Þjóðviljinn - 21.12.1990, Blaðsíða 8
NÝTI
þJÓÐVILIINN
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Afgrelðsla:» 6813 33
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsaon Auglýstngadeild: * 68 13 10 - 68 13 31
Rltstjóran Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason, Símfax: 88 1 9 35
Helgí Guðmundsson Vérð: 150 krónur I lausasölu
Um^jdnarcn^tin Holgarblaðs: Ragnar Karlsson Fréttastjórl: Slgurður Á. Frlðþjófsson Setning og uinbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðsetur: Slðumúta 37,108 Reykjavlk
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Súrdeig eða saltsýra
Jólahátíðin sem í hönd fer í byrjun næstu
viku táknar á sinn hátt verkabyrjun, upphaf. Og
minnugir þess að í upphafi skyldi endinn
skoða, hugleiða menn þá gjarnan hvernig
vinna skyldi til þess að ná sem farsælustum ár-
angri. Og þótt nú sé trúarleg yfirvegun í fyrir-
rúmi, má sem fyrr nokkrar samlíkingar draga
milli þeirra hreyfinga sem beita sér fyrir and-
legri og veraldlegri velferð. Og fólk sem reynir
að vinna málstað sínum fylgi í samtímanum
gætir ef til vill ekki alltaf nóg að þeirri reynslu og
lærdómi sem felst í sögunni. Sú þekking gæti
stundum liðsinnt kappsfullum erindrekum við
að ná bestum árangri miðað við aðstæður.
Kynni menn sér baráttu liöinna kynslóða rekast
þeir oft á aðstæður sem ríma kunnuglega við
samtímann.
Á ráðstefnu blaðamanna í Wels í Austurríki
í haust flutti Reinhold Stecher biskup í Inns-
bruck ádrepu um samskiptaform, orðfæri og
stjórnlist kristinnar kirkju um þessar mundir.
Gagnrýni hans og athugasemdir vöktu mikla
athygli, enda eiga þær við á fleiri sviðum en
innan kirkjudeilda, kannski ekki síst á vettvangi
stjórrimála. Og má vera að íslenskir hugsjóna-
menn á báðum sviðum geti eitthvað gagnlegt
af þeim numið.
Stecher biskup greindi milli „virkiskirkjunnar"
og „tilboðskirkjunnar" og lýsti sérstaklega mun-
inum á „herskáu kirkjunni" og „samræðukirkj-
unni“. Hann gerði síðan að umtalsefni þá að-
ferð „herskáu deildarinnar" um þessar mundir,
að mæta óhikað til leiks í veraldlega heiminum,
í því skyni að ná fótfestu í guðlausu óvinaland-
inu. Með herhlaupum úr kirkjuvirkinu sé af hálfu
þessa hóps reynt að ná athygli og komast til
áhrifa á vígstöðvum upplýsinga, valda og
ákvarðanatöku í samfélaginu. Reynslan sýnir
að þetta baráttufólk sækist oftar en ekki eftir fé-
lagsskap og samvinnu í efri lögum samfélags-
ins, við hástéttir mennta, menningar og at-
vinnulífs, en hneigist til þess um leið að verða
sjálfsöruggt og óskeikult í fasi, tjáningarform
þess gerist hugmyndafræöilegt. Stíll slíkra
sveita minnir að mati Stechers á heróp kross-
faranna: „Guð vill það!“
Kappsfullir hópar og einstaklingar einkenn-
ast oft af skorti á sjálfsgagnrýni og þrátt fýrir
góðan vilja reynast þeir stundum á endanum
ófærir um samræður eða málamiðlanir. Og við
þessar aðstæður kviknar óðfluga sú hætta, að
súrdeigið sem menn ætluðu sér að vera, hafi
breyst í saltsýru. Herskáu hóparnir þekkjast þá
ekki lengur af gleðiboðskap sínum eða fögrum
hugsjónum til þess að lyfta samfélaginu á
hærra stig, efla það og þroska. Málflutningurinn
breytist í yfirlýsingar, skilgreiningar, fordæm-
ingar, kröfur og harða afstöðu í hverju efni, - en
enginn syngur lengur um sólina.
Niðurstaðan verður sú, að þrátt fyrir að hafa
haslað sér völl þar sem baráttan er mikilvæg-
ust, nái djörfustu boðberarnir því miður einatt
ekki því markmiði sem eitt réttlætir starfið, - að
hræra hjörtun.
Þessar hugleiðingar eiga fyllilega við á jóla-
föstu á íslandi núna. Æ fleiri setja spurningar-
merki við boðun og frammistöðu hagsmuna-
hópa, skoðanaflokka og valdamanna. Stjórn-
málalíf daganna einkennist í vaxandi mæli af
harkalegum tilfæringum vegna komandi þing-
kosninga og mannlegi þátturinn hverfur í
skuggann. Skammtímaskætingur og vafasam-
ar fléttur opinberast í hraða leiksins. Sú hætta
blasir við, að þátttakendur í stjórnmálum for-
djarfi smám saman þann trúnað í hjörtum al-
mennings, sem þeim er nauðsynlegur til góðra
verka.
Hvorki í stjómmálum né trúmálum geta
menn réttlætt verknað sinn með einni saman
tilvísun til óvissrar framtíðar. Með því að til-
gangurinn helgi meðalið. Núið, augnablikið, að-
stæðurnar, framkoman og stíllinn í dag eru
nefnilega hluti af markmiðinu, hluti af sjálfu
framlaginu, vitnisburður um raunverulega ósk
og getu. Öllum þeim sem láta sér annt um hug-
sjónir, er jafnframt skylt að gæta þess að gusa
ekki í offorsinu brennandi lút í kringum sig.
Ábyrgð þeirra er mikil sem almenningur lítur til
um heiðarlega og sanngjarna samvinnu, ágæt-
um málum til heilla. Hverjum einstaklingi stend-
ur þar persónulegur akur til boða.
ÓHT
0-ALIT
8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. desember 1990