn við sameininguna
verður gifúrlegur, ráðast þarf
gegn menguninni, leggja vegi og
jámbrautir, teinamir era frá því
fyrir stríð, það era ekki nema
10% þjóðarinnar með síma. Það
er eiginlega ekki hægt að sttmda
viðskipti. Ef menn þurfa að
hringja verður helst að fara yfir
landamærin og hringja þaðan.
Það þarf að byggja upp allt innra
skipulag samfélagsins. Menn tala
um að uppbyggingin kosti 100
milljarða marka á ári með vöxtum
og vaxtavöxtum í tíu ár; verður þó
eitthvað minna í lokin. Upphæðin
er svo há að þótt markið sé sterkt
er hætta á að efnahagskerfið ráði
ekki við þennan kostnað áfalla-
laust.
Hverju spáir þú um pólitiska
þróun á nœstu árum?
Vinstrimenn bregðast með
ýmsum hætti við. í mínum augum
er þetta ekkert vandamál, Austur-
Þýskaland var fangelsissamfélag
og átti ekkert skylt við gömlu út-
ópíuna sem við áttum um sósíal-
ismann, þetta var bara misnotkun
á henni, það var troðið á henni
eins og hverri annarri tusku. Samt
era vinstrimenn í svolitlum sár-
um, ekki jafnaðarmenn, heldur
ýmsir óháðir sósíalistar, meðal
annars í röðum Græningja. Það
kom mér á óvart hvað þeir áttu
bágt. Flokkur lýðræðissinnaðra
sósíalista, arftaki gamla komm-
únistaflokksins í Austur-Þýska-
landi, kemur til að byrja með til
greina sem valkostur fyrir Græn-
ingja. Því miður lítur út fyrir að
Kohl sé með pálmann í höndun-
um. Það er nýbúið að sameina og
því fylgdi viss hátíð og hann hef-
ur lag á að beina athygli manna að
þessari gleðistund, því þrátt fyrir
vandamálin er fólk ánægt og
finnst sameiningin hafa tekist
ótrúlega fljótt og vel. Ég spái því
að jafnaðarmenn verði stærstir
innan tíu ára.
En ánægjan er auðvitað
blandin ótta við eitt og annað,
m.a. að sameiningin hafi neikvæð
áhrif á þýska menningu og lífsstíl.
Að það verði ekki sama reisn yfir
samfélaginu, stíllinn verði ennþá
meira sá að koma sér áfram, og
samkeppnin fari á flestum sviðum
harðnandi, ekki síst á vinnumark-
aði.
hágé.
Checkpoint Charlie, þekktasta landamærastöðin milli þýsku rfkjanna
fjarlægð.
Föstudagur 26. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA11