Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 6
r
rið 1809 unnu Rússar
Finnland af Svíum og
þar með Alandseyjar,
sem verið höfðu hluti af sænska
ríkinu eða tengdar því frá
ómunatíð, enda eyjaskeggjar
sænskir að þjóðemi. Nokkmm
árum síðar, eftir ósigur Napóle-
ons mikla 1814- 15, varð Rússa-
veldi voldugasta ríki meginlands
Evrópu og voldugra í saman-
burði við önnur Evrópuríki en
nokkru sinni fyrr.
Sem flotaveldi var það mestu
ráðandi á Eystrasalti og valdhaf-
ar þess vildu búa svo um hnútana
að það ástand héldist til fram-
búðar.
Nikulás fyrsti, harðráðastur
rússneskra valdhafa á tímabilinu
frá Pétri mikla til Stalíns, ákvað
að gera Áland að flotastöð, sem
yrði rammlegar víggirt en nokk-
ur önnur slík í Norður-Evrópu,
Gíbraltar Eystrasalts. Herffæði-
lega séð var valið á eyjunum til
þess ama nokkuð pottþétt, svo
miðsvæðis sem þær liggja í
Eystrasalti.
Framkvæmdir við þetta hóf-
ust 1830. Við Bomarsund, aust-
an megin á Álandi, var byggt fyr-
irferðarmikið, sporöskjulagað
virki úr rauðleitu granít, vopnað
120 fallbyssum. Þar var skipa-
lægi gott, sem eyjamar Töftö og
Várdö luktu um, auk aðaleyjar-
innar, svo að álitið var að þar
yrði erfítt aðsiglingar fyrir óvina-
flota. Út frá Bomarsundskastala
átti að reisa önnur virki minni og
byggja flotastöðvar út um allar
Álandseyjar.
Álendingum likaði þetta til-
stand miður, en bót í máli þótti
þeim að allir eyjaskeggjar sem
vildu fengu vinnu við vamarliðs-
ffamkvæmdir þessar. Kom það
sér vel fyrir marga, þar eð at-
vinnulíf hafði dregist saman á
eyjunum eftir að Rússar innlim-
uðu þær, því að þeir heftu versl-
un eyjaskeggja við Stokkhólm.
Rétt við Bomarsundsvirki
var reistur fyrsti þéttbýlisstaður-
inn í sögu Álands, Skarpans. Þar
bjuggu foringjar í rússneska
setuliðinu, embættismenn keis-
aradæmisins á eyjunum og þar
var sjúkrahús, skóli o.fl. Var
ffamkvæmdum þessum miklum
enn ekki lokið um miðja öldina.
Rússnesku herforingjunum
við Bomarsund, sem flestir vom
af aðalsættum og hagvanir í sam-
kvæmissölum hirðar og aðals í
Pétursborg og Moskvu, þótti
vistin heldur daufleg, en reyndu
að bæta það upp með því að hafa
gleðskap um helgar. Buðu þeir
þangað heldra fólki af Álandi.
Einn þessara boðsgesta var
presturinn í Sundi, þar skammt
frá. Hann var á miðjum aldri,
dugnaðarmaður, góður viðkynn-
ingar og vinsæll af sóknarböm-
um sínum, sem settu það ekki
fyrir sig að hann þótti meiri bú-
maður en kennimaður. Kvæntur
var hann og konan ung og for-
kunnarfogur. Bæði vom þau
mikið fyrir samkvæmi, þótt með
ólíkum hætti væri. Prestur hafði
ákaflega gaman af að spila á spil,
svo að trúuðu fólki þótti naumast
hæfa embætti hans, en prests-
konan var að sama skapi mikið
fyrir dansleiki.
Rússnesku liðsforingjamir,
ungir menn flestir eða á besta
aldri, sóttust mjög eftir kynnum
við prestsfrúna í Sundi og höfðu
þann háttinn á, er þau hjón sóttu
þá heim, að sjá til þess að prestur
væri alltaf upptekinn við spil og
drykk, svo að þeim gæfist þeim
mun betra næði til að dansa við
konu hans. Gekk þeim þetta að
óskum, enda var það og báðum
hjónum vel að skapi.
Laugardagskvöld eitt var
sem oftar mannfagnaður í híbýl-
um liðsforingjanna í Skarpans.
Fór það allt fram að venju. I sam-
kvæmissal var stiginn dans og
skiptust liðsforingjamir að vanda
á um að stíga dans við prestskon-
una í Sundi, sem aldrei fór af
gólfinu, en í hliðarherbergi sátu
liðsforingjar, sem ekki dönsuðu
eða gerðu hlé á dansi, að spilum
og púnsi með prestinum manni
hennar.
Sú var trú manna þar á eyjum
sem víðar að óheillavænlegt væri
að sitja að spilum lengur en til
miðnættis á aðfaranótt sunnu-
dags. En þeir heimsmenn sem
liðsforingjamir töldust vera hirtu
ekki um þetta. Sundklerkur gætti
hinsvegar að jafnaði þessarar
reglu, en í þetta sinn brá út af því,
enda héldu Rússar óspart að hon-
um betri vínum en algeng vom á
borðum Álendinga. Fór svo að
hann gleymdi tímanum gersam-
lega við spilin, sem vom eflirlæti
hans. Leið svo fram til miðnætt-
is.
Er klukkan sló tólf gekk í
danssalinn einn herforinginn
enn, sem viðstaddir Álendingar
mundu ekki eftir að hafa séð fyrr.
Var sá mjög borðalagður og því
háttsettur að sjá. Olíkur var hann
öðrum Rússum þar ásýndar, ekki
mikill vexti en þó sterklegur,
stórskorinn nokkuð, svartur á hár
og skolbrúnn. Gekk hann þegar
að prestsffúnni í Sundi og bauð
henni upp í næsta dans.
Stigu þau dans þennan á
enda, en að honum Ioknum
sleppti hinn nýkomni ekki dö-
munni, eins og venja var, heldur
steig einnig við hana næsta dans
og síðan hvem af öðmm. Fannst
Álendingum það kynlegt, en
minntust þess að í ríki Rússa-
keisara vom margar þjóðir með
ólíka siði. Þótti þeim einna lík-
legast að sá nýkomni væri frá
Kákasus, því að menn þaðan
vom þá fyrir löngu famir að ráð-
ast til þjónustu í rússneska hem-
um og vom sumir háttsettir, enda
gjaman af fúrstaættum heiman
að. Og gera mátti því skóna að
samkvæmissiðir væm með öðr-
um hætti þar syðra en í Evrópu.
Einn Álendinga gaf sig á tal
við einhveija af Rússunum og
gat þess við þá að rétt væri að
benda nýkomna herforingjanum
á að hann hefði þegar dansað
fulllengi við prestsfrúna. En þá
kom í ljós að Rússamir höfðu
aldrei séð þennan mann áður og
vom fúrðu lostnir. I setuliðinu er
hann alveg ákveðið ekki, sögðu
þeir.
Nú fór heldur að fara um
ballgesti, Álendinga jafnt og
Rússa. Einhveijir þeirra reyndu
að gefa sig á tal við hinn dular-
falla dansherra, en hann svaraði
fáu, glotti við tönn og glórði á þá
gulum augum á ská. Var það
augnaráð og allt fas hins óboðna
gests með slíku móti að menn
hrukku frá, án þess þó að þeim
væri ljóst hvemig á því stóð.
Flest önnur pör vom nú farin
af gólfinu, en ekki dró af óboðna
gestinum fyrir það, nema síður
væri. Steig hann dansinn fremur
af kröftum en þokka en fylgdi þó
hljóðfalli vel. Fór hann um gólf-
ið með fúrðumiklum rykkjum og
stökkum, svo að fæmstu dans-
menn álenskir kváðust aldrei
hafa séð annað eins, eða þá að
hann hvirflaðist í hringi svo hratt
að vart mátti auga á honum og
prestsffúnni festa. Hún var þann-
ig á svip sem henni væri ekki
með öllu skemmt, en léti sér þó
sæmilega lynda. Ekki sáu menn
hana reyna að stöðva dansherr-
ann og sumum þótti augnaráð
hennar þesskonar sem hún sæi
ekki aðra nærstadda.
Ofursti einn, sem hafði mest
mannaforráð í setuliðinu, brást
þegar hér var komið reiður við
og skipaði hljómsveitinni að
hætta að spila. En við það færðist
aðeins meira fjör í dansleikinn.
Leikið var fyrir dansi sem áður,
þótt enginn sæi eða skildi hvaðan
sá strengleikur kom, en það
heyrðu menn að slegin var fíðla
af slíkri list og tryllingi að marg-
ir hugsuðu til nykra og annarra
vatnavætta er sagnir hermdu að
öðrum betur hefðu Iag á að
magna hljómlist.
Og áffam var dansinn stiginn
af sívaxandi fjöri, þótt nú væri
aðeins eitt par á gólfinu. Allt um
kring stóðu aðrir samkvæmis-
gestir, karlar og konur, Álend-
ingar og Rússar, allir jafn ráð-
þrota og skelfdust því meir sem
lengur leið.
Herforinginn ókunni hafði nú
tekið breytingum nokkrum, frá
því að hann fyrst lét sjá sig. Sáu
nærstaddir ekki betur en hann
væri orðinn allnokkru skugga-
legri en fyrr, fótaburðurinn var
ankannalegur orðinn og andlit
hans og augu þótti mönnum sem
úlfsásjóna væri.
Einhverjum datt þá í hug að
gera Sundklerki viðvart og
brugðu þeir við og rifú hann frá
spilunum. Þótt ekki væri hann
kenni- eða ffæðimaður mikill
þóttist hann þegar sjá hvers kyns
væri. En vel var honum ljóst að
hann var ekki nógu bænheitur til
að duga gegn slíkum andstæð-
ingi.
Að ráði prests var nú hesti
þeim, er bestur fékkst við Bo-
marsund, skotið undir mann og
sá beðinn að ríða sem hvatast til
Hammarlands, kirkjustaðar vest-
an megin á Álandi. Þar í litlum
bæ skammt ffá kirkjunni bjó þá
klerkur, sem látið hafði af prests-
skap fyrir aldurs sakir og van-
heilsu, enda þá háaldraður.
Kjamaklerkur hafði hann þótt á
sinni tíð og var margra mál að
hann kynni fleiri ffæði en nema
mætti af bókum.
Þetta var næstum yfir þvert
Áland að fara, svo að klukku-
stundir liðu áður en sendimaður
kom til baka með gamla prestinn
með sér. Og á meðan dunaði
rammislagur sá, sem enginn vissi
hvaðan kom, því kröftugar sem
lengur leið og að sama skapi var
um dansinn. Prestskonan var þá
liðin í ómegin og ætluðu sumir
hana þegar látna. En dansherra
hennar var þeim mun fjörugri,
fór létt með að halda henni uppi,
sveiflaði henni aldrei hraðar og
gerðist æ kynlegri álitum. Var
svo að sjá að einkennisbúningur-
inn væri að rifna utan af honum,
loðinn sýndist hann vera á hálsi
og höndum, skóbragð hans kom
mönnum undarlega fyrir sjónir
og þeir voru til sem þóttust sjá
hnífla upp úr höfði hans.
Þannig gekk það til uns gamli
presturinn frá Hammarlandi
gekk í salinn. Var hann lítill
maður og feyskinn og hélt á
bænabók, gekk þegar út á gólfið
á móti ókunna gesti og hóf bæna-
lestur, að því er sumum heyrðist,
en aðrir sögðu síðar svo ffá að
þeir hefðu ekki kannast við þann
texta. Horfðust þeir í augu,
klerkur og sá er hann las yfir, og
var allra viðstaddra mál síðar að
sjá hefði mátt að ekki væri þessi
Bresk og frönsk herskip skjóta á virkiö viö Bomarsund árið 1854. Til vinstri viö virkiö má sjá þorpið Skarpans.
6 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990