Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 21
ELGARMENNINGIN Grasaferðin: Katrín Sigurðardóttir sem systirin og Torfi F. Ólafsson sem Jónas. Mynd: Kristinn. Úr myndabókinni Þjóðleikhúsið frumsýnir á Litla svið- inu leikgerð Halldórs Laxness með tónlist Páls ísólfssonar Ættarmótiö Ragga Gísla og Valgeir Skagíjörð í að- alhlutverkum hjá Leikfélagi Akureyrar í nýjum ærsla- og söngvaleik eftir Böðvar Guðmundsson með tónlist eftir Jakob F. Magnússon Á þriðja dag jóla, 27. des. frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar nýjan gleðileik með söngvum, sprellfjörugan ærsla- leik sem höfðar til allrar íjölskyldunnar, Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson. Leikritið fjallar um ættarmót, þar sem 300 afkomend- ur Hallgrims Helgasonar safnast saman í Fljótavík á Suð- urlandi, til að afhjúpa minnisvarða um ættföðurinn, halda uppboð á eigum hans og syngja lög eftir hann. „Týndur" ættingi frá Meríku og óboðinn gestur valda ævintýrum og óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Þráinn Karlsson, leikmynd og búninga gerir Gylfi Gíslason, tónlist semur Jakob Frímann Magn- ússon og lýsingu hannar Ingvar Bjömsson. Leikendur era rúmlega 30 og fjórar sýningar fyrirhugaðar milli jóla og nýárs. ÓHT „Fylgjumar" koma mikið við sögu ( söngleik Borgarleik- hússins, frá vinstri: Ragnheiður Arnardóttir, Hanna Marfa Karlsdóttir og Sigrún Edda Bjömsdóttir. Mynd: Jim Smart. A köldum klaka Smásagan Grasaferðin er rammi leiksýningarinnar „Úr myndabók Jónasar Hallgrimssonar", sem Þjóðleikhúsið framsýnir föstudaginn 28. des. á Litla sviðinu við Lindar- götu. Verkið er leikgerð Halldórs Laxness á sögum, ævin- týrum og kvæðum Jónasar við tónlist eftir Pál Isólfsson og fýrst sýnt á Listamannaþingi í Trípólíbíói 1945 en glatað- ist síðan. Guðrún Þ. Stephensen, leikstjórinn, og Þuríður Páls- dóttir, tónlistarstjórinn, fundu verkið í ársbyijun og bættu við það nokkram atriðum í samráði við Halldór Laxness. Forsýning verksins í þessari gerð var svo á Jónasarþingi á Kjarvalsstöðum sl. vor. Leikmynd og búninga hannaði Gunnar Bjamason en ljósahönnuður er Ásmundur Karls- son. Inn í sýninguna tvinnast ljóð, söngur, ballettar og lát- bragðsleikur. Fyrir hlé flytja leikaramir og ýmsir þekkt- ustu iistamenn Þjóðleikhússins nokkrar helstu ljóðperlur Jónasar og Katrín Sigurðardóttir syngur einsöng. Aðeins verða fimm sýningar á verkinu, 28. og 30.des. og 4., 6. og ll.jan. ÓHT Óvæntar uppákomur setja svip á Ættarmótið. Mynd: PAP. Nýr söngleikur eftir Ólaf Hauk Símon- arson og Gunnar Þórðarson í Borgar- leikhúsinu Manffeð Jónsson, athafnamaðurinn skuldugi sem rek- ur Hótel Landnámu, er aðalpersónan í söngleiknum Á köldum klaka, eftir Gunnar Þórðarson tónskáld og Ólaf Hauk Símonarson rithöfund og Borgarleikhúsið ffumsýnir 29. des. Flest er hálfkarað í hóteli söngleiksins, en horfir til betri vegar og Manffeð dreymir stóra drauma um rekstur- inn. Svífst hann stundum einskis ásamt félögum sínum til að greiða úr fjármagnsskortinum sem tefur blómlegan rekstur. Æfingar hafa staðið ffá því í nóvemberbyijun, leik- stjóri er Pétur Einarsson, Jón Þórisson hannar leikmynd en Helga Stefánsdóttir búninga og Láras Bjömsson lýsingu, Lára Stefánsdóttir er danshöfundurinn. ÓHT íslenskt grundvallarrit um skógrækt Skógræktarbókin er íyrsta íslenska heildarritið um aðferðir og möguleika í tijá- og skógrækt hérlendis - Þetta er rit sem hentar leik- um og lærðum, ungum sem öldn- um, segir Brynjólfur Jónsson, ffamkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags íslands, margir fá skógrækt- arbakteríuna á efri árum, en þama er afar margt um undirstöðu allrar ræktunar og getur t.d. mjög vel gagnast skólum, sem eru nú margir famir að sinna skógrækt- arstarfi á vorin. Skógræktarbókin er ffæðslu- og leiðbeiningarit eftir tíu höfunda um skógffæðileg efni og gefið út í tilefhi 60 ára afmælis Skógræktarfélagsins. Þar er í einu riti allur helsti fróðleikur um efh- isþætti og undirstöðuatriði skóg- fræðinnar. - Það má segja að bókin eigi erindi við alla sem láta sig skóg- rækt, trjárækt og uppgræðslu ein- hveiju skipta, segir Haukur Ragn- arsson skógfræðingur og skógar- vörður á Vesturlandi, sem er rit- stjóri Skógræktarbókarinnar. Það mætti líka styðjast við hana sem kennslubók í ffamhaldsskólum, garðyrkjunámi og bændanámi. Sumarbústaðaeigendur og þétt- býlisfólk fást í síauknum mæli við skógrækt, og þama era öll grand- Bókin er traust að gerð og geta orðið ferðafélagi, en ekki vallaratriðin á einum stað. handhæg í broti, miðuð við að bara stofudjásn. Með Huldu Valtýsdóttur, formanni Skógræktarfélags Islands, eru á myndinni, frá vinstri: Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, Haukur Ragnarsson skógarvörður, ritstjóri bókarinnar, og Sigurþór Jakobsson sem sá um útlit hennar, en litmyndir og urmull skýringarmynda gera ritið mjög aðgengilegt. Mynd: Kristinn. - Era margar nýjungar í Skóg- ræktarbókinni? - Já, enda er bókin afar fjöl- breytt. Fyrir utan ítarlegar lýsing- ar og kennslu í máli og myndum um tré, kynbætur, fræsöfnun, gróðursetningu og umhirðu og margt fleira er þama t.d. sennilega í fyrsta sinn fjallað um jólatré og greinar, vegagerð í skóglendi og skóghagffæði. Eg býst við að bókin sé mikil fróðleiksnáma þeim sem vilja átta sig á skógræktarskilyrðum víða um land, þama eru yfirlitskort, veðurfarstöflur og margs konar staðgóður fróðleikur. Að því leyti er Skógræktar- bókin nýstárleg handbók og vísir að alfræðiriti. Síðustu 10 árin hefur svo um munar verið að koma í ljós árang- ur starfsins frá stríðslokum. Nú era 12-14 skógffæðingar starfandi hérlendis, en okkur vantar öragg- lega 10-15 í viðbót á komandi áratug til að hafa faglega umsjón með framkvæmd skógræktar, í til- raunastarf og rannsóknir. ÓHT Föstudagur 21. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.