Þjóðviljinn - 26.10.1990, Side 22

Þjóðviljinn - 26.10.1990, Side 22
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Borgarleikhúsi: ÉG ER HÆTTUR! FARINN! eftir Guðrúnu Kristínu Magn- úsdóttur. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Dramatúrg: Hafliði Arngríms- son. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Útsetning tónlistar og leikhljóð: Jóhann G. Jóhannsson. Lýsing: Grétar Reynisson, Guðjón Pedersen og Egill Arnason. Danskennsla: Lizý Steinsson og Haukur Eiríksson. Leikendur: Sigurður Skúlason, Hanna María Karlsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Eggert Þor- leifsson, Ragnheiður Arnar- dóttir, Stefán Jónsson, Harpa Arnardóttir, Helgi Björnsson, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Karl Guðmundsson, Þröstur Guð- bjartsson. Verðlaunaleikrit úr sam- keppni Leikfélagsmanna er loks- ins komið á svið nær ári eftir að Borgarleikhúsið opnaði. Það var frumsýnt á sunnudaginn fyrir fullu húsi áhorfenda sem skemmtu sér ljómandi vel og hóf göngu sína við fagnaðarlæti og spenning, upplýst af athygli ungra nýrra krafta og fáránlegum athugasemdum þjóðleikhússtjóra um lítinn lagstúf í sýningunni. Þetta er sviphrein og stórglæsileg sýning byggð á samvinnu þriggja ungra leikhúsmanna sem taka næsta veigalítið leikrit og gera úr því mikið sjónarspil. Hvemig skyldi standa á því? Mótsagnir Samkeppni LR um ný íslensk leikrit vakti mikla athygli og barst fjöldi verka dómnefndinni sem í sátu Hallmar Sigurðsson, Hafliði Amgrímsson og Sigriður Haga- lín. Þau völdu ÉG ER HÆTTUR! FARINN! og mátti strax heyra á ummælum nefndarmanna að val þeirra væri óvenjulegt. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvemig verk þau hafa valið, ætli það sé lengur til í þeirri mynd. Guðjón, Grétar og Hafliði hafa unnið verkið til sýningar og notið til þess fyllsta samráðs höf- undarins. Hún hefur haft það á orði opinberlega að hún skilji ekki hvemig þeim tókst að gera eitthvað úr bunkanum. Rétt eins og þeir hafi greitt úr flækju, kom- ið skipan á óreiðu. En sjón er sögu ríkari. Fáar ef nokkrar sýningar undanfarinna ára em í raun eins ríkulega höf- undarverk leikstjómarhópsins ef svo má kalla þríeykið. Helst koma í hugann sviðsetningar Brynju Benediktsdóttur á Dags hríðar spomm Valgarðs Egilsson- ar og Stefáns Baldurssonar á Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson. Öll þessi þrjú verk em í fáanlegum handritsgerðum drög að sýningarverkum, ekki leikrit sem hafa skýrar útlínur, greini- lega byggingu. Ég verð að viðurkenna að sú dirfska sem dómnefnd sýndi á sinum tíma í vali sínu hefur borg- að sig. Leikfélagið stendur með pálmann í höndunum. Og eins og allir vita er pálminn skrautleg jurt. Textinn Við lestur er texti Guðrúnar samhengislaus, nánast eins og drög að ljóðabálki. Persónur hennar em galopnar, þráðurinn tvinni, hugsunin einlæg í kunnug- legum klisjum, bamaleg á köfl- um. Viðfangsefni hennar er lifs- máti og lífssýn ungrar kynslóðar, fólks sem er fætt eftir fimmtíu, foreldra og bama. Tvær persónur em af enn eldri kynslóð, líklega frá öðmm eða þriðja áratug aldar- innar. Þessi hópur tengist allur böndum vina og vandamanna. Hann lifir upplausn og reynir að fóta sig, öryggisleysið mótast af eftirsjá horfinnar bemsku með mjög sterkri móðurdýrkun, kvöl kjamafjölskyldulífsins og ósætt- anlegum andstæðum skyldu og frelsis, hamingju og nútímahæg- inda. Átök verksins eiga sér þunga- miðju í Lillý en hún er gamalt minni, móðir mín í kvíkví, Lóa litla úr Silfurtunglinu, sú sem gaf sitt dýrasta djásn. I kringum hana er annað minni á sveimi: Heiðbjartur, sá heili, hug- mynd um mann, minning sem ásækir hana. Holdlegt samband á hún við Áslák sem er sérhver, venjuleg ís- lensk blók með billega lífsspeki. Það er hann sem er hættur, farinn en situr sem fastast. Bergþóra kona hans er skilin við hann. Hún er sátt heimavinnandi móðir sem tekur hveiju sem koma skal, nýr kafli sem er ekki lokið af því hún tekur öllu opnum örmum. Bömin hjónanna og makar þeirra eru líka á sveimi í hring sem er óijúfan- Iegur af því þeirra bíður sama mynstrið. Vinafólkið er til sýnis sem yfirborðskenndar flgúrur og eldra fólkið fyrri tið, traust og lið- in. Sýningin Fortjaldið er veggur með tólf hólfum sem hver og einn er fastur i. Sviðið er æfmgasalur fyrir dansara eða endalausir gangar með handriðinn. Bak við sviðið er tómið svart. Leikmunir em fáir enda vinna höfundar sýningarinn- ar með mjög skýrt afmörkuð tákn. Athygli áhorfandans á að beinast að takmarki, ekki reika og finna sér sjónarpunkt í margræðri mynd. Sjónrænt séð er þetta sýn- ing sem dregur dám af minimal- isma og sækir hreinleika sinn og myndstíl i ríkjandi skóla Evrópu- manna í leikmyndum síðustu tvo áratugina, einkum i Þýskalandi og Frakklandi. Þetta er smart. Stílhrein hugsun sem skoðar lífið sem andstæðu hreinna forma og manninn læstan inní hólf. Okkur kann að þykja þetta nýstárlegt, rétt eins og stílhrein húsgögn nútímans. I útliti á sýn- ingin sér skyld eintök í verkum Þómnnar S. Þorgrímsdóttur, fyrri leikmyndum Grétars og má rekja upphaf þessa stíls, tel ég, til leik- mynda Jennýjar Guðmundsdótt- ur. Stílfærsla af þessu tagi er mjög ólík stílfærslum leikmynda ffá sjötta og sjöunda áratugnum, verkum Lothars Gmndt og Magn- úsar Pálssonar. En sá kimi ís- lenskrar leiklistarsögu verður ekki kannaður hér. Mikilvægur þáttur í sjónar- spili af þessu tagi er tónlist og hljóð, frjáls og dramatísk beiting ljósa, hreyfmgar sem lúta öðm lögmáli en hermi hversdagslegrar eftirbreytni. Verkið er nær dansað enda dans frá upphafi til enda not- aður sem tákn um bæði innilega og kalda nærvem. Af djarfmannlegum efnistök- um leiðir að sýningin býr yfir mjög sterkum myndrænum augnablikum. Atriðum sem kunna, myndist þau vel, að vekja athygli á leikhúsi okkar um víða veröld. Og það er ekki lítill áfangi í bili. Leikurinn Hvemig má lýsa leikmáta þessa verks? Hann er kæmleysis- legur á köflum, æsist fljótt, er oft sjálfhæðinn og jaðrar við sjálfum- gleði. Leikendur halda honum ljómandi vel gegnum alla sýning- una, samkvæmir sér á þröngu sviði persónutúlkunar. Fáum gefst kostur á vemlega djúpum miðum. Edda leikur Lillý og gef- ur heilsteyptri mynd allan sinn kraft. Eggert er svipurinn sem sækir að henni, hljóður og hverf- ull. Sigurður er fleiprandi sem Áslákur. Hanna María stoð sem Bergþóra kona hans. Stefán tíma- sprengja sem tikkar ójöfnum takti, Guðrún og Karl mildi og skylda sem em úr tengslum við tímann. Ragnheiður og Þröstur skopmyndir, ungu stelpumar leit- andi flón og Helgi sviplaus strák- ur. Persónugerðin er gljúp, sýnd en ekki gefín. Og í kringum þessa fléttu er svo bmgðið á leik. Ótal myndir, smáskop, einræður, hugsanir, sýnir. Einu sinni er meira að segja brotið beinlínis gegn höfúðstefnu verksins, grátkór karlanna hæðir móðurdýrkun þess í löngu skop- atriði. Og svo leysist allt upp í snöggum dramatískum hápunkti og sundrast í brot sem sameinast í dansflokk sem brosir sjálfúm- glaður ffaman í áhorfendur. Hættur? Líkar mér þetta? Háski sýn- ingarinnar liggur í glæsileik hennar. Umbúðum. Rétt eins og Stundarfriður i sviðsetningu Stef- áns Baldurssonar sem mestrar hylli naut, hverfíst hún í andstöðu sína. Hún verður glæsilegt form svo inntakið fellur í skugga. Hjóm sem skemmtir áhorfanda, gleður augað í ótal myndum, frá- bærlega unnið verk en skilur ekk- ert eftir. Það er galdur líka og kannski var það ekki meira en efni stóðu til. Slíkur galdur er líka fáséður í leikhúsi okkar tíma og viss er ég um að áhorfendur eiga lengi eftir að fagna þessari sýn- ingu og njóta hennar. Nýju fötin sýna þrátt fyrir allt ekki annað en hvað maðurinn er nakinn í um- komuleysi sínu. pbb Afmælis- og styrktartónleikar í þessum mánuði eru liðin tvö ár ffá vígslu Listasafhs Siguijóns Ólafssonar í hinum endurbyggðu húsakynnum safnsins í Laugamesi. í tilefúi af þessum tímamótum verður efút til sértakra afmælis- og styrktartónleika í safúinu nk. sunnudag kl. 20:30. Hlíf Sigur- jónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari munu flytja són- ötur fyrir fiðlu og píanó eftir Claude Debussy, Jón Nordal og César Franck. A efnisskránni er einnig Nottumo V eftir Jónas Tómasson sem hann samdi fyrir þau Hlíf og David. Á tónleikunum gefst gestum kostur á að skrá sig i stuðnings- mannahóp Listasafús Sigurjóns. Tónleikamir verða síðan endur- teknir þriðjudaginn 30. október kl. 20:30. íslenskur Tónlistardagur Fyrsti vetrardagur er á morgun, þá eins og undanfarin ár er einnig íslenskur tónlistardagur. I tilefni dagsins er ýmislegt um að vera: Rarik-kórinn syngur í Kringlunni kl. 12:30, Tónskóli Sigursveins verður með opið hús milli kl. 13 og 15. Ríkisútvarpið lætur ekki sitt eftir liggja, og verður með sérstak- anþáttárás 1 kl. 14. Tónlistarskóli Miðneshrepps í Sandgerði verður með tónfúnd kl. 14, og í forsal Borgarleikhússins verða blústón- leikarmilli kl. 15 og 17. Tónlistar- skóli FIH verður með opið hús milli kl. 14 og 18, og tónlistarbar- inn Púlsinn heldur upp á daginn milli kl. 16 og 18, og aftur ffá 21:30 og ffam á rauða nótt. Á sunnudag verður síðan ópemhátíð á Hótel Islandi, og hefst hún kl. 18:30. Það er Tónlistarbandalag ís- lands sem gengst fyrir þessum ár- lega tónlistardegi helguðum ís- lenskri tónlist. Að lokum má geta þess að íslenskar hljómplötur verða seldar með sérstökum af- slætti þennan dag. Björg Örvar og Anna Líndal í Nýlistasafninu Á morgun kl. 16 opna tvær myndlistarkonur sýningar í Ný- listasafúinu. Björg Örvar sýnir ol- íumálverk í effi sölum safúsins, en Anna Líndal sýnir offset litógrafiur og rýmisverk unnin úr jarðefúum í gryfjunni. Sýningamar standa til 11. nóv- ember, og er safúið opið daglega ffákl. 14-18. Pétur og úlfurinn Vegna mikillar aðsóknar hefúr verið ákveðið að bjóða upp á fjórðu sýninguna á Pétri og úlfin- um og öðmm dönsum, sem Is- lenski dansflokkurinn hefur sett upp. Aukasýning þessi verður í ís- lensku ópemnni næstkomandi sunnudag. Terence Etheridge er höfundur fjölskyldudansins um Pétur og úlf- inn. Á sýningunni er einnig dans- aður klassíski ballettinn Konsert fyrir sjö, sem hann samdi, og Fjar- lægðir eftir Ed Wubbe. Kvikmyndasýn- ing fyrir börn Norræna húsið býður bömum að sjá tvær norskar kvikmyndir á sunnudag kl. 14. Fyrst verður sýnd myndin „Askeladden og de gode hjælpere", gerð eftir ævintýri As- bjömsens. Þetta er leikbrúðumynd, og segir hún frá Askeladden sem fær prinsessuna og hálft kóngsrík- ið. „Jakten pa Juni“ heitir sú síðari og greinir hún ffá tyrkneska drengnum Zafir, sem verður að að- laga sig nýjum heimkynnum sín- um í Noregi. 22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.