Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 11
Stefanla Reinhardsdóttir Khalifeh: arabar skildu vel þau skilaboð sem fólust I þvl að ekki tók nema tvo daga að senda bandarfska herinn á vettvang þegar Kúvæt var annars vegar, á meðan Palestlnumenn hafa þurft að blða f 23 ár eftir að samþykktum Öryggisráðsins verði framfylgt... Mynd: Jim Smart Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh segir ffá 10 ára kynnum sínum af Mið-Austurlöndum og hvaða augum arabar í Jórdaníu líta þá atburði sem þar eru að gerast Samúö meö Saddam? -Þœr fréttir heyrast hér, að Saddam Hussein eigi mikinn stuðning á meðal al- mennings í Jórdaniu. Er það rétt? -Já, það er á vissan hátt rétt, en þessi stuðningur hefur hins vegar verið mistúlk- aður á Vesturlöndum. Hér er ekki um stuðning við persónuna Saddam Hussein að ræða, heldur stuðning við þá arabísku þjóðemisstefnu, sem hann hefur orðið eins og tákn fyrir. Fólk hefur hrifist af honum fyrir að hann er eini maðurinn sem hefur staðið upp og sagt nei gegn heimsvaldastefhu Banda- ríkjanna, og hótanir hans í garð Israels- manna hafa fallið í góðan jarðveg, þar sem þar er um sameiginlegan óvin að ræða. Þessi afstaða verður fyrst skiljanleg í ljósi þeirrar reynslu sem þetta fólk hefur mátt þola, fyrst frá stofnun Israels og síðan í þau 23 ár sem liðin em frá Sex daga stríð- inu. Þetta fólk hefur búið í flóttamannabúð- um svipt grundvallarmannréttindum í 23 ár eða lengur og sér ekki ffam á neina lausn sinna mála. Þvi finnst það ekki hafa neinu að tapa. Þama var einhver kominn, það hefði í raun getað verið hver sem var, og svaraði kalli þess. Fólk grípur þetta hálm- strá í örvæntingu og trúir að óskir þess muni rætast. Þama er því ekki um manninn Hussein að ræða, og þetta er grundvallarat- riði, sem ég held að Vesturlandabúar eigi kannski erfitt með að skilja. Jórdönum fannst alls ekki eðlilegt að Saddam Hussein legði undir sig Kúvæt, enda væri með því fallin röksemdin fyrir endurheimt herteknu svæðanna í Palestínu. En þetta fólk skilur vel þau skilaboð sem felast í því, að það tekur Bandaríkin ekki nema 2 daga að senda herinn á vettvang þegar Kúvæt er annars vegar, á meðan Pal- estínumenn hafa mátt bíða í 23 ár eftir því að samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þeirra mál sé framfylgt, og engin teikn sjáanleg um að breyting verði þar á. Það sem þama er að gerast er að and- staðan við þá heimsvaldakúgun sem arabar hafa mátt búa við ffá hendi Israels og með stuðningi Bandaríkjanna í Palestínu og Libanon brýst út með þessum hætti. Okkur er tamt að líta á Norðurlandaþjóðimar sem bræðraþjóðir okkar, ef það skýrir málið eitthvað nánar, en tengsl arabaþjóðanna em hins vegar enn nánari þar sem þær tala sama tungumálið. Loflárásimar á Irak em í augum þessa fólks árásir á bræðraþjóð. Áhrif PLO í Jórdaníu -Nú eru Palestinumenn um 60-70% þjóðarinnar iJórdaniu. Gætir áhrifa Frels- issamtaka Palestínu, PLO, ekki mikið í landinu? -Nei, ég mundi ekki segja það. PLO hafa ekki bein áhrif á gang mála i Amman. Sérstaklega ekki eftir að samtökin fluttu aðalstöðvar sínar til Túnis. Það var rétt ákvörðun því aðskilnaðurinn og afsal Jórd- aníu á tilkalli til Vesturbakkans tók af allan vafa um að Hussein Jórdaníukonungur er ekki og getur ekki orðið talsmaður PLO. Þessi breyting varð einnig til þess að bæta samskipti konungsins og PLO í reynd. Eg hef hins vegar heyrt þær raddir í Jórdaníu upp á síðkastið, að breyttar aðstæður kalli nú á breytta forystu PLO. Arafat og nán- ustu samstarfsmenn hans þykja af mörgum vera tákn fyrir eldri baráttuaðferðir sem dugi ekki lengur. -Hefur Kúvœt-deilan veikt stöðu Ara- fats? -Staða Arafats nú er mjög erfið. Uppi hefúr verið klofningur innan samtakanna og hann varð að taka þá afstöðu sem hann hefúr tekið til þess að halda samtökunum saman. Eg held að þetta geti orðið PLO mjög dýrkeypt og gert Arafat erfitt fyrir í framtíðinni, nema róttæk breyting verði gerð á forystu samtakanna, sem ekki er úti- lokað að geti gerst. Staöa Husseins konungs -En Hússein Jórdaníukonungur? Stendur hann höllum fæti eftir það sem á hefur gengið? -Nei, hann er í annarri stöðu en Arafat. Hann átti i raun ekki margra kosta völ, og ég held að hann hafi sjaldan notið jafn mik- ils almenns stuðnings og einmitt nú. Hússein konungur tók afstöðu gegn innlimun Kúvæts, og hann hefur fylgt við- skiptabanninu að öðru leyti en því, að Jórd- anía fær enn alla sína olíu frá Irak. Enda á Jórdanía enga uppskipunarhöfn fyrir olíu og er fúllkomlega háð þessari olíu. Jórdan- ía á landamæri að Irak og Irak hefúr alla tíð verið mikilvægasti viðskiptaaðili landsins, þannig að Jórdanía á þama meiri hagsmuna að gæta en flestir aðrir. Konungurinn veit af þeim óbeina stuðningi sem Irakar eiga meðal almennings í Jórdaníu, og það við- skiptabann sem Saúdi-Arabía og Bandarík- in hafa í reynd lagt á landið virðist vera hefndarráðstöfún vegna þessa af þeirra hálfú. Saúdi-arabar gengu svo langt að æskja þess að jórdanski sendiherrann færi frá Riyad. Öll skip sem sigla til Aqaba, hafnarborgar Jórdaníu, era nú stöðvuð og affermd á leiðinni til þess að koma í veg fyrir vörasendingar til Iandsins og allir þeir sem vilja flytja inn vaming til Jórdaníu verða nú að sækja um innflutningsleyfi í sendiráði Bandaríkjanna í Amman. Þeir hafa leyft innflutning á matvælum sem nægja til daglegrar neyslu, en ekkert um- fram það og þegar er orðinn skortur á hrá- efnum til iðnaðar og varahlutum og öðram vamingi sem ekki telst til daglegra nauð- synja. Þessi afstaða hefúr ekki orðið til þess að auka á skilning Jórdana á málstað Bandaríkjamanna í þessum heimshluta. Ég held reyndar líka að ástæða þess að mánuður var látinn líða áður en komið var á loftbrú fyrir flóttamennina í Jórdaníu eft- ir innrásina í Kúvæt hafi verið eins konar hefndarráðstöfún, en þessi flóttamannaað- stoð Jórdaníu varð mjög kostnaðarsöm og það fé sem lofað var hefúr ekki sést nema að litlu leyti. Menn fengu það á tilfinning- una að Jórdaníft hafi verið látin gjalda fyrir eigin gestrisni. Öðra máli gildir hins vegar um Sýr- lendinga og Tyrki. Sýrlendingar, sem lagt hafa undir sig norðurhluta Líbanons, njóta nú velvilja Bandarikjanna en stunda jafn- framt smygl á vamingi yfir landamærin til íraks. Sama gera Tyrkir líka, þótt í minna mæli sé, enda er Tyrkland ekki eins lokað land og Sýrland. Flóttamannavandinn -Komst þú á einhvem hátt nœrri flótta- mannahjálpinni á þessum erfiða tíma jyrst eftir innrásina í Kúvæt? -Já, norrænar konur I Amman tóku sig saman um að skipuleggja aðstoð á meðan algjör neyð og skipulagsleysi ríkti þama. Það sem gert hafði verið var allt unnið af körlum, og þeir höfðu ekki skilning á öllum þeim þörfum sem vora fyrir hendi. Það var til dæmis ekki hægt að þvo bleyjur í búðun- um, og það vantaði algjörlega bæði einnota bleyjur og dömubindi. Við keyptum þetta og annað sem nauðsynlega þurfti, og svo suðum við vatn, settum á flöskur og útbýtt- um. Smám saman komst svo betri stjóm á þetta hjálparstarf, en aðstæðumar vora hryllilegar í byijun. Mér fannst aðdáunar- vert að sjá hvemig fólk brást við þessum vanda í Jórdaníu. Moskur og kirkjur vora opnaðar fyrir flóttafólkið og konumar í ná- grenninu elduðu mat í sínum eldhúsum og bára til flóttafólksins. -Komu sendingar Rauða kross Islands til Jórdaniu í góðar þarfir? -Já, þær koma áreiðanlega að fullum notum, og ég varð vör við að mönnum þótti það merkilegt að svo fámenn þjóð skyldi veita svo myndarlega aðstoð. Síðustu vik- una hefúr verið kalt í Jórdaníu og snjóað á nóttunni, þannig að íslensku teppin sem komu með síðari sendingunni koma áreið- anlega í góðar þarfir nú. Hættan frá ísrael -Telur þú að Hússein konungur muni standa af sérþessa raun? -Enn sem komið er hefur hann gert það, en það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif áframhaldandi efnahagsþrengingar hafa. En stærsta hættan sem hann stendur þó frammi fyrir er sá þrýstingur sem fljót- lega gæti magnast upp í Jórdaníu um að taka þátt í striðinu, ef Israelar fara að beita sér. -Hvaða augum heldur þú að jórdansk- ur almenningur liti eldflaugaárásir Iraka á Israel? Fagna þeir þessum árásum yfir Jórdaníu? -Já, í hreinskilni sagt þá held ég að þeir fagni því að írakar skjóti á ísrael. En ég held líka að það séu blendnar tilfmningar, því fólk skilur að þetta er hættuspil sem í reynd getur orðið til að auka á samúð í garð Israels í heiminum. Þaö er líka mjög hættu- legt fyrir Jórdaníu ef ísrael blandast meira inn í þessi átök, því menn sjá fram á þann möguleika að Israelsmenn muni þá nota tækifærið og reka alla Palestínuaraba burt úr Palestínu yfir til Jórdaniu. Það væri í raun í samræmi við fyrri stefnu þeirra og þær þarfir sem þeir segjast nú hafa fyrir landrými handa rússneskum gyðingum, sem enn streyma inn í landið sem nemur 1000 manns á dag, þrátt fyrir styijaldar- ástandið. Þessi hætta er raunveraleg og mér segir svo hugur að þetta stríð hefjist ekki í fullri alvöra fyrr en farið verður að beijast á landi. En verði Hussein konungur ekki dreg- inn inn í striðið tel ég að hann eigi eftir að gegna mikilvægu hlutverki í friðarviðræð- um að stríðinu loknu. Þegar við skoðum viðbrögð almenn- ings í Jórdaníu við eldflaugaárásunum á ísrael þá verðum við enn og aftur að sjá þau í ljósi sögunnar. Eftir þriggja ára intifodu á herteknu svæðunum var eins og ekkert hefði gerst. Þrýstingurinn innan frá var orð- inn svo mikill, að það var aðeins tíma- spuming hvenær sprengjan myndi springa og hvemig. Ef þetta stríð hefði ekki komið til hefði hún sprangið með öðra móti, til dæmis með klofningi innan PLO. Hernaöarhyggja og íslam Stundum heyrist því fleygt, meira að segja í sölum Alþingis, að trúarbrögð múslima séu beinlínis striðshvetjandi og ali á þeirri hugmynd að múslimar eigi að heyja heilagt strið og hljóta fyrir himna- sœlu. Er eitthvað til iþessu? -Ég sé ekki hvemig hægt er að skella skuldinni á trúarbrögðin. Þau era bara not- uð í þágu valdabaráttunnar, og það gerist í arabaheiminum eins og annars staðar. Lít- um bara á Líbanon, eða írland, eða kross- ferðimar á miðöldum. Sagan er fúll af dæmum um þetta. -En hugmyndin um heilagt strið? -Ég þekki sjálf ekkert það fólk, sem til- búið er að fara í heilagt stríð til þess að vinna sér himnavist. Það kann þó að vera að ég þekki ekki nægilega vel til allra þjóð- félagshópa í Jórdaníu, en í Jórdaníu era súnna-múslimar. Það era hins vegar shíta- múslimamir í íran og S-Líbanon sem helst hafa haldið þessari hugmynd á lofti, og hún hefúr eftir því sem ég best veit einmitt ver- ið ágreiningsefni þessara trúarhópa. En það gefur jafnframt auga leið, að eins og ástandið hefúr verið í Mið- Austurlöndum verður það mönnum auðveldur leikur að draga trúarbrögðin inn í valdabaráttuna. Þannig er til stjómmálahreyfing i Jórdaníu sem kallar sig Bræðralag múslima. Þeir unnu vel fyrir kosningamar og varð vel ágengt. Ég lít hins vegar ekki á þetta sem trúarhreyfingu, heldur sem stjómmála- hreyfingu í nafni trúarbragða, líkt og kristi- legu flokkana á Vesturlöndum. Áróður í sjónvarpi -Hvemig upplifir þú túlkun fjölmiðla hér á landi á því sem þama er að gerast? -Mér lfður mjög illa að hlusta á þennan einhæfa fréttaflutning, sem hér er endur- varpað frá erlendum sjónvarpsstöðvum og ritstýrt beinlínis af stríðsaðilum. Mér finnst þetta ganga svo langt að það sé nánast móðgun við heilbrigða skynsemi. Fólk sem veit lítið um þessi mál tekur þessu eins og Biblíunni og heldur að hér sé góði maður- inn Bush í striði við vonda manninn Sadd- am. Allar þessar fréttir CNN og SKY era ritskoðaðar og Jiær koma allar frá sömu heimildunum. Ég verð að segja að þetta veldur mér beinlínis vanlíðan. -Ertu alkomin til íslands? -Nei, það vona ég ekki... -ólg. Föstudagur 1. febrúar 1991 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.