Þjóðviljinn - 29.12.1990, Qupperneq 10
Innlendur
annáll
r
Nýtt helgarblað Þjóðviljans birtir vikulega O-
álitið, fréttaskýringar Olafs Péturssonar mynd-
listarmanns og auglýsingateiknara. Skopmynda-
smiðimir leggja einatt til þær heimildir sem líf-
seigastar verða, eins og sannast á þessum dæm-
um um O-álit ársins.
APRIL: Það olli snörpum viðbrögðum Sigurjóns Péturssonar efsta
manns G-listans í Reykjavík er Olafur Raanar Grímsson formaður Al-
þýöubandalagsins tók ekki afstöðu til framboðanna í Reykjavík, en Al-
pyðubandalagsfólk var bæði á listum Alþýðubandalagsins og Nýs vett-
vangs.
JANÚAR: Vegna endurbyggingar Þjóðleikhússins, sem Svavar
Gestsson menntamálaráðherra beitti sér fyrir, kviknuðu deilur af þeirri
ákvörðun að hafa í áhorfendasal einar svalir í stað tvennra áður. •
JÚNÍ: Robert Zimmermann, sem ferðast undir dulnefninu Bob Dvlan,
læddist í skjóli regnhlífa milli húsa í Reykjavík vegna hljómleikahalds á
Listahátíð.
FEBRÚAR: Umhverfisráðuneyti tók til starfa á árinu, en í umræðunni
um mengunarmál og umhverfisvernd hættir mönnum til að villast á
sökudólgum.
AGUST: Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra lenti í opinberum
deilum við samflokksmann sinn Pál Halldórsson formann BHMR
vegna bráðabirgðalaga sem sett voru á kjarasamninga í því skyni að
verja „þjóðarsátt" febrúarsamninganna.