Þjóðviljinn - 29.12.1990, Page 16
Jólasveinar
ganga um gátt
Ég brá mér í Þjóðminjasafniö fyr-
irjólin eins og mörg hundruð reykv-
ískra krakka til þess að hitta jóla-
sveinana einn og átta. Eða þrettán.
Eða hvað þeir eru nú margir. Um
það er ekki alveg samkomulag,
enda jólasveinar ekki mjög ná-
kvæmir í talningum.
En það er annað sem þeir kunna
upp á sína tíu fingur. Þeir kunna að
fara rétt með vísur, sem fjalla um þá
sjálfa. Og þeir segjastfá hlustaverk í
bæði eyrun af að heyra, hve vitlaust
er farið með jafn vel orta vísu og
Jólasveinar ganga um gátt. Þeir
segja að fólk fari með tómt bull og
bullið batni síst við að finnast á
prenti. Það hneykslar þá að hlusta á
rugl eins og:
Jólasveinar ganga um gólf
með gylltan staf í hendi.
Móðir þeirra sópar gólf
ogflengirþá með vendi.
Gólf og gólf! Hvers lags rím er nú
þetta? spyrja þeir. Og hvar eru hljóð-
stafirnir í seinni hlutanum? Týndir og
tröllum gefnir kannski? Og svo er því
logið upp á jólasveina að þeir spóki
sig með eitthvert montprik. Gylltan
staf! Eins og nokkrum heilvita jóla-
sveini detti þvílíkt og annað eins í
hug. Nei, þeir styðjast við gildan staf,
auðvitað, almennilegan lurk. Og
veitir ekki af uppi á reginfjöllum.
Þeir voru reglulega æstir yfir
þessu, jólasveinarnir og grýludæt-
urnar Leppatuska, Flotsokka og
Leiðindaskjóða. Og í sameiningu
kenndu þau okkur, bæði krökkum og
fullorðnum, hvernig vísan á að vera.
Og hún er svona:
Jólasveinar ganga um gátt
með gildan staf i hendi.
Móðirþeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
Eru til 75
jólasveinar?
Þeir hjá Þjóðminjasafninu eru
fundvísir á alls konar gamalt dót.
Þeir grafa líka upp gleymdan fróð-
leik. Nú hafa þeir fundið 75 gömul
jólasveinanöfn! Ég sem hélt að þeir
væru þrettán!
Hafið þið heyrt þessi:
Flotgleypir og Flórsleikir,
Flautaþyrill og Lútur,
Þambarskelfir, Þvengjaleysir,
Þorlákur og Tútur,
Steingrímur, Stóridrumbur
og Hnútur.
Kisurnar hennar Kristínar
Kisusaga
Þið kannist öll við kisur. Mörg ykk-
ar eiga kött, eða hafa einhvern tíma
átt kött, eða langar alveg óskaplega
mikið til að eignast kött.
Nýlega fréttum við hér á Hænsna-
prikinu af stelpu, sem heitir Kristín.
Og hún á ekki bara einn kött, og ekki
bara tvo. Sem stendur á hún hvorki
meira né minna en tíu ketti. Það er að
segja, hún á tvær læður, sem báðar
eignuðust kettlinga um svipað leyti í
vetur.
Önnur læðan er aðalsdama í
kattaheiminum, því hún er Síamskött-
ur. Hin aftur á móti er bara venjuleg
æða af íslensku fjóskattakyni. En
oótt þær séu ólíkar að uppruna, þá er
<veneðlið samt við sig í báðum. Þær
urðu báðar breima seint í sumar eða
haust og brugðu sér á fressafar. Það
hafði sömu afleiðingar fyrir báðar og
þær urðu kettlingafullar í fyrsta sinn.
Nú fer líkt um ketti og konur, að
fyrsta fæðing verður oft að kvíða-
blandinni tilhlökkun. Þær hafa sko
aldrei eignast afkvæmi áður. Þess
vegna er svo gott að eiga skilnings-
ríka vinkonu, sem er fús að hjálpa til,
róa og uppörva eftir því sem við á.
Þannig var það einmitt með kis-
urnar hennar Kristínar. Þær urðu
aldrei betri „vinkonur" en einmitt í
óléttustandinu. Fyrst kom að Síams-
frúnni að gjóta. Og það var ekki neitt
smáræðis afrek að eignast sex kett-
linga og hafa aldrei gert það áður.
„Vinkonan" reyndi að vera henni til
halds og trausts í hríðunum, alveg
eins og Kristín og mamma Kristínar.
Svo þegar kom að seinni læðunni
að gjóta nokkrum vikum síðar, þá
kom Síamsfrúin til hjálpar eins og út-
lærð Ijósmóðir. Hún hjálpaði seinni
kisu að kara, það er að segja að
sleikja blóðið og slímið af nýfæddu
kettlingunum. Hún kenndi henni að
taka kettling á spena og miðlaði af
allri sinni nýfengnu kattarreynslu.
Síðan ala læðurnar tvær kettling-
ana sína upp í sama kassa og skipt-
ast á um að passa hvor fyrir aðra,
eins og bestu grannkonur. Og kett-
lingarnir leika sér eins og einn stór
systkinahópur og sjúga þær til skiptis
og pæla ekkert sérstaklega í því, hvor
er alvörumamma hvorra og hvor er
„dagmamma".
Það sannast því á kisunum henn-
ar Kristínar, að sitthvað er líkt í sam-
félagi manna og katta. Og samhjálp í
uppeldi ungviðis er ekki bara mann-
leg uppfinning.
Þennan fékk ég á
einu jólakortinu. Þið
þekkið hann sjálfsagt á
tilburðunum. Enda má
minna heyra, en þegar
Hurðaskellir gengur um
gátt. Myndina teiknaði
Helgi Valgeirsson.
Spurningin:
Hverju ætlar þú
að lofa um þessi
lÓt?
Símasambandið
Kæru krakkar.
Ólafur Helgi hringdi og sagðist óska
öllum lesendum Hænsnapriksins
GLEÐILEGS NÝÁRS!
Kveðja í
Þessi bók er sko
, besta jólagjöfin.
Ég vona bara, að
það verði
annað ár læsis.
aramot ■
16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 29. desember 1990