Þjóðviljinn - 29.12.1990, Síða 15
Ólafur H. Torfason skrifar um leiklist:
Skál fyrir
ættinni!
Leikfélag Akureyrar:
Ættarmótíð eftír Böðvar
Guðmundsson.
Leikstjórn: Þráinn
Karlsson.
Leikmynd og búningar:
Gylfi Gíslason.
Tónlist: Jakob F.
Magnússon.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikfélag Akureyrar heldur
þjóðræknismerkinu hátt á lofti,
sem gleggst má sjá af því, að Ætt-
armótið er fimmta frumsýningin í
röð á islensku verki á íjölum
Samkomuhússins. Og Sigurður
Hróarsson leikhússtjóri upplýsir í
leikskránni, að leikskáldið Böðv-
ar hegðar sér eins og ættrækinn
niðji við Leikfélagið, því hann
gaf LA handritið að gleðileiknum
Ættarmótinu sl. haust, er hann
skaust heim frá Danmörku til að
sjá síðustu sýningu félagsins á
leikgerð sinni af „Fátæku fólki“
eftir endurminningabókum
Tryggva Emilssonar.
Og það var vel til fundið hjá
Böðvari að nýta sér nú stóraukinn
ættfræðiáhuga fólks sem efnivið í
ærslaleik af því tagi sem frum-
sýndur var á Akureyri í fyrra-
kvöld. Með því móti gefst honum
ekki einungis tækifæri á því að
draga ffam í sama verkinu, á
sama stað og sama tíma, tjölda
gerólíkra persóna, sem í raun eiga
fátt sameiginlegt nema að vera af-
komendur sama ættföðurins,
Hallgríms Hallssonar frá Ystu-
Haugum í Skötufirði, f. 20. ágúst
1890 - heldur skapar Böðvar um
leið kringumstæður og tengsl sem
hægt er að una við með ýmsum
hætti. Þótt hér sé vitanlega fyrst
og fremst á ferðinni skrípaleikur,
- og góður í meginþáttum, - fer
ekki hjá því að mátulega rætnar
hliðstæður sé hægt að draga milli
ættrækninnar/niðjahópsins og
annars konar hollustu og málstað-
ar, hvort sem mönnum er þá hug-
stæðari þjóðemiskenndin eða
stjómmál.
Að vísu orkar það á áhorfand-
ann eins og hver annar launfynd-
inn útúrdúr leikmyndateiknarans,
að við afhjúpunina á brjóstmynd
ættfoðurins Hallgríms í Djúpuvík
á hápunkti ættarmótsins, skuli
hún reynast nauðalík sjálfum Jós-
ef Djúgasvílí Stalín. Með því
skírskotar samt þessi beðja ólíkra
persóna og áhugamála á 100 ára
afmælis- og uppgjörshátíðinni
samt um stund til margklofmna
stjómmálahreyfinga, ekki síst
þegar minnisvarðinn fellur líkt og
í ótal sjónvarpsleiftrum frá Aust-
ur-Evrópu undanfarið. En ekki
svo að skilja að Ættannótið sé
pólitiskt verk, heldur sogast
margs konar hugrenningar um
sekt og sakleysi, öfgar og henti-
stefnu inn í atburðarásina, þar
sem ærslin em í fyrirrúmi og ekk-
ert heilagt.
Og þama em allar klassísku
persónumar úr ævagamalli hefð-
inni, skrúrkur, prestur, kaupahéð-
inn, embættismaður, bóndi og
listamaður. Böðvar bnyggir verk-
ið kunnátusamlega og er einkar
lagið að skrifa liðug samtöl og
hreyfa persónumar til um verkið.
Þráinn Karlsson leikstjóri hagnýt-
ir sér þessa möguleika einnig af
mikilli hugkvæmni og tekst vel
að gæða atburðarásina nægjan-
legri mýkt og léttleika í galsan-
um. Staðsetningar og uppákomur
em vel skipulagðar og hæfíleikar
margra leikendanna hvers á sinu
sviði nýttar fagmannlega.
Ættarmótið lýsir fyrstu sam-
komunni sem niðjar Hallgrims
Hallssonar efna til og em þó ekki
betur upplýstir um ættina en svo,
að hald er lagt á niðjatalið áður en
tekst að dreifa því, vegna óþægi-
legra upplýsinga um kverinafar
og framhjáhöld ættfoðurins. Höf-
undurinn greinir frá því í leikskrá
hvemig það var að alast upp sem
ættlaus sveitamaður á sínum
tíma, þegar engar ættir vom nafn-
togaðar nema Skútustaðaætt og
Bergsætt og svo Thorsaramir. Nú
er hins vegar búið að finna upp
urmul ætta, og um leið og stór-
fjölskyldan splundrast í nútíma-
samfélaginu leitar fólk ásjár í
niðjatölum og á ættarmótum.
Böðvar leggur áherslu á að skop-
ast mátulega að þjóðemiskennd-
inni og kynþáttahugmyndunum
með Magnúsi bónda, sem hengir
upp veggspjöld frá samtökunum
sem hann styður: „Samtökum um
vemdun norræns kynstofns á Is-
landi“. En Ættarmótið er vita-
skuld að sínu leyti samtök um
vemdun ættarinnar. Og eins og
atburðarásin leiðir óþægilega í
ljós, kemur þar sitthvað óvænt
upp úr dúmum sem ekki passar
vel inn í kenningar.
Þráinn Karlsson hefur rétti-
lega valið gleðileik þessum há-
væran og næstum groddalegan
stíl, þar sem leikendur fá að sletta
úr klaufunum. En í hreyfimynstr-
unum er mikil nákvæmni og þar
eð leikaramir em margir hveijir
þrautþjálfaðir listamenn tekst að
halda þeim hraða sem farsinn
krefst. Og í lágværari og hjart-
næmari atriðum, þar sem ástin og
viðkvæmnin koma við sögu, tekst
leikstjóranum líka að slá á sann-
færandi strengi en fellur ekki í þá
gryfju að skopast kaldranalega að
öllu saman. I efniviði hans em
bamsfæðing, böm, gamalmenni
og allt þar á milli, og þrátt fyrir al-
vömleysið og gassaganginn er
sterkur mannlegur þáttur varð-
veittur í persónunum, svo spé-
spegillinn gegnir sínu hlutverki,
að vekja umhugsun og leyfa
áhorfandanum að leggja út af
skmmskæl ingunn i.
Leikmynd Gylfa Gíslasonar
er sterkasta framlag hans á þess-
um vettvangi hingað til, nostur-
samleg og full smáatriða sem
leiða í ljós áhuga hans og þekk-
ingu á aðstæðunum. Þröngt svið-
ið setur ströng mörk, og Ingvari
Bjömssyni ljósameistara hefur
reynst það nokkur þraut að ná þar
fram heildarflæði. Vegna marg-
brotinna leikatriða og ijölmennis
á sviðinu reynist nauðsynlegt að
hella miklu ljósi í rýmið og kann
að vera að sú yfirbirta geri það að
verkum að ljósið virðist falla ærið
flatt á stundum yfir heildina.
Jakob F. Magnússon á þama
bráðskemmtilegt og vandað aft-
urhvarf til liðinna tónlistarskeiða
og leikur sér að því að efla í hæð-
ir alltof fáa söng- og tóniistar-
kafla Ættarmótsins. Hljómburði
var hins vegar ábótavant á frum-
sýningu annað veifið, og heyrðist
um að kenna einhvers konar
tækjakaffæringu, vantaði tærari
hljóma. Söngkraftar em góðir og
kom þó á óvart að Ragnhildur
Gísladóttir í hlutverki Ingibjargar
flutti talaða textann af meiri styrk
og vandvirkni en sönginn, sem
ætla mætti að hún hefði lagt frek-
ari gmnn að.
í öllum aðalverkum Ættar-
mótsins em þaulreyndir lista-
menn og það er mikið fagnaðar-
efni að sjá hversu ömgg og blæ-
brigðarík Ragnhildur reynist nú í
frumraun sinni sem sviðsleikari,
sem tónlistarkennarinn Ingibjörg.
Vandvirkni hennar í textaflutn-
ingi bar þó örsjaldan merki ofur-
áherslu á utanbókarlærdóminn,
en mótleikari hennar Valgeir
Skagfjörð í hlutverki Hauks Ví-
dalíns afbrotamanns og hjarta-
knúsara er prýðis dæmi um leik-
ara sem íklæðist hlutverkinu eins
og blautbol. Þessir mikilvægu
burðarásar bregðast hvergi ffekar
en Bjöm Bjömsson sem túlkar
Hallgrím ráðuneytisstjóra af
þrælfýndnu offorsi. Að öðrum
ólöstuðum verður Jóni St. Krist-
jánssyni mest úr persónu séra
Hallgríms, sem fer á kostum sem
steppari jafnt og örlítið flaumósa
og hrekklaus guðsmaður.
Sunnu Borg verður mikill
matur úr stórbmggaranum Jónu,
dembir sér i hálfklassiskt kerling-
argervið með stæl, en áfengið
limir saman alla veisluna gegnum
þykkt og þunnt. Aðrir gamalgrón-
ir stórleikarar Leikfélags Akur-
eyrar, eins og Marinó Þorsteins-
son og Kristjana Nanna Jónsdótt-
ir í hlutverkum erki-Akureyring-
anna em fjalltraustir í sínum
breska stíl og Þórey Aðalsteins-
dóttir sem Halla uppboðshaldari
er mátulega tilgerð og uppstríluð í
fasi. Rósa Rut Þórisdóttir og Am-
ar Tryggvason njóta bersýnilega
góðrar reynslu í leikklúbbnum
Sögu á Akureyri og Bjöm Ingi
Hilmarsson í hlutverki sveitta óð-
alsbóndans og kynþátta- aðskiln-
aðarsinnans er glúrinn slöttólfúr.
Ami Valur Viggósson er svarti
sauðurinn í fjölskyldunni og tekst
að koma kergjunni og beiskjunni
vel til skila. Þórdís og Guðrún
Silja Steinarsdætur hafa skýra
framsögn í hlutverkum litlu dætr-
anna og ömgga framgöngu í hví-
vetna. Minna mæðir á öðmm
leikurum, en allir mynda þeir
sannfærandi og góða heild.
Helst má að leikverkinu finna
að höfúndurinn fylgi ekki mögu-
leikum til fúlls eftir, - kynning
aðstæðna og persóna tekur slíkt
rúm að fléttumar koma tiltölulega
seint til sögunnar og lausn í leiks-
lokum verður ekki það mótvægi
við risið í síðari hluta verksins
sem ætla mátti. En þama snertast
vissulega margar sögur og Böðv-
ar Guðmundsson gefur í loka-
söngnum boltann til áhorfandans
um það hveiju ffam kann að
vinda með afdrif ástarinnar, Guð-
brandsbiblíunnar og annarra fyr-
irbæra, sem skjótast úr kafinu í
þessari hringekju mannlífsins.
Ættingjar allra landa, sameinist! -
gæti verið eitt stef verksins, þar
sem áður var óreiða skapast
smám saman heildarmynd. Vest-
ur- íslensku tengslin og baktjalda-
makk persónanna í eldhúsi fé-
lagsheimilisins verða dæmigerð-
ur gleðileikur með misskilningi,
prettum og galsa, þar sem engu að
siður em dýpri tónar.
ÓHT
Laugardagur 29. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15
PJf
3T
Til viðskiptavina
Samvinnubankans
á Húsavík
íslandsbanki mun taka viö rekstri
útibús Samvinnubankans á Húsavík frá og meb
1. janúar 1991.
Engar breytingar verba um áramót á reiknings-
númerum og innlánsformum.
Nánari upplýsingar verba sendar vibskiptavinum
í janúar.
Starfsfólk útibúsins mun ab sjálfsögbu kappkosta
áfram ab sinna fjármálaþörfum
vibskiptavina sinna á Húsavík og nágrenni og
tryggja þjónustu sem
einkennist af þekkingu, vandvirkni og lipurb.
3h=
ISLANDSBANKI
- í takt við nýja tíma!
TL