Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 20
1 z 3 V-— 5“ z T— & V 1 1— u 3 ii z s? 1* ti 7T~ V T~ H- S Jft S? lt> JÝ U V- /iT 1 ? V u /f if 2 l<1 V 13 8 9? 3 zo u is y 5/ 1<Í JS II 3 V z V~ Z3 /1 5" ÍLZ. % 7.3 zz r~ é V f 3 Zv S * s? ;sr I/ T| J$ ZH' ST S Zlft IS ii r m S? Ib 11 íT 3 f (, 2s" /<7 u /f JT IS Vfe 35 t 3 Z 10 TíT II Hr H l ll y K zo u S? JS 21 (o 8 29- 9? Zt <^T) )f 3 9? b 2Z 22 3 Ju 2.2 92 ~r~ Zc7 /3 T 3 ZO °) Ib y )b 'ÍÐ f V zs 3/ 2 3 Ý S2 /3 IS S? 13 S 21 8 y Vt- 7 Vþ sr y iV II 1*7 JS /3 y AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ. Krossgáta nr. 132 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Slðumúla 37, 108 Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 132“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin veröa send til vinningshafa. H !5 0 /9 28 )2 25 H S 1S Lausnarorð á krossgátu nr. 128 var Sveinlaug. Dregið var úr réttum Verðlaun fyrir krossgátu nr. 132 eru lausnum og upp kom nafn Maríu Margeirsdóttur, til heimilis að Barma- „Flladans og framandi fólk. Á ferð og hlíð 38, Reykjavík. Hún fær senda bókina „Minnisstæðar myndir. ís- Augi með augnablikinu um fjarlæg landssaga áranna 1901-1980“, sem Mál og menning gaf út 1990. !°n,d", ,e!*ir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Vaka-Helgafell gaf ut 1988. 16. janúar 1991 Mannkynið hefur löngum í ströngu staðið og stuggað burt öllu, sem ógnaðiþví... en, enn hafa hertól og hörmungar vaðið heiminn yfir og friðinum spillt á ný. Og við sem að heima sitjum og horfum á... hryllingurinn sem að yfir saklausa dynur getum hreinlega ekki afborið þjáningu þá, það er eitthvað... inn í okkur sem stynur eitthvað sem kemur og kallar og kallar komum öllsaman... og höldumst í hönd burt með öll stríð og styrjaldir allar stöndum fast saman... treystum og styrkjum kœrleik og vináttubönd. Jónas Friðgeir Pétur Tyrfingsson skrífar um blús Ég vaknaði mæddur í morgun... Charley Patton: Lærifaðir Delta- söngvaranna Ég hef á tilfinningunni að blús sem á rætur í héruðum Miss- issippi- fylkis sé upprunalegri en annar blús. Þegar reynt er að finna frumkvöðla beinist athyglin ætíð að Charley Patton. Hann er elsti blúsmaðurinn sem við vitum eitthvað um og hefur örugglega átt drjúgan þátt í að skapa þetta músíkform og breiða það út um Mississippi. Charley Patton mun vera fæddur á níunda áratug síðustu aldar milli áranna 1881 og -87 ná- lægt Edwards í Mississippi. Hann var ungur þegar fjölskylda hans fluttist til plantekru Wills Doc- kerys í Sunflower County nálægt Cleveland þar i fylkinu, mitt á Delta- svæðinu. Patton hafði áður spilað dans- og skemmtimúsík á gítarinn sinn með strengjaflokk. A Dockery- plantekrunni kynntist hann Henry Sloan, sem lék og söng hijúfa, riþmiska tónlist. Charley Patton hreifst mjög af þessari tónlist og fylgdi Sloan um allt. Fáir skildu áituga Pattons á að syngja og spila þessa villi- manna músík og lifa með vesæl- asta undirmálsfólkinu. Þetta var þeirra tónlist. I örvæntingu reyndi sanntrúaður faðir Charleys að flengja í hann vitið. Músík Henrys Sloans varblús á einhverri mynd. Þegar Sloan flutti til Chicago 1918 var Charl- ey Patton einn vinsælasti blús- maðurinn á svæðinu í grennd Dockery-plantekrunnar með læri- sveina á eftir sér. Það er mikið sagt, því menn um allt Miss- issippi-fylki fóru til Dockery- plantekrunnar og nágrannabæj- anna, Cleveland, Drew og Rule- ville til að læra blús. Lærisveinar Charley Pattons voru fjölmargir og sumir þeirra býsna áhrifamiklir. Einn þeirra var Willie Brown, - sá hinn sami og Robert Johnson sendir skila- boð í „Crossroads Blues“. Aðrir og ffægari lærisveinar Pattons voru Son House (1905-1988), Tommy Johnson (1896-1956) og Howlin Wolf (1910-1976). Ro- bert Johnson sniglaðist í kringum Patton-gengið á unglingsárum. Allir þessir menn tileinkuðu sér tónlist Pattons og ummynduðu hana eftir eigin tjáningarmáta eins og Patton sjálfúr hafði farið með músík Sloans. Því meir sem ég hlusta á gamla Mississippi- blúsinn og Charley Patton sé ég oftar fyrir mér sprotana hans springa út og blómgast í meðfor- um þeirra sem á eftir komu. Charley Patton lék á gítar og notaði oft sleða (slide), þ.e.a.s. flöskustút eða hníf sem hann renndi upp og niður eftir strengj- unum um leið og þeir voru slegn- ir. Gítarleikurinn er afar riþmísk- ur og sú list leikin að banka stundum í hljómkassann. Patton hafði afskaplega hrjúfa rödd og spann með henni Iaglínu í tónstig- um ættuðum frá Afríku. Yrkis- efnin voru persónuleg upplifun hans sjálfs og skírskotaði til þeirra sem hann söng fyrir. Riþ- minn og hvemig Patton syngur ofan á honum þykir mjög athygl- isvert fyrirbæri og hefur fengið músíkólóga til að velta vöngum yfir bergmáli Afríku. Charley Patton hélt sig á litlu svæði í nágrenni Docker- plan- tekrunnar allt þar til 1929. Það ár hefúr hann þó farið alla leið til Jackson-borgar, því þar var hann „uppgötvaður“ af umba Paramo- unt-fyrirtækisins og fór í hljóðver í fyrsta sinn. Patton hljóðritaði um fjóra tugi laga fyrir Paramo- unt. Innanum blúsinn voru trúar- söngvar, ragtime-lög og ballöður. Þessar hljómplötur Charley Pat- tons seldust sæmileg vel. í það minnsta þrír blúsar urðu smellir: „Pony Blues“, sem Patton hafði þá sungið í 20 ár, „Pea, Wine Blu- es“ og „High Water Everywhere". Á einu ári (1930) voru gefnar út þrettán plötur með honum, - fleiri en ein í mánuði! Svo mörg lög voru ekki gefin út með neinum blúsmanni það ár. Patton átti skammt ólifað þegar hann söng sinn fyrsta blús á plötu; hann lést 28. apríl 1934. Rjómann af lögum Charley Pattons er að finna á tveimur plöt- um í umslagi sem heitir „Charley Patton: Founder of the Delta Blu- es“ (Yazoo L-1020). Hljómgæðin eru ekki góð, en þau venjast eftir u.þ.b. klukkutíma samfellda hlustun; þá hættir maður að taka eftir suðinu. Það er þess virði fyr- ir blúsáhugamenn að nöldra í búðum vegna þessarar plötusam- ioku. 20 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.