Þjóðviljinn - 25.01.1991, Qupperneq 13
Hreyfing og bætt
mataræði er það eina sem
getur losað menn úr
viðjum fitunnar
ósvipað drykkjusjúklingum. Guð-
björg segir átsýki vera hugar-
ástand. Fólk borðar. sér stundum
til huggunar. En hún segir sig ekki
geta svarað því hvers vegna fólk
borði sér til óbóta. „Gæti ég það
sæti ég ekki hér heldur uppi á
hárri súlu og miðlaði öðrum af
visku minni.“
Hvemig liður þeim sem á
orðið við alvarlegt offituvanda-
mál að stríða?
-Óskaplega illa. Þeir sem
orðnir eru allt of feitir einangrast
félagslega, jafhvel frá eigin fjöl-
skyldu. Fólk sem er of feitt finnst
það sífellt vera sveitt og skítugt,
það fyrirverður sig fyrir útlitið og
fer lítið á mannamót. Likamleg
vanlíðan er líka mikil. Ég reyni að
útskýra líkamlegu þættina fyrir
þeim sem til mín leita. Fólk á ekki
bara að grenna sig fyrir spegilinn.
-Helmingurinn af þeim sem
hingað koma á grunnnámskeið
velja sér leið sem kallast breytt
mataræði, sagði Hilmar Bjöms-
son, ffamkvæmdastjóri Máttar.
Hann sagði miðaldra fólk sækja
stöðina mikið. Það væri ekki ein-
göngu ungt fólk sem hefði áhuga
á heilsu sinni. Hilmar sagði að
það væri engin spuming að marg-
ir þyrftu að grennast um að með-
altali 10 kiló.
Olafúr Sæmundsson næring-
arfræðingur sagði að vildu menn
grennast yrðu þeir að taka upp
breyttar lífsvenjur. Fólk neytti allt
of mikillar fitu og of lítils kol-
Smátt og smátt læðist fitan utan á
menn eftir að þeir hafa náð þri-
tugsaldrinum. Helmingur ís-
lenskra karla á aldrinum 35-45
ára rogast með nokkur óæskileg
aukakiló. Mynd: Jim Smart.
vetnis. Fólk yrði að draga úr feit-
um ostum og sósum og sleppa
unnum kjötvörum. Borða þijár
léttar máltíðir á dag og leggja
áherslu á góðan morgunverð.
Hann ráðlagði fólki alls ekki að
svelta sig, reynslan sýndi að það
leiddi oft til ofáts.
Mataræði og aukin hreyfing
verður að fylgjast að, menn verða
að breyta lífsmynstri sínu til
ffambúðar. Kúrar eins og sítrónu-
kúrinn þar sem fólki er lofað að
það léttist um hálft kíló á dag geta
verið hættulegir. Það er raunhæft
að léttast um hálft kíló á viku.
Kúrar á borð við sítrónukúrinn
geta snúist upp í andhverfú sína
því að vöðvar líkamans geta rým-
að við sveltið. Þegar viðkomandi
tekur upp fyrra mataræði eftir
kúrinn þyngist hann meira en áð-
ur því að orkuþörfin hefur minnk-
að eftir kúrinn.
Verö stýrir neyslu
Flestir virðast sammála um að
landanum veitti ekki af að losna
við nokkur kíló og taka upp betri
neysluvenjur. Harður áróður hef-
ur verið rekinn gegn reykingum
og áfengisneyslu, einnig hafa
stjómvöld og læknar miðlað
ffæðslu um mikilvægi hollrar
fæðu. Neyslukannanir víða um
heim sýna hins vegar að verð-
lagning á matvælum hefur mikil
áhrif á mataræði manna og sums
staðar er augljós stéttaskipting í
neyslu. Hér á landi er ferskt græn-
meti, nýr fiskur og magurt kjöt
dýr matur. Sykur er ódýr enda
eiga íslendingar heimsmet í syk-
ur- og sælgætisáti. Þegar ódýrara
er að kaupa sælgæti en ávexti og
grænmeti getur reynst erfitt að
breyta neysluvenjum þjóðarinnar.
BE
Meiri hreyfing og færri hitaeiningar er þaö eina sem dugir ( baráttunni við
aukakdóin. Það em ekki til neinar einfaldar lausnir eða kúrar. Myndina
tók Jim Smart af hressum hádegishoppurum ( Mætti.
ámm var gerð könnun á líkams-
þyngd íslendinga; þá fannst varla
nokkur maður sem átti við offitu-
vandamál að stríða. Á þessu hefúr
orðið mikil breyting.
Hefur feitum bömum fjölg-
að?
-Við höfum ekki kannað hæð
og þyngd þeirra sem em yngri en
25 ára. Þyngdaraukning byrjar
oftast um þrítugt. Fram undir þrí-
tugt þurfa menn oft að leggja mik-
ið á sig til að koma sér upp þaki
yfir höfúðið o.fl.
Halda stöðugri
þyngd
Um þritugt em menn oft
komnir í ömgga ffamtíðarstöðu
og fara að slaka á. Þá fara þeir
einnig að fitna.
Er þetta mynstur það sama
hjá konum og körlum?
-Það er mjög svipað. Offita er
álíka algengt vandamál hjá báð-
um kynjum.
Hvað er heppileg líkams-
þyngd?
-Það hafa verið gefnar út
margar töflur um kjörþyngd
manna. Líftryggingafélög í
Bandaríkjunum létu gera slíkar
töflur. Þeir byggðu niðurstöður
sínar eingöngu á þeim sem vom
líftryggðir. Þetta er hins vegar sér-
stakur hópur, inni í honum em
ekki þeir verst settu né þeir best
settu sem ekki þurfa á líftrygging-
um að halda. Kjörþyngdartöflur
gáfú þannig einungis mynd af
millistéttarfólki. Slíkar töflur er
ekki hægt að yfirfæra á samfélög
hugsunarlaust. Þegar gerðar em
þyngdartöflur með réttara úrtaki
koma mun hærri tölur út.
Mestu máli skiptir að fólk
haldi þyngd sinni stöðugri.
Skyndileg þyngdaraukning getur
verið hættuleg.
Hefur islenska vömbin stœkk-
að með tilkomu bjórsins?
-Það er of snemmt að segja
nokkuð til um það. Erfitt er að
meta áhrif eins einstaks þáttar, en
þyngd manna er heldur að aukast.
Hvemig stendur á því að
menn halda áfram að þyngjast á
tímum upplýsinga og heilsuœðis?
-Það er talsvert flókið dæmi
hvað það er sem ræður því hvað
menn kaupa í matinn. Mismund-
andi er hvað matur inniheldur
mikið af hitaeiningum. Fæði sem
er hitaeiningasnautt er oft dýrt.
Komið hefúr í ljós að fólk kaupir
það sem það hefúr efúi á en ekki
það sem er hollast. I Bretlandi
byggir fæði lægstu þjóðfélags-
stéttanna mikið á hvítu hveiti og
annarri ódýrri fæðu, sem er hins
vegar næringarlítil en hitaeininga-
mikil. Á Islandi hefur verið rekin
sú stefna að niðurgeiða hvítt
hveiti og sykur. Það hefúr leitt til
mikillar neyslu matvöm sem inni-
heldur sykur og hveiti og gerir
enn. Grænmeti, magurt kjöt og
fiskur em allt dýrar vömr og
margir hafa hreinlega ekki efni á
að borða rétt fæði.
Hvað ráðleggur þú fólki sem
vill grennast?
-Fyrst og fremst að gera sér
hlutina ekki of erfiða og vera ekki
of óþolinmótt. Það þýðir ekki að
vigta sig á hveijum degi. Það er
sálrænt atriði að sjá árangur og
þess vegna er mikilvægt að vigta
sig ekki of oft. Það er óraunhæft
að ætla að léttast um mörg kíló á
nokkmm dögum.
Hætta sykuráti
Ráðleggingar geta hljómað
einfaldar en það er erfitt að fara
eftir þeim. Menn sem vilja grenn-
ast verða að borða minna og
hreyfa sig meira.
Ég held að farsælasta lausnin
sé að breyta tiltölulega lítið um
lífsmynstur. Oft dugar að hætta að
borða sykur. Menn gera sér ofl
ekki grein fyrir hvað sykur er í
mörgum fæðutegundum. Það þarf
ekki mikið til að snúa þróuninni
við. Eitt kíló á ári getur smám
saman komið þyngdinni niður og
til að losna við það þurfa menn
ekki að neita sér um margt. En
það skiptir sköpum að menn
grennist dálítið í stað þess að bæta
enn við sig.
Þú sagðir fyrr í viðtalinu að
Norðurlandabúar væru ekki sér-
staklega feitlagnir. Hversu feit-
lagnir eru Islendingar í saman-
burði við aðrar þjóðir?
—Ef við lítum á töflu þar sem
grannvaxnar þjóðir em ofarlega á
lista en feitlagnar neðarlega kem-
ur í ljós að Islendingar em þar
mjög ofarlega á lista. Neðst á list-
anum em fyrrverandi austan-
tjaldsþjóðir. Það kemur ekki á
óvart því að lítið ffamboð er af
fersku fæði eins og grænmeti og
nýjum fiski. Fólk neytir mikils af
kartöflum, hvítu hveiti og sykri
og annarri ódýrri fæðu.
BE
Föstudagur 25. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13