Þjóðviljinn - 29.12.1990, Qupperneq 22
MENNING OG LISTIR 1990
Stund milli stríöa
Sólfar Jóns Gunnars Ámasonar var sett upp við Skúlagötuna slðastlið-
ið sumar, en ekki hefur enn verið gengið frá verkinu sem skyldi. En trú-
lega verður þessi mynd talin merkasti vitnisburðurinn um myndlist 9.
áratugarins á Islandi á opinberum vettvangi hér á landi. Mynd Jim Smart
Myndlistarársins 1990 verður
einkum minnst fyrir fjölbreytileg-
ar erlendar sýningar sem hingað
bárust á árinu. Það voru Kjarvals-
staðir sem riðu á vaðið með vel
þegna sýningu á verkum úr safni
sænska málverkasafnarans Riis á
verkum sem tengdust CO-
BRA-hreyfmgunni og form-
leysumálverkinu á 6. og 7. áratug-
unum í Evrópu. Síðan kom minn-
isstæð yfirlitssýning Listamið-
stöðvarinnar í Sveaborg á nor-
rænni myndlist á 7. áratugnum,
sýningin Aurora 3 í Norræna hús-
inu á verkum ungra norrænna
myndlistarmanna, sýning Lista-
safnsins á verkum fmnska málar-
ans Olli Lyytikainen, sýningin
Grænt myricur í Hafnarborg á
verkum fimm norskra málara,
sýning Listasafns íslands á verk-
um ffanska súrrealistans André
Massons, sýning á verkum jap-
anska listamannsins Toshikatsu
Endo í Hafnarborg, sýning á
franskri grafik í Listasafni Islands
og japanskri grafík í Listasafni
ASI og sýning á listiðnaði Inúíta
frá Alaska að Kjarvalsstöðum.
Síðast kom svo sýning í Lista-
safhi íslands á verkum nokkurra
ungra sovéskra myndlistarmanna,
sem óneitanlega var fróðleg nýj-
ung fyrir okkur íslendinga.
Hér er væntanlega ekki allt
upp talið, en listi þessi sýnir okk-
ur að hér hefúr orðið gjörbreyting
á því sem var fyrir fáum árum
þegar það þótti bera til tíðinda að
bitastæð erlend myndlistarsýning
ræki á fjörur okkar íslendinga.
Það er ekki síst hin norræna sam-
vinna á sviði myndlistar sem hef-
ur fært okkur nær umheiminum í
þessum efhum, en að minnsta
kosti þrjár eða fjórar af þeim er-
lendu sýningum sem hingað bár-
ust, og um leið þær veigamestu,
voru skipulagðar af listamiðstöð-
inni í Sveaborg. Þá hafa bæði
Listasafh íslands og Listasafn
Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum
sýnt aukinn metnað í þessum efn-
um á síðustu árum, sem ber að
þakka.
Auk þessara erlendu sýninga
er vert að minnast nokkurra lista-
verka sem sett voru upp á árinu til
ffambúðar: umhverfislistaverk
Richards Serra í Viðey, Sólfar
Jóns Gunnars Amasonar við
Skúlagötuna, Þotuhreiður Magn-
úsar Tómassonar við Leifsstöð og
kirkjulistaverk Steinunnar Þórar-
insdóttur í Kópavogskirkju og
Helga Gíslasonar í Fossvogskap-
ellu. Öll eiga þessi verk eftir að
vísa okkur veginn til framtíðar-
innar og eru hvert um sig athygl-
isverður vitnisburður um þá þró-
un sem orðið hefur í myndlistinni
á 9. áratug 20. aldarinnar.
Þá eru ótaldar allar þær fjöl-
breytilegu innlendu sýningar sem
haldnar voru á árinu, en fjöldi
sýninga er nú orðinn svo mikill að
það er vart á eins manns færi að
hafa yfirlit yfir þær allar nema í
fullu starfi væri.
Af innlendum sýningum var
það yfirlitssýningin á verkum
Svavars Guðnasonar í Listasafni
íslands sem er minnisstæðust, og
stendur líklega upp úr öðrum list-
viðburðum ársins.
Sýningin og útgáfa bókar um
Svavar var virðingarvaerð tilraun
til þess að veita Svavari þann sess
í menningarsögu okkar sem hon-
um ber. Þama gafst íslendingum í
fýrsta skipti tækifæri til að sjá
meistaraverk Svavars, „Veðrið“,
sem varðveitt er í Arósum, en það
vekur vonbrigði eftirá að ekki
skuli einu sinni vera litprentun af
þessu verki í bókinni um Svavar.
Af öðmm yfirlitssýningum
má nefha sýningu á verkum Guð-
mundu Andrésdóttur að Kjarvals-
stöðum og yfirlitssýningu á ís-
lenskri höggmyndalist frá alda-
mótum til 1950 á sama stað.
Af öðmm sýningum, sem
undirrituðum em minnisstæðar
ffá árinu má nefna sýningu Sig-
urðar Örlygssonar að Kjarvals-
stöðum í febrúar, sýningu Krist-
ins Guðbrandar Harðarsonar, Ing-
ólfs Amarsonar, Sólveigar Aðal-
steinsdóttur og Eggerts Péturs-
sonar í Norræna húsinu, sýningu
Kjartans Ólasonar í gallerí Ný-
höfn, sýningu Tryggva Ólafsson-
ar í Gallerí Borg, sýninga Daníels
Þ. Magnússonar í menntamála-
ráðuneytinu og sýningarsal Sæv-
ars Karls, sýningu Steinunnar
Þórarinsdóttur að Kjarvalsstöðum
og Brynhildar Þorgeirsdóttur á
sama stað, sömuleiðis sýningu
Jón Axels Bjömssonar og Sóleyj-
ar Eiriksdóttur að Kjarvalsstöð-
um, sýningu Jóhanns Eyfells í
Gallerí 1 1 og Amar Herbertsson-
ar í FIM- salnum og Jónínu
Guðnadóttur í Hafharborg.
Þá var opnun Nýlistasafnsins
einn af gleðilegri atburðum
myndlistarársins, og þar hafa þeg-
ar verið haldnar nokkrar áhuga-
verðar sýningar þar sem sýning
Gretars Reynissonar er hvað
minnisstæðust ásamt með sýning-
um Kristínar Reynisdóttur, Helgu
Egilsdóttur, Rósku og Gísla Berg-
manns.
Ein er sú breyting sem átt hef-
ur sér stað í myndlistarlífi þjóðar-
innar á síðasta áratug og birtist í
stórauknu ffamlagi kvenna til ís-
lenskrar myndlistar. Margar
þeirra héldu sínar fýrstu sýningar
á árinu, og er ekki að efa að kven-
þjóðin á eftir að vera meira áber-
andi í íslenskri myndlist í ffamtíð-
inni.
Þess ber að geta að sá sem
þetta ritar var fjarverandi yfir
sumarmánuðina og sá ekki það
sem ffam fór á myndlistarsviðinu
þá mánuðina. En þegar upp er
staðið, þá er í rauninni ekki margt
sem situr eftir í minningunni sem
afgerandi ffamlag eða nýsköpun.
Hér hafa komið fram margir
menntaðir myndlistarmenn á síð-
ari árum, og greinilega er talsverð
getjun í gangi í íslenskri myndlist,
en árið 1990 verður trúlega talið
millibilsár frekar en ár afgerandi
atburða.
Reyndar dugar það þjóðinni
ekki að mennta stöðugt fleiri
myndlistarmenn ef þekking þeirra
og hæfileikar eru svo ekki nýttir
sem skyldi og jafhvel ekki eins og
lög kveða á um. Þótt þjóðarsátt
eigi nú að ríkja um kaup og kjör
landsmanna, þá nær hún greini-
lega ekki til myndlistarinnar, þar
sem lögboðin ffamlög til list-
skreytingasjóðs ríkisins eru skor-
in niður ár eftir ár og ffamlög
nema ekki nema broti af því sem
kveðið er á um í lögum. Mun leit-
un á starfsstéttum í landinu sem
sýnt hafa slíkt langlundargeð
gagnvart ríkisvaldinu og fómfysi
gagnvart þjóðinni. En til lengdar
mun þetta ástand bitna á íslenskri
menningu með afdrifaríkari hætti
en yfirvöld virðast gera sér grein
fýrir.
Ólafur Gíslason
Betur má ef duga skal
Frá íslenskum tónlistardögum 1990. Fulltrúi tónlistarmanna, Jakob
Magnússon, afhendir ráðherrum áskorun um að virðisauki verði felldur
af tónlistarflutningi.
Mynd: hmp.
Hver er staðan i tónlistarmál-
um nú í lok ársins? Þetta er auð-
vitað flókin og yfirgripsmikil
spuming og við henni em til mörg
svör. Svo gripið sé til margnotaðr-
ar klisju, þá er hægt að segja að
gróska sé í tónlistarlífmu hér og
láta þar við sitja, sitja svo áfram í
sjálfsánægju og einangrun og láta
eins og allt sé í stakasta lagi. Tón-
listarmönnum hefúr allavega
fjölgað mikið, og úrvalið hér í
höfuðborginni er orðið álíka og í
gamalgrónum menningarborgum
annarsstaðar í heiminum. En ef til
vill segir þetta ekki alla söguna.
Af því að nú em ekki einungis
áramót heldur og áratugamót er
ekki úr vegi að líta til baka og
spyija hvað helst hafi áunnist á
áratugnum sem nú er að baki, og
þá verður að sjálfsögðu að rifja
upp stöðuna eins og hún var í
byijun áratugarins. Þá var Iíka
mikið talað um gróskuna í tónlist-
arlífinu, dáðst að öllu þessu unga
og vel menntaða tónlistarfólki
sem var að koma fram á sjónar-
sviðið, og meira að segja gagn-
rýnendur töluðu um að mikils
væri að vænta af því í framtíðinni.
Þá var líka talað um að fjöldi tón-
leika væri orðinn alveg ótrúlega
mikill. Þetta hljómar óneitanlega
líkt og nú. Hefúr þá ekkert gerst á
þessum tíu ámm? Stundum er ég
svo svartsýn að mér finnst aðal-
munurinn í því fólginn að fyrir tíu
ámm var tónlistarfólk fúllt bjart-
sýni og baráttuhugar, baráttumál-
in vom flokkuð niður og meira að
segja stofnuð fjölmenn samtök
um háleit markmið, en núna er
tónlistarfólk búið að upplifa ára-
tug sem því finnst það hafa verið
að berjast við vindmyllur og litlu
hafa áorkað. Baráttumálin nú em
nefnilega svo til alveg þau sömu
og fyrir tíu ámm og fáum stórum
mikilvægum málum hefur tekist
að koma í höfn.
Hver em og vom þá þessi mál
og hver er staða þeirra nú?
Snemma á áratugnum vom stofn-
uð samtök til að beita sér fyrir
byggingu tónlistarhúss, bjartsýn-
in var slík innan þessara samtaka
að talað var um í fúllri alvöm að
húsið yrði vígt á listahátíð 1988.
Eins og allir vita var húsið ekki
vígt á listahátíð 1988 og nú í des-
ember 1990 er ekki einu sinni bú-
ið að taka fyrstu skóflustunguna
og fjárhagslegar forsendur jafn-
óvissar og i byrjun. Stórhuga ein-
staklingar vom nýbúnir að stofna
íslenska ópem, sem ef til vill stóð
á brauðfótum, en slíkt er hægt að
sætta sig við í byrjun. Það var líka
nýbúið að stofna Söngskóla og ég
hugsa að fáa hafi órað fýrir að
staðan ellefu árum eftir stofnun
íslensku Ópemnnar yrði sú, að
hálfur vetur færi í að athuga hvort
hægt væri að halda áffam rekstri
hennar (og reksturinn lægi niðri á
meðan), og að næstum allir ungir
söngvarar sem hafa aflað sér
menntunar á þessum ámm, sæju
sér enga atvinnuvon hér á landi og
væm landflótta. Fyrir tíu ámm var
mikið talað um nauðsyn þess að
koma upp tónlistarháskóla, mikið
hefúr verið unnið í því máli á
þessum ámm, að vísu er búið að
semja frumvarp um Listaháskóla
íslands, en það er ekki enn búið
að leggja fyrir Alþingi. Launamál
tónlistarmanna em enn í sömu
stöðu og fýrr þ.e. i molum, reynd-
ar virðist þó hægt að eygja von í
því máli, þar sem frumvarp hefur
verið lagt fýrir Alþingi um starfs-
launasjóði listamanna. Fyrir tíu
árum var talað um nauðsyn þess
að stórauka upptökur á íslenskri
tónlist og leik íslenskra tónlistar-
manna hjá ríkisútvarpinu. Núna er
fjárhagsstaða tónlistardeildar
þannig að sjaldan hefúr verið
minna hljóðritað, þrátt fýrir góðan
vilja tónlistarstjóra. Staðan í út-
gáfúmálum heftir ef til vill örlítið
batnað, en er þó langt ffá því að
vera góð, tónlistarumfjöllun í fjöl-
miðlum hefur síst skánað, og
svona mætti lengi telja, taka
hvem málafiokkinn af öðmm og
komast að þeirri niðurstöðu að
ekkert hefúr gerst.
Hvemig þrífst svo það sem
mestu máli skiptir í þessu um-
hverfi, tónlistin sjálf? Það er ekki
nókkur vafi á því, að þrátt fyrir
allt er margt á uppleið. Sinfóniu-
hljómsveitin hefúr tekið stórt
stökk fram á við á undanfomum
árum, alltaf er verið að semja ný
tónverk og það em til fleiri frá-
bærir hljóðfæraleikarar nú en fyr-
ir tíu ámm. Dæmi um það er Sig-
rún Eðvaldsdóttir, sem nýverið
náði verðlaunasæti í alþjóðlegri
samkeppni fiðluleikara. Mér vit-
anlega hefúr enginn Islendingur
fýrr náð svo langt í svo virtri al-
þjóðlegri keppni. Fleiri einstak-
linga ætla ég ekki að nafngreina
hér, en það er ljóst að Sigrún er
ekki sú eina af sinni kynslóð sem
ætlar að ná langt. Gallinn er bara
sá að þetta fólk hefúr ekkert að
gera hér á landi.
Nú um áramót dugir ekki að
vera með eintómt svartsýnisraus,
heldur horfa fram á við og gera
sér grein fýrir því, að við stöndum
á tímamótum, og þá er ég ekki að
tala um þau tímamót sem áramót
óneitanlega em, heldur það að við
stöndum ffammi fýrir því að við
erum að vaxa upp úr áhuga-
mennsku og höfúm alla mögu-
leika til að vaxa upp úr meðal-
mennskunni líka. En þá þýðir
ekki lengur að sitja og klappa
hvert öðm á bakið og segja sem
svo „mikið er nú gaman hvað hún
Sigrún stendur sig vel“ eða „mik-
ið er gaman hvað við eigum orðið
marga góða söngvara, það em víst
einir tíu sem em ráðnir við ópem-
hús úti í heimi“. Nýjar kynslóðir
tónlistarmanna sætta sig nefnilega
ekki lengur við áhugamennskuna,
sjálfboðaliðavinnuna og það að
starfa í umhverfi, þar sem vantar
þá örvim, sem listamanninum er
nauðsynleg ef hann á að þroska
hæfileika sína og losna við að
staðna.
Þó að íslenska þjóðin sé fá-
menn og að hér vanti vegi og
landbúnaðurinn og sjávarútvegur-
inn séu rekin með tapi, þá höfúm
við alls ekki ráð á öðm en að hafa
hér að minnsta kosti tíu ópem-
söngvara á fullum launum fýrir að
gera ekkert nema syngja, tíu tón-
skáld til að gera ekkert annað en
að semja tónlist, strengjakvartetta
og kammersveitir á launum og
veglegt tónleikahús. Við höfúm
heldur ekki ráð á öðm en að koma
hér upp öflugri kynningarmið-
stöð, sem getur stuðlað að því að
íslenskt tónlistarfólk geti starfað
hér á landi, en verið jafnffamt
hluti af alþjóðlegu tónlistarum-
hverfi. Allt annað er örbirgð.
Reykjavík 26.12.1990
Karólína Eiríksdóttir
tónskáld.
22.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 29. desember 1990