Þjóðviljinn - 26.10.1990, Qupperneq 14
Ahyggju-
laus
í ellinni?
Hvem dreymir ekki um að eiga náðuga og áhyggjulausa
daga að afloknu drjúgu ævistarfi?
Hvem dreymir ekki um að geta sinnt íjölbreytilegum
áhugamálum án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur
af íjármálunum?
Hversu margt er það ekki í lífinu sem við sláum á frest
vegna annríkis, í von um að geta sinnt því þegar við er-
um komin á eftirlaunaaldur?
Að ferðst um landið eða til útlanda, að stunda bóklestur,
nám, fræðistörf eða handverk, eða bara að rækta garðinn
sinn og leika við bamabömin?
íslendingar hafa lengstan
vinnudag allra þjóða í Vesturevr-
ópu, atvinnuþátttaka er hér meiri
en víðast og nær hvergi tíðkast
það að fólk stundi launavinnu
jafn lengi fram eftir ævinni og
hér. Hvemig hefur þessi vinnu-
sama þjóð hugsað fyrir þeim tíma
þegar að starfslokum kemur? Á
hún ekki von á náðugum dögum í
ellinni? Eða er það rétt, eins og
heyrst hefiir, að það kerfi al-
mannatrygginga og lífeyrissjóða,
sem við höfiim byggt upp, sé gert
af takmarkaðri fyrirhyggju, og að
kerfið muni ekki geta staðið við
skuldbindingar sínar, jafnvel í ná-
inni framtíð?
Forsagan
Áður en þessum spumingum
er svarað er nauðsynlegt að horfa
aðeins aftur í tímann. Lög um al-
mannatryggingar vom fyrst sett
hér á landi 1946. Þá þegar vom
starfandi um 15 lífeyrissjóðir,
einkum fyrir opinbera starfsmenn
og bankastarfsmenn. Það var hins
vegar ekki fyrr en 1969 að Al-
þýðusamband Islands og Vinnu-
veitendasambandið gerðu með
sér samning um að koma á fót al-
mennum lífeyrissjóðum verka-
lýðsfélaga, og var aðild að þess-
um sjóðum síðan gerð að laga-
legri skyldu fyrir alla launþega
1971. Við þetta fjölgaði lífeyris-
sjóðunum mjög, og urðu þeir um
100 talsins.
Þau lífeyrisréttindi, sem sam-
ið var um á milli ASI og VSI em í
veigamiklum atriðum frábmgðin
lífeyrisréttindum opinberra
starfsmanna. Þar munar mestu að
ríkissjóður ábyrgist greiðslur úr
lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Þá
miðar hann við 32 ára starfsævi
eða iðgjaldaskyldu og að starfs-
lok verði við 65 ára aldur en ekki
70. Að lokum em eftirlaun ríkis-
starfsmanna reiknuð sem hlutfall
af þeim launum sem fylgja við-
komandi starfi eftir að starfslok
hafa orðið.
Almennu lífeyris-
sjóöirnir
Eftirlaunagreiðslur almennu
lífeyrissjóðanna miðast nú við að
menn hafi rétt til ákveðins hlut-
falls af þeim meðallaunum, sem
iðgjald hefur verið greitt af. Menn
ávinna sér þannig ákveðin stiga-
fjölda sem fer annars vegar eftir
tekjum og hins vegar eftir tíma-
lengd. I stuttu máli virkar þetta
þannig að til þess að fá um 30.000
krónur í mánaðarlaun úr lífeyris-
sjóði í dag þarf viðkomandi að
hafa greitt af sem samsvarar
83.000 kr. mánaðarlaunum í 20
ár.
Það er hins vegar mikilvægt
að hafa í huga að lífeyrissjóðimir
veita ekki bara rétt til eftirlauna.
Þeir eru sameignarsjóðir, sem
jafnframt virka sem samtrygging
allra sjóðfélaga gagnvart áföllum
í lífinu. Sjóðfélagar öðlast rétt til
örorkubóta, og við fráfall sjóðfé-
laga öðlast maki og böm rétt til
makalífeyris og bamalífeyris. Um
þriðjungi útgjalda lífeyrissjóð-
anna er varið til þessara þarfa á
meðan 2/3 fara í eftirlaun. Það er
því afar mikilvægt að hafa i huga,
að lífeyrissjóðakerfið er ekki bara
skylduspamaður til ellinnar, held-
ur mikilvægt öryggisnet sem
byggir á þeirri hugsun um sam-
ábyrgð sem enginn skyldi víkjast
undan i hugsunarleysi. Jafhframt
er mikilvægt að hafa það í huga,
að lífeyrissjóðakerfið er til orðið
að kröfu verkalýðshreyfingarinn-
ar í fijálsum samningum aðila
vinnumarkaðarins sem viðbótar-
trygging við lágmarksgreiðslur
almannatryggingakerfisins, sem
ríkissjóður er ábyrgur fyrir.
Sem kunnugt er hafa forsvars-
menn Iífeyrissjóðanna gagnrýnt
harkalega þau áform félags- og
tryggingamálaráðherra, að tekju-
tengja grunnlífeyri almanna-
tryggingakerfisins, þannig að
hann skerðist þegar komið er yfir
ákveðin tekjumörk. Gagnrýni
þeirra byggist á því að grunnfor-
senda lífeyrissjóðakerfisins sé sú,
að hér sé um samningsbundna
viðbótartryggingu að ræða. Þessi
ráðstöfun muni því grafa undan
forsendum lífeyrissjóðakerfisins í
heild og gera allt tryggingakerfið
enn flóknara þar sem þá væru í
gangi þrenns konar tekjutengdar
tryggingar: grunnlífeyrir, tekju-
trygging og tekjuháðar greiðslur
lífeyrissjóðanna. í stað þess að
einfalda kerfið sé verið að flækja
það.
Stærsti vandinn
Stærsti vandi lífeyrissjóða-
kerfisins er þó ekki fólginn í þess-
um áformum stjómvalda, heldur
er hann fólginn í þeim uppsafn-
aða vanda sem óstjómin í íslensk-
um efhahagsmálum hefur skapað,
einkum á tímum neikvæðra
vaxta. Þá voru hinir uppsöfnuðu
sjóðir notaðir i enn ríkari mæli en
nú er til lána til sjóðfélaga, og
íjármögnuðu þeir þannig hús-
byggingar „verðbólgukynslóðar-
innar“ að umtalsverðu leyti, án
þess að það fé kæmi til baka inn í
sjóðina óskert. Sjóðfélagar fengu
þannig niðurgreitt húsnæði frá
sjóðunum, en héldu jafnframt
óskertum réttindum án þess að
uppsöfnun innistæðu ætti sér
stað.
Síðan gerðist það með al-
mennri verðtryggingu fjármagns í
landinu, að lífeyrissjóðimir kom-
ust ekki hjá því að taka upp verð-
tryggingu á lífeyrisréttindum.
Þessi réttur til verðtryggðs líf-
eyris nær einnig til þeirra inni-
stæðna sem rýmuðu á tímum nei-
kvæðra vaxta, og mönnum er nú
ljóst að margir sjóðir muni ekki
geta staðið við skuldbindingar
sínar hvað fhlla verðtryggingu
varðar.
Við þetta bætist svo sú stað-
reynd, að aldtursdreifingin í sam-
félaginu breytist með bættu
heilsufari, þannig að hlutfallsleg-
ur fjöldi þeirra einstaklinga sem
nær eflirlaunaaldri fer vaxandi.
Árið 1989 vom 10,5% íslendinga
eldri en 65 ára, en reiknað er með
að þetta hlutfall verði um 17,9%
árið 2023. Þetta er sama þróun og
er að gerast í öllum nágranna-
löndum okkar, sumstaðar mun ör-
ar. Þannig er gert ráð fyrir því að
árið 2030 verði næstum einn líf-
eyrisþegi á hvem vinnandi mann í
Þýskalandi.
Vitað er að einstakir lífeyris-
sjóðir em misjafhlega í stakk
búnir til að mæta þessum vanda-
málum, en mikil óvissa ríkir engu
að síður um það, hversu stór
vandinn er. Hafa í því sambandi
heyrst tölur á bilinu 10 til 60 mil-
jarðar. Hitt er jafn ljóst að hlut-
fallslega háir vextir undangeng-
inna ára hafa mjög saxað á þenn-
an vanda og styrkt eiginfjárstöðu
sjóðanna. Heildareign lífeyris-
sjóðanna í dag er talsvert yfir 100
miljarðar króna, sem er upphæð
er slagar vemlega upp í allar er-
lendar skuldir þjóðarinnar.
Lög um
lífeyrissjóði
Mönnum hefur lengi verið
ljóst, að heildarlöggjöf hefur
vantað um lífeyrissjóðamálin, er
miði að því að koma starfsemi
þeirra á traustan og eðlilegan
gmndvöll, þannig að sjóðfélagar
geti treyst því að sjóðimir standi
við skuldbindingar sínar. Fleiri
nefhdir hafa fjallað um málið á
síðastliðnum áratug, og lyktaði
starfi þeirra með lagafrumvarpi
1987, en það var fyrst lagt fyrir
Alþingi á síðasta ári og hlaut ekki
afgreiðslu. Síðastliðið sumar tók
til starfa ný 26 manna nefnd, sem
hefur það hlutverk að endurskoða
þetta ffumvarp og koma með til-
lögur um endurbætt frumvarp,
14 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990
Vegið að lífeyrissjóðunum
Tillögur tryggingaráðherra um tekjutengingu grunnlífeyris almannatrygginga stríða gegn forsend-
um lífeyrissjóðakerfisins, segir Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingamanna
Nýlega Iagði Guðmundur
Bjamason heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra ffam frumvarp
um breytingu á lögum um al-
mannatryggingar, þar sem gert er
ráð fyrir að grunnlífeyrir almanna-
trygginga verði skertur ef aðrar
tekjur fara ffam úr ákveðnu há-
marki. Frumvarpið var árangur
nefndarstarfs á vegum ráðuneytis-
ins og sat Benedikt Daviðsson í
nefndinni sem fulltrúi ASÍ síðustu
6 mánuðina sem nefndin starfaði.
Benedikt skilaði ásamt með full-
trúa Vinnuveitendasambandsins
minnihlutaáliti þar sem ofan-
greindum áformum er harðlega
mótmælt. Benedikt sagði í samtali
við Nýtt Helgarblað að megin-
markmið nefndarstarfsins hefði
verið að koma böndum á útgjöld
Tryggingastofnunar ríkisins, án
þess að það kæmi niður á þeim
verst settu. Þetta markmið hefði
tekist í meginatriðum, nema hvað
varðaði þetta eina atriði, sem ein-
ing náðist ekki um.
- Sú hughmynd að tekjutengja
grunnlífeyri almannatrygginga
stríðir gegn upphaflegum tilgangi
þessa lífeyris, sem til var stofnað
með álagningu iðgjalds á sínum
tima. Menn hafa þannig verið að
kaupa sér ákveðna tryggingu, og
það er ákaflega hæpið að hægt sé
að breyta þvi með einu penna-
striki. Við þekkjum engin dæmi
þess að rekin séu mörg tekjutengd
lífeyriskerfi í einu landi, eins og
hér er stefnt að með tekjutengdum
grunnlífeyri, tekjutryggingu og líf-
eyrissjóðagreiðslum sem miðast
við ævitekjur. Alls staðar þar sem
við þekkjum til er um tvöfalt kerfi
að ræða: fastan grunnlífeyri og
áunnin lífeyrisréttindi eftir starfs-
tekjum. Sautján manna nefhdin
sem samdi lagafrumvarpið um
starfsemi lífeyrissjóða, sem nú er
til endurskoðunar, gekk út frá
þessari reglu í starfi sínu. Ef þessar
hugmyndir ná fram að ganga eru
forsendur þess starfs brostnar og
jafnffamt forsendur fyrir starfsemi
lífeyrissjóðanna í heild. Alla vega
er ekki hægt að gera breytingu sem
þessa nema með mun víðtækara
samstarfi um heildarendurskoðun
alls lífeyrissjóðakerfisins. Það er
ekki bara minnihlutinn í nefhdinni
sem er þessarar skoðunar, heldur
hafa miðstjómir ASÍ og VSÍ lýst
sömu sjónarmiðum.
Auk þessara gmndvallaratriða
þá teljum við að almennt beri að
gera almannatryggingakerfið
þannig úr garði að það verki hvetj-
andi til spamaðar í lifeyrissjóða-
kerfmu. Með þessu er hins vegar
verið að gera það þveröfuga.
- Átt þú von á að þessar hug-
myndir nái fram að ganga?
- Nei, ég á satt að segja ekki
von á því. Það er það djúpstæður
ágreiningur um málið úti í þjóðfé-
laginu, og þetta mál er ekki það
stórt í heildarútgjöldum almanna-
tryggingakerfisins að það þurfi að
koma i veg fyrir ofangreind mark-
mið frumvarpsins. -ólg.
sem lagt verði fyrir núverandi
þing. Gert er ráð fyrir að nefndin
semji rammalöggjöf um lífeyris-
sjóði, þar sem kveðið verði á um
lágmarks lífeyrisréttindi, eftirlit
með sjóðunum og ávöxtunarregl-
ur þeirra, og að sett verði skilyrði
er leiði til samruna og vemlegrar
fækkunar sjóða. Nefndinni er
einnig ætlað að skera úr um hvort
rammalöggjöfin eigi að ná yfir
alla lífeyrissjóði, eða hvort lífeyr-
issjóður ríkisstarfsmanna verði
undanskilinn, en um það hefur
ríkt ágreiningur.
Már Guðmundsson hagfræð-
ingur, formaður nefhdarinnar
sagði í samtali við blaðið að
nefndin hyggðist setja í gang
mikla reiknivinnu til þess að meta
fortíðarvanda lifeyrissjóðanna,
auk þess sem markmiðið væri að
leggja traustvekjandi gmndvöll
að ffamtíðarstarfi þeirra.
Aðrir valkostir
Á sama hátt og húsbyggjend-
ur kunnu vel að meta þá þjónustu
lífeyrissjóðanna á tímaþili nei-
kvæðra vaxta, að veita niður-
greidd lán til húsbygginga, þá
hefur sú mikla vaxtabyrði sem
kom í kjölfar vaxtafrelsis og
verðtryggingar fjármagns í þjóð-
félaginu orðið til þess að rýra vin-
sældir lífeyrissjóðanna, og margir
lántakendur hafa ásakað þá um
okur. Hátt vaxtastig undanfarinna
ára hefúr auk þess bitnað á ann-
arri kynslóð en þeirri, sem eyddi í
raun af eftirlaunastofninum til
þess að koma yfir sig húsnæði.
Því hafa þær raddir heyrst, að líf-
eyrissjóðakerfið væri orðið úrelt
bákn sem ekki valdi sínu hlut-
verki. Menn ættu frekar að ávaxta
sitt fé til elliáranna í hinum fjöl-
mörgu verðbréfasjóðum sem
sprottið hafa upp á síðustu árum.
Þar sé sérhveijum í sjálfsvald sett,
hversu mikla fyrirhyggju hann
vilji sýna til elliáranna.
Þeir sem þannig mæla horfa
gjaman framhjá þvi, að gmnd-
vallarhugsunin á bak við þetta
kerfi, sem samið var um í fijáls-
um kjarasamningum, er sam-
ábyrgðin. Samkvæmt núgildandi
kerfi gangast allir sjóðfélagar í
raun í samábyrgð fyrir þann sem
verður fyrir áfalli. Með einka-
spamaði væri þessi forsenda hins
vegar úr sögunni. Hins vegar er
fæst sem mælir gegn því, að
menn sýni enn frekari fyrirhyggju
- ef efni leyfa - og leggi fyrir í
aukasjóð til þess tíma þegar að
starfslokum kemur og tími gefst
til þess að njóta lífsins. Því þó sú
kynslóð íslendinga sem nú er að
komast á ellilífeyrisaldur sé sú
fyrsta sem er fjárhagslega sjálf-
ráð verður ekki annað séð en að
talsverður hluti eftirlaunaþega
búi ekki við neinar allsnægtir,
heldur muni starfslokin enn valda
fjölda manna vaxandi fjárhags-
legum áhyggjum og basli.
-ólg
NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15
Ólík lífeyrisréttindi
Hækka þyrfi iðgjöld til almennu lífeyrissjóðanna úr 10 í 22% af launum
til þess að ná lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna og bankamanna,
segir Ásmundur Stefánsson forseti ASI
Lífeyrisréttindi ríkisstarfs-
manna em tryggð með þeim
hætti, að ríkissjóður greiðir sjálf-
krafa út það sem á vantar þegar
ekki er innistæða í lífeyrissjóðn-
um fyrir skuldbindingum hans.
Þær skuldbindingar sem lífeyris-
sjóðurinn hefúr tekið á sig eru
þess eðlis, að hann stendur ekki
undir nema hluta þeirra í dag.
Að sögn Ásmundar Stefáns-
sonar forseta ASÍ þarf ríkissjóður
að reiða fram 169 kr. á móti
hveijum 100 kr. sem lífeyrissjóð-
urinn greiðir til almennra sjóðfé-
laga. Þessi mótframlög ríkissjóðs
verða síðan margföld, þegar um
alþingismenn og ráðherra er að
ræða.
Ásmundur segir að sam-
kvæmt mati tryggingafræðinga
þyrftu almennu lífeyrissjóðimir
að fá 12% aukaframlag umffarn
þau 10% iðgjöld sem nú viðgang-
ast til þess að geta veitt sambæri-
leg réttindi og ríkisstarfsmenn
búa við.
Ef menn einfalda síðan dæm-
ið og segja (sem ekki er fjarri
lagi) að nú séu um 100 þúsund
launþegar og sjálfstæðir atvinnu-
rekendur á hinum almenna launa-
markaði og hafi 100 þúsund
krónu meðallaun, þá hafa þeir 1,2
miljónir i árstekjur og 120 mil-
jarða iðgjaldastofn. Af honum
greiða launamenn 4% í iðgjald
eða 4,8 miljarða. Atvinnurekend-
ur greiða 6% eða 7,2 miljarða.
Viðbótarframlagið sem þyrfti til
þess að mæta réttindum rikis-
starfsmanna (12%) mundi þá
nema 14,4 miljörðum á ári eða lít-
ið eitt lægri tölu en menntamála-
ráðuneytið hefúr til ráðstöfúnar
fyrir alla skóla og menningar-
starfsemi í landinu á einu ári.
Ásmundur sagði að þótt hug-
myndir hafi verið uppi um að
hugsanlega væri rétt að hækka ið-
gjaldahlutfallið eitthvað, þá væri
ljóst að aðildarfólk ASÍ væri ekki
reiðubúið til þess að hækka sinn
spamað sem nemur þessum 12%.
Menn teldu það of þunga byrði á
virkum starfsaldri. Það væri hins
vegar athyglisvert að skuldbind-
ingar ríkissjóðs gagnvart lífeyris-
sjóði ríkisstarfsmanna kæmu
hvergi fram í ríkisbókhaldinu, en
þær næmu nú um 20 miljörðum.
Þessi upphæð fer jafnffamt vax-
andi með vaxandi _ fjölda ríkis-
starfsmanna, sagði Ásmundur.
- En er fortiðarvandi lifeyris-
sjóðanna slíkur að þeir geti ekki
staðið við skuldbindingar sínar?
Ásmundur sagði að ekki væri
hægt að alhæfa um þetta þar sem
staða sjóðanna væri ólík. Kostn-
aður hjá sumum sjóðum væri
óeðlilega mikill, og aldursdreif-
ing sjóðsfélaga misjöfn eftir
starfsstéttum og kynjum. Tímabil
neikvæðu vaxtanna vegur ekki
eins þungt og áður, þar sem ið-
gjaldastofninn var minni þá. Sú
ákvörðun sem tekin var fyrir 4 ár-
um að greiða iðgjald af yfirvinnu
jók stofninn um 40%, og auk þess
hafa hinir háu vextir undanfar-
inna ára styrkt mjög stöðu sjóð-
anna. Stóri vandinn felst í þeirri
verðtryggingu lífeyrissjóðs-
greiðslnanna sem ákveðin var
fyrir fáum árum, en hún var
ákveðin án þess að viðeigandi
ráðstafanir væru gerðar til þess að
tryggja tekjur á móti. Af þessum
sökum munu sumir lífeyrissjóðir
að einhveiju leyti þurfa að skerða
greiðslur, og ég tel það brýnt að
sett verði þak á slíkar skerðingar
og að ríkið komi með einhveijum
hætti til móts við vandann. Með
öðrum orðum, þá verður að
reikna sjóðina upp á nýtt, meta
getu þeirra og þörf á skerðingu,
og síðan þarf rikið að tryggja
sjóðfélögum ákveðinn lágmarks-
rétt. En ef hávaxtaskeiðið heldur
áfram eru allar líkur á að þessi
vandi muni smám saman hverfa.
Stóra spumingin varðandi lífeyr-
issjóðamálin er fólgin í því, hvort
rikið muni halda áffarn þeirri
skerðingu sem verið hefúr á fram-
lagi almannatryggingakerfisins
með aukinni tekjutengingu á
greiðslum almannatrygginga. Svo
virðist sem stjómvöld vilji halda
áfram þeirri þróun nú, og gæti
hún haft meiri áhrif á heildarút-
komuna í framtíðinni en hugsan-
leg skerðing vegna greiðsluþrots.
^ -ólg
Tekjur lífeyrisþega
Samanburður á tekjum lífeyrisþega árið 1969 og nú í sumar
1969 1990 1990
eftir 20 ára eftir 45 ára
greiðslu greiðslu
iðgjaida iðgjaida
Grunnlífeyrir ....3587 11016 11016
Tekjutrygging 0 20268 7556
Heimilisuppbót 0 6890 2568
Lífeyrissjóður 0 18000 47250
Samtals ....3587 56174 68390
Meðallaun verkamanns ...17357 93000 93000
Hlutfall lífeyris af meðallaunum 21% 60% 73%
Ofangreind tafla sýnir þá breytingu sem orðið hefur
á lífeyrissjóðakerfinu frá 1969. Samkvæmt töflunni
hafa lífeyrisgreiðslur aukist úr 21% í 60% af meðal-
mánaðartekjum verkamanns. Er þá miðað við að
viðkomandi hafi greitt iðgjöld í 20 ár. Þriðji dálkurinn
sýnir hvers lífeyrissjóðakerfið væri megnugt miðað
við iðgjaldagreiðslur í 45 ár, miðað við þá skerðingu
tekjutryggingar og heimilisbóta almannatrygginga-
kerfisins sem nú er í gildi. En samkvæmt núgildandi
reglum skerðist tekjutryggingin og heimilisuppbótin
hafi viðkomandi yfir 19000 króna tekjur úr lífeyris-
sjóði. Ef tillögur tryggingaráðherra um tekjutrygg-
ingu grunnlífeyris ná fram að ganga mun hann einn-
ig skerðast við ákveðið tekjumark. HeimiidASI