Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Blaðsíða 15
hver perlan tekur við af annarri, titillagið, Cyprus Avenue, Baller- ina, Slim Slow Slider og að áliti undirritaðs unaðslegustu ballöðu sem þessi geiri tónlistar hefur get- ið af sér, Madame George, sem tekur rúmlega níu mínútur i flutn- ingi. í því lagi, sem og fleiri lög- um á plötunni, leikur Morrison sér að ljóðhendingum og spinnur þær í allar áttir með rödd sinni. Ólíkt flestum tónlistarmönn- um af bítlakynslóðinni þá hefur Morrison aldrei staðnað. Afúrðir hans eru vissulega misgóðar og kannski engin náð slíkri full- komnun sem Astral Weeks, en þrátt fyrir það hefur honum ætið miðað á veg, og með Enlighten- ment núna sannar hann enn einu sinni að sem söngvari er hann í sérflokki og hvað lagasmíðar og útsetningar varðar þá gætu flestir lært töluvert af honum. Einsog fyrri daginn er platan á rólegu nótunum, en þó öllu hress- ari en Astral sunset sem kom á undan henni. Enlightenment byij- ar á drifandi lagasmíð, Real, real gone, en síðan tekur hver ballaðan við af annarri, allar mjög fallegar, þótt hápunkturinn sé Avalon of the heart, þar sem Ambrosian Sin- gers sjá um bakraddir. Öll útsetn- ing þess lags er mjög smekkleg þar sem hom og munnharpa sjá um einleiksinnskot, en einsog með önnur lög Morrisons er það tjáningarfúll rödd hans sem lyftir laginu upp yfir það sem hlustand- inn á að venjast. í stuttu máli sagt er platan öll mjög áheyrileg þótt undirritaður hafi við fyrstu hlustanir hrifist mest af Avalon of the heart. Þá er lagið Youth of 1.000 Summers mjög gripandi og reffilegt og Iokalag plötunnar, Memories, með sínum sterku keltnesku áhrif- um ætti ekki að láta neinn ósnort- inn. Þessi keltneska upplýsing er kærkomin skima inn í skammdeg- ið. -Sáf - .v-> **.'*>; j .» iMfjMin.vci,' * ru , t. t • i Föstudagur 25. janúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15 Keltnesk upplýsing Enlightenment Van Morrison Polydor 1990 í lok síðasta árs kom út ný hljómplata með írska lagasmiðn- um og söngvaranum Van Morri- son, Enlightenment, eða Upplýs- ing á tungu feðra okkar. Hljóm- plata þessi hefúr ekki vakið mikla athygli, ffekar en fyrri verk þessa frábæra söngvara, ef undan er skilið eitt lag á plötunni Avalon Sunset, sem kom út árið 1989, en samsöngur þeirra Cliff Richards í laginu When ever God shines His Light, náði töluverðum vinsæld- um og fékk mikla spilun í útvarpi. Þótt Van Morrison hafi ekki verið daglegur gestur á vinsælda- listum í gegnum árin þá hefur hann engu að síður notið mikillar virðingar, einkum og sér í lagi meðal tónlistarmanna. Hann hef- ur aldrei fylgt neinum tísku- straumum, heldur ætíð farið eigin leiðir i sköpun sinni og túlkun, sem byggir á svörtum og kelt- neskum grunni. Sjálfúr hefur hann sagt að fyrstu áhrifavaldam- ir á hann tónlistarlega séð hafi verið Leadbelly, Hank Williams, Sonny Terry, Muddy Waters og Sonny Boy Willamsson. Auk blúsáhrifa gætir mikilla áhrifa so- ul og godspell á tónlist hans, strax á sjöunda áratugnum. Við þau bætast svo áhrif jass og keltneskr- ar tónlistar í lok áttunda áratugar- ins og úr þessum áhrifúm hefur hann verið að vinna síðan. Van Morrison kom fram á sjónarsviðið skömmu eftir að Bítlamir höfðu slegið í gegn. Þá var hann með hljómsveitinni Them og náðu tvö laga þeirra töluverðum vinsældum, Here Comes the Night og Gloria. Sag- an segir að Them hafi ekkert komið næálægt flutningi laganna á hljómplötunum, heldur hafi að- keyptir hljóðfæraleikarar séð um undirleikinn. Það fór líka svo að leiðir skildust. Van Morrison yfir- gaf hljómsveitina á hljómleika- ferðalagi i Bandarikjunum og settist að vestra árið 1967. Sama ár kom svo út fyrsta sólóplatan hans, Blowin’ your Mind. Ari seinna sendi hann frá sér meist- arastykkið Astral Weeks þar sem Hvaða myndlist jafnast á við SKY og CNN á stríðstímum? Gullitað og sveipmikið hár sjónvarps- þulunnar ásamt með skærrauðum vömnum og útstæðum augnhárunum sem tifa í sí- fellu mynda eins og lýsandi sól á náttbláum bakgmnninum sem fyrr en varir hefur breyst í töfraslunginn næturhimin yfir Bag- dað þar sem fljúgandi tækniundur lýsa upp umhverfið í ömggri leit sinni að ókunnum óvini, sem leynist i skjóli nætur. Spreng- ingar í fjarska og sírenumar væla eins og úlfhundar í náttmyrkrinu og við emm stödd andspænis grænklæddum fréttamanni með hljóðnema úti á gulum eyðimerkursandi Saúdí Arabiu þar sem rauðglóandi eld- strókurinn stendur aftur úr Tomeidó-her- þotunni sem þýtur yfir endalausri sand- breiðunni og hverfúr í eyðumerkurmistrið á meðan hermaður borðar súpuskammtinn sinn við tjaldskörina og annar tekur ofan hjálminn um leið og hann stígur út úr flug- vélinni: „We did our job. We eamed our money today.“ Eldar loga í eyðimörkinni og fyrir utan Downingstræti 10 stendur snyrtilegur fréttamaður í bláteinóttum föt- um, varta á hægri kinn, gel í sléttstroknu hárinu, og segir okkur allt af létta og for- sætisráðherrann gengur undir regnhlífinni út í svarta límósínuna á gljáfægðum skóm og hvítir vígahnettir patríóteldflauganna lýsa upp næturhimininn yfir Tel Aviv og fólkið er grafið út úr rústum húsanna og hrópar á hefnd og sjúkrabílar og yfirmaður herráðsins kemur ábúðarmikill í ræðustól- inn með rauða díla í andlitinu og talar til heimsbyggðarinnar þar til við sjáum loks- ins aftur gulan hársveip sjónvarpsþulunnar með rauðu varimar og löngu augnhárin: Það er stutt hlé, stay with us, Britain is at war. Stríðið við Persaflóa er hin fúllkomna uppgjöf gagnvart mannlegri skynsemi. Um leið er það sviðsett fýrir okkur á sjónvarpsskerminum eins og tölvuleikur, þar sem sömu leikimir em endurteknir í sí- fellu án þess að leikreglumar séu dregnar í efa. Niðurlút andlit stríðsfanganna em dregin upp á skerminn hvað eftir annað eins og síendurtekinn ólánsdráttur í Mata- dorspili: Þú ferð beint i steininn. Og hvers emm við svo vísari? Það kann að vera ómennsk afstaða að líta á þetta sjónarspil á sjónvarpsskjánum sem myndlist. Það er hins vegar spuming hvort afstaða sjónvarpsins til þess vem- leika sem þama er til umfjöllunar sé miklu mennskari. Sjónvarpið er allt á yfirborðinu gagn- vart vemleika stríðsins. Með hraðri og takt- fastri samklippingu á milli staða og heims- hluta er áhorfandanum veitt sú falska til- finning, að hann sé staddur mitt í spennu- þmnginni atburðarás sem hann geti þó horft á úr ömggri fjarlægð. Myndskeiðin em tælandi vegna þessarar fölsku tilfinn- ingar, og þess er alltaf gætt að hafa þau styttri en svo að tóm gefist til umhugsunar. Leikreglumar em hvergi dregnar í efa, heldur skýrðar út jafnóðum af leikendun- um sjálfúm með 2-3 mínútna innskotum. Sérstakir eflirlitsmenn á vettvangi sjá svo um að leikstjómin sé í réttum farvegi og ekkert komi á skjáinn sem raskað geti eðli- legri framvindu leiksins. Hver leikstýrir eiginlega þessu sjónar- spili andskotans? Ég ætlaði að skrifa um myndlist. Bliknar ekki öll myndlist sýningarsal- anna hjá aðdráttarafli SKY og CNN? Andspænis vitfirringu stríðsins verður maðurinn lítill í umkomuleysi sinu með myndir sínar og orð. Flest virðist allt í einu til lítils unnið, - eða hvað? Það var í rauninni léttir að koma úr striðinu á skjánum inn á sýningu Amgunn- ar Ýrar Gylfadóttur að Kjarvalsstöðum. Salurinn var næstum tómur af fólki og myndimar á veggjunum önduðu frá sér ein- hverri sársaukatilfinningu sem virtist sönn. Þetta var sársauki sem kom einhvers staðar djúpt úr holdinu eða jörðinni eða hjartanu og það var manni allt í einu léttir að finna myndir sem gátu talað við mann um sárs- aukann á yfirvegaðan og einlægan hátt. Amgunnur Ýr er undarlega jarðbundin í myndum sínum og það er eitthvað við þær sem minnir á mexíkönsku listakonuna Fríðu Kahlo. Ekki svo að skilja að um eft- irlíkingu sé að ræða, en þessi jarðbundni sársauki sem við finnum í myndum Am- gunnar er svipaðrar kvenlegrar ættar og við finnum hjá Fríðu. Útfærslan er hins vegar önnur, því á meðan Fríða Kahlo gekk svo nærri sjálfri sér í myndum sinum, að það verður ekki endurtekið eða leikið eflir af öðmm, þá hafa myndir Amgunnar almenn- ari skírskotun sem ekki ristir eins djúpt og ber jafnframt einhvem keim af ljúfsárri efl- irsjá. Amgunnur hefúr athyglisverða til- finningu fyrir efninu sem hún vinnur í og er fundvís á það efni sem hentar hugmyndum hennar hveiju sinni. Þeir sem em þreyttir á stríðinu á skjánum ættu að fara og skoða myndir Amgunnar Ýrar. Sá samanburður gæti leitt til þeirrar niðurstöðu að til ein- hvers væri unnið, þrátt fyrir allt. í Vestursal Kjarvalsstaða og anddyri hefur Hallgrímur Helgason sett upp yfir- litssýningu á málverkum sínum og teikn- ingum frá síðustu fimm árum. Em mál- verkin sett upp í tímaröð og gefa góða mynd af þróun sem verður firá tiltölulega jarðbundinni litanotkun og frásagnarglöð- um léttsúrrealískum myndum af manni í stórborg yfir í mjög stílfærðar módelmynd- ir í ísköldum og folbleikum, grænum og gulum litum, þar sem meðal annars er leik- ið á rými og fjarvídd. Þessar módelmyndir, sem em málaðar á mjög yfirvegaðan hátt en bera samt einhvem keim af súrrealískri draumsýn, þróast síðan yfir í óhlutbundin form sem máluð em i ísköldum og tærum, grænum tónum þar til Hallgrímur snýr við blaðinu á ný og tekur að mála fígúratífar myndir sem em fullar af glettni og súrreal- ískum útúrsnúningi í ætt við pennateikn- ingamar í anddyrinu, og endar síðan í tví- ræðum tilvitnunum i staðlaðar skripa- myndir jafnt og afskræmdar andlitsmyndir Picassos frá stríðsámnum í mosagrænum og „skitugum“ tónum. Það fer ekkert á milli mála að Hallgrím- ur er frjór og hugmyndaríkur málari og fullur af ftásagnargleði, en um leið nokkuð útundir sig og ístöðulaus, jafnvel eins og að hann trúi ekki alltaf fúllkomlega á það sem hann er að gera hveiju sinni. Fyrsta mynd- skeiðið er reyndar málað af sterkri sann- færingu og innlifún og em þessar myndir greinilega bein og fersk viðbrögð við ytra umhverfi ftá fyrstu árum Hallgríms í New York. Siðan er eins og hann setji ákveðnari skil á milli sjálfs sín og viðfangsefnisins: framsetningin verður yfirveguð og köld og leitar fúllkomnunar i handbragðinu. Mód- elmyndimar em skondnar og fagmannlega unnar, en snertu mig ekki djúpt nýkominn úr striðinu hjá SKY og CNN. Það var ein- hver ertandi nálægð í eiturgræna forminu á krossviðarplötunni, en mér fannst eins og sannfæringin, ftásagnargleðin og hand- verkið hefðu fyrst smollið veralega saman hjá Hallgrími í þessum bráðfyndnu mál- verkum sem hann kallar að mig minnir „Meðlag“ og „Hjónabandssælu“. Þessar myndir sýna það Iíka eins og reyndar teikn- ingamar á ganginum, að það er hin sterka hlið Hallgríms að segja sögu. En hvers má myndasagan sín á öld hinnar beinu útsendingar þar sem miljón dollara patríótílaugar fljúga yfir höfðum okkar eins og flugeldar á gamlárskvöldi? „Stay with us,“ segir sjónvarpsþulan með gula hárið. SKY og CNN em harðir og grimmir húsbændur, en við höfúm þó enn leyfi til að slökkva á tækinu og fara út á götuna til að mótmæla þessu stríði. Myndasagan gæti kannski stutt okkur til þess. -Ólafur Gíslason Myndlist Bein sending og óbein CNN, SKY, Amgunnur Ýr og Hallgrímur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.