Þjóðviljinn - 29.12.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 29.12.1990, Page 19
íslenskum vættum safnað á bók Ein þeirra bóka sem út komu nú fyrir jólin er íslenskt Vættatal eftir Arna Björnsson þjóðháttafræðing. Árni tekur það skýrt fram að bókin innihaldi ekki sögur af vættum nema að mjög tak- mörkuðum hluta, draugasögur, álfasögur o.s.frv., heldur sé Vættatalið uppflettirit. - í þessari bók getur maður flett upp á öllum íslenskum vætt- um sem heita eitthvað, og fengið að vita helstu einkenni þeirra og hvar heimildir um þá er að finna. Segjum svo að þú heyrir talað um Engeyjar-Móra eða Imu álfkonu og þú viljir vita hver þau eru. Þú ferð heim og flettir upp i þjóð- sagnasafninu þínu og fmnur ekk- ert. En þá getur þú flett upp í Vættatalinu og fengið að vita megindrætti þeirra og einnig í hvaða þjóðsagnasöfnum eða öðr- um heimildum er að finna sögur afþeim. Vættatalið er líka hugsað að hluta til sem eins konar ferða- handbók. I bókinni eru lands- hlutakort þar sem vættimar eru merktar inn á, og ef menn vilja ferðast á álfa- eða draugaslóðir, - nú eða finna tjamir með skrímsl- um í, eða bæjarrústir með draug- um, þá ætti Vættatalið að geta komið að góðum notum. í Vættatalinu em upptaldar allar yfimáttúrlegar verur sem hafa heiti, - það var önnur for- sendan sem ég gekk út frá við söfnunina. Það em til ótal sögur um nafnlausar vemr, til dæmis um álfa í klettum hingað og þang- að, en það var ógemingur að taka þær með. Hin forsendan var sú að hægt væri að vísa í heimildir, - í flest- um tilfellum er vísað í prentað mál, en þó kemur fyrir að vísað sé í frásagnir manna og sögur um viðkomandi vætti, þótt þær séu ekki til á prenti. Mér þykir líklegt að til sé fjöldi nafngreindra vætta sem aldrei hafi komist á bók, og þar af leiðandi muni margir sakna vinar í stað, ef vantar þeirra heimadraug eða kynjaskepnu í bókina. Um slíkar vættir vil ég endilega fá upplýsingar ffá fólki, svo hægt sé að bæta við hana og auka ef til endurútgáfú kemur síðar. í eftirmála Vættatalsins sem ber nafnið Alþýðlegt huganlug, kemur fram sú kenning Áma Bjömssonar að trú á yfimáttúrleg- ar vemr af ýmsu tagi hafi alls ekki verið jafh útbreidd og menn vilja gjaman vera láta. - Eg hef alist upp við þá inn- rætingu eins og flestir aðrir nú- tímamenn, að þjóðtrúin hafi verið partur af daglegu lífi fólks fyrr á öldum, en í gegnum reynslu mína hér á Þjóðminjasafninu í tvo ára- tugi hef ég smám saman breytt um skoðun. Við höfúm verið i stöðugu sambandi við eldra fólk og verið að grafast fyrir um daglegt líf fyrr á tímum og þar með spurt um hvort þjóðtrú hafi verið stór hluti af daglegu lífi fólks áður fyrr. Það kom mér mjög á óvart, og varð mér næstum hálfgert sjokk, þegar ég uppgötvaði hvað tiltölulega fá- ir trúa á þetta. Segja má að þjóðtrúin hafi verið staðfastur hluti hins daglega lífs einungis hjá um 10% þjóðar- innar. Það sem villir mönnum sýn í þessu sambandi er að þetta fólk, - þessi tíundi hluti - er lang- skemmtilegasta fólkið; það er fólkið sem segir sögumar, skáldin i flómum eins og ég vil kalla það, fólkið sem þjóðin vill hlusta á og hefúr gert í gegnum tíðina. Þegar heimildir þjóðsagna- safnara eru skoðaðar, kemur til dæmis í ljós að heimildamenn Jóns Ámasonar vom innan við fjögur hundruð. Eftir að þetta er svo komið á prent fara fræðimenn að segja að svona hafi öll þjóðin hugsað, en í rauninni byggja þeirþessa skoðun sína á skáldunum í flómum. Það er líka nokkuð merkilegt að Jón Ámason trúði ekki sjálfúr á öll þessi yfimáttúrlegu fyrir- brigði sagnanna sem hann safn- aði, - hann kallaði þær skáldskap þjóðarinnar. Sögumar em líka misjafhar að gæðum, og það má þekkja úr og fylgja ákveðnum skrásetjumm, en það sýnir líka hvar vom vel rit- færir menn eða góðir sögumenn. Annað í þessu sambandi er að það er ekki fyrr en fyrir svona hundrað ámm sem farið er að nota orðið „þjóðtrú" um þetta fyrir- brigði. Fram að því merkti þetta orð ríkistrú, og var notað þar um. Aðspurður um einhverjar sér- lega skemmtilegar eða áhuga- verðar vættir segir Ami slíkt val mjög erfitt, enda sé úr mörgum að moða. - Sagan um Þorgarð draug hér í Reykjavík er dálitið átakanleg og sú um ímu álfastúlku er voða- lega hjartaskerandi. Aftur á móti er Rifsdraugur- inn heldur velviljaður, hann sótti tóbak fyrir menn, - vermenn á Rifi vöktu hann upp þegar þeir vom orðnir tóbakslausir og sendu hann eftir tóbakslús handa sér. Svo em sögur um það þegar draugur getur bam nokkuð eftir- minnilegar. Það er yfirleitt þannig að maður deyr án þess að hafa fengið stúlkunnar sem hann vildi eiga. Hann heitast að henni og gengur síðan aftur og getur henni bam, sem síðan vex upp og lærir til prests. En þegar prestur ætlar að blessa yfir söfnuðinn í fyrsta sinn gerist það ávallt í sögunum að einhver hefur komist að því að hann er draugssonur og stöðvar hann, því ella sykki kirkjan með öllum sem í henni em. Prestur leysist þá upp og hverfur nema þrír blóðdropar sem em leifar skímarinnar liggja eftir þar sem hann stóð. -ing. Á nýársfagnaði Hótel Sögu að kvöldi nýársdags verður fjölmargt til skemmtunar. Meðal þeirra sem þá troða upp verða leikararnir Ása Hlln, Jóhann, Egill og Edda Heiðrún sem fara með gamanmál við undirleik Jó- hanns G. munu bregða á leik með söng og glensi. Að loknu borðhaldi og skemmtiatriðum mun Hljómsveitin Einsdæmi leika fyrir dansi. Læknavaktir Neyðarvakt Tannlæknafélags Is- lands verður yfir áramótin. Upplýs- ingar er hægt að fá í simsvara í síma- númeri 33562. Sundstaðir og skautasvell Sundstaðir í Reykjavík verða opnir um áramót sem hér segir: 30. des. kl. 08.00-17.30, gamlársdag: kl. 07.00-11.30, lokað á nýársdag. Sundhöllin verður opin sem hér segir: 30. des. 07.00-15.00. Lokað verður á nýársdag. Skautasvellið í Laugardal verður opið ef veður leyfir 30. des. kl. 10.00-18.00, á gamlársdag 31. des. verður opið frá kl. 10.00 til 14.00. Svellið verður lokað á nýársdag. Akstur strætisvagna Á gamlársdag aka vagnar Stræt- isvagna Reykjavíkur eins og venju- lega á virkum dögum fram til kl. 13.00 og eftir það eftir helgidaga- áætlun til kl. 17.00, en þá lýkur öll- um akstri vagnanna. Á nýársdag verður ekið eftir helgidagaáætlun að því undanskildu að vagnamir hefja akstur kl. 14.00. Akstur Strætisvagna Kópavogs um áramót verður sem hér segir: Á gamlársdag verða ferðir á 15 mín- útna fresti til kl. 13.00, en eftir það skv. sunnudagaáætlun. Síðasta ferð frá skiptistöð til Reykjavíkur kl. 16.30, úr Lækjargötu kl. 16.41, frá Hlemmi kl. 16.47, í austurbæ Kópa- vogs kl. 16.55. Á nýársdag verða ferðir á hálftíma fresti. Akstur hefst þó ekki fyrr en kl. 13.45 innan Kópa- vogs og kl. 14.00 milli Kópavogs og Reykjavíkur, úr Lækjargötu kl. 14.30 og frá Hlemmi kl. 14.17. Ferðir sérleyfishafa Ferðir sérleyfisvagna verða með takmarkaðra móti um áramót eins og endranær. Á gamlársdag verða síð- ustu ferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 15.00 til Hveragerðis og Selfoss og kl. 15.30 til Keflavíkur. Á nýársdag verða engar ferðir á mörgum sérleyfisleiðum. Það á eink- um við um lengri leiðir. Á mörgum hinna styttri leiða verða ferðir síð- degis, s.s. til og frá Borgamesi, Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn, Laugarvatni og Keflavík og öðrum Suðumesjabyggðum. Sérleyfishöfúm væri þökk í því að þeir sem ætla að taka sér far með vögnum þeirra um áramót ftyggi sér far í tíma. Allar nánari upplýsingar um ferðir sérleyfisbíla em veittar hjá BSÍ Umferðarmiðstöðinni í síma 91-22300. Aukaútsendingar Ríkisútvarps Ríkisútvarpið verður með auka- útsendingar á stuttbylgju um áramót til N-Ameriku og Vestur-Evrópu. Nýársdagur: Útsending kl. 11.00- 11.30 til Norðurlanda, Bret- lands og meginlands Evrópu: 17493, 15790, 11402, 3295 kHz - óstefhu- virkt. Til Kanada og Bandaríkjanna: 17493, 13830kFlz. Nánari upplýs- ingar um útsendingamar em gefnar í síma 91-693000. Lögregla og slökkvilið A lögreglustöðvum landsins verður vakt allan sólarhringinn um áramót. Reykjavík: Lögreglan s. 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 11100. Seltjamames: Lögreglan s. 611166 slökkvilið og sjúkrabifreið s. 11100. Kópavogur: Lögreglan s.41200, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 11100. Hafnaríjörður: Lögreglan s. 51166, slökkvilið og sjúkrabiffeið s. 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222- 23223-23224, slökkvilið og sjúkra- bifreið s. 22222. ísafjörður: Lögreglan s. 4222, slökkvilið s. 3300, bmnasími og sjúkrabifreið s. 3333. Apótek Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla er í Apóteki Austurb. frá kl. 22. til 9. (10 á ffídögum) og Breiðholts Apóteki ffá kl. 18. til 22. (og 9.-22. ídag).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.