Þjóðviljinn - 26.10.1990, Síða 18
Skoðanir manna skiptar á
biðstöðunni í siöttu skák
Sjötta einvígisskák Garrij Ka-
sparovs og Anatoly Karpovs fór í
bið sl. miðvikudagskvöld eftir 41.
leik og afar athyglisverða baráttu.
Biðstaðan er afar óljós en Ka-
sparov virðist eiga allgóð færi
fýrir það peð sem hann fómaði í
miðtaflinu. Skoðanir sérfræðinga
í New York voru mjög skiptar um
biðstöðuna. Júgóslavinn Lju-
bojevic spáði jafntefli og virtist
ekki yfir sig hrifinn af tafl-
mennskunni, taldi Karpov hvað
eftir annað hafa hafnað vænleg-
um Ieiðum í miðtaílinu. Banda-
ríski stórmeistarinn
Roman Dzindzihasvili tók
djúpt í árinni og taldi Kasparov
öruggan um sigur. Látbragð
heimsmeistarans gaf þó allt ann-
að til kynna. Hann hristi höfuðið í
sifellu þegar skákin fór í bið og
lék ekki biðleik fyrr en eftir 30
mínútna umhugsun. Keppendur
hafa klst. hvor til að ná næstu
tímamörkum sem em við 56. leik.
Karpov hélt sig við þá reglu
að tefla aldrei sama afbrigðið
tvisvar í röð og brá út af þeirri
leið sem gafst honum svo vel í
einvígjunum við Jóhann Hjartar-
son og Jan Timman og varð uppá
teningnum í 2. og 4. skák. Skort-
ur á sjálfstrausti virðist há honum
talsvert. Hann fékk góða stöðu út
úr byrjuninni, en tefldi óvirkt og
gaf Kasparov kost á öflugri peðs-
fóm. Ekki er loku fyrir það skotið
að heimsmeistarinn
hafi a.m.k. einu
SKAK
sinni misst af öflugasta leiknum,
og í þessum skrifúðum orðum er
jafntefli líklegustu úrslitin þó
bmgðið geti til beggja vona. Bið-
skákinni var haldið áfram seint í
gærkvöldi og lágu úrslit ekki fyr-
ir þegar blaðið fór í prentun.
6. einvígisskák:
Garrij Kasparov - Anatoly
Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2.RORc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5
7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rd7
(Karpov leggur til hliðar Za-
itzev - afbrigðið 9. .. Bb7 sem
varð uppá teningnum í annarri og
fjórðu skák. Hann hefur notast
við þennan leik í skákmótum
uppá síðakstið og þá fyrst og
fremst til að forðast hið hvimleiða
jafnteflisafbrigði 10. d4 He8 11.
Rg5 Hf8 12. Rf3 He8 13. Rg5, en
þessa leið hafa fjölmargir skák-
menn farið er þeir hafa mætt Kar-
pov.)
10. d4 Bf6 11. a4 Bb7 12.
axb5 axb5 13. Hxa8 Dxa8 14. d5
Ra5 15. Bc2 Rc4 16. b3 Rcb6
17. Ra3 Ba6 18. Rh2 c6 19. dxc6
Dxc6 20. Bd2 Be7 21. Rg4 Ha8
22. Re3 Rf6 23. Rf5 Bf8 24. Bg5
Rbd7!?
(Þessi leikur var harðlega
gagnrýndur af viðstöddum, þ.á m.
júgóslavneska stórmeistaranum
Lubomir Ljubojevic. Alitlegur
möguleiki var 24. .. d5 og það
hlýtur að vera einhver ástæða
fyrir því að Karpov velji ekki
þann eðlilega leik. Riddarinn á a3
þarfnast vemd-
ii-l—j ar. Eflir 25.
r?e,9l Bxf6 Dxf6 26.
Olafsson b4 d4! er svarta
staðan greinilega betri. Það er
ekki ósennilegt að Karpov hafi
hafnað þessum möguleika vegna
ffamhaldsins 25. exd5 Rbxd5 26.
Rxb5 Bxb5 27. c4 eða 25. ..
Rfxd5 26. Rxb5 t.d. 26. .. Bxb5
27. c4 Bxc4 28. bxc4 Rxc4 29.
Be4 er svarta staðan allt annað en
þægileg. Ákvörðun Karpovs að
leika 24. .. Rbd7 verður skiljan-
legri í ljósi þessara afbrigða.)
25. c4!
(Kasparov er ekkert að tví-
nóna við hlutina. Hann lætur
óhikað peð af hendi eigi hann
" þess kost að hrifsa til sín fmm-
kvæðið.)
25.. . bxc4 26. bxc4 Bxc4 27.
Rxc4 dxc4 28. Bb3
(Biskupinn þrýsti óþægilega
að kóngsstöðu svarts.)
28.. . Dc3
(Leikið í því augnamiði að
hindra 29. He3 sem er svarað
með 29,. Dal. En Kasparov er
fljótur að setja fyrir þennan leka.)
29. Kh2 h6 30. Bxf6 Rxf6
31. He3 Dc7 32. HD!
(Það er næstum með ólíkind-
um hversu mikinn þrýsting hvítur
hefúr náð að setja á stöðu svarts.
Nú er hótunin 33. Rxh6+ og 32...
Rxe4 strandar vitaskuld á 33. Bd5
o.s.ffv.)
32. .. Kh7 33. Re3! De7 34.
Rd5 Rxd5 35. Bxd5 Ha7
(Sjá stöðumynd 1)
(Eitt mikilvægasta augnablik-
ið í þessari skák. Kasparov getur
hirt drottninguna af Karpov með
36. Hxf7 Dxf7 37. Bxf7 Hxf7, en
hann metur stöðuna þannig að
hvítur komist ekki i gegnum
vamir svarts. Vissulega á svartur
góða möguleika á að halda jöfnu,
en engu að síður kom þessi leið
a b c d e f g h -
sterklega til greina. Það er til
marks um hið mikla sjálfstraust
Kasparovs að hann skuli hafna
þessari leið og velja aðra mun tví-
sýnni.)
36. Db3!? f6
(Karpov hefúr engan áhuga á
þeim leiðindum sem upphefjast
með 36... Kg8 37. Hxf7 Dxf7 38.
Bxf7 Hxf7 39. De6 o.s.frv. Þó
hann hafi ekki haft mikinn tima
aflögu teflir hann afar nákvæmt i
næstu leikjum.)
37. Db8 g6 38. Hc3 h5! 39.
g4! Kh6!
(Kasparov leggur skemmti-
lega gildru fyrir Karpov. Hér var
eðlilegra að leika 39... h4, en eft-
ir 40. g5H fxg5 41. HO! Bg7(41.
.. Kg7 42. HxfB! og vinnur) 42.
Dg8+ Kh6 43. Hf7 og vinnur.)
40. gxh5 Kxh5
(Karpov er þekktur fyrir þau
tiltæki sin að vaða með kónginn
fram á borði, þó að í þessu tilviki
hafi hann ekki átt annarra kosta
völ. Nú þegar tímamörkunum var
náð hefði Kasparov getað sett
skákina í bið og farið þannig að
ráðum Mikhael Botvinniks sem
lék alltaf biðleik þegar hann átti
þess kost.)
41. Hc8!?
(Eðlilegur leikur, en 41. Dc8!
kom sterklega til greina. Eftir 41.
.. Kh6 42. Dg4 hótar hvítur m.a.
43. Hg3.)
41... Bg7
a b c d e f g h
- Hér fór skákin í bið og Ka-
sparov lék biðleik eftir hálftíma
umhugsun. Að sjá var hann allt
annað en ánægður með sjálfan sig
og hristi höfuðið í sífellu.
Björgvin í 2. sæti
á heimsmeistara-
móti stúdenta
Björgvin Jónsson, sem varð í
2. sæti á Skákþingi íslands og
tryggði sér með því sæti í Olymp-
íuliði íslands, tefldi á heims-
meistaramóti stúdenta í Odessa í
Sovétrikjunum. Mótið hófst þann
12. október og lauk 23. október.
Björgvin varð í 2. sæti af 40
keppendum, hlaut 6 1/2 vinning
úr 9 skákum sem verður að teljast
afbragðs árangur, því margir af
bestu ungu skákmönnum austan-
tjaldsþjóðanna tóku þátt í mótinu.
Sigurvegari varð Búlgarinn Trif-
unov sem hlaut 7 vinninga.
Björgvin byijaði mótið vel, vann
tvær fyrstu skákir sínar, en síðan
kom bakslag, tvö töp, en góður
endasprettur, þrír sigrar í röð
færðu honum 2. sætið og jafn-
framt alþjóðlegan meistaratitil.
Rólegt ársþing
Ársþing Bridgesambandsins
var haldið sl. sunnudag. Yfir 40
fulltrúar sóttu þingið. Helgi Jó-
hannsson var endurkjörinn foseti
sambandsins. Til 2ja ára voru
kjömir þrír fulltrúar, þau Valgerð-
ur Kristjónsdóttir, Hörður Blön-
dal og Brynjólfúr Gestsson. Fyrir
til 1 árs í senn em í stjóm: Magn-
ús Olafsson, Guðmundur Sv. Her-
mannsson og Kristján Hauksson.
Ur stjóm gengu Sigríður Möller,
Frímann Frímannsson og Jakob
Kristinsson.
Samþykkt var breytingartil-
laga frá Guðmundi Hermanns-
syni varðandi ffamkvæmd ís-
landsmóts í sveitakeppni. Gengur
tillagan út á að 16 sveitum verður
deilt jafnt á milli svæðasam-
banda, 8 sveitum samkvæmt ár-
angri fyrra árs (þær sem ná í úr-
slit) og þeim 8 sætum sem þá er
óráðstafað skal skipt milli svæða-
sambanda í beinu hlutfalli við
fjölda félagsbundinna spilara á
hverju svæði. Einnig var sam-
þykkt að leggja fyrir stjóm BSÍ að
lslandsmótið í tvímenning 1991
verði spilað, undankeppni og úr-
slit, um sömu helgi og hefjisf
spilamennska á fimmtudegi (frí-
degi, t.d. uppstigningardegi) og á
föstudegi. Á laugardeginum
myndi síðan úrslitakeppnin hefj-
ast, með óbreyttu fyrir-
komulagi ffá síðasta
ári, þ.e. 32 pör í úrslit-
um með meistumm hvers svæðis
sem komast sjálfkrafa beint í úr-
slit.
Þingstörf gengu vel undir ör-
uggri stjóm Sigmundar Stefáns-
sonar.
Páll Valdimarsson og Ragnar
Magnússon sigmðu Opna minn-
ingarmótið á Selfossi um síðustu
helgi, eftir að hafa leitt mest allt
mótið undir lokin. Sigurinn hékk
þó á bláþræði undir lokin, því að-
eins skildi að 1 stig þá og næsta
par, sem vom Jón Baldursson og
Aðalsteinn Jörgensen. I 3. sæti
urðu Svavar Bjömsson og Ragnar
Hermannsson, í 4. sæti Magnús
Ólafsson og Jón Þorvarðarson og
í 5. sæti Asgeir Ásbjömsson og
Hrólfur Hjaltason. Veitt vom 5
verðlaun, frekar lág.
38 pör tóku þátt í mótinu.
Keppnisstjóri var Hermann Lár-
Minningarmótið um Alfreð
G. Alffeðsson ffv. forseta BSÍ,
verður haldið á vegum Munans í
Sandgerði og Bridgeféiags Suð-
umesja, laugardaginn 10. nóvem-
ber. Spilað verður í íþróttahúsinu
í Sandgerði.
Og áfram um Alfreð Alfreðs-
son. Helgi Jóhannsson for-
seti BSI, upplýsti á árs-
þinginu að stofnaður hefði
verið sérstakur sjóður í
nafni Alfreðs.
Ólafur
Lárusson
Sjóðnum
væri ætl-
að að
styðja við
bakið á
yngstu kynslóðinni í íþróttinni.
Gott mál.
Opna stórmótið á Akureyri
hefst í kvöld. Er þetta er skrifað,
vom tæplega 30 pör skráð til
leiks, flest utan Akureyrar.
Afmælismót Bridgefélags
Kópavogs, í samvinnu við Spari-
sjóð Kópavogs, í tilefni 30 ára af-
mælis félagsins, verður spilað 3,-
4. nóvember í Félagsheimili
Kópavogs. Spilaður verður baro-
meter, með allt að 60 para þátt-
töku hámark, með 2 spilum milli
para. Glæsileg verðlan em í boði,
eða: 100 þús., 80 þú., 60 þús., 40
þús., 20 þús. auk fjölda aukaverð-
launa. Keppnisgjald verður kr. 3
þús. á spilara og er kaffi innifalið
í gjaldinu. Skráning er hafín hjá
Þorsteini Berg í s: 40648 og vs:
73050 og Hermanni Lámssyni í s:
41507. Hermann verður keppnis-
stjóri.
Árgjald Bridgesambandsins
hækkar úr 50 kr. í 55 kr. um
næstu áramót. Fellt var á þinginu
tillaga frá stjóminni, um að heim-
ild fengist til frekari hækkunar ef
aðstæður í þjóðfélaginu breyttust.
Magnús Ólafsson stjómar-
maður í BSI upplýsti að ákveðið
væri að Bridgesambandið með
stuðningi Vífilfells, Skeljungs og
íslandsbanka (verðbréf), myndi
halda „Cavendish“ mót á íslandi,
síðustu helgina í nóvember. Slíkt
mót er eins konar blanda af verð-
bréfamarkaði og lottói, þar sem
árangur para (geta) er mæld í pen-
ingaupphæð þeirri sem almenn-
ingur er tilbúinn að leggja í „fyrir-
tækið“.
Sjálft mótið er spilað með
Butler-fyrirkomulagi, þó þannig
að hvert spil reiknast út með öll-
um salnum. Góðar skorir geta því
orðið ansi góðar, og að sama
skapi þær slæmu ansi slæmar.
Umsjónarmaður þessa þáttar fúll-
yrðir að þetta verður eitt fróðleg-
asta mót sem haldið hefúr verið til
þessa hér á landi. Nánar síðar.
Og Skagamenn gangast fyrir
opnu sveitakeppnismóti á morg-
un. Spilað verður um silfurstig,
auk góðra verðlauna.
Lítum á „létt“ vamardæmi frá
Kelsey:
4 62
¥ 943
♦ K87542
*G5
4DG1085
VD1076
♦ G3
♦ 98
Sagnir hafa gengið:
Suður Norður
2 lauf 2 tíglar
2 grönd 3 grönd
Og þú situr í Vestur og spilar
út spaðadömu. Félagi þinn lætur
þristinn (sýnir áhuga eða tvíspil í
litnum). Drottningin fær að eiga
slaginn. Þú spilar gosanum og fé-
lagi þinn lætur kónginn, sem
sagnhafi drepur á ás og spilar um
hæl meiri spaða. Hvað nú?
Slik rausn hjá sagnhafa vekur
óneitanlega gmnsemdir. Líklega
er hann að vonast til að við spil-
um spaðanum og leggjum þarmeð
grunninn að kastþröng hjá félaga
okkar. Við spilum því laufaníu í
fjórða lag, gosi og drottning hjá
félaga, sem sagnhafi tekur á ás.
Þá næst kemur tígulnía ffá sagn-
hafa, litið frá okkur, lítið úr borði
og félagi tekur á drottningu. Léstu
virkilega lítinn tígul?
Hendur hinna voru:
4 K93
¥82
♦ D6
* D107632
4 Á74
¥ ÁKG5
♦ Á109
♦ ÁK4
Hafirðu fúndið tígulgosann
upp, á níuna ffá sagnhafa, ertu
sannarlega kominn í félagsskap
þeirra sem teljast nánast galla-
lausir í íþróttinni (sérstaklega í
vöminni). Við sjáum hvað gerist
ef við leggjum gosann á. Liturinn
er stiflaður hjá sagnhafa. Hefðum
við tekið spaðaslag til viðbótar,
hefði sagnhafi einfaldlega hent
níunni i tígli og losað þarmeð um
stífluna í litnum. Hin aðferðin,
hjá sagnhafa, að leggja niður
ásinn í tigli, krefst þess að þú sért
aðeins meðalskussi i leiknum, en
félagi þinn nánast fúllkominn.
Hann verður að finna að henda
tíguldömunni i ásinn. Flókið?
Kannski.
18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990