Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 18
Frá Skákþingi Reykjavíkur Þegar sjö umferðum (af ellefu) var Iokið á Skákþingi Reykjavíkur hafði Þröstur Þóhallsson nokkuð örugga forustu með 6 1/2 vinning en næstir komu þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Ingi Fjalar Magnússon, Gunnar Öm Haraldsson, Jón Þor- steinsson og Ágúst Ingimundarson með 5 1/2 vinning. Þröstur hefur teflt við flesta af hættulegustu keppinautum sínum svo horfúr hans á sigri verða að teljast allgóð- ar. Hann er raunar núverandi skák- meistari Reykjavíkur svo hann á titil að verja í þessu móti. Þátttak- endur em annars um 80 og er það heldur færra en í fyrra þegar kepp- endur losuðu 100. En nú skal litið á tvær skákir. Ærið margir skákmenn af eldri kynslóðinni hafa að mestu hætt taflmennsku á opinberam mótum, sumir sjást aldrei en aðrir birtast einstöku sinnum. Einn fárra sem keppa nokkuð reglulega er Ágúst Ingimundarson og hefúr honum vegnað vel í þessu móti hingað til. I sjöundu umferð vann hann ágætan sóknarsigur. ins á e6) en hér á hann greiða leið fram á borðið, þar sem hann verður fljótlega drepinn og er þá svartur laus við áhyggjur af honum. Sumir halda að Caro-Kann vöm sé hæg- fara og að svartur leggist strax í vöm. Það er ekki rétt því þetta er ein beittasta sóknar- eða gagnsókn- arvöm sem svartur á völ á. Sóknin hefst hins vegar ekki strax og það villir marga en ef Caro-Kann vöm- in er rétt tefld leggur svartur fyrr eða síðar í sókn. Þetta er því ein besta vöm í heimi. 3. O - g6 4. Be3 - Bg7 5. Rc3 - dxe4 Hvítur velur sjaldgæft afbrigði sem miðar að því að treysta mið- borðspeðin. Með þessum leik gefur svartur eftir miðborðið og brýtur þannig gegn megin hugmynd Caro- Kann vamarinnar, að halda tökum á d5-reitnum. Betra var 5.... Rf6 og eftir 6. e5 Rf-d7 undirbýr svartur hliðaratlögu á miðborð hvíts með c6-c5. 6. fxe4 - Rf6 7. RO - Db6 8. Hbl - Rg4 9. Bgl-0-0 10. Bc4-Dd8 11. h3 - Rf6 Hvítt: Ágúst Ingimundarson Svart: Sverrir Örn Björnsson Caro-Kann vöm 1. e4 - c6 2. d4 - d5 Megin hugmyndin með Caro- Kann vöminni er að svartur kemur sér upp útverði á d5-reitnum eins og í franskri vöm en sá er munurinn að í ifönsku vöminni kemst drottn- ingarbiskup svarts ekki út (vegna peðs- Skyndiatlögur svarts hafa eng- an árangur borið og menn hans hrekjast nú til baka. Svartur hefur ekki leyst helsta vanda margra byrj- ana, að koma drottningarbiskupn- um út. 12. a4 - a6 13. Be3-b5 14. Bd3 - Dc7 15. 0-0-Rh5 16. Re2 - Rg3 17. Rxg3 - Dxg3 18. Del -... Hvítur getiu- þróað stöðu sína bakvið miðborðs- lAn peðin og er væn- legt að stefúa að Torfason kóngssókn.Svartur er langt á eftir í liðskipan og peða- staða hans er veikari. Hér gefst svarti kostur á drottningakaupum sem hann átti að taka til að fækka mönnum á borðinu. En eftir sem áður stæði hvítur betur, hann mundi tvöfalda hrókana á f-línunni og t.d. fara í peðaframrás á kóngsvæng sem yrði svarti þung í skauti. Nú kemst hvíta drottningin í ógnandi stöðu á kóngsvæng. 18.. ..-Dc7 19. Dh4-f6 20. e5 - Rd7 21. Bh6 - Rb6 22. axb5 - axb5 23. Hb-el -Rd5 24. Hf2 - b4 25. He-fl - c5 Nú er hvíta staðan orðin ógn- andi og svartur getur lítið gert til að treysta vamimar. Hér var nauðsyn- legt að koma á sambandi milli hrókanna með 25.... Bb7. Nú hefúr hvítur atlögu sem engin vöm er til gegn. 26. Rg5 -... 26.. .. - e6 Hvítur hótar 27. Bxg7 og Dxh7 svo svartur valdar biskupinn með drottningunni. Ekki má drepa ridd- arann, 26.... fxg5, vegna 27. Hxf8+ Bxf8 28. Hxf8 mát. 27. exf6 - Rxf6 28. Re4 - Bxh6 29. Dxh6 - Dg7 Svartur er glataður en Ágúst lýkur skákinni snyrtilega. 30. Rxf6+ - Kh8 31. Dxg7+ - Kxg7 32. Rh5+ - gxh5 33. Hxf8 Og svartur gafst upp. Þröstur Þórhallsson stýrði svörtu mönnunum gegn Sigurði Daða Sigfússyni og eftir 43 leiki kom þessi staða upp: Hvítt: Sigurður Daði Svart: Þröstur Þetta er staða sem manni fmnst bæði að svartur eigi að vinna og hvítur að halda jöfnu í. Hér þarf fýrst að athuga peðsendataflið eftir 44. Rfl Rf3 45. Rd2 Rxd2 46. Kxd2 Ke4. Hér munar litlu að svartur vinni með því að skipta upp peðunum á kóngsvæng og sækja síðan að b-peðinu en í reyndinni halda vamir hvíts. Hér skipta leik- þvinganir miklu máli en peð beggja á a-línunni geta notast til að tapa Ieik efþví væri að skipta. Væntan- lega til að setja undir þann leka lék Sigurður Daði a-peðinu sínu ffarn en það leiddi til peðstaps. 44. a5 - a6 45. Rfl - Rf7 46. Rd2 - Rd8 47. f4+ - Kf6 Svarti riddarinn sækir einfald- lega peðið á a5. Hvítur bregst rétti- lega við með því að loka stöðunni eins og unnt er. Nú gat svartur ekki leikið 47. ... gxD (fh) vegna 48. Rxf3+ Kf6 49. Kf4 og 50. Rh4 og f-peðið fellur. Svarti kóngurinn ógnar því peðastöðu hvíts á kóngs- vængekki lengur.. 48. Kd3 - Rb7 49. Kc2 - Rxa5 50. Rfl - Rb7 Vöm hvíts er erfið. Ef riddar- amir væra horfnir af borðinu væri taflið jafútefli því svartur kæmist ekki í gegn. Svartur gæti þá leikið kóngnum yfir á drottningarvæng og a-peðinu ffarn (Kf6-e7-d7-c7-b6 og a6-a5-a4). Hvítur léki sínum kóng milli a2 og b2 og gætti þess jafúan eftir uppskipti á b3 (axb3) að geta leikið sínum kóng til b3 þegar sá svarti kemur á a5. Þá kæmist svartur aldrei í gegn. Þetta þarf að hafa í huga í ffamhaldinu en fyrst skal skoðað hvemig Þröstur vann skákina. 51. Kd3 - Ra5 52. Kc2 - Rb7 53. Kd3 - Rd8 54.Re3-RÍ7 55. Rdl - Rh6 56. Re3 - Rg8 57. Rfl - Kg6 58. Rd2 - Rf6 59. Ke3 - Kf7 60. Kf2-Ke7 Hvítur gaf því svartur leikur kóngnum yfir á drottningarvæng, a-peðinu fram og þegar tækifæri gefst Rf6-e4 en þá hlýtur eitthvað undan að láta i hvítu stöðunni. Það er greinilega lykilatriði í vinningsleiðinni að koma svarta riddaranum til f6 en þetta hefði hvítur getað hindrað. Svarta staðan er svo þröng að riddarinn hefúr lít- ið svigrúm til að snúast á og verður fyrr eða síðar að fara yfir g6-reit- inn. Ef hvíti riddarinn stæði á h4 gengi það ekki fyrir svart. í 51. leik hefði átt að leika (í stað Kd3) Re3 Rd8 52. Rg2 RÍ7 53. Rh4 og nú gengur ekki Rh6 54. Kb2 Rg8 55. Kc2 því svarti kóngurinn verður að standa á f6 til að valda f-peðið þannig að svarti riddarinn kemst ekki á þann reit. Að öðrum kosti verður svartur að leika riddaranum yfir g6 og þá fer hvítur umsvifa- laust í riddarakaup og er þá peð- sendataflið jafútefli eins og áður var sýnt. Fróðlegt endatafl. Verðbréf stíga í verði Sveit Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka varð Reykjavíkurmeist- ari i sveitakeppni 1991. Sveitin sigraði sveit Samvinnuferða- Landsýnar í úrslitaleik, að undan- genginni útsláttarkeppni, þarsem Verðbréfin „átu“ Landsbréfin (155 gegn 76) og Samvinnuferðir unnu Tryggingamiðstöðina (102 gegn 101). Sveit V.l.B. skipa: Öm Am- þórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Karl Sigurhjartarson, Sævar Þor- bjömsson, Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Amarson. Urslitaleikurinn var 64 spil. Eftir fyrstu 16 spilin höfðu Ferðafé- lagsmenn góða forystu, 12 gegn 41 en að 32 spilum loknum höfðu bankamennimir snúið dæminu við og leiddu með 82 gegn 79. I þriðju lotunni var aldrei litið til baka hjá V.I.B. og eftir þá lotu var staðan orðin 14 gegn 104, og nánast formsatriði að ljúka leiknum. Sá munur hélst óbreyttur er upp var staðið. í leiknum um 3. sætið höfðu Tryggingamiðstöðvarmenn betur í viðureigninni gegn Landsbréfum. Sigraðu 107 gegn 92 í 32 spila leik. Greinilega mikið gengið á í þeim leik. Fátt var um áhorfendur að úr- slitunum, en hluti af þeim sem mættu til leiks vora settir í þræla- vinnu við sýningartöflu.... BRIDG Að öðra leyti var framkvæmd þessa Reykjavíkurmóts til fyrir- myndar, þótt hugmyndin um sömu spil í leikjum í undanrás sé af- spymuvond. Ber að vara við slíkum tilburðum í framtíðinni, meðan ekki er tryggt að betur megi gera í þeim efnum. Dreifa spilum á borð, ekki láta spilara gösla um spilasali í leit að spilum. Hafa aðskilda kaffistofú, aðra fyrir opinn sal, hina fýrir lok- aðan sal o.s.frv. Sé þessum lág- marksskilyrðum fullnægt, má vel hugsa sér að spila sömu spil á öllum borðum og jafnvel víðar en í undan- rás Reykjavíkurmóts. Varðandi fyrirhugað happdrætti BSÍ, sem hleypa á af stokkunum í náinni framtíð, hafa komið upp hugmyndir um hvort ekki sé fram- kvæmanlegt að hvert félag á land- inu veiji eins og einu kvöldgjaldi pr. spilara, til styrktar happdrættinu. Hver spilari fengi síðan miða í hendumar og félagið heiðurinn af ffamkvæmdinni. Eg hygg að öll fé- lög megi vel við því að styrkja bcint þau útgjöld sem við blasa i ár, hjá BSÍ. Nú er ljóst hvaða 2 sveitir koma til með að spila fyrir Norðurland eystra á íslandsmótinu. Það verða sveitir Jakobs Kristinssonar Akur- eyri og Hermanns Tómassonar Ak- ureyri. Þær urðu efstar í Olafur Lárussom keppni 6 sveita sem spiluðu um þessi 2 sæti um síðustu helgi. í 3. sæti varð svo sveit Stefáns Svein- bjömssonar Eyjafirði. Metþátttaka var hjá Skagfirð- ingum sl. þriðjudag. Yfir 60 spilar- ar mættu til leiks í eins kvölds keppni. Efstu skor tóku þeir Leifúr Jóhannesson og Jean Jensen. Næsta þriðjudag hefst svo aðalsveita- keppni félagsins. Stefnir í góða þátttöku í þeirri keppni. Skráning er hjá Ólafi Lárassyni í s: 16538. Spil verða forgefin í keppninni og ár- angur einstakra para reiknaður út í Butler-viðmiðun. Veitt verða sér- stök verðlaun því pari sem bestum árangri nær í keppninni. Þá er komið á hreint hvetjir verða gestir okkar á Bridgehátið- inni 14,-17. febrúar nk. Zia Mahmood kemur með sveit. Hana skipa auk hans, Lev frá ísrael og franska meistaraparið, Chemla og Mari. Báðir margfaldir Evrópu- meistarar. Frá Austurríki koma fýrram Evrópumeistarar, þeir Berger og Meinl, auk Kadlec og Terraneo. Sterkt lið þar á ferðinni. Og frá USA koma gamlir félagar, þeir Al- an Sontag, Mike Molson, Mike Polowan (sem allir hafa komið áð- ur) og fjórði maðurinn er Boris Bar- an, sjálfsagt einn toppmaðurinn til. Einnig era líkur á að danskir spilar- ar komi á eigin vegum. Tvímenningskeppnin verður skipuð 48 pörum og er þátttöku- gjaldið 10 þús. á par (innifalinn há- degisverður á laugardeginum). Opna Flugleiðamótiði hefst svo á sunnudeginum. Þar verða spilaðar 9 umferðir með 10 spil í leik (gullstig í hveijum leik). íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni verður spilað um þessa helgi í Sigtúni. I kvenna- flokki taka 13 sveitir þátt í mótinu. Búast má við harðri keppni í báðum flokkum, þótt óneitanlega séu sig- urvegarar fýrra árs sigurstranglegir. En allt getur gerst. Spilamennska hefst kl. 19.30 í kvöld. Í yngri flokki spila allir v/alla, 16 spila leiki en 9 umferðir Monrad í kvennaflokki. Eftirfarandi spil kom fýrir hjá Bridgefélaginu sl. miðvikudag, í leik sveita S. Ármanns Magnússon- ar og Hreins Hreinssonar: S: 109 H: KG2 T: D65 L: DG1082 S: ÁG72 H: Á3 T: ÁK84 L: Á93 Lokasamningur var 6 lauf. Ut- spil spaðakóngur. Tekið á ás, inn í borð á tíguldömu. Laufadrottningu hleypt. Allir með. Lítið lauf, lágt og nían. Vestur hendir spaða. Laufaás tekinn. Tígulás, tígulkóngur og báðir fýlgja lit. Fjórði tígullinn og spaða hent úr borði. Vestur hafði komið inn á 1 spaða í upphafi sagna. Til öryggis spilaði því sagnhafi næst hjartaás, og í þeirri stöðu spaða að heiman, trompað i borði. Sama er hvað Austur gerir í stöðunni, sagnhafi fær alltaf 12 slagi. í reynd henti hann hjarta, og þá var síðasta lauf- inu spilað. Gaffallinn í hjarta gleypti síðan tvo síðustu slagina. Slétt staðið. Á hinu borðinu létu menn sér nægja 3 grönd. 11 slagir og 10 stig til S. Áimanns. I undanrásum Reykjavíkur- mótsins var sveit Landsbréfa heill- um horfin gegn V.Í.B. og tapaði með gríðarlegum mun. Lítum á eitt spil frá þeim leik: S: G7432 S:Á109 H: KD73 H: Á852 T: ÁK82 T: 53 L: — L: KD42 Á þessi spil „keyrði" Jón Bald- ursson félaga sinn, Aðalstein Jörg- ensen í 6 hjörtu. Harður samningur. Utspil Guðmundar Páls var tígul- dama. Tekið á ás i borði og spaða spilað í öðrum slag. Lítið og tían. Hún hélt. Framhaldið er nokkuð þröngvað, eftir þessa byijun. Eða hvað? Spaðaás o.s.frv. Það hélt Að- alsteinn, Iagði niður ásinn í spaða og fór 3 niður. En það er vinnings- leið í spilinu. Inni á spaðatíu er laufakóng spilað (ásinn verður að liggja, ef spaðinn reynist vera 4-1). Ás lagður á og trompað í borði. Hjarta tekið þrisvar, endað inni í borði og spaða spilað. Drottning og ás og spaðanía. Vömin fær þann slag, en sagnhafi á „rest“. Gallinn við þessa spilaáætlun er bara sú að Þorlákur „dúkkar" níuna og þar með fást aðeins 11 slagir... Magnað spil... 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.