Þjóðviljinn - 01.02.1991, Síða 8

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Síða 8
NÝTÍ þJÓÐVIUINN Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f Afgrelðsla: » 88 13 33 Framkvœmdasyóri: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadelld: «r 68 13 10 - 6813 31 Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason, Simfax: 68 19 35 Helgi Guðmundsson Verð: 150 krónur I lausasölu Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karisson Fréttastjðrl: Slgurður A. Frlöþjófsson Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Auglýsingastjóri: Stainar Harðarson Aðsetur: Síðumúla 37,108 Reykjavfk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Viðspyrna Eins og fram kom í frétt Þjóðviljans í gær hefur afkoma fyrirtækja í mörgum þýðingar- miklum atvinnugreinum farið mjög batnandi á síðastliðnu ári. Þetta gerist þótt nokkurs sam- dráttar hafi gætt í þessum sömu greinum. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun hefur hlutfall launa í reksturskostnaði lækkað. Nú segir hækkun eða lækkun hlutfalls launa af rekstrarkostnaði iítið um kaupmátt laun- anna en eigi að síður er hér komin vísbending um það til hvers þjóðarsáttin hefur leitt. Þann- ig er atvinnu- og efnahagslíf nú allt miklu stöð- ugra en áður og fer líklega ekki fram hjá nein- um. Enda þótt stöðugleiki í efnahags- og at- vinnumálum hljóti, þegar til lengri tíma er litiö, að vera markmiö í sjálfur sér, geta samtök launamanna aldrei sætt sig við að stöðugleik- anum sé viðhaldið til frambúðar með of lágum launum fjölmennra hópa. Á fundum sem ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hafa boðað til að undanförnu hefur meðal annars verið rætt um hvað muni taka við af þjóðarsáttinni og hvernig ríkisvaldið geti haft áhrif á að lífskjör þeirra sem lægst hafa launin geti batnað án þess að verðbólga og efnahagsleg skálmöld fylgi í kjölfarið. Ljóst er að lífskjörin má bæta með ýmsum jöfnunarað- gerðum. Á hinn bóginn getur ríkisvaldið ekki orðið að liði í þessu efni nema fá til þess óhjá- kvæmilegartekjur, en eins og alkunna er þá er ríkissjóður nú rekinn með fimm mill-jarða halla, sem fjármagnaður er með innlendum lánum. Tekjujöfnunaraðgerðir verða alltaf að lok- um spurning um skatta. Varla verður nógsam- lega hamrað á þeirri einföldu staðreynd að tekjur verða að duga fyrir þeim kostnaði sem viðkomandi hefur. Gildir þá einu hvort um er að ræða heimili, fyrirtæki eða stofnanir samfé- lagsins. Um leið og gripið er til tekjujöfnunar- aðgerða verður því að afla tekna á móti. Skattar eru hér á landi langt frá því að vera nógu tekjujafnandi. Þetta kemur meðal ann- ars fram í mjög háu hlutfalli óbeinna skatta og tekjuskattskerfi sem tekur lítið tillit til stig- hækkandi tekna. Á þetta hafa erlendir sér- fræðingar meðal annars bent og talið til ágalla. Þegar kemur að umræðum um nýja kjara- samninga og alvarlegum tilraunum til nýrrar þjóðarsáttar hljóta breytingar á sköttum í tekjujöfnunarskyni að verða lykilatriði. Tillögur fjármálaráðherra um hátekjuskatt liggja enn fyrir, en hafa ekki verið samþykktar af sam- starfsflokkunum í ríkisstjórninni. Um slíkan skatt verða vissulega alltaf deil- ur og skiljanlega spurt hvar á að draga mörk- in, hvað teljast hátekjur. I þessu efni hafa samtök launafólks miklu hlutverki að gegna. Það er í þeirra þágu að skilgreina þann launa- mismun sem þau telja þolanlegan og það er í þeirra þágu að skilgreind verði fátæktarmörk. Það vita allir sem vilja vita að hér á landi er gríöarlegur eigna- og teknamunur, tilfinnanleg fátækt annars vegar og óheyrilegt ríkidæmi hins vegar. Við gerð nýrra kjarasamninga ættu þessar skilgreiningar að liggja fyrir, ná ætti samkomulagi við ríkisvald og atvinnurekendur um þær og taka tillit til þeirra við gerð samn- inga um lífskjör. Tekjujöfnunarsamningar á haustdögum ættu því að standa um að koma á tekjujafnandi skattakerfi ekki síður en beinar launahækkanir. Um þetta er vissulega auðveldara að tala en í að komast. Margir hópar launamanna, ekki síst þeir sem hafa meira en miðlungs- laun, eru orðnir óþolinmóðir og munu að lík- indum krefjast verulegra breytinga á launum sínum. Verkefnið sem við blasir í haust, er því ekkert áhlaupaverk, en það er þó bót í máli að krafan um að halda stöðugu verðlagi á enn mjög djúpar rætur í þjóðfélaginu. Þjóðarsáttin og stöðugleiki í efnahagsmálum á því að geta verið viðspyrna inn í nánustu framtíð. hágé. 0-ALIT BllllHN nu LrmUM A HUNPRAei EJCUR lAM 10000 m ^ ARi, átWAlS 2090 ÚTRAR. SlMWmftmuKV. 6ENSÍN MB> WÍAf> PAfft 1 8UA (&K£itA HÆST...I»ASWVW<5T /j; m IH0 ÚTRARA.£|NH6KWTA EH9i* LVTfc\ r \ IHOOft l#lTÞIlkA í IH00Ö UTRUíA t FLU6TWCÍ>., FANNÍ6 HWEHAR100 . ARAD$F*KAFypÍK WL-J * * 8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.