Þjóðviljinn - 26.10.1990, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 26.10.1990, Qupperneq 19
sé til neftit sem mest hefur hreyft við fólki á liðnum áratugum. í tómarúmi Markaðshyggjan sem alls- heijarviðmiðun hlýtur og að virka í þá átt. Hún sameinar fólk í við- skiptum, en sundrar því að öllu öðru leyti í neyslupothvers og eins. Og eftir eru menn skildir í tómarúmi sem nú um stundir helst leitar sér fyllingar í svokölluðu nýjaldarbauki. En það einkennist, hvað sem fögrum orðum um allíf- ið líður, einkum af mikilli sjálf- hverfni: ÉG ætla að pæla í MÉR og láta MÉR líða sem best. Það getur svosem vel verið að Vesturlandamenn vakni upp við vondan draum til neyddir. Við einhvem háska sem brýnir menn til dáða. En þá er hætt við því, ein- mitt vegna þess hve hugsjóna- fjandsamleg einstaklingshyggja hefur riðið rækilega húsum, að viðbrögðin verði íyrst og síðast þau að leita sér að samstillandi orku í ótta og hatri í garð þjóða þess þriðja heims sem geymir svo margar pólitískar púðurtunnur. Og væri þá upp komin „evrópsk“ þjóðremba sem gæti orðið fiirðu- fljót að demba öllum i einn hatur- spott - blóðugum harðstjóra og löndum hans öllum og trúbræðr- um. Við eigum ekki á góðu von. sem einn -til góðs og ills frelsisins, heldur vegna þess að honum tekst að ná til mikils fjölda manna sem fullir eru örvæntingar í fátækt sinni og heiftar í garð ríkra höfðingja eða rikra Vesturlanda. Tekst að gefa þeim „orku blekking- arinnar" þótt ekki væri annað. Hugarfar á Vesturlöndum Og þá er komið aftur að þeim Vesturlöndum sem Alberoni taldi að væru tilbúin til að láta harð- stjórann fara sínu fram ef þau sjálf fengju að vera i friði með sín verðbréfaviðskipti, túrisma og aðra skemmtun. Og við getum við bætt: Bandaríkin voru líka tvístíg- andi um væntanleg viðbrögð skömmu fyrir innrásina í Kúveit og Bush forseti hefði látið sér fátt um finnast ef ekki væri öll þessi olía í húfi. Spurt er: Verður nokkru sinni framar hægt að virkja íbúa Vest- urlanda til ítrustu átaka i nafni þeirra lifshátta sem þeim eru kær- ir? Það er ekki gott að vita. Það horfir ekki vel eins og er. Eins og menn vita hefur sú tíska gripið sterklega um sig um Vesturlönd að hugsjónamennska hverskonar sé fáránleg -hvort heldur sem hún sæki sinn kraft til sósíalisma eða þjóðemishyggju, svo það tvennt Allir Ágætur ítalskur penni, Franc- esco Alberoni, var að skrifa kjall- ara í Corriere della Sera um Persaflóadeilur. Hann lagði sér- staklega út af þeim mun sem væri á stöðu Saddams Husseins íraks- forseta og Bush Bandaríkjafor- seta. Hann var ekki að bera saman málstað þessara tveggja manna, heldur bakland þeirra. Hann sagði sem svo: Hussein er vafalaust blóðugur harðstjóri, en honum tekst að virkja með sér þjóð sína og mik- inn hluta Palestínumanna og einn- ig mikinn hluta hins arabíska heims, sem hvað óvinveittastur er Vesturlöndum. Bush, aftur á móti, hann má búast við því, að um leið og bandarísk lík fæm að berast ffá vígvöllum við Kúveit, þá mundu landar hans rísa upp og heimta frið. Rétt eins og gerðist í Vietn- amstríðinu. Enda væri ekki um líf og dauða að tefla fyrir Banda- ríkjamenn. Enn síður, segir Alberoni, munu Vestur-Evrópubúar vilja nokkru til hætta til að kveða niður yfirgang Saddams Husseins. Við hefðum, sagði hann, ekki bara leyft honum að gleypa Kúveit heldur og allan Arabíuskaga, eins þótt það hefði þýtt að írak réði þá yfir allt að helmingi olíuvinnslu í heiminum. Hugarfar er vopnum sterkara Lengi mætti rekja dæmi í þessa veru. Víetnamar gátu haft betur í viðureign við mesta stór- veldi heims vegna þess að það tókst að virkja þjóðina til ítrustu krafta hennar. Sovéski herinn gat ekki ráðið við Afgani, íraksher gat ekki ráðið við Irani í átta ára stríði, arabískir herir ráða ekki við ísraela. Og í öllum dæmum er það vegna þess, að sá aðilinn sem ætti að vera betur settur með vopn eða mannafla eða hvorttveggja, hann reynist í átökum næsta hjálpar- vana andspænis einhuga þjóð. Vel á minnst: Það skiptir ekki höfuðmáli hvemig þessi einhugur 4 er til kominn. Ekki hvort hann tengist þjóðffelsi eða þjóðrembu. Ekki hvort það er ill nauðsyn, von um betri tíð, beinn lífsháski eða uppsafhað hatur sem rekur áffam einhuginn, virkjar mannskapinn. Einhugurinn og baráttuviljinn er heldur ekki ávísun á gott samfé- lag að sigri unnum eins og mörg dæmi sanna. En hitt er víst: Það er kraffmikil samstilling hugarfars- ins sem ræður meiru um niður- stöður en til dæmis yfirburðir í hertækni. í annan stað: Kjamorkuvopn öflugustu stórveldanna mega sín miklu minna en menn gerðu ráð fyrir - blátt áfram vegna þess að kjamorkuvopn em svo skelfileg að það er ekki hægt að nota þau Engu að tapa í þriðja lagi: Karl gamli Marx hafði rétt fýrir sér þegar hann taldi að þeir væm líklegastir til uppreisnar (eða við aðrar aðstæður: háskalegra átaka með fómum og þrautum) sem minnstu hefðu að tapa. Því getum við átt von á nýjum Saddam Huss- ein hvenær sem er í þriðja heimin- um svokölluðum, á foringja sem kveikir í mönnum. Ekki vegna þess að hann sé i raun ein- hverskonar riddari HELGARPISTILL Arni Bergmann Tataragaldur á íslensku Federico García Lorca Tataraþulur Þorgeir Þorgeirsson þýddi Leshús 1990. Nú er frá því að segja að alltof oft er það, að lesandi ljóðaþýðinga verður fyrir vonbrigðum. Honum finnst að útgáfan hafi verið óþörf fyrirhöfn eða svo gott sem. Blátt áfram vegna þess að þýðarinn nær ekki því nauðsynlega sambandi milli trún- aðar við frumtextann og ffelsis og öryggis i meðferð eigin tungu sem dugir til að við trúum á þá snilld hins erlenda skálds sem að okkur er haldið í ræðu og riti. Þetta er nú sagt vegna þess að þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar á Tataraþulum García Lorca eru ekki þessum leiðindum merktar. Maður getur að sönnu ekki hætt sér langt út í staðhæfingar um trúnað þýð- arans við spænska ffumtextann, svo lítil er nú kunnáttan, en þó hefur verið reynt að prófa hana í stöku dæmum og útkoman er BÓKMENNTI góð. Mestu varðar þó þetta: það er seiður í þessum texta á íslensku, hann er órafjarri hvundagsleika, hann er óþreyttur. Við höf- um það ekki á tilfinningunni að þúsund skáld hafi ort um ástir og holdsins fögnuð þegar við skoðum þetta dæmi hér úr þul- unni um Otrygð: Lærin viku örkvik undan eins og stygðir vatnafiskar hálffullir af hyrjarfuna hálffullir af nístingsfrosti Og ég hleyfti óskaveginn ólmum perlumóðurfáki taumlaust og án tygja allra... Merkileg þula reyndar og mundi nú um stundir vera sögð lýsa verstu karlrembu: þegar tatarinn hefur notið konunnar með slíkum tilþrifum kýs hann að kaupa sig frá henni með gjöf og vill henni ekki unna, því hún hafði ekki reynst sú jómfrú sem hún lét. Það má reyndar sjá í bókum að García Lorca hafi stundum Iýst gremju yfir því, hve mjög menn vildu, eftir að tataraljóðin birtust 1928, tengja nafh hans við heim Sígauna: þeir eru barasta viðkvæði í þess- um söng mínum ffá Andalúsíu, sagði hann. Þeir eru náttúrlega meira en viðkvæði, þeir eru staðgenglar ástríðunnar og háskans og ögrunar við lög og reglu. Frá einum slíkum segir í Svefnrofaþulu, frá smyglaranum sem kemur særður heim til stúlkunnar sem hefur lengi beðið hans en þá flýtur hún drukknuð í grænni tjöm. Saga og þó ekki saga, heldur svo margt fleira, eins og þetta dæmi hér um þýðingarlist Þorgeirs minnir okkur á vel og rækilega: Vigahnettir næturkuldans slást í för með fiski skuggans sem finnur veg til morgunljómans. Fikjurunnar rista vindinn rákóttan með hrjúfum laufum. Fjallið reisir kattarkryppu kafloðið af úfnum furum... Árni Bergmann Garcla Lorca Föstudagur 26. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.