Þjóðviljinn - 25.01.1991, Page 24

Þjóðviljinn - 25.01.1991, Page 24
 Föstudagur 25. janúar 1991 - 56. árgangur 17. tölublað Múlakaffi er einn föstu punktanna (tilverunni á þorranum, en þar hefur verið boðið upp á heföbundinn þorramat (tæp þrjátíu ár. Vegna hval- veiðibannsins verður ekkert um súran hval ( ár, en þeir ( Múlakaffi eru ekki ginnkeyptir fyrir súru lúöunni eða hvallíkinu sem þeir kalla svo, og segja þorrann ekki þann tíma ársins að hæfi að brydda upp á nýjungum I matargerð. I stað hvalsins ætla þeir I ár að leggja sérstaka áherslu á s(ld og sérrétti, ásamt öllum hefðbundna þorramatnum. Mynd: Kristinn. Þorrinn Fyrsti dagur þorra í dag Konur gleymi ekki að gefa körlum sínum blóm á bóndadegi Idag hefst þorrinn, þessi mánuður fornrar íslenskrar matargerðar, þegar við nútíma- fólkið kaupum dýru verði og borðum til hátíðabrigða þann mat sem formæður okkar og forfeður urðu að borða og nýta til að veslast ekki upp úr ófeiti eins og það var kallað. Lundabaggar og bringukollar, feitir vel, súr sviðasulta og súrir hrútspungar, flatbrauð og rúg- brauð, hangikjöt og harðfiskur og síðast en ekíci síst unaður sem ekki verður með orðum iýst: há- kall, hákall, hákall; vel kæstur og angandi, - ó, þessi ilman sem kemur munnvatninu til að renna í virkjunarmagni. Þorrinn er fjórði mánuður vetrar að fomu íslensku tímatali og hefst á föstudegi í þrettándu viku vetrar. Hann mun hafa verið vetrarvættur en með kristnitöku var dýrkun hans bönnuð og hófst ekki aftur fyrr en með trúfrelsi á síðari hluta nítjándu aldar. Þorranum fylgir hækkandi sól og ofurlítil bjartsýni og að sjálf- sögðu þorrablótin þar sem menn éta á sig gat af þorramat og hlæja sig máttlausa að óförum sveit- unga sinna á árinu sem liðið er. Sumir skandalísera léttilega ef brennivínið er nógu kalt og nógu mikið, og uppákomur á þorrablót- um eru gjaman uppspretta skemmtisagna og fögnuðar manna á meðal í langan tíma á eftir. Ginstaka gikkur sem ekki leggur sér sumar tegundir þorra- matarins til munns, en er samt nógu frakkur til að mæta á þorra- blótin, verður þá að sjálfsögðu fyrir hvers konar aðkasti og nær skemmtunin hámarki ef tekst að svindla eins og einum hákallsbita ofan í hann. Aður fyrr var þorrinn ein- göngu blótaður á fyrsta degi þorra, en nú á dögum er allur þorrinn hafður undir til blóta. Fyrsti dagur þorra er kallaður bóndadagur og ætlast þá eigin- menn gjaman til þess að konur þeirra gefi þeim blóm og séu blíð- ari við þá en aðra daga, en síðasti dagur þorra kallast þorraþræll og er hann tileinkaður piparsveinum og öðrum einhleypum körlum en ekki finnast heimildir um hvort konur skuli aumka sig sérstaklega yfir þá þennan dag með blíðuhót- um og eftirlátssemi. ing VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN i UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.