Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 19
Háskinn blæs þitt hús um koll Hver græðir? spurðu Róm- verjar, Cui bono? og að því spyrja menn líka þegar þeir skoða fréttir af Persaflóa- stríði. Og enginn veit svarið. Spádómum ber ekki saman. Til dæmis að taka: Enda þótt svotil allir geri ráð fyrir því að Saddam Hussein tapi ( vopnaviðskiptum, þá eru til þeir sem benda á möguleika hans á að „falla en halda velli“. Eins og Nasser Eg- yptaforseti eftir að her hans hafði farið halloka fyrir Frökk- um, Bretum og (sraelum 1956. Eða jafnvel sem einskonar pislarvottur arabískrar einingar, sem verður þveginn af glæpum dauður og teiknaður á gunnfána allsherjaruppgjörs gegn vestræn- um áhrifum í heimi Islams. Margt getur gerst og fæst af því skemmtilegt. Staöa Vestur- velda Eða þá áhrif striðsins á stöðu Bandaríkjanna. Til eru þeir sem telja að nú fari vegur þeirra vax- andi, Persaflóastríðið muni bæta stöðu þeirra og jafnvel leysa úr efnahagskreppu (Voru ekki Sádi- Arabar að panta ný vopn hjá Bandaríkjamönnum fyrir 20 mil- jarði dollara? Mikil atvinna við það). Aðrir spá því að sigur yfir Saddam Hussein verði Pyrrosar- sigur, dýrkeyptur sigur sem upp- skeri þá heift gegn öllum vest- rænum áhrifum og ítökum sem áðan var á minnst. Þeir sem tapa En er kannski eithvað auð- veldara að segja til um það, hveij- ir muni tapa í þessu stríði? Það er nú ekki víst, nema það verða auð- vitað þeir sem síst skyldi. Og er þá fyrst að nefna þá óbreytta borgara sem verða fýrir sprengj- um og eldflaugum. En í annan stað þá sem illa voru staddir fyrir. Hvaða þýðingu getur hem- aðarósigur Saddams Husseins haft fyrir til að mynda Palestinu- menn? Sumir segja, að hvemig sem allt fari muni Persaflóastríðið setja Palestínumálið á dagskrá með nýjum hætti og þvinga Isra- ela til málamiðlana. En það getur allt eins verið að stríðið geri stöðu Palestínumanna verri en hún var. Verri en var Palestínumenn og þeirra pól- itíska forysta í PLO hafa lent i þeirri klemmu að taka sér stöðu með Saddam Hussein (og það sýnir í sjálfú sér hve fárra kosta þeir eiga völ). Þetta þýðir að þeir hafa glatað miklu af þeirri samúð sem uppreisn þeirra gegn her- námi, Intifada, hafði tryggt þeim. Um leið og eldflaugaárásir á ísra- el hafa bætt stöðu þess ríkis í sjónvarpsglápandi heimi. Israelsk stómvöld munu, að Saddam sigr- uðum, vafalaust reyna að gera sér sem mestan mat úr því, að PLO hafi verið bandamaður einræðis- herrans írakska og nota það sem réttlætingu á því að ræða ekki við PLO. Auk þess sem Sádi- Arabar og fleiri olíuauðugir hafa hafl í hótunum um að láta af fjárhags- legum stuðningi við Palestínu- menn í refsingarskyni fyrir lið- veislu þeirra við Saddam Huss- ein. Frá þeim sem ekkert á Þeir sem ekkert hafa, frá þeim mun tekið verða. Nefnum til dæmisins Kúrda, sem em stór minnihluti í írak og hafa barist fyrir mannréttindum í ríkinu ára- tugum saman. Maður gæti ætlað að þeir yrðu fegnir ósigri herstjór- ans í Bagdad og vildu jafhvel hugsa sér til hreyfmgs: Er nú loksins að þvi komið að þeir gæti stofnað eigið ríki eða fengið amk. vemlega sjálfstjóm innan Iraks? En hvað sem Kúrdar hugsa, þá sýnir sagan eitt: Það ætlar enginn sér að taka undir þeirra kröfur. Ef þeir hugsa sér til hreyfings í írak munu Tyrkir taka þátt í að berja það allt niður, þvi þeir mega ekki heyra á Kúrda minnst. Eins og sumir kannski muna enn hafa Kúrdar, sem em fjölmennir í Tyrklandi, ekki fengið að nota tungu sína til neins þar í landi og fá ekki einusinni að heita Kúrdar. Þeir hafa búið við margfalt verri kjör en t.d. þjóðir Sovétríkjanna, en enginn vekur á því máls á ffelsiselskandi Vesturlöndum. Af hveiju? Vegna þess að Tyrkir em sessunautar okkar í Nató og þar með stikkfrí undan ásökunum um mannréttindabrot. Svo einfalt er það. Tréöndin hættulega Að því er varðar fólk á Vest- urlöndum þá er eitt víst: Persa- flóastriðið mun magna upp kvíða, ekki bara þá tilfmningu að öll olía (sem velmegunin gengur fyrir) sé eldfim, heldur og þá að allt líf er brothætt eins og eggjaskum. Þýski Nóbelshöfúndurinn Heinrich Böll samdi fyrir um það bil áratug skáldsögu sem nefnist „Fuersorgliche Belagemng" og hefur verið kölluð „Öryggisnet- ið“ í þýðingum. Sagan er tengd því skeiði í nýlegri sögu þegar borgarskæmliðar svonefhdir rændu þýskum iðjuhöldum í hermdarverkaslag sínum gegn „kerfmu“. Saga Bölls spannar eins og hans var von og vísa miklu víðara svið en þær dags- fféttir. Hún lýsir þeim nagandi ótta sem ríður æ þéttara net ör- yggisráðstafana utan um blaða- kónginn Fritz Tolm og fjölskyldu hans. Ótta sem útrýmir öllu eðli- legu lífi og gerir mikinn ógnvald t.d. úr upptrekktri leikfangaönd úr tré, sem er á svamli í tjöm með öðmm öndum sem dótturdóttir blaðakóngsins er að gefa brauð- mola. Kannski er andarskrattinn dulbúin tímasprengja? Nagandi grunsemdir Nema hvað: sagan brýnir vit okkar á fúrðulegri andstæðu: Þeir sem ríkastir em og ættu að hafa allt það ffelsi sem peningar geta keypt, þeir verða í æ rammari mæli fangar öryggiskerfis sem gefúr þeim engan grið, sviptir þá ferðafrelsi, umgengni við náttúr- una, leyndarmálum og einkalífi öllu: alít er undir mögnuðu eftir- liti. Um leið og enginn getur treyst á neitt, allir em gmnsam- legir: Var þessi ekki einhvemtíma vinstrisinnaður? Var þessi ekki á ferð í Libanon? Tekur þessi krist- inn siðaboðskap háskalega alvar- lega? Það þrengir að fólki með hverjum degi sem líður. Lika vegna þess, að eins og ótti hinna ríku og voldugu við samsæri og hermdarverk sker utan af þeim ffelsið, þannig sækja og gröfur Ámi Bergmann miklar jafnt og þétt að glæstu setri Tolmfjölskyldunnar. Gröfumar em að róta ofan af miklum brún- kolalögum, til þess að hægt sé að komast að þeim þarf landslagið að hverfa, trén og fuglar, og þorp og kastalar: engri vöm verður við komið því ffamfarir og orkuþörf og háir prísar fyrir land em þau lög sem gilda. Tolm fjölskyldan hefur tvisvar hörfað undan skurð- gröfum framfaranna og „umsátr- ið“ um hana sem sagan lýsir er líka umsátur þeirra. Það bjargast / ekki neitt, það ferst það ferst, seg- ir Steinn Steinarr. Dauðinn ríður Þessi saga Heinrichs Bölls kemur upp í hugann þegar lesnar em fféttir af stríðinu nú. Tími RAF, rauðu hersveitanna vestur- þýsku er að sönnu liðinn, en við þekkjum aftur sitthvað úr mynstri sögunnar. Iðjuhöldar eins og þeir sem em í álvafstri á íslandi em settir í farbann. Flugfarþegum í okkar rika norðri fækkar svo mjög að öflugt félags eins og SAS segir upp 3000 starfsmönnum á einu bretti til að vega á móti tekjuhrapi. Eina atvinnugreinin semn stendur með vemlegum blóma er öryggisgæslan. Og svo mætti lengi áffam telja: Ein spá af mörgum segir þetta aðeins mjóan mikils vísi. Illur ráðgjafi Óttinn sem í sögu Bölls læsist um þá ríkustu í efhuðu ríki, hann læsist um obbann af þegnum hinna efnuðu ríkja. Fátt gott um þá þróun að segja, því óttinn er illur ráðgjafi. Hann miklar það mjög fyrir sér að „hermdarverk em atómvopn fátæka mannsins" og fer að sjá í hveijum þeim manni sem hefúr arabískt eða annað þriðjaheimsútlit liklegan tilræðismann, samsærismann, sprengjusmyglara, óvin. Óttinn skapar ný bandalög sem em kannski enn lakari en fyrri banda- lög vom. Óttinn gerir menn ffek- ari í sjálfsréttlætingu: Það em „hinir“ sem em sekir. Það em Þeir sem gera Okkur hrædd - og á meðan gleymist allt sem tengist samviskuspumingum til okkar sjálfra um samábyrgð á illu ástandi. Helvíti, það em hinir. Sársaukafullt endurmat Það er algengt stef hjá þeim sem um þessar mundir era að spá í ffamvindu mála að segja sem svo: Okkur vantar sárlega heild- arsýn og markmið til að styðjast við þegar við mætum ótíðindum. Það er ekki nema satt og rétt. Einkum og sérílagi þurfum við sem eins og þokumst um þessar mundir inn í „umsátur til vonar og vara“ (Fursorgliche Belagemng) að horfast i augu við þá tvískipt- ingu í heiminum sem afdrifarík- ust er. Annarsvegar neyslumynst- ur sem einkennist af ffekju og só- un, hinsvegar örbirgð sem ekki sér út úr og fer versnandi. Að vísu munu menn slá því „sársaukafúlla endurmati“ á ffest, hver sem betur getur. En þetta fer í hönd, eins gott að vera við því búinn, að minnsta kosti í einhveijum parti vitundarinnar. Föstudagur 1. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.