Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 26
Stríö olíufíklanna Bensínverð í $ fyrir hvert gallón O —■ hJ UJ Allt fram til 1970 voru 90% olíu- viðskipta í veröldinni gerð með lang- tímasamningum. Svokallað Rotter- damverðj sem gildir um skipsfarma af olíuvörum, hafði mjög lítil áhrif á heimsmarkaðsverð olíu. Þetta breytt- ist mjög í kjölfar áðumefndra hækk- ana 1973 og 1979, þegar viðskiptin fóru í sívaxandi mæli gegnum olíu- kauphallimar þrjár. Þetta er eðlileg þróun í ljósi aukinnar áhættu þessara viðskipta. Neytendur hafa ekki notið góðs af þessari spákaupmennsku. Mörg- um hefur verið íhugimarefni, hvemig verðþróun hefiir orðið eftir 2. ágúst. Eins og flestir hafa skynjað, hefur ol- íuverð rokið upp og sveiflast óhemju mikið, þótt framleiðslan hafi verið aukin verulega meðal annarra olíu- ríkja. Saúdi-arabar hafa t.d. tvöfald- að tekjur sínar af olíusölu eftir innrás Iraka í Kuvæt. Sá tekjuauki er nú lát- inn renna í fjárhirslur Bandaríkjahers til fjármögnunar „frelsisstriðsins". Þannig borgar almenningur i raun og vem striðsreksturinn óbeint, hvort sem honum líkar betur eða verr. Helstu vangaveltur olíuspákaup- manna má nú draga saman í eftirfar- andi punkta: * Ef striðið verður skammvinnt, mun olíuverðið falla niður undir $10/tunnu vegna hamsturs og spá- kaupmennsku -gífurlegar olíubirgðir eru nú til í heiminum, því lönd utan stríðsins hafa stóraukið framleiðsl- una. Þá verður uppsveifla í olíuhag- kerfúm heimsins og annar iðnaður mun njóta góðs af. * Ef stríðið dregst á langinn, eins og margt virðist nú benda til, fer verðið hækkandi aftur. Þótt stórveld- in hafi nú veitt úr birgðageymslum sínum út á markaðinn til að reyna að draga úr verðhækkunum, mun hver vika gera ástandið alvarlegra. Striðs- reksturinn er iíka óheyrilega dýr, en hleypir samt ekki nýju blóði í hag- kerfm, - Vesturveldin höfðu ráðgert að draga úr vopnasafhi sínu og Sov- étmenn hafa engan her sent til Persa- flóa af spamaðarástæðum. * Vegna takmarkaðs árangurs af loftárásum undanfarið og andstöðu i Bandaríkjunum við að leggja of snemma út í blóðuga landstyijöld, mun verða aukinn þrýstingur á beit- ingu kjamavopna, t.d. nifteinda- sprengja, í Persaflóa, ef striðið dregst á langinn. Hver svo sem niðurstaða stríðs- ins við Persflóa verður, er ljóst að óróinn í kringum olíuna heldur áffam. Tveir þriðju hlutar þekktra ol- íubirgða jarðar em á þessu geysivið- kvæma svæði, sem stórveldin hafa keppt um i nokkra áratugi. Þeirri samkeppni verður síður en svo lokið með þessu striði. Olíuvinnsla annars staðar er smá í sniðum í samanburði og hvatinn til að huga að nýrri vinnslu eða nýjum orkugjöfúm verð- ur enginn, á með- an hægt er að halda olíuverðinu niðri, eins og gert var á árunum 1986-1990. Eins og fyrr hefúr verið frá greint, var fallið frá Qölda áhuga- verðra orkuspam- aðarverkefna við bandaríska há- skóla í stjómartíð Reagans. Minna má á eftirfarandi staðreyndir: * Heildarfjármagnið, sem bandarísk stjómvöld hafa veitt til endumýjanlegra orkugjafa á ARINU 1990 er$ 411.000.000. * Ef athugaður er herkostnaður EINNAR VIKU dvalar ameríska herliðsins við Persaflóa, er hann tal- inn nema $ 600.000.000. Mikið hefúr verið fjargviðrast út í nánasarhátt Japana að aðstoða við fjármögnun stríðsleiksins, en menn skilja þá e.t.v. betur þegar rifjað er upp að: * Ef nýting olíu væri hliðstæð og í Japan gætu Bandarikjamenn sparað 7.000.000 tunnur á dag. * Meðalbensínnotkun bíla f Bandaríkjunum: 13 lítrar/100 km. * Meðalbensínnotkun bíla í Japan: 8 litrar/100 km. Enn fremur sést, ef orkuvenjur manna em rannsakaðar í 1) Bandaríkjunum, 2) Vestur- Evrópu, 3) Japan (sjá mynd) að orka ffá olíubruna mæld í orkueiningunni Joule xl0l8 (EXA-Joule) er þrefalt meiri í Bandaríkjunum en i Japan. Enn ffemur er sá hluti olíunnar, sem notaður er til flutninga hvers konar, níu sinnum stærri í Bandaríkjunum en í Japan. (Heimild: Scientific Am- erican, (261), 3, bls. 89). Þessar staðreyndir em auðskilj- anlegar, þegar bensínverð í septem- ber 1989 er borið saman í þessum rikjum. (Sama heimild.) Verðið í Bandaríkjunum endur- speglar á engan hátt kostnaðinn við að viðhalda olíulindunum. Heima- ffamleiðsla þeirra dróst saman um 5% á ári allan níunda áratuginn og nú er meira en helmingur olíunnar fluttur inn. A það m.a. sinn stóra þátt í bágbomum greiðslujöfnuði þeirra við útlönd um þessar mundir. Enn síður stuðlar þetta lága bensínverð að umhverfisvemd, þvf ef borinn er saman skattaþáttur bensínverðsins, sem sýnir kostnað þjóðfélagsins, m.a. vegna aukinnar mengunar, sést, að skattar Þjóðveija og Japana á hvem bensínlítra em einir sér hærri en dæluverðið í Bandaríkjunum. Þessi guðs útvalda þjóð neitar því algerlega að horfast í augu við hina nöturlegu staðreynd nútímans: Ef svo heldur fram sem horfir mun mannskepnan kafna í eigin mengun. Bandarikjamenn neita líka að undirrita allar mengunarvama- samþykktir, sem hafa í för með sér aukna skattheimtu. Sameinuðu þjóð- imar hafa þó staðið að mörgum þeirra. Því finnst mörgum skjóta skökku við, þegar samþykkt er á sama vettvangi að fara í strið til þess fyrst og fremst að viðhalda sama ástandi og hér hefúr verið lýst að of- an: réttinum til að sóa sameiginleg- um auðlinum okkar og komandi kyn- slóða! Strið eru öllu umhverfisvemdar- fólki þymir í augum. Þar koma allir verstu eiginleikar mannskepnunnar fram, svo að hugtakið siðmenning verður hlálegt. Það strið, sem nú fer fram í beinni útsendingu, verður sennilega talið með verstu smánarblettum vest- rænnar „siðmenningar" í síðari tíma sagnffæði, verði hún þá einhvem tíma skrifúð. Átyllan: að koma þurfi valdagír- ugum einræðisherra frá völdum, er einungis yfirvarp. Saddam Hussein og hans líkum hefúr verið haldið við völd víða um heiminn, hversu illa sem þeir hafa leikið þjóðir sínar - svo lengi sem þeir hafa verið hinu vest- ræna hagkerfi þóknanlegir. Minna má á að allan tímann frá 1984 og allt ffam í ágústbyijun 1990 naut Saddam Hussein og þjóð hans bestu fáanlegra kjara í viðskiptum við Bandaríkin. Bæði Reagan og Bush vörðu Saddam með kjafti og klóm, þegar bandariskum þing- mönnum ofbauð ógnarstjóm hans I írak og vildu refsa með efnahagsað- gerðum á þessu tímabili. Það sama gilti raunar um þær þjóðir, sem stóðu í hliðstæðum viðskiptum við hin stríðandi Persaflóariki á sama tíma: viðskiptajöfnuður striðsvéla og ódýrrar olíu þessara landa hleypti nýju lífi í efnahagskerfi Vesturveld- anna á meðan aröbunum blæddi út. Hér er ekki veríð að mæla inn- rás íraka í Kuvæt bót. Hugsandi fólki er einungis bent á raunveru- legan bakgrunn þessa fáránlega stríðs. Á grænni grein í kjölfar Genfarsáttmálans ffá sl. hausti um að dregið skuli úr losun koldíoxíðs á jörðinni, skip- aði íslenski umhverfisráðherrann enn einn starfshópinn sér til ráðu- neytis í þessu vandasama máli. Þama þurfti að koma til sérstök hugkvæmni, því áður en Islend- ingar færu að hreinsa til hjá sér, þyrftu þeir að smeygja inn í land- ið nýju álveri, sem í fyrstu at- rennu mundi losa 380.000 tonn af koldíoxíði út i íslenska fjallaloftið á ári hvetju. Ráðherrann var í stökustu vandræðum, því að hann átti hagsmuna að gæta heima í héraði. Eins og fleiri höfðingjar þar um slóðir hugðist hann baða sig í töfrabjarmanum frá nýju álveri og freista þess að leifamar af týndu borgumnum rynnu á ljósið. En hann sat með þann kross að vera ráðherra umhverfismála, sá fyrsti sinnar tegundar hér á Iandi, og því í sérstöku sviðsljósi fjölmiðla. Þetta er hins vegar óvenju úr- ræðagóður ráðherra og hagvanur í hvers kyns nýsköpun og hug- myndasmíð,- í gæftaleysinu vestra í sumar kenndi hann heimamönnum að rækta krókó- díla, og þótti það mikill búhnykk- ur. Mývetningar nutu lika góðs af svipaðri ffæðslu, að ekki sé minnst á ginsengræktina, sem nú blómstrar í Bjamarflagi. Ginseng- rótin og elexírinn verða ömgglega útflutningsvara að 15-20 ámm liðnum þegar Hólsfjallahangi- kjötið verður löngu gleymt! Næsti snilldarleikur úr hug- myndasmiðjunni kom svo frá for- manni starfshópsins um koldíox- íðssáttmálann: fyrir hvert álver, sem plantað er niður, skal planta grænum greinum um dali og fjöll. Grænukomin skulu látin vinna verkið! Til að forða krókódílaráðu- neytinu frá frekara athlægi skal hér endursagður hluti nýlegrar greinar eftir W.H. Schlesinger úr breska tímaritinu NATURE, nán- ar tiltekið síðasta hefti ársins 1990, bls. 679. Aukin §róéwþ«kja leysir ekki méK6 Schlesinger vitnar í grein kollega síns, Adams, í sama blaði, sem fjallar um upptöku gróðurs á C02 í gegnum aldimar, allt ffá því fyrir síðustu ísöld. Allt bendir til þess að tijáleifar ffá þeim tíma hafi innihaldið lægra hlutfall kol- efnis en við þekkjum í dag. Á tímabili hækkandi hitastigs jókst bæði kolefnisinnihald tijáviðar og C02 innihald andrúmslofts úr 200 í 280 hluta af miljón. Þessu grein- ir Bamola frá í Nature (329), bls 408. Þegar spáð er í líkleg gróður- kort af ástandinu frá því fyrir 18.000 árum, virðast eyðimerkur- svæði hafa verið 83% stærri en þau em í dag, skv. De Angelis i Nature (325), bls.318. Á síðustu 10.000 árum hefði gróðurþekjan átt að geta fjarlægt allt C02 úr andrúmsloftinu og geymt það sem líffænt efni, ef ekki hefðu komið til jafnvægisáhrif úthafanna, sem líka geyma C02. Mat nokkurra vísindamanna á heildampptöku kolefnis á allri jarðarkúlunni er að hún sé af stærðargráðunni 1015 grömm kol- efnis á ári. Schlesinger metur þetta þannig (Nature, 348, bls. 232), að það sé hvergi nándar nærri nóg að grænukomin dugi ein sér til að leysa gróðurhús- vandamálið. Það sem fyrst og ffemst takmarkar upptökuhraða C02 er flæði annarra næringar- efna úr jarðveginum til plantna á jörðinni. Hin tröllaukna regnskógaeyð- ing nútímans veitir meira C02 út í andrúmsloftið en skógamir sjálfir geta unnið úr, sbr. Houghton í Tellus (39B) bls. 122 og Wood- well í Science (199), bls 199. Samt em regnskógamir afkasta- mestu tillífunarverksmiðjur ver- aldarinnar. Niðurstaðan er: Á meðan mannfjölgun verður með veldishraða og jarðaryfir- borði umbylt áfram eins og gert er á umræddum svæðum eigum við enga undankomuleið. Þúsundföld plöntun uppi á kalda íslandi er því eins og að míga í mel í samanburði. I því felst engin lausn. Ef mönnum væri einhver al- vara í hinu háa ráðuneyti, ættu þeir frekar að leggja þróunarað- stoð aukið lið, eins og marg..sam- þykkt hefúr verið á Alþingi. Það er líka í anda Brundtlandskýrsl- unnar, sem er vegvísir allra ann- arra umhverfisráðuneyta en þess íslenska. Hvað varðar C02 vandamálið endurtek ég fyrri ráðgjöf mína: Lausnin er: 1) Hætt við öll áform um byggingu álvers. 2) Almenningssamgöngur stórbættar með aðaláherslu á lagningu rafbrauta. 3) Horfið frá bmna líffæns eldsneytis og aðrir orkugjafar þróaðir, t.d. vetnisbrennsla hjá ís- lenska flotanum. UM ADSKILJANLEGAR NÁTTÚRUR EinarValur Ingimundarson 26.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.