Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 26
Todmobile
segir
W W M W
guggulu
Með plötu sinni „Betra en nokkuð annað“
í fyrra skipaði Todmobile sér í allra fremstu
röð íslenskra rokksveita frá upphafi. Fagleg
vinnubrögð eru frekar fátíð í íslensku rokki og
enn sjaldgæfara er að frumleiki sé einnig með
í for. Todmobile náði að sameina hvort
tveggja.
A „Betra en nokkuð annað“ eru nokkur lög
sem munu lifa um langa framtíð, til dæmis
„Sól, jörð og máni,“ tiltillagið „Betra en nokk-
uð annað“ oog Lasciatemi Morire“. Gæði
þessara laga eru slík að það hlýtur að vera
hverri hljómsveit erfitt að halda í við sjálfa sig
eftir slíkar lagasmíðar. I þessum lögum fara
saman einstaklega góður flutningur á góðum
laglínum og ágætum textum, þótt ítalskan sé
ekki skiljanlegt mál í mínum eyrum.
Todmobile situr ekki auðum höndum og
hefur sent ffá sér sína aðra breiðskífu, sem er
töluvert ólík þeirri fyrri. Platan veldur þó eng-
um vonbrigðum hvað vandaðan flutning varð-
ar, en að mínu mati er ekkert lag á henni sem
nær að fara í sama gæðaflokk og fyrr nefnd lög
af „Betra en nokkuð annað“.
Þetta þýðir ekki að „Todmobile" sé vond
plata, alls ekki. Hér er á ferðinni skemmtilegt
lagasafn. Todmobile reynir nú við harðari
takta og grófara yfirbragð, til dæmis í ágætu
lagi „Requem" og „Pöddulaginu“, sem ætti að
falla ágætlega að danshúsamenningunni.
Það er annars erfitt að taka einstök lög út
af „Todmobile" vegna þess hvað þau eru ólík.
Það þyrfti þá að fjalla um hvert lag fyrir sig.
Ég hef það á tilfmningunni að þessi plata sé
einhvers konar millibilsástand hjá Todmobile
og að næsta plata eigi eftir að verða sú undir-
strikun á stöðu Todmobile sem fyrri platan
markaði henni. Hljómsveitin getur ekki náð
mikið lengra hvað gæði laga snertir, en enn
vantar herslumuninn á að textamir teljist
fyrsta flokks og raunar fannst mér þeir betri á
„Betra en nokkuð annað“ en á „Todmobile“.
Lagið „Gúggúlú“ er besti samnefnarinn
fýrir þá stefhu ssem Todmobile virðist ætla að
taka og á þeirri leið þarf engum aðdáenda
vandaðrar rokktónlistar að leiðast í för með
Todmobile.
Eina lagið á plötunni sem minnir verulega
á fyrri plötu er „Brúðkaupslagið“, ágætis lag
sem haft er síðast á geisladisknum eins og í
kveðjuskyni.
Um ffammistöðu þeirra þremenninga í
Todmobile er ekkert nema gott að segja. Bæði
gítar Þorvaldar og selló Eyþórs njóta sín betur
en á fyrri plötu og Andrea syngur jafnvel og
alltaf.
-hmp
Frostaugun angurvær
Það er staðreynd, að Frostaugun er lang -
vandaðasta plata Rúnars Þórs Péturssonar, en
hann hefúr það fram yfir margan tónlistar-
manninn hérlendis að hafa sýnt framfarir með
hverri plötu. Rúnar hefúr sjálfúr gefið út plöt-
ur sínar fram til þessa, að Frostaugun koma út
hjá Skífunni. Hann hefur því væntanlega
fengið rýmri tíma - og fyrirfram fé - til vand-
aðri vinnubragða en áður. En það þýðir ekki
að Rúnar Þór hafi selt sig - hann er alltaf sam-
ur við sig, sérstakur sproti í íslenzkri dægur-
tónlist - svolítið gamaldags utangarðsmaður,
sem fer sínar eigin leiðir grófri en mjúkri
röddu (sem minna mann á þessar frægu afa-
hendur), í angurværum/dapurlegum textum
og einfoldum melódíum.
Rúnar Þór er hinn týpíski alþýðutónlistar-
maður, ólærður, en spilar á allt, hvort sem það
eru gítarar eða hljómborð, trumbur eða blást-
urshljóðfæri... kannske ekkert jafn vel á allt,
en eftir sínu höfði, og alveg frambærilega.
Reyndar eru á Frostaugum ýmsir þekktir tón-
ljstarmenn Rúnari til aðstoðar, eins og Ásgeir
Óskarsson trommari, Jón Ólafsson bassaleik-
ari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Krist-
inn Svafarsson saxófónleikari, skólakór Kárs-
ness og fleiri. Það má kannske líka nefna nöfn
þeira Leonards Cohen og Richards Clayder-
manns, en andi þeirra svífur víða yfir „tárum"
Frostaugna, þess síðar nefnda náttúrlega yflr
píanólögum Rúnars, sem eru 3 á diskinum, 1
nýtt og tvö gömul.
Textar Rúnars hafa oft verið í óvandaðra
lagi og undirstrikað fljótaskriftina á plötum
hans, en nú hefúr hann fengið sér hirðskáld og
yfir Frostaugum er fallegri stíll á allan hátt.
Enda þótt hljómlistarmaðurinn Rúnar fái ann-
an mann til að búa til textana fyrir sig eru þeir
trúir treganum sem hefur alltaf fylgt honum í
gegnum músíkina frá því hann byijaði að gefa
út plötur. Það vill nefnilega svo vel til að Rún-
ar á sér skáldlegan bróður, sem þekkir vel inn
á stóra bróður. Heimir Már heitir hann, og er
lesendum Þjóðviljans kunnur bæði af popp-
og fréttaskrifúm. Heimir Már er fínn textahöf-
undur - hann hefúr það forskot að hafá sjálfur
verið í rokkhljómsveit, þannig að hann er vel
inni í forminu sem þarf að vera á svona text-
um. Áberandi við texta Heimis á Frostaugun-
um er að hann stillir gjaman manneskjunni
upp í náttúrunni og umhverfinu - blandar
tregatilfinningum inn i landslagslýsingar -
kannski áhrif frá fæðingarstað þeirra bræðra,
ísafirði. Beztu lögin finnast mér Þögnin syng-
ur, Silfurlituð nótt og Eitthvað annað, og eru
textamir líklega ástæðan fyrir að ég vel þau
fram yfir hin.
Sem sagt, langbezta plata Rúnars til þessa,
en kannske ætti hann að athuga fyrir þá næstu,
að fá einhvern með sér til að útsetja lögin, eða
í upptökustjóm, því að nokkurrar einhæfni
gætir hjá honum í þeim efnum. Það er alltaf
gott að fá önnur eyru eða augu með sér til að
leggja mat á eigin verk, þannig að það sem
innan fram manni kemur standist betur mat ut-
anaðkomandi huga. A.
Skógræktarbókin, fagrit,
framtíðareign.
Skógræktarbókin er fræðslu- og leiðbeiningarrit um skóg-
fræðileg efni. Með útgáfu bókarinnar er stigið skref í þá átt
að efla þekkingu og skilning íslendinga á ræktun landsins,
einkum er dregin upp mynd af möguleikum tijá- og skógræktar.
Hér er að fínna á einum stað svör við ýmsum spumingum
ásamt ffóðleik sem kemur jafnt lærðum sem leikum að notum.
Fjallað er um mörg undirstöðuatriði skógfræðinnar. í bókinni
er Qöldi litmynda og korta til frekari skýringa á texta hennar.
Tilvalin jólagjöf handa:
. sumarbústaðaeigendum
. áhugamönnum um skógrækt
. kennurum
. náttúruunnendum
Skógræktarbókin fæst nú í flestum bókaverslunum
eða á skrifstofu Skógræktarfélags íslands, Ránar-
götu 18, Reykjavík, sími 91-18150.
Kaflamir bera eftirfarandi heiti:
Gerð og starfsemi plantna - Skógræktarskilyrði á íslandi - Gróðurlendi -Barrtré - Lauftré - Birki á íslandi -
Um tijákynbætur - Fræ og fræsöfnun - Uppeldi tijáplantna - Vegagerð - Ræktun græðlinga - Gróðursetning
skógarplantna - Umhirða skóga - Viðamytjar - Tijáskaðar - Skráning skóglenda - Tré og skógur -
Skógmælingar - Skóghagffæði - Jólatré og greinar - Tijárækt til skjóls, prýöi og útivistar - Skjólbelti -
Ber og sveppir - Jarðvegur og jarðvegsskilyrði - Vöxtur og vistþættir - Girðingar - Skógmælingar.
JT
I
Regnboga-
landi
Ný
danskrar
Ný dönsk
er tvímælalaust síð-
hippabandið á íslandi
og hljómsveitin stað-
festir það enn betur
með annarri breið-
skífu sinni
„Regnbogalandi".
Platan byrjar á samnefndu
lagi eflir Daniel söngvara. Lagið
er nokkuð spilverkslegt eins og
fleiri lög eftir Daníel á plötunni,
til að mynda ágætt lag sem heitir
„Veröld". Daníel á einnig textana
við þessi lög og em þeir bæði
skemmtilegir og vel skrifaðir.
Hvort sú staðreynd að Sigurður
Bjóla er með finguma á upptöku-
borðinu ræður einhveiju um spil-
verksblæinn, veit ég ekki um, en
þessi blær er langt í ffá á leiðar-
enda.
Daníel er ágætur söngvari og
hann getur greinilega samið góð
lög og texta eins og áður sagði.
En ég er samt hrifnari af Bimi
sem söngvara og lagahöfundi.
Bjöm hefúr kæmleysislegan og
skemmtilegan hijúfleika sem
Daníel hefúr ekki, því hann er
með unga og skátakórslega rödd.
Lög Bjöms em mörg hver
dúndur og skemmtileg og andi
sjötta áratugarins svífúr þar
sterkur yfir vötnum. „Skynjun"
er til dæmis mjög í stíl þessara
ára, eins og titill lagsins og inni-
hald textans bendir til. „Sæka-
delikið" er þama afturgcngið í
allri sinni dýrð. Eins finnst mér
„Tíminn“ vera hið besta lag.
Þeir félagar Bjöm og Daníel
skipta lögunum á „Regnboga-
landi“ nokkuð bróðurlega á milli
sín hvað fjölda varðar. Svo nokk-
uð djörf samlíking sé notuð, þá er
Bjöm eins og Lennon við hliðina
á McCartney í samanburðinum
við Daníel. Það er þó ástæðulaust
að vera með nokkra ósanngimi út
í Daníel, eins og McCartney á
hann sína mjög góðu sprettj.
Hann þyrfti bara að drekka að
minnsta kosti eina viskiflösku á
viku og reykja töluvert til að fá
rétta blæinn í röddina.
„Regnbogaland" er miklu
betri en fyrsta plata Ný danskrar
sem kom út í fýrra. Það er ekkert
lag á „Regnbogalandi“ verra en
bestu lögin á fyrri plötunni og því
geta Ný dönsk og aðstandendur
hennar geta vel við unað og rúm-
lega það.
-hmp
26.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ