Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 18
Fyrsta, annað og... Snorri Sturluson á Kauphallarmóti „I svona móti eru titlar og meistarstig tros. Líkast því að hlaupa í hafti.“ Snorri var að útlista hvers vegna hann hafði skráð sig til leiks í Kauphallarmóti Bridge,sambands- ins á móti Eyjólfi ríka. Eg hef það aftur á móti eftir (áreiðanlegum) heimildarmanni að býttin væru þau að Eyjólfúr legði út fyrir hugsan- legu tapi, en ef gróði yrði af fyrir- tækinu hirti Snorri hann. Alvöruútgerð. Það lá töluverð eftirvænting og spenna í loftinu í ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Keimlíkt andrúmslofti og á gjörgæsiudeild, eilítið léttara en í slaturhúsi. Uppboð i vændum, á boðstólum voru bridgespilarar. Haraldur Blöndal mættur með ham- arinn. Bað kaupendur um að hafa hugfast að engin ábyrgð væri tekin á leyndum göllum, hvað þá ásig- komulagi vamingsins. Lék á als oddi. „Slær öllum hreppstjómm við.“ Sagði Snorri með áherslu. Hugurinn norður í Skagafirði. Hrossaprang! Þegar upp var staðið held ég að hann og Nonni Bald hafi keypt helftina af stóðinu. „Tylft af folum, enga stóð- hesta.“ Játaöi Snorri. Enn íyrir norðan. Atti þá líklega við að hann bauð tæpast í „stórspiiarana“ sem salurinn slóst um, heldur ungu og efnilegu spámennina. „Mótið er örstutt og allir geta sigrað. Þó ekki Eyjólfúr." Það var ekki af slysni sem hann sleppti „við“. Snorri var ósáttur við frammi- stöðu Eyjólfs. Mótið var þó ekki byijað. Einhver hafði boðið á móti honum í hann sjálfan og Eyjólf. Sparlega þo. Byijaði undir lágmarksboði. Útí sal. Sannarlega að skapi Snorra, hækkaði síðan, undir átölum upp- boðsstjómanda og grátstaf Snorra á hundraðköllum, uns: . „NÍUÞÚSUNDOGHANA- NÚ,“ heyrðist ffá Snorra. Röddin útí sal lét ekki meira á sér kræla. Haraldur Blöndal þerraði svitadropa af enninu. Nú var lag: „FYRSTA7FYRSTAANN- AÐ... FYRSTAANNAÐOGÞ... „Hundrað þúsund!" Yfirboð Eyjólfs nægði. Sjálfs- virðingunni var bjargað, en geði Snorra illilega raskað. Hann ræksti sig en kom ekki ypp orði. Gaut aug- unum á Eyjólf. Atti hann nú ömgg- lega fyrir þessu...? En Eyjólfur var óðum að hress- ast. Hann tók um axlir Snorra og studdi 92ja ára gamlan makker sinn út úr ráðstefnusalnum. „Við fómm bara á finu verði, ha?“ „Huh,“ ansaði Snorri. Laugardagur 1.lota Framaf móti réð kjarkleysið ríkjum. Sérstaklega þegar slemmur buðust. Ef þú sast í andstöðu við par sem hirti gijótharða hálfslemmu þegar hægt var að álpast í sjö og vinna, matti samt bóka á annað hundrað „impa“ út. Spil 20 var eitt fárra spiia á mótinu sem vakti svo mikla eftir- tekt oe umræðu meðal spilara að jafnvel kauphallarviðskipti hurfu í skuggann. A flestum borðum (10 af 11 ?) náðist spaðaslemma sem suður spilaöi. Á 9 borðum tapaðist slem- man hægt og hljótt eftir besta vam- arútspil: A65 D86 AKD103 AIO vestur er vinningsleiðin að taka á ás, þijá,efstu í tígli opg síðan hjarta- dömu ÁÐUR en trompið er kannað, en íferðin er áhættusöm. einfaldara er að reikna með trompunum 3-2, hirða á hjónin og enda mni á ás og snúa sér síðan að rauðu litunum. 4- 1 tromplegan sér til þess að slem- man er nú töpuð, ekki hægt lengur að tína upp bæði trompgosa og hjartjikóng. Ásmundur Pálsson fékk út hjarta-7 í 6-spöðum, drottning, kóngur og ás. Tekið næst á tromp- hjónin og legan vitnaðist. Nú er ná- kvæmlegast að hirða hjartaslagina tvo (ef austur á t.d. skiptinguna 4-3- 3-3) til að vama því aþ hann kasti hiarta í tígul síðar. En Ásmundur slapp með skrekkinn þegar hann spilaði strax trompi á ás. Tók tíg- ulslagina þijá og spilaði tígli. Austur fleygði hjarta og Ás- mundur trompaði. Næst tók hann hjartaslagina, spiiaði loks laufi á ásinn og síðasta tíglinum úr blindum. Tólfti slagurinn fékkst þannig með trompffamhjáhaldi og austur varð að láta sér lynda að trompa lauftaparann í 13. slag! Þar eð ég var fómarlambið í austur taldi ég óhætt að bera mig aumlega við alla sem voru svo ólánsamir að verða á vegi mín- um. Uns ég rakst á Snorra og líð- anin skánaði. „Huh... kom hann hálfslem- munni í hús.“ Snorra þótti greinilega lítið til koma. Hann og Eyjólfúr höfðu setið AV, ungir spámenn í andstöðunni. Eftir 9 sagnhringi og ótal furðu- sagnir sem jafnvel piltamir játuðu að þeir vissu ekki hætishót hvað þýddu, hóf Eyjólfúr að dobla af miklum móð, a 6. sagnþrepi, bið..., spumar..., svar... eða „hvurslags- þcttavar" sagnir suður í láglitunum. Miðunum var sturtað i sagn- boxin. Síðan var bið. Hver átti gröndin? Með hjálp áhorfenda beindust böndin að suður. „Vestur á... út?“ Áð bragði lágu bæði laufa- drottning og tígul-4 uppí loft á borðinu. Norður sem var enn með hugann við hvar 0£ hvemig sagns- erían hafði farið í hundana lagði niður hálitasortimar áður en hann sá að sér og stoppaði. Furðulostinn áhorfandi arkaði af stað í leit að keppnisstjóra. Agn- ar birtist. Reynt var að rekja mala- vexti meðan keppnisstjóri veitti óprenthæf ráð (utan dagskrár). Að lyktum kaus suður að glíma við laufadrottningu sem útspil, blindur tók á sig alskapað form og spila- mennskan gat hafist. Borðið fékk á laufaás. Lagt var á hjartadrottningu, ás og hirtur hjartagosi. Þá spaðakóngur, spaði á ás, enn spaði og tíu svínað. Eyjólfur kaus að henda laufi eftir að tígul- fjarkinn var úr sögunni. Enn spaði, og lauf í frá Eyjólfi og úr borði. AII- ir fýlgdu lit í hjartatíu og áhorfend- ur sem flykktust að borðinu eins og böm að slysstað stóðu bæði á tánum og öndinni. Suður hafði enn ekki gefið Snorra, í austur, færi á afkasti. Suður spilaði síðasta spaðan- um. Eyjólfúr gaut augunum a borð- ið. Þar blasti við AKDIO í tígli. Kannski myndi hann ekki svína...? Með glæstri sveiflu en svolítilli von lét Eyjólfúr laufakónginn fjúka. Sagnhafi hirti 4 síðustu slagina á lauf! „Lítið fútt í því að fá 13 slagi eftir tígulútspil." Rífiega 200 „irnpar" út í einu Spil 25-28, siðasta setan í 1. umferð, hefðu hæglega mátt vera í svörtum sorgarramma í spilaút- skriftinni eftir mótið. Við áttum að kljást við Snorra og Eyjólf. Eftir dijúga bið stormaði Agnar Jörgen- son ínní spilasalinn með Snorra og Nonna Bald. i taumi, bókstaflega. Mótið var í fostum skorðum. Spil 28 var eftir atvikum. Þeir og spilalegan í sameiningu hnekktu goðu geimi. Nokkrir „impar“ út. Spil 25 var lakara. Þeir „fóm- uðu“ í 4-tígla, yfir 4-laufúm sem vinnast, en vömin var í uppmæl- ingu. Eyjólfúr vann spilið. Dobl makkers lækkaði ekki reikninginn. Tugir „impa“ út. Spil 26. S gefúr, allir á: 95 G654 K10832 95 A86 103 G9 AG8763 KD10432 AD2 D KD2 Snorri opnaði á 1 -spaða. Eg sló falskan takt með 2-tíglum á vestur spilin og Eyjólfur í norður refsaði (dobl). Makker tók út i 3- lauf og 3- spaðar Snorra var há nóta í þessu sagngleðitónverki. Tvö pöss og makker sló lokatóninn á rauðum nótupi (dobl). Eg spilaði út laufatíu. Félagi drap á ás og skilaði laufagosa til baka. Snorri Iét út trompkóng, tekið á ás, og enn lauf, til allr^r lukku átti ég tromp yfir blindum. Eg neyddist nú til að hirða á tígulás og spila meirj tígli. Útlitið var bjart. Bókin mætt og hvort sem gamlinginn færi upp með kóng og reyndi hjartasvíningu eða svínaðí strax tígulgosa hefði vömin betur. I huganum hrósaði ég mak- ker fyrir hetjulegt dobl. Snorri bað um kóng, fleygði hjartatvist og kurraði eins og ijúpa þegar gosinn birtist frá austri. Næsti Ieikur hans var... „tígultía“. ... fari hann bölvaður. Makker varð að tropma. Snorri trompaði betur og trompnían var nú innkoma á hina illvígu tíguláttu, sem gleypti hjartadrottningu. Ríflega 100 „im- par“ út. Spil 27 varð ekki umflúið. V gefúr, enginn á: 9432 G76 G8 AD84 N spili og aTlt einni stólsetu að kenna. Snorri hafði að venju verið að makka í Kauphöllinni og Eyjólfúr óvart sestur í vestur, sæti Snorra. Þetta var stærsta sveiflan í mót- 4 752 G7542 K972 < > G987 K943 986 D4 1087 AD852 42 K96 N < > S S inu. Tveim setum síðar vitnaðist að KD65 K1093 D10953 KD1032 AG10 G8653 Eflir laufaútspil í Jóla ungu spámennimir nældu sér í um- ferðarverðlaun. „Hefði átt að kaupa þá,“ sagði Snorri, gramsaði í vösunum og dró upp úr þeim kraðak af' verð- brétum. „Þú gerðir það.“ „Áh.“ Snorri stakk bunkanum ' „ aftur í vas- Olafur Lárusson ann. AG 4 AK76 G107532 VNAS pass pass 1-tígull 2-lauf 2-hjörtu 3-lauf 4-hjörtu pass pass 5-lauf dobl! Nú skyldi reynt til þrautar á notagildi rauða miðans. Enda ekki ljóst hver var að gera hveijum hvað. Eg spilaði út hjartaás og meira hjarta sem Snorri tromp- aði. Eftir dijúga yfirlegu (5 sekúnd- ur jaðra við svefn að Snorra mati) birtist tromp-3, sexa... og átta. Allt eftir settum reglum! Eyj- ólfur var sífómandi og það kom óumflýjanlega i hlut Snorra að reyna að réttlæta samningana á teikniborðinu, sem tókst sárasjald- an. En... Næst kom spaði úr borði, drottning upp, drepin og spaðagosi til baka á kóng. Enn hjarta á tromp. Inní blindan á tromp og spaði trompaður. Tían kom í. „Árans,“ tautaði Snorri og fitl- aði við síðasta slag sem búið var að loka. Gaut refsaugum til mín. „Hvað settir þú í góði?“ Eg lét ekki bfekkjast en mak- ker beit á agnið og brosti við Snorra. „Huh.“ Snorri var í essinu sínu. Eg vissi að hann var búinn að ná talningu á mig og að and...... spaðatían skipti ekki lengur máli. Snorri spilaði síðasta tromp- inu heima á ás og þvínæst tromp- 4 úr borði. Félagi hélt dauðahaldi í einksisverða (upphafna?) spaðasexu, kastaði tígli. Snorri bað að endingu um tígul úr blindum, brann því inni með spaðaníuna, en tígul-7 varð 11. slagurinn. Hann skoðaði síð- asta slag af stakri (uppgerðar) vandvirkni. „Skrítið að tama. Aldrei kom spaðatian." Hann hneggjaði. „Stórskrítið.“, 150 „impar" út. Snorri og Eyjólfúr fengu bláa tölu á skortöfluna í fyrsta og eina skiptið í keppninni. Mér þotti á hinn bóginn næsta yfirmáttlegt að ég skyldi geta staðið upp og genguð á brott úr eigin jarð- arför. L^ugardagskvöld 2. lota Eg var tæpast lifnaður við og alls ekki í skapi til að eiga orðastað við þá félaga Eyjólf og Snorra. Hefði þó ekki bandað hendinni á móti nogu hraksmánarlegu spili. En... ekkert spil. Engin saga! Sunnudagur 3. lota Eg mætti tímanlega og fann Snorra útí homi. Hann sat og ham- aðist á vasatölvu. Það var ekki búið að opna kauphöllina. „Verið að reikna út gróðann?" heilsa ég karlinum. Snorri fhæsti og otaði að mér tækiny: „Onýtt dót.“ Eg kveikti á „on“ og skilaði gripnum. Snorri stakk honum í vas- ann og dæsti. „Eg er í bullandi tapi.“ „Borgar Eyjólfúr riki ekki brús- ann?“, „Eg er ekki í plús.“ Snorri dró í land. Þau vom ófá spilin í mótinu sem vitnuðu um snilldar tilþrif Snorra og alla jafna hefði helftin af þeim nægt til að sigra svona mót. En oftar var það þó að Eyjólfúr reyndist sá þröskuldur sem ekki varð yfirstiginn. Eðli máls sam- kvæmt kom pað frekar í hlut Snorra en andstöðunnar að hrasa. Spil 80 er gott dæmi: D72 AG986 10962 5 10964 K1075 G73 86 N < > S K3 43 K54 AKDG74 AG85 D2 AD8 10932 Nokkur AV pör létu sig hafa það að reyna geim á þessi spil. Með rýmm árangri, Eyjólfur keyrði cinnig í geim. Á NS spilin! Samn- ingunnn var 4-spaðar í suður, do- blaðir af vestur og redoblaðir af Eyjólfi sem hafði fullan hug á því að enda með plússkor í mótinu. Tækifæmm fór fækkandi. Þetta var næstsíðasta setan. Austur haföi vakið á sterku laufi og síðan sagt litinn svo vestur sá ekkert þvi til fyrirstöðu að reyna laufaútspil. Austur átti á gosa og spilaði affam laufi. Ekki nema rök- rett að stytta blindan svo drottning- in fengi að kenna á þunga kóngsins. Snorri trompaði eins og til var ætl- ast. Svínaði tígli og hélt nú sjálfur áffam lauftrompunum. Eftir óra- langa umhugsun komst vestur rétti- lega að þeirri niðurstöðu að hann yrði að kasta tígli. Nú kom tromp- dama, kóngur á og trompgosi í kjöl- farið. Næst var hjartadaman gerð út af örkinni, kóngur á, drepið á ás. Tí- full á ás og meira hjarta á níuna. norri gat nú einfaldlega unnið spil- ið með því að hirða á njartagosa og 10. slaginn á hjartatrompun. En hann var í stríðsskapi; skildi hjarta- gosann eftir í blindum og trompaði þess í stað hjarta strax með áttunni og spilaði sig út á spaða-5. En vest- ur var stórmeistari af gamla skólan- um og kunni að varast auðmýkingu með því að sjá hana fyrir. Hann lét trompfjarkann undir. Hafði áður fylgt í trompinu með sexu og níu. Þriðja leiðin í 10 slagi! „Impaflóð" inn. Núllið var í augsýn. Það er við hæfi að enda á spili 83 úr mótinu, því löngu eftir að mótinu lauk og þrátt fyrir mikið fjas var það nnt hald að ekki stæði geim í spinnu, með bestu vöm. Á ínnan við þrem mínútum sýndi Snorri ffam á annað við borðið. A6 G1083 1097 DG62 K53 AK62 64 K943 9842 9 AKG32 A85 DG107 D754 D85 107 Á öllum borðum vom spiluð 3- grönd, oftast í vestur og sú varð einnig reyndin hiá Snorra. Nokkrir norðurspilarar kusu hjartaútspil, þrát fynr sannaðan fjórlit í vestur. Nákvæmara er að spila út hjarta-3 heldur en gosa, því eftir sögnum var ekki útilokað að blindur ætti tví- eða þrílit. Snorri fékk út þristinn á drottn- ingu og ás. Tígli svínað og inn á drottningu skipti suður réttilega í spaðadrottningu og fékk að eiga slaginn. Þá aftur að hjartanu, gefið og enn kom hjarta, eina vömin. Snorri drap nú á kóng og nokkrir tígulslagir fylgdu. Litlu skipti hveiju suður kastaði meðan hann hélt í sína ómetanlega hjartasjöu. §norri fleygði tveim laufúm heima. Áður en síðasta tíglinum er spilað er norður á spaðaás, hjartatíu og lauf DG6. Síðasti tígulhnn í borði og Snorri fleygði vitaskuld nú hjartasexu, sem hafði verið óbein ógnun, hélt eftir spaða K5 og K4 í laufi. Norður varð að sjá af njarta- tíunni því lauf A85 var í blindum og einn spaði. Nú var spaðanum ein- faldlega spilað úr borði, fimman að heiman og ásinn gleypti loft. 600 gaf nokkra tugi „impa“. Og þegar upp var staðið enduðu þeir félagar, Snorri og Eyjólfúr í 10. sæti með einn rauðan „ipma“ á bakinu. Eg skrifa hann hiklaust á kostn- að Eyjólfs. Þrátt fyrir töluverða eflirgangs- muni hefúr mér ekki tekist að veiða upp úr Snorra hver arður hans af öllum kaupunum var. Stöðug kaup og sala á breyti- Iegu gengi (eftir stöðu spilaranná í mótinu) trufluðu útreikninga mína og svo var ekki alveg ljóst hve mik- inn hlut hann átti, þegar upp var staðið, í best reknu fyrirtækjunum (spilumm í verðlaunasætum). En talsvert bar hann úr býtum, því Eyjólfúr kom af fjöllum þegar ég bar tap í tal. „En ég tapaði dijúgt á þér,“ sagði Snorri mér í óspurðum firétt- Það þótti mér vænt um að hqyra. (H.L. og Ó.L.) 18 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.