Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 7
Fjórði hver hermaður svartur Mannfall Bandaríkjamanna í Persaflóastríði kemur að öllum líkindum miklu harðar niður á hinum svarta hluta þjóðarinnar en þeim hvíta ush Bandaríkjaforseti hefur mikinn meirihluta íbúa lands síns á sínu bandi í Persaflóastríði, ef marka má skoðanakannanir, en um fulla þjóðareiningu er þar þó ekki að ræða viðvíkjandi því stríði. Einna athygiisverðast í því sam- bandi er að um fjórir af hverj- um tíu bandarískra blökku- manna eru óánægðir með að Bandaríkin skyldu fara í það stríð. 16% hvítra á móti - 39% svartra Þegar Bandaríkjaþing sam- þykkti heimild til handa forseta um að beita vopnum gegn írak, fáum dögum áður en stríðið hófst, kom helsta andstaðan við þá heimild frá svörtum demókrata- þingmönnum. Flestir þeirra greiddu atkvæði á móti. Niðurstöður skoðanakönnun- ar, sem tímaritið Time og sú nú út á stríðið heimsþekkta hnattsjón- varpsstöð CNN létu gera fyrir skömmu, urðu þær m.a. að 77 af hundraði aðspurðra hvítra og 49 af hundraði svartra töldu að rétt hefði verið að fara í stríð við Irak. A móti voru 16 afhundraði hvítra en 39 af hundraði svartra. í könnuninni voru menn og spurðir hvort einhver þeim skyld- ur eða venslaður væri í hemum á Persaflóasvæði. 43 af hundraði svartra svöruðu því játandi, en ekki nema 18 af hundraði hvítra. Þetta síðastnefnda er líklega helsta skýringin á því, að banda- rískir blökkumenn em miklum mun ftiðarsinnaðri í þessu tilviki en hvítir landar þeirra. Blökku- menn em nú taldir vera 12 af hundraði íbúa Bandaríkjanna — hagskýrslum samkvæmt væntan- lega. En næstum fjórði hver mað- ur i Bandaríkjaher á Persaflóa- svæði er blökkumaður. í land- hemum em þeir tiltölulega flestir, eða næstum 30 af hundraði. Það em því allar líkur á að miklu fleiri blakkir Bandaríkja- menn muni falla í Persaflóastríði en hvítir, að tiltölu við fólks- fjölda. 26 svartir hershöfðingjar Dijúg ástæða til þessa er að hemum, þrátt fýrir það orð sem af honum fer sem íhaldssamri stofn- un, hefur að margra mati tekist betur en þjóðfélaginu í heild að Teningunum er kastaö Nýliðar ( Birmingham í Alabama sverja hollustueið - blökkumenn telja að herínn bjóði þeim upp á betri tækifæri en borgaralegir þættir þjóðfé- lagsins. Þessi teiknimynd, sem birtist fyrir fáeinum dögum I breska tlmaritinu The Economist, þarf varía mikilla skýr- inga við, nema hvað ef til vill er rétt að geta þess að sá sem er lengst til vinstri á myndinni mun eiga að vera John Major, forsætisráðherra Bretlands. útiýma kynþáttamisrétti. Áber- andi dæmi um það er Colin Po- well, yfirhershöfðingi alls herafla Bandaríkjanna, sem er af blökku- mannaættum ffá Jamaíku. En hann er ekkert einsdæmi. 26 af 407 hershöfðingjum í Bandaríkja- her eru blökkumenn, miklu færri hlutfallslega að vísu en aðrir svartir liðsmenn þar, en þó nógu margir til að sýna að því fer víðs fjarri að leið blökkumanna til hæstu metorða sé lokuð. 1973 var herskylda afftumin í Bandaríkjunum og ákveðið að i hemum skyldu vera sjálfboðalið- ar einir. Var það gert vegna þess að herskyldan þótti vera notuð til þess að láta herþjónustuna í Víet- nam koma harðast niður á fátæk- um mönnum og menntunarlitlum, hvítum sem svörtum. (Þekktur bandariskur blaðamaður skrifaði að þeir sem lentu í bardagasveit- unum í Víetnam væm „fátæku drengimir og þeir fávisu“.) Svarta millistéttin í herinn Eflir þessa breytingu, sem gerð var nokkumveginn jafn- snemma því og Bandaríkin drógu sig út úr beinni þátttöku í Víet- namstríði, hafa sum árin þrefalt fleiri blökkumenn gerst sjálfboða- liðar í hemum en hvítir, að tiltölu við fólksfjölda kynþátta þessara í landinu. Þetta stafar ekki hvað síst af því, að litið er svo á að í hem- um hækki menn í tign í samræmi við hæfileika, þjálfun og þjón- ustutíma og þurfi ekki að hafa teljandi áhyggjur af þröskuldum kynþáttamisréttis. Þetta hefur komið þannig út að hjá svörtu millistéttinni er her- þjónusta í meira áliti en meðal þeirrar hvítu. Hvítir nýliðar í Bandarikjaher hafa undanfarin ár yfirleitt verið fátækari og með minni skólamenntun en jafftaldrar þeirra í borgaralegum störfum. Meirihluti svörtu nýliðanna er hinsvegar a.m.k. útskrifaður úr high school (almennum fram- haldsskóla að loknu bamaskóla- námi). Stöðugleikaöfl sogast út Margir talsmenn blökku- manna halda þvi fram að þetta stafi af því að í borgaralegu lífi eigi skólamenntaðir blökkumenn eftir sem áður erfiðara með að komast í störf, sem þeir hafa áhuga á, en hvítir menn með sömu menntun. Þeir telja að þetta streymi menntaðra blökkumanna í herinn ffá þátttöku í borgaralegu atvinnulífi sé samfélagi þeirra hættulegt. „Stöðugleikaöflin í samfélagi okkar sogast út úr því,“ segir Kat- hy Flewellen, fomstukona í ný- stofftuðum samtökum, sem beita sér gegn hlutdeild Bandarikjanna í Persaflóastríði. Samúð með þriðja heiminum á og að líkindum talsverðan þátt í umræddri afstöðu margra blökku- manna, sem og það að enn er al- menn skoðun meðal þeirra að þjóðfélagið sem heild sé ekki eins örlátt á tækifæri fyrir þá og hvíta landa þeirra. Meðal blakkra Bandaríkjamanna heyrist nú sagt að i flóastriði verði það eins og í Víetnam, „að svartir menn beijist við brúna menn fyrir hagsmunum hvítra manna“. Enn er þess að geta að margir forustumenn blökkumanna hafa látið í ljós, að betur mundi þjóna hagsmunum Bandaríkjanna að nota peningana, sem striðið gleypir, til herferðar gegn eitur- lyfjum og glæpum. Þær plágur koma hlutfallslega harðast niður á blökkumönnum. Á hveijum tveimur árum eru uppundir 40.000 manns myrtir í Bandaríkj- unum, álíka margir og þau misstu fallna á þremur árum Kóreustríðs. S44ÍSSS 4SS4S4SS4S444444444: ! 1 :í:|: | 1 1 1 1 ■ SS444::4454444444444S44444:|44444444444444: S:S4444444: m TEPPALANDSÚTSÖLUNNI lýkur á laugardag Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.