Þjóðviljinn - 25.01.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Qupperneq 12
Landinn fitnandi fer Upp með sippubandið og burt með bjórinn í ísskápnum, strákar. Helming- ur íslenskra karlmanna á besta aldri rogast með björgunarhrina um mittið, kemur fram í tölum sem Hjartavernd hefur safnað. Kvenfólkið er að sjálf- sögðu ekki undanskilið. Þær eru líka dálítið mjúkar eða frjálslega vaxnar eins og sumir kjósa að kalla þær sem burðast með óþarfa skvap. Sam- kvæmt hóprannsókn Hjartaverndar, sem hófst árið 1967, var þá rúmlega þriðjungur karla á aldrinum 34-61 árs verulega of feitir. Undanfarna tvo ára- tugi hafa að vísu ekki orðið miklar breytingar á þessu en á sama tíma hefur ahugi a heilsuvernd og bættu mataræði aukist mjög og margir aðrir áhættuþættir varðandi hjarta- og æðakerfi minnkað, eins og kemur fram í viðtalinu við Nikulás Sigfússon. Alls kyns megrunarkúrar hafa riðið yfir landið, aðal- lega þó yfir kvenþjóðina. Marga dreymir um að grennast en helst með lítilli íyrirhöfn. En það eru ekki til neinar auðveldar lausnir á offituvandamálinu. Allir viðmælendur Nýs Helgarblaðs voru sammála um að skyndikúr- amir væm gagnslausir og jafnvel Miðaldra Islendingar þyrftu margir að taka sér tak og breyta lifsvenjum sínum vemlega. Teikningin er eftir Gustave Doré. hættulegir heilsu manna. Eða eins og Guðbjörg Theódórsdóttir orð- aði það: „Það er alltaf einhver annar en sá sem tekur inn megr- unartöflumar sem græðir á þeim.“ Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá verðum við að hætta að borða ijómasósur, sjoppufæði og Iepja gosdrykki. Hreyfing og bætt mataræði er það eina sem losar menn úr vjðjum fitunnar. Og breytingin verður að vera til fram- búðar því að fitufrumumar sem bæst hafa við bíða gráðugar eftir að tútna út að nýju þegar við leyf- um okkur litlar syndir. En hvencer eru menn offeitir? Guðbjörg Theódórsdóttir hefur lengi aðstoðað fólk við að grenna sig. Hún segir offitu vera afstæða. Hver og einn verði að finna það út fyrir sig sjálfur hvenær aukakílóin séu orðin of mörg. Þegar fólki finnst það vera orðið of feitt og er óánægt með útlitið leiðir það oft til þess að það verður enn feitara. Fólk leitar oft til mín áður en þyngd þess nær þriggja stafa tölu. Það virðist vera viss þröskuldur. Stundum þarf andlegt áfall til þess að fólk taki á vandamálinu. Konur hafa komið hingað þegar þær hafa fundið að bömin þeirra em farin að skammast sín fyrir þær. Aðrir koma vegna þess að þeir em hættir að treysta sér út á vinnumarkaðinn vegna útlitsins eða hefur hreinlega verið hafnað í vinnu vegna þess. En það þarf mjög sterk bein til að þola megr- un og það átak sem nauðsynlegt er til að breyta lifsvenjum sínum. Blaðamaður Nýs Helgarblaðs fór á fund hjá Guðbjörgu til að kynnast aðferðum hennar sem hún kallar Hjálp úr álögum. Róandi tónlist og kertaljós em í herberginu þar sem sitja nokkur sem viljum losna úr álögum. Guð- björg fer yfir matseðil vikunnar fýrir þá sem vilja grennast, sem byggist upp á því að byija vikuna á vatnsdegi en síðan smáauka neysluna eftir því sem líður á vik- una. Þannig getum við leikið á brennsluna, segir hún. Líkami okkar hægir nefhilega til muna á brennslunni þegar við forum í stranga megrunarkúra. Með því að auka neysluna frá degi til dags og minnka hana síðan aftur í byij- un viku komum við í veg fyrir að hægist um of á brennslunni. Eftir fræðsluna em allir vigtaðir og hverfa síðan hver til síns heima staðráðnir í að fara eftir listanum og koma aftur að viku liðinni. Þá er fólkið vigtað á ný. Guðbjörg segir miklu skipta að fólkið hittist í hópum vikulega og geti rætt um þau vandamál sem upp koma. Auk þess skapist viss samkeppni um það milli þeirra sem em að grenna sig hver missi flest grömmin á viku. Á síðasta ári runnu þijú tonn af spiki af fólkinu hennar Guðbjargar, og það saknar þeirra enginn, segir hún. Boröaö í laumi Þeir sem eiga við offituvanda að stríða viðurkenna oft að þeir borði í laumi og hagi sér þá ekki ósvipað drykkjusjúklingum. Guð- björg segir átsýki vera hugar- Offita algeng meðal islendinga Nikulás Sigfusson: Reynslan sýnir að það er mjög erfitt að fá fólk til að breyta neysluvenjum sínum Þriðjungur og jafnvel helm- ingur fullorðinna er of feitur á Is- landi, segir dr. Nikulás Sigfússon, hjartasérfræðingur hjá Hjarta- vemd. - Offita er algengt vandamál í flestum vestrænum ríkjum. Offita er einn af áhættuþáttun- um fyrir hjarta og æðasjúkdóma. Áhrifin koma þannig fram í fylgni milli offitu og annarra þátta. Áhættuþættir sem fylgja offitu em hækkuð blóðfita og hærri blóðþrýstingur. Offita ein sér er hins vegar ekki mikill áhættuþáttur hjá Is- lendingum, hún rétt nær því að vera óvemlegur áhættuþáttur og vegur ekki þungt í þeim þáttum sem valda dauða. Offita tengist hins vegar fjölmörgum sjúkdóm- um sem geta haft veruleg áhrif á líkamlega og andlega líðan. Er offita vaxandi vandamál? -Fólk á Norðurlöndunum er ekki sérstaklega feitlagið miðað við aðrar þjóðir. Alls staðar þyng- ist fólk þó með aldrinum. Við hjá Hjartavemd höfum fylgst með hæð og þyngd manna í 25 ár. Á þessum tíma hefur lík- amsþyngd heldur aukist gagn- stætt öðmm áhættuþáttum sem hafa stórlega minnkað. Þar á ég við háa blóðfitu, háan blóðþrýst- ing og reykingar. Líkamsþyngd hefur ekki skánað. Það er sérstak- lega einkennilegt í ljósi þess heilsuæðis sem gripið hefur um sig meðal þjóðarinnar. Offita er vandamál sem ekki hefur tekist að hafa mikil áhrif á hérlendis. Engin skýring á offitu Rannsókn okkar hér hefúr náð til 80 til 90 þúsund manns í leit að áhættuþáttum sem valda hjarta- og æðasjúkdómum. Við emm ekki sérstaklega að ráðleggja mönnum sem eiga við offitu- vandamál að stríða en við gefum þeim sem hingað leita ráðlegging- ar um mataræði. Það hefur ekki borið mikinn árangur; þyngdin hefur aukist þrátt fyrir það. Það kemur að vísu ekki á óvart, reynsla lækna sýnir að það er mjög erfitt að fá fólk til að breyta Nikulás Sigfússon hjá Hjartavemd segir offitu algenga meðal Islend- inga þótt llkamsþyngd hafi lltil áhrif á ævillkur manna hér á landi. neysluvenjum sínum. En eins og ég sagði áðan þá hefúr blóðfita lækkað sem þýðir að fólk hefur breytt mataræði sínu að einhveiju marki. Við borðum jafnmikið og áður en aðeins öðmvísi mat. Oft heyrir maður feitt fólk segja að það sé eitthvað að efha- skiptunum í líkama þess. Getur offita stafað af röngum efnaskipt- um? -Það getur verið til einstaka sjúkdómur sem veldur því að menn verða of þungir, en þetta er oft eingöngu léleg afsökun. Hvað veldur offitu? -Menn vita í raun ekki af hveiju fólk verður of feitt, það hefúr vafist fyrir vísindamönnum og læknum. Stundum er talað um meðfædda tilhneigingu í genun- um; að holdafar sé hreinlega arf- gengt. Þá em einnig uppi kenn- ingar sem byggja á því hversu mikið er af svonefndri brúnni fitu, sem er sérstök fitutegund, aðal- lega staðsett á bakinu. Kenning- amar em margar. Þá er og talað um sálræn vandamál o.fl. Það má segja að menn þekki ekki orsakir offitu. Erþað rétt að sumirgeti úðað i sig eins miklum mat og þá lystir án þess að fitna á meðan aðrr fitna aflitlu sem engu? -í raun er það þannig að fólk fitnar ekki nema það láti ofan í sig fleiri hitaeiningar en það brennir. Þeir sem geta borðað mikið án þess að fitna brenna jafnffamt miklu. Þeir sem reyna mikið á sig geta borðað mikið. Kyrrsetufólk er fjölmennast í hópi þeirra sem þurfa að grenna sig. Þessu fólki hefúr fjölgað með breyttum at- vinnuháttum. Áður fýrr unnu menn meira erfiðisvinnu, kaldara var í húsum o.s.frv. Fyrir um 50 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.