Þjóðviljinn - 29.12.1990, Page 3

Þjóðviljinn - 29.12.1990, Page 3
KVIKMYNDIR Magnað Ryð Regnboginn Ryð Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskars- son Framleiðandi: Sigurjón Sig- hvatsson Kvikmyndatökumaður: Göran Nilson Aðalleikarar: Bessi Bjarnason, Egill Ólafsson, Sigurður Sigur- jónsson, Stefán Jónsson, Christine Carr Það þarf vart að byija þennan pistil á að kynna aðstandendur myndarinnar fyrir lesendum. Lár- us Ýmir og Siguijón eru Islend- ingum að góðu kunnir fyrir störf sín í kvikmyndum og þá aðallega erlendis. Nú leiða jieir saman hesta sína ásamt Ólafi Hauki Símonarsyni til að gera kvik- myndina Ryð upp úr sviðshandriti Ólafs, Bílaverkstæði Badda, með stórgóðum árangri. Bílaverkstæði Badda sáu margir á sviði, það var sýnt svo lengi. Eg er ein af þeim örfáu sem ekki sá það í Þjóðleikhúsinu og efnið kom mér á óvart, en ég er viss um að þó að fólk hafi séð verkið á sviði þá sé full ástæða til að sjá það líka á tjaldinu, miðlam- ir eru svo ólíkir að þetta er ekki alveg sama saga. Við emm stödd lengst úti á hjára veraldar, að því er virðist, (sem er reyndar ekki óvenjulegt í íslenskum kvikmyndum sjón- varps eða breiðtjalds; Steinbam, Skammdegi) á úr sér gengnu bíla- verkstæði þar sem lítið sem ekk- ert ér að gerast því að það stendur ekki lengur við þjóðveginn. Heimilisfaðirinn Baddi (Bessi) er fálátur maður sem tjáir sig aðal- lega við aðstoðarmann sinn Ragga (Sigurður) sem stígur ekki í vitið nema þegar hann tekst á við bílvélar, þá verður hann annar Einstein. Raggi er (eða vill gjam- an vera) í tygjum við dóttur Badda, Sissu (Christine) en hún er veik af þunglyndi, sveimar um og étur pillur. Einnig er á heimil- inu Haffi, sonur Badda, einrænn og árásargjam strákur sem fær út- rás í að mála og skjóta og er jafn fær á báðum sviðum. Inn í þetta „þægilega" heimilislíf kemur gestur, Pétur að nafni. Hann á greinilega fortíð á þessum stað, var vinur Badda, og vekur i senn óhug og von hjá áhorfandanum. Hann er hin óþekkta stærð. Eg ætla ekki að eyðileggja fléttuna fyrir þeim sem ekki þekkja verkið og uppljóstra hver gerði hvað, en eitthvað andstyggilegt gerðist fyrir tíu ámm og óvíst að sá dæmdi hafi verið sekur. Þegar maður sér vel tekna og gerða mynd eins og Ryð þá finnst Atvinna. Þjóðviljann vantar röskann og áreiðan- legan starfsmann til afleysinga á sendibíl blaðsins. Um er að ræða starf í amk. 5 vikur. Þarf að geta hafið störf 2. eða 3. janúar. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra eða framkvæmdastjóra í síma 681333. þJÓÐVILIINN Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1991. Samkvæmt skipuiagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið f arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita við- bótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur ertil og með 28. febrúar 1991. Eldri umsóknir ber að endurnýia. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka Is- lands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 699600. Reykjavík, 27. desember 1990 Þjóðhátíðarsjóður manni í rauninni fáránlegt að gera svona sálfræðilega þrillera ann- arsstaðar en á íslandi. Hér eru svo margir staðir þar sem manni finnst blátt áfram liggja í augum uppi að þar hafi verið framin ódæðisverk. (Ekki það að lands- lagið sé ljótt, heldur yfirþyrm- andi.) Lárus og félagar völdu Kal- manstjöm í Hafnarhreppi fyrir tökur, drungalegan stað þar sem himinninn er þungbúinn og mað- ur er fullviss um að aldrei skini sól. Einmitt þama gerist þessi saga. Augljóslega standa þaul- reyndir atvinnumenn að baki Ryðs. Kvikmyndatakan er mögn- uð í höndum hins sænska Göran Nilsons og yfirleitt er hraðinn góður. Þó er millikaflinn kannski helst til hægur þegar áhorfandinn er búinn að geta sér til um fléttuna og bíður eftir lokaátökunum. En þegar þau koma em þau geysilega áhrifamikil. Búningar Karls Júlí- ussonar em týpískir, engar óvæntar uppákomur þar, en mál- verkin hans Magnúsar Kjartans- sonar em sterk og segja meira en mörg orð. Tónlistin er einnig vel gerð og ég var eiginlegra enn hrifnari af hversu smekklega lítið hún var notuð, þögnin átti oft bet- ur við. Handritið er að mestu leyti vel skrifað og persónusköpun sannfærandi. Leikurinn er innlif- aður og allir leikarar samhentir, og mér finnst Bessi sanna það hér aftur hvað hann er góður kvik- myndaleikari (Hann kom síðast á Egill Ólafsson og Stefán Jónsson ( einu atriðanna f Ryð. Sterk persónusköpun og yfirþyrmandi landslagið eiga sinn þátt í þvl að gera myndina að heilsteiptum "þriller”. óvart í Skilaboðum til Söndm). Egill Ólafsson er ekki óvanur kvikmyndatökuvélum og reyndar átti ég von á því smástund í byij- un að hann stæði upp og færi að syngja eitthvert dægurlag, en það stóð ekki lengi. Egill er ekki leik- ari á heimsmælikvarða, en hann hefur mikinn presens sem nýtist honum afskaplega vel í Ryði. Sig- urður Siguijónsson er alveg sér- staklega góður leikari, sama má segja um Stefán Jónsson og þeir eiga oft góðan samleik, bæði sem andstæðingar og samheijar. Christine Carr er ágæt í hlutverki sem er lítið bitastætt. Ágúst Guð- mundsson kvikmyndaleikstjóri og Ólafur H. Símonarson punta líka upp á myndina. Ryð er þriggja stjömu mynd sem allir ættu að drífa sig á og ekki bara af því að hún er íslensk. Sif Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés- skemmtun fyrir börn fplagsmanna sunnudaginn 6. ianúar kl. 15.00 á Hótel Islandi. Miðaverð fýrir börn kr. 550,- ocj fyrir fullorðna kr. 200,-. Miðar eru seldir á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Upplýsingar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gggtg i msss t's’ BHHHHHHBBHI Megi landsmönnum öllum hlotnast fengsœld og farsœld á árinu 1991 ISLANDSBANKI -flHHHHHH mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.