Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 10
Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh. ræðismaður (slands í Amman í Jórdaníu, var í fréttum nýlega vegna gíslamálsins í Kúvæt og vegna hjálparsend- inga Rauða krossins til flóttamannabúða í Jórdan- íu í kjölfar innrásarinnar í Kúvæt. Stefanía kom ásamt með ársgömlum syni sín- um til (slands fáeinum dögum áður en loftárásir Bandaríkjamanna hófust á Trak. Stefanía er trúlega sá íslendingur sem best þekkir hugsunarhátt araba í Mið-Austurlöndum eft- ir 10 ára samfellda dvöl í Jórdaníu. í eftirfarandi viðtali segir hún frá reynslu sinni af dvölinni þar og hvaða augum þarlendir líta þá at- burði sem þar eru nú að gerast. -Stefanía, hver vorufyrstu kynni þín af Jórdaniu, og hvemig upplifðir þú þetta land sem útlendur gestur? -Þaðvarárið 1981 sem ég kom til Jórd- aníu og réð mig i starf hjá jórdanska flugfé- laginu ALIA sem flugfreyja. Þetta land virkaði þá mjög ffamandi á mig og ég held að ég geti sagt að mér hafi líkað fátt nema veðrið. Okkur er öllum tamt að miða alla hluti út frá okkur sjálfúm og eigin uppeldi, en ég komst fljótlega að því að ég yrði að hætta því ef ég vildi skilja þetta fólk. Og það var ekki fyrr en ég fór að skilja menningu og hugsunarhátt þessa fólks að þetta fór að breytast. -Hvað var það sem þú áttir erfiðast með að skilja? -Ætli það hafi ekki verið trúarbrögðin. I Kóraninum er mun nánar fjallað um dag- lega hegðun manna, framkomu og lífsstíl, en við þekkjum úr Biblíunni, og trúar- brögðin gegna því stærra hlutverki í hinu daglega lífi en við þekkjum meðal krist- inna. En það er svo annar misskilningur meðal Vesturlandabúa að halda að allir ar- abar séu heittrúaðir múslimar. Það er mis- jafnt eins og annars staðar, og svo má held- ur ekki gleyma því að í flestum rikjum Mið-Austurlanda eru allt að 20% íbúanna kristinnar trúar. Þeir kristnu eru hins vegar svo mótaðir af þeirri arabísku menningu, sem tengir þetta fólk svo sterkum böndum, að við getum ekki greint kristna ffá músl- imum við fyrstu kynni. Gott aö búa í Jórdaníu -Hvað kom til að þú ilentist í Jórdan- iu? -Ætli það hafi ekki verið kynni mín af núverandi eiginmanni mínum. Eg hef líka komist að því að það er gott að vera útlend- ingur i Jórdaníu, það er alls ekki erfitt að vera útlendingur í þessum hluta heimsins eins og svo oft er haldið ffam. -Ekki einu sinni fyrir einstæðar konur? -Það er auðvitað auðveldara fyrir giftar konur en þær sem eru einstæðar, en ég hef tekið eftir því að staða konunnar hefur tek- ið miklum breytingum i Jórdaníu á þeim 10 árum sem ég hef búið þar. Það sést til dæm- is á því, að nú getum við séð konur fara saman í leikhús, kvikmyndahús eða annað í hóp, án þess að vera í fylgd karlmanna. Það sást ekki áður fyrr. Konur fara hins vegar aldrei einar út á samkomustaði. -Nú voru aðeins 14 ár liðin frá Sex daga stríðinu i Palestínu og 11 árfrá borg- arastyrjöldinni í Jórdaníu þegar þú komst þangað, og stríð hafið bæði i Líbanon og á milli Irans og Iraks. Varðst þú strax i upp- hafi mikið vör við það styrjaldarástand sem þarna ríkti? -Nei, ég flaug mikið bæði til Bagdað og Beirút á þessum árum, en þetta kom ekki mikið við mig og hræddi mig ekki. Okkur var að vísu ekki sama meðan við vorum látin gista í Beirút, en því var líka hætt fljótlega vegna stríðshættunnar. Eg fann hins vegar fijótlega fyrir mik- illi andúð í garð ísraels, en ég varð ekki vör við að hún beindist eins mikið að Banda- rikjamönnum þá, eins og hún gerir nú, einkum eftir herflutningana til Persaflóa. Mér fannst í rauninni erfitt að skilja þetta hatur, og hugsaði fyrst í stað sem svo, að þeir væru að gera of mikið úr hlutunum. Sú skoðun mín breyttist hins vegar með árun- um þegar ég fór að kynnast málunum betur og skilja hvað var að gerast. -Þú kynnist siðan eiginmanni þinum. Hvaðan kemur hann? -Hann er Palestínumaður, ættaður frá Nablus á Vesturbakkanum en menntaður í Bretlandi. Hann og fjölskylda hans hafði flust til Jórdaníu 10-15 árum áður en ég kom þangað. Kynni mín af honum og hans fólki kveiktu áhuga minn á sögu þessa fólks, og hún varð smám saman hluti af mínu eigin lífi. En ég vil taka það fram að ég geri eng- an sérstakan greinarmun á Palestínumönn- um og Jórdönum. Þeir upplifa það sem hef- ur verið að gerast á herteknu svæðunum í Palestínu með sama hætti, og menn velja sér ekki vini í Jórdaníu eftir því hvort þeir séu Palestínumenn eða Jórdanir eða kristn- ir eða múslimar. Það er enginn klofningur þar á milli. Bömin ganga líka í sömu skól- ana, og eini munurinn á skólagöngunni er að bekknum er skipt upp þegar að trúar- bragðakennslunni kemur. Kristin fræði eru þannig kennd í jórdönskum skólum fyrir þá sem þess óska. ímynd araba -Nú hafa arabar á sér ákveðna imynd hér á Vesturlöndum sem herskáir ofstækis- menn i trúarbrögðum, andstæðingar lýð- ræðis og kvennakúgarar hinir mestu. A þessi imynd kannski við lítil rök að styðj- ast? -Já, ég hafði líka þessar hugmyndir um araba þegar ég kom til Jórdaníu og var við- búin hinu versta. Þessar hugmyndir eiga reyndar rætur sínar mikið að rekja til Saúdi-Arabíu, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. En reyndin er sú, að araba- rikin eru mjög ólík innbyrðis, og staða kvenna er til_ dæmis mjög ólík í Jórdaníu, Líbanon og Irak annars vegar og í Saúdi- Arabíu hins vegar. Það kom mér reyndar mjög á óvart þegar ég sá hve mikið var til af menntuðum konum í Jórdaníu. Þær hafa verið áberandi í opinberu lífi og átt sæti bæði á þingi og í ríkisstjóm. Ég hafði ekki búist við þessu, en það stafaði af því að ég hafði meðtekið þessa ímynd Saúdi-Arabíu og heimfært hana upp á allan arabaheiminn eins og algengt er hér á Vesturlöndum. Lýöræöisþróun -Hefur þú orðið vör við miklar breyt- ingar í Jórdaniu á þeim 10 árum sem þú hefur dvalið þar? -Já, á fjölmörgum sviðum. Þegar ég kom til Jórdaníu ríkti þar ritskoðun. Það var til dæmis oft búið að klippa ákveðnar síður úr Tirne Magazine þegar við fengum það í hendur, og innlend blöð birtu ekki að- sent efni sem þótti óæskilegt. Þetta hefur gjörbreyst og nú er ekkert slíkt í gangi, eins og gleggst kom í ljós eftir innrásina í Kú- væt, þar sem öll sjónarmið komu fram. Auk þess sjáum við sjónvarp bæði frá Lsrael, Sýrlandi, Kýpur og stundum frá írak, auk þess sem hægt er að kaupa áskrift að CNN. Okkur skortir því ekki upplýsingar, eins og margir virtust halda. Róttækustu breytingamar urðu samfara kosningunum, sem haldnar vom í Jórdaníu í október 1989. Þessar kosningar voru per- sónukosningar, þar sem stjómarskráin gerði ekki ráð fyrir stjómmálaflokkum, en eflir kosningamar voru gerðar breytingar á stjómarskránni hvað þetta varðar og þær átti að kjósa um í nóvember síðastliðnum. Þeim kosningum var hins vegar frestað vegna ástandsins. Fyrir kosningamar höfðu þingmenn verið skipaðir af konunginum, en um síð- ustu áramót tóku 10 þjóðkjömir þingmenn sæti í ríkisstjóminni. Þessar mikilvægu breytingar þýða í raun, að landsmenn em orðnir meðábyrgir fyrir stjóm landsins. Það er ekki bara konungurinn sem ræður leng- ur. Á síðustu 10 ámm hafa einnig orðið miklar breytingar á menningarsviðinu: kvikmyndahús og leikhús hafa verið byggð, hljómsveitir stofnaðar og tónleika- hald aukist og tveir nýir háskólar verið stofnaðir auk ýmissa fleiri sérskóla. Menn- ingarlífið stöðvaðist hins vegar að mestu eftir innrásina í Kúvæt eins og svo margt annað. Skyndileg breyting —Að hvaða leyti breytti innrásin í Kú- væt daglegu lífi í Jórdaníu? -Það má segja að allt hafi gjörbreyst á einni nóttu. í fyrsta lagi stöðvaðist ferða- mannaþjónustan algjörlega, en þetta var á háannatíma hennar. Þá stöðvuðust öll við- skipti við Persaflóaríkin, þar á meðal allur útflutningur á grænmeti og ávöxtum frá Jórdaníu til Saúdi- Arabíu og annarra Persaflóaríkja sem eiga aðild að fjölþjóða- liðinu gegn Irak. Jórdanía var í reynd sett í óyfirlýst viðskiptabann, og margar verk- smiðjur hafa því lokað eða dregið úr starf- semi og fjölmargir misst atvinnuna. Lífið hélt hins vegar áfram að því leyti að skólar vom áffarn opnir og þeir sem höfðu vinnu stunduðu hana, en þeir sem áttu kjallara fóm jafhframt að hreinsa til í þeim og koma sér upp loftvamabirgjum með matvælabirgðum og tekin var upp kennsla í almannavömum og hvemig ætti að búa til gasgrímur með viðarkolum - gas- grímur vom ekki til í Iandinu. Landið var því búið undir stríð þegar ég fór úr landi. Mér fannst fólk hins vegar taka þessu með jafnaðargeði, og margir vitnuðu til reynslunnar frá borgarastytjöldinni 1970 eða ffá öðmm styijöldum sem Palestínu- menn hafa háð. Þetta var bara enn eitt strið- ið, sagði fólk. Og allt menningarlíf og sam- kvæmislíf lagðist niður nema brúðkaups- og trúlofúnarveislur, en slíkar athafnir fær- ast gjaman í aukana á hættutímum. Þá varð maður einnig var við að stjómmál vom alls staðar á dagskrá hvar sem fólk hittist, ann- að komst ekki lengur að. En þótt allt hafi verið rólegt á yfirborðinu, þá var trúlega ákveðin spenna undimiðri sem maður varð kannski ekki fyllilega var við. Frá flóttamannabúðum fyrir utan Amman 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.