Þjóðviljinn - 01.02.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Síða 9
Island er sterk menningarheild meö mikinn innri styrk. Vandi ís- lenskrar menningarþróunar veröur ekki leystur meö því aö loka fyrir erlent útvarp. Þaö er ekki hægt. Ég tel aö viö eigum aö svara spurningum hinnar alþjóölegu þróunar meö allsherjar sókn á öll- um sviöum. Segir Svavar Gestsson meöal annars í opnu bréfi Sveins Einarssonar dag- skrárstjóra Sjónvarpsins til mín er sagt að stíflan hafi brostið með útgáfu reglugerðar sem opnar fyrir CNN og SKY í íslenskri menningarhelgi. En spumingin er: hvenær brast stíflan? Ég fullyrði: Hún brast ekki með útgáfu reglugerðarinnar og segi enn- fremur að það sé útilokað að benda á einn einstakan atburð þar sem stíflan brast. Ég leyfi mér meira að segja að fullyrða: Það var engin stífla, því að flóðið er fyrir löngu skollið yfir. Þeir sem héldu að þýðingar- skylduákvæðið væri vöm fyrir íslenska menningu hafa greinilega haldið íslenska menningu miklu fábrotnari en hún í raun og vem er. Ég vona að Sveinn misvirði það ekki við mig þó að ég svari honum hér í Þjóð- viljnum; bréf hans var opið. Það birtist í Morgunblaðinu og svarið í Þjóðviljanum alveg áreiðanlega jafngott eða jafhvont svar eftir atvikum. En ég ætla að svara Sveini af því að hann er í þjóðlega íhaldsflokknum eins og ég og við emm ekki mjög mörg þar. Hvenær brast stíflan? Var kannski engin stífla? Hann segir að með innrás CNN og SKY hafi brostið stífla. Það er ekki rétt. Stíflan var löngu brostin. Fyrst með því að kapalstöðvamar og móttökudiskamir hafa fyrir löngu lagt undir sig áhorfendaskara með um 15.000 manns. Sú staðreynd sýnir að reglugerðin dugði ekki. I öðm lagi með því að íslensku sjónvarpsstöðvamar hafa sent út erlent, enskt efni, í stómm stíl, að vísu textað, en afleiðingamar em þær að meirihluti landsmanna hefur varið góðum hluta hvers dags í ensku og amerísku hljómumhverfi. Það er alvarlegt mál. Þá brast stífia að mínu mati fremur en nú. Reglugerðarbreytingin var því aðeins við- urkenning á vemleikanum - að vísu vond- um og óþægilegum í senn. Og vemleikinn er oft grimmur; líka við íslenskuna og ís- lenska menningu. En fyrst og ffemst brast stíflan með alþjóðlegri tækniþróun sem hellti fióðinu yfir okkur mannanna böm hér uppi á Islandi hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það er stundum sagt að íslensk menn- ing hafi lifað af af tveimur ástæðum. Fyrst vegna einangmnarinnar. I öðm lagi vegna innri styrks innlendr ar menningar sem að- allega byggist á bókmenntunum. Þessi tæknilega einangmn hefur nú verið rofin á öllum sviðum. En þar með leggjum við ekki árar í bát. Eina vömin er að sækja. Reglugerö verður brátt breytt á ný Með reglugerðinni og breytingu hennar er verið að verðlauna lögbrjótana. Það er nokkuð til í því. En reglugerð er sett af ráð- herra. Við styðjumst við þingbundna stjóm. Ráðherra sækir vald sitt til þingsins. A ríkisstjómarfundi lagði ég málið fyrir og ég fullyrði: Allir flokkar á alþingi vom þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að loka fyrir þessar sendingar þessara stöðva. Reglugerðinni var breytt, en jafnframt er tekin ákvörðun um að breyta útvarpslögum og reglugerðum til þess að tryggja að í hvomtveggja verði raunvemlegt hald fyrir íslenska menningu. Gert er ráð fyrir að slíkar tillögur berist í mín hús um miðjan febrúar. Vonandi þora þeir þá sem nú hafa uppi stóryrði að taka á málunum. Það kem- ur í ljós. Þótt fyrr heföi verið Reglugerðin var ekki sett í „snarhasti" og að „óyfirveguðu máli“. Hún var sett í ljósi aðstæðna, en hana hefði alveg eins mátt setja fýrr. Vandinn var sá að menn fengust ekki til að taka á vandanum, svo bölvaður sem hann er, fyrr en þama. Sveinn tekur síðan undir það sjónarmið mitt og það er aðalatriðið að eina vömin sé fólgin í almennum aðgerðum meðal annars þeim að efla íslenskt efni í innlendu stöðv- unum. Það er meginmál að menn skilji að þar verður að taka á og það dugir ekki að beija höfðinu við steininn né heldur að hengja sig i reglugerðir sem 15 þúsund manns hafa brotið á hveijum degi í mörg ár með köplum og móttökudiskum. Hinn tæknilegi veruleiki breytist ekki þó að við bregðum hvert öðm um óþjóðholl sjónar- mið. Og þá er að taka á. Gamlar en gagnlegar hugmyndir um úrbætur Sveinn gerir síðan grein fyrir tveimur tillögum sem oft hafa verið ræddar: 1. Að ríkið skili aftur lögbundnum tekjustofnum sínum til RÚV. 2. Að Tryggingastofnun greiði afnota- gjöld aldraðra og öryrkja, en ekki útvarpið. Lögbundinn tekjustofn Rikisútvarpsins hefði átt að ganga til þess að bæta dreifi- kerfið og framkvæmdir stofnunarinnar. Það hefur því ekki komið niður á innlendri dagskrárgerð að sá tekjustofn hefur verið takmarkaður heldur á öryggiskerfi RÚV sem er kapítuli út af fyrir sig. En ég minni á að ekki hafa legið fyrir áætlanir um dreifikerfið í einstökum atriðum og það var að mínu frumkvæði að á þeim málum er verið að taka og það fmmkvæði kom til áð- ur en ósköpin dundu yfir 17. janúar sl. Hitt er rétt að það er frálcitt að RÚV greiði fjármuni fýrir aðra ríkisstofnun sem nú munar á annað hundrað miljónum króna. Ég hef þegar sett til starfa menn á vegum menntamálaráðuneytis, fjármála- ráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til að fara í þetta mál, til að losa RÚV við þessar byrðar. En það verður gert með því skilyrði að allir þeir peningar sem þama kunna að losna smám saman gangi til innlendrar dagskrárgerðar. Um þessa fjárhæð munar vemlega þegar hún er öll komin í hús Rik- isútvarpsins. Það er einnig ljóst að Ríkisút- varpið hefur fengið vaxandi tekjur á sl. ár- um. Það sést til dæmis á eflirfarandi tölum: Það hefur reynslan sýnt og mun enn sýna Um menningarhelgina; opið bréf sem svar viö opnu bréfi Sveins Einarssonar dagskrárstjóra 1. 1987 var heildarafnotagjald 15.602 kr. 2. 1988 var gjaldið 18.124 kr. 3. 1989 var gjaldið 20.738 kr. alls á heilu ári. 4. 1990 var heildargjaldið á ári 20.738. kr. 5. 1991 er árgjaldið 20.244 kr. Ef við segjum að gjaldið 1987 sé jafnt og 100 lítur dæmið þannig út: 1987 100 1988 116 1989 133 1990 127 1991 130 Með öðmm orðum: Hækkunin er 30% frá árinu 1987. Og þessi hækkun hefur haldið síðan. Hvað þýðir það í peningum: 1 heildartekjum fýrir Ríkisútvarpið 1. Framlög til islenskrar menningar úr rikissjóði em nú hærri en þau hafa áður verið. 2. Virðisaukaskattur hefur verið felldur niður af allri menningarstarfsemi. Það er stærra afrek í þágu íslenskrar menningar að fella niður virðisaukaskatt af bókum en samanlagðar reglugerðimar. Þar með er framlag til menningarmála orðið hærra hlutfall af útgjöldum ríkissjóðs en í öðrum löndum. Fyrir síðustu kosningar sögðum við að við ætluðum að tvöfalda þetta hlut- fall. Það hefur verið gert. 3. Efnt hefur verið til málræktarátaks sem náði til allrar þjóðarinnar. Það átak varð undirstaða þess að unnt var að fella virðisaukaskattinn niður. Á það skal bent í þessu sambandi að Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn höfðu samþykkt að leggja virð- isaukaskatt á alla menningarstarfsemi. Það var styrkur Alþýðubandalagsins sem réð úrslitum í þeim efnum. nemur þessi hækkun hundruðum miljóna króna eða sem hér segir: 1988 nemur hækkunin frá fýrra ári 267 milj. kr. 1989 nemur hækkunin 376 milj. kr. miðað við árið 1987 1990 nemur hækkunin um 300 milj. kr. miðað við árið 1987 1991 er hækkunin svipuð og á sl. ári. Samtals hafa tekjur RLJV af afnota- gjöldum því hækkað um 1200 til 1300 milj. kr. á þessum árum. En ekki er sanngjamt að tala um heild- ampphæð fyrir tímann,en 300 milj. kr. á ári er talsvert fé. Til samanburðar má nefna eftirfarandi tölur úr fjárhagsáætlun RÚV í ár. Fréttastofa sjónvarps kostar 117 milj. kr. Öll innlend dagskrárgerð sjónvarpsins í ár kostar 205 milj. kr. Með því að nota hækkunina alla til þess að framleiða ís- lenskt efni íýrir sjónvarp mátti auka efnið um 150% - riflega tvöfalda það að magni og umfram allt gæðum frá því sem nú er. Það er því beinlínis fráleitt þegar Rikisút- varpið varpar skuldinni á stjómvöld ein- hliða í þessum efnum. RÚV verður lika að taka til hjá sér. Ég veit að Sveinn hefur góðar hug- myndir og veit að hann vill vel í þessu efni og það er aðalatriðið. Þess vegna þakka ég honum fyrir greinina, en get að lokum ekki stillt mig um að fara nokkmm almennum orðum um það vandamál sem við stöndum frammi fýrir sem íslenskt menningarsam- félag. Meö allsherjarsókn á öllum sviðum menningar lsland er sterk menningarheild með mikinn innri styrk. Vandi íslenskrar menn- ingarþróunar verður ekki leystur með því að loka fýrir erlent útvarp. Það er ekki hægt. Ég tel að við eigum að svara spum- ingum hinnar alþjóðlegu þróunar með alls- herjar sókn á öllum sviðum. Það sem með- al annars hefur verið gert er þetta: 4. Við höfum lagt fram fjármuni úr rík- issjóði til að styrkja einstök verkefni á sviði íslenskrar tungu sem skipta miklu máli: Við höfum stutt betur við bakið á Orðabók Háskólans, Islenskri málstöð og stutt sér- stakar rannsóknir á ýmsum sviðum íslensk- unnar umfram það sem áður hafði verið gert. Hér hefur fátt eitt verið nefnt. Enn hef- ur ekki verið fjallað um Ár læsis eða bama- menningarátakið og verður það að bíða betri tíma. En það sem nú verður gert er þetta: 1. Við hrindum af stað framkvæmda- áætlun í þágu íslenskrar tungu þar sem fjallað verður um íðorðasmíði, þýðingar, málfræðina sérstaklega og fleira og fleira. Tekið verður sérstaklega á lestrarerfiðleik- um bama með stofnun lestrarmiðstöðvar, en lestur er auðvitað ein aðalundirstaða ís- lenskrar menningar. 2. Við látum fara fram sérstaka rann- sókn á því hvemig íslensk menning getur hagnýtt sér hina alþjóðlegu þróun sem er að ganga yfir. Einn liðurinn í því er ráð- stefna um Erlenda ásælni og íslenska ný- sköpun þar sem fjallað verður um málið frá mörgum ólíkum sjónarhomum. 3. Málræktarsjóður verður stofnaður næstu daga, en aðilar að honum eru einka- aðilar, þar á meðal fýrirtæki, sænska vis- indaakademían og ríkissjóður. Fleira mætti nefna, en verður ekki gert að sinni. Ég er nefhilega þeirrar skoðunar að innilokunarstefna og oftrú á reglugerðir geti í sjálfu sér lokað fýrir möguleika fýrir íslenska menningu. Oftrú á bókstaf reglu- gerða ýti undir almennt kæraleysi. Vísari vegur til vinnings era almennar sóknarað- gerðir. Það hefur reynslan sýnt. Það mun hún enn sýna. Svavar Gestsson menntamálaráðherra skrifar Föstudagur 1. febrúar 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.