Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 5
¥7'/~¥0,T1TTT\ A C< 17>¥^ rT'lT'T¥^ FOSTLJDACrSFRETTIR Fangelsismálastióri Fer vísvit- andi með rangfærslur Þorsteinn A. Jónsson, dómsmálaráðuneyti: Kannast ekki við að Fang- elsismálastoíhun hafi tek- ið við löngum listum yfir þá sem biðu eftir að komast í afþlánun Þorsteinn A. Jónsson, deild- arstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, vísar alfarið á bug þeirri fullyrðingu Haraldar Johann- essen, fangelsismálastjóra, í viðtali við Þjóðviljann fyrir nokkru, að Fangelsismálastofn- un hafi verið að grynnka á lista undanfarinna ára yfir þá sem boðaðir voru í afplánun. - Ég sit ekki undir slíkum ummæl- um athugasemdalaust, sagði Þorsteinn er viidi koma athuga- semdum sínum á framfæri við Þjóðviljann. - Þetta er vísvitandi rang- færsla hjá fangelsismálastjóra. Eg neita því alfarið að Fangelsis- málastofnun hafi tekið við ein- hveijum subbuskap, sagði Þor- steinn. Hann segir að staðreyndir málsins séu þær að um langt skeið hafi fangelsin verið yfirfull sem óhjákvæmilega leiði til þess að einhver tími líður frá því að menn eru boðaðir og þar til afplánun hefst. - Hins vegar er það rétt að það eru eitthvað færri í boðun í dag en var um áramótin 1988 og 1989 áður en Fangelsismálastofn- un var sett á laggimar. Það má einfaldlega rekja til þess, að fangaplássum hefiir lítillega íjölgað, sagði Þorsteinn. -rk Verðlag Almenningur er reiöur Stjóm Dagsbrúnar mótmælir hækkun gjalda hjá hinu opinbera, bönkum og tryggingafélögum. Á sama tíma hefur vinna dregist saman hjá verkafólki og tekjur minnkað Eg vil ekki segja að það sé komin nálykt af þjóðar- sáttinni, en aímenningur er reiður og flnnst keyra um þver- bak að hið opinbera, ríki, bæj- ar- og sveitarfélög, tryggingafé- lög og bankar skuli sífellt vera að hækka hitt og þetta. Sam- hliða eru andstæðurnar að skerpast milli alls þorra launa- manna sem hafa orðið fyrir minnkandi tekjum, samfara minni yfirvinnu, og hinna sjálf- skipuðu peningafursta sem virðast geta skammtað sér tekj- ur að vild,“ segir Leifur Guð- jónsson starfsmaður Verðlags- eftirlits verkalýðsfélaganna. í ályktun stjómar Dagsbrúnar er þessum vinnubrögðum mót- mælt og varar stjómin þá aðila, sem standa að þessum hækkun- um, alvarlega við. Dagsbrún hafi á sínum tíma gengið til þessara samninga, þjóðarsáttarinnar, af fúllum heilindum og það hafi ver- ið hugsun allra þeirra sem að henni stóðu, að stöðvun hækkana næði til allra, en sumir væm ekki undanþegnir. Dagsbrún lýsir undmn sinni og hneykslan á þess- um vinnubrögðum, sem ganga gegn markmiðum þeirra samn- inga sem i gildu em. Á lista Dagsbrúnar yfir þær hækkanir sem dunið hafa yfir og eiga eftir að verða má nefna að hjá Reykjavíkurborg hafa gjöld til Rafveitunnar hækkað um 5%, Hitaveitan um 8,4%, SVR 9%, fasteignagjöld um 12% og mun meira í sumum nágrannasveitar- félögum. í Kópavogi hækkuðu þau um 15%-20% og 5 þúsund króna sorphirðugjald í Hafnar- firði og Mosfellsbæ, sem er ný gjaldtaka. Af öðrum hækkunum má nefha að bifreiðagjöld hafa hækk- að um 17%, fargjöld með Akra- borginni um 10%, Ríkisútvarpið um 4%, Póstur & sími 3,5% sem kemur til ffamkvæmda i dag, Stöð 2 um 4%, ÁTVR hefur fengið heimild til verðhækkana umffam almennar verðlagsbreytingar, bensíngjald hækkað um 20%, húseigendatrygging hækkað um 40%-50%, þó misjafnt effir trygg- ingarfélögum. Þá er í farvatninu hækkun á slysatryggingu öku- manna um allt að 80%-90% og boðað að biffeiðatryggingar muni einnig hækka umtalsvert. Landsbankinn hefúr boðað hækkun vaxta á óverðtryggðum lánum um 1,5%, en lækkun á vöxtum verðtryggðra lána um 0,25%, sem ber að fagna. Að mati Dagsbrúnar er fyrirsjáanlegt að aðrir bankar muni koma á eftir og hækka sína vexti sem fer beint út í verðlagið. -grh Verðlagsráð Svartolía hækkar Verð á 92 oktana bensíni lækkar T onnið af svartolíu hækkar ® i dag um 6% en verð á 92 oktana blýlausu bensini lækkar hinsvegar um 4,2%. Auk þess hefur verð á 95 oktana bensini verið gefið frjálst. Verð á gasol- íu verður hinsvegar óbreytt. Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að tonnið af svartolíu hækki Loðnuflotinn Sóknin ekki aukin Finnbogi Jónsson ffam- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað mótmælir harð- lega þeim sjónarmiðum sem ffam hafa komið í Þjóðviljanum og víð- ar, að verið sé að auka sóknina í þorskinn í sjálfu sér með því að út- hluta loðnuveiðiskipum 9 þúsund tonnum af þorskkvóta í bætur fyrir loðnubrestinn. Hann segir að þama sé á ferð- inni réttlætis- og jafnaðarsjónar- mið sem snerti afkomu allt að 500 loðnusjómanna, fjölda útgerða og margra byggðarlaga. „Ef það má ekki taka 3%-5% af bolfiskkvóta ffystitogara til að bæta loðnuskipunum tapið að hluta, sem eru skip eins og hveijir aðrir togarar, þá er ég hættur að skilja þetta,“ sagði Finnbogi Jóns- son. -grh úr 13.200 krónum tonnið í 14 þús- und krónur vegna hækkana er- lendis. Verðlækkunin á 92 oktana bensíni, úr 56,80 krónum í 54,40 krónur eða um 2,40 krónur hver lítri, er til komin vegna lækkandi verðs á bensíni erlendis þrátt fyrir Persaflóastríðið. Þá hefúr fjár- málaráðuneytið ákveðið að bens- íngjald hækíci úr 30% i 50%. Þó svo að verð á 95 oktana bensíni hafi verið geflð fijálst, en það er ný vara á markaðnum, er það þó bundið því skilyrði að við- komandi sölustaður bjóði einnig upp á sölu á 92 oktana bensíni. -grh Tannvemdardagurinn Tann- burstana áloft Sigfus Þór Elíasson: Tannheilsa íslenskra bama hefur batnað að undanfömu Tennur barna - okkar ábyrgð er þema Tann- verndardagsins 1991, sem hald- inn er á vegum Tannverndar- ráðs heilbrigðisráðuneytísins í dag. Fræðsluefhi hefúr verið sent í skóla landsins og aðstoðarfólk tannlækna og tannlæknanemar munu veita fólki upplýsingar um tannvemd í stórmörkuðum í dag og á morgun. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna prófessors Sigfúsar Þórs Elíassonar hefúr tannheilsa íslenskra bama batnað að undan- fömu, þótt skemmdar tennur séu enn fleiri í bömum hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Sigfús taldi árangurinn vera betri ffæðslu að þakka, bæði til bama og for- ráðarmanna þeirra, en ekki síður til heilsugæslustétta. Enn em þó mörg ljón á vegin- um. Neysluvenjur bama em ekki til fyrirmyndar. Sælgætisát er hvergi í heiminum meira og gos- þamb ótrúlega mikið. Helmingur íslenskra bama drekkur gos dag- lega og oftar en innan við tíu af hundraði ftnnskra bama. Hvergi í veröldinni em jafnmargar sjoppur á hvem íbúa og á Islandi. Sigfús sagði greinilegt að það væm ekki bættar neysluvenjur sem bætt hefðu tannheilsu bama heldur ffemur aukið eftirlit og fjölgun tannlækna. Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra sagði sjoppur í Rannsóknir sýna að betur má ef duga skal til að tannheilsa fslenskra bama verði ekki lakari en jafnaldra þeirra í nágrannalöndunum. Mynd Jim Smart nágrenni við skóla sérstakt áhyggjuefni og hefði bréf verið sent til sveitarfélaga þar sem þeim tilmælum er beint til þeirra að veita ekki leyfi til slíks reksturs við skólalóðir. Ráðherrann sagði að mikilvægt væri að fólk gerði sér grein fyrir að það bæri ábyrgð á eigin tannheilsu og bama sinna. BE Ríkisstióm Húsnæðistillögurnar komnar Steingrímur J. Sigfusson: Vemlegar aðgerðir til bóta íyrir marga hópa Ráðherranefnd sú sem skip- uð var tíl að gera tíllögur um úrbætur í húsnæðismálum hefur mótað tillögur sem verða nú lagðar fyrir ríkisstjórn. - Hópurinn hefur náð sam- stöðu um ákveðnar niðurstöður, sagði Steingrímur J. Sigfússon, sem var fúlltrúi Alþýðubanda- lagsins í ráðherranefndinni, en ég vil ekki ræða þær í einstökum at- riðum. Eg get þó sagt að þama em á döfinni aðgerðir til mikilla bóta og í átt til þess sem tillögur Al- þýðubandalagsins hafa snúist um. Þar má nefha að tekið verður tillit til og stutt við bakið á þeim sem em að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð og gera ráð fyrir því í húsbréfakerfinu. Einnig koma þama fram baráttumál okkar eins og húsaleigubætur og átak í bygg- ingu félagslegra íbúða. Ég tel að flokkurinn geti vel unað við margt af því sem náðst hefúr fram, en önnur atriði er erfiðara að spá fyrir um, hvemig vinna á upp biðröðina úr húsnæðiskerfinu frá 1986 og hvemig á að fara með vaxtamálin. ÓHT Föstudagur 1. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.