Þjóðviljinn - 01.02.1991, Page 16

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Page 16
Kæru lesendur Hænsnaprikið hefur áður birt efni úr blaði krakka í 7. bekk x og y á Seyðisfirði. Blaðið heitir JÖRÐIN - blað um umhverfismál - og er afrakstur af þriggja vikna þemavinnu krakkanna. Þau skoð- uðu sitt nánasta umhverfi og kom- ust að raun um að ekki er allt sem skyldi í gamla fallega bænum þeirra undir Ijöllunum. Samskipti manna og náttúru eru mjög úr lagi gengin á Seyðisfirði eins og svo víða annars staðar. Fjaran og sjórinn eru full af rusli. Fólk kaupir flestan varning ( einnota umbúð- um. Verslanir hafa lítið af um- hverfisvænum vörum á boðstól- um, og það er lítið um slíkan varn- ing spurt. Og augu krakkanna beindust mjög að bílnum. Bíllinn er ekki bara flotta trylli- tækið úr sjónvarpsauglýsingun- um. Hann er farartæki, sem er notað í tíma og ótíma. Farartæki með púströr, sem spúir mengun- inni út í andrúmsloftið. Niðurstöður krakkanna á Seyðisfirði eru kannski ekki mjög uppörvandi. En framtak þeirra og kennara þeirra að gera þessa at- hugun á ástandinu er aðdáunar- vert. Vonandi halda þau vöku sinni, þegar þau eru sjálf orðin fullorðin. Vonandi gera fleiri skóla- krakka svipaðar athuganir á sínu nánasta umhverfi. Vonandi dettur þeim gott ráð í hug. Það er svo mikilvægt að við mennirnir lærum aftur að umgangast náttúruna af virðingu og skilningi á því, sem hún þolir. Hænsnaprikið þakkar enn fyrir sögur, ábendingar og Ijóð krakk- anna á Seyðisfirði. Kveðja Sönn saga um mengun Þessi saga er um mengun. Mengun er alveg ógeðslega óholl að fá upp í sig- Eg skal segja ykkur eina sögu. Hún er um hund sem hljóp á eftir bíl og bíll- inn stansaði og hundurinn hljóp á bílinn og púströrið fór upp í munninn á hundinum. Hundurinn fékk mengunina upp í munninn og hann dó. Það var ekki gott. Því að þegar maður fær mengunina upp í munn þá verður maður veikur. En hundurinn hann fékk svo mikið upp í munninn að hann bara dó. Mér þótti svo vænt um hann. Þórey Indriðadóttir 7.x Seyðisfirði Vegir Hvert liggur þessi vegur sem þið leggið handa vélum út um allan fjörð og dregur svart strik á eftir sér? Á milli þín og mín er vegur. í tindrandi mjöll er vegur. í sólskini er vegur. Síðan framleiða mennirnir fleiri bíla fyrir vegina og fleiri vegi fyrir bílana. Reynir Logi Hallsson 7.x Seyðisfirði Mengun - ábending Við skiljum bílana eftir í gangi þegar við förum í búðir, notum úða- brúsa, eyðum gróðri og hendum rusli útum allt eins og t.d. sælgætisbréf- um, svalafernum o.fl. Erla Rut Magnúsdóttir 7.y Seyðisfirði Símasambandið - Eyja- - Ert þetta þú Oli minn? - Já. Skilur þú færeysku? - Neei. Því miður get ég nú ekki sagt það. Af hverju spyrðu? - Ég fór með bekknum mínum að sjá leikrit í Norræna húsinu. Það var á færeysku. - Og skildir þú eitthvað? - Já. Trúðurinn talaði íslensku. Og hrafninn líka. - Nú, var bæði leikið á íslensku og færeysku? En hvað það var snið- ugt. - Já. Veistu hvað kraddarin þýðir? - Nei. Hvað þýðir það? - Nurlari. Nurlarinn stal stakknum af Gumpu og Gnísu. Þær voru sko tröllkonur. Og þegar Gumpa var í stakknum, þá var vetur. En þegar Gnísa var í honum þá var sumar. - Og kom þá hvorki sumar né vet- ur, þegar nurlarinn var búinn að stela stakknum? - Nei. En þá báðu þær trúðinn um að fara að leita að honum. Þær bjuggu til töfradrykki upp úr galdra- bók, og trúðurinn átti að hella 7 drop- um á kraddarann. En fyrst lenti trúð- urinn í alis konar hættum. Og kradd- arinn náði honum og batt hann fastan við hellisvegginn og ætlaði að láta hjartað í honum verða að steini. En trúðurinn plataði kraddarann og gat skvett á hann töfradrykknum og þá dó hann. Og trúðurinn náði stakkn- um. - Svo þetta endaði sem sagt allt vel. - Já., Og trö|lkonurnar urðu glað- ar, þegar þær fengu aftur stakkinn sinn. - Þetta var merkileg saga. Hef- urðu velt því fyrir þér, hvað myndi gerast ef veðrastakkurinn hyrfi í alvöru og það væri ekkert veður? - Já. Þá mundi ekkert geta vaxið. Engin blóm. Ekki grasið heldur. Það verður að koma vor. - En heldurðu að það verði líka að koma vetur? - Nei. Jú. Ég veit það ekki. Af hverju verður að koma vetur? - Náttúran þarf að hvíla sig. Alveg eins og mennirnir sem þurfa að sofa. Náttúran sefur á veturna til að geta vaknað aftur hress á vorin. - Verður líka að vera svona mikil rigning? - Já, righingin er mjög mikilvæg. Án rigningarinnar skrælnar allt og deyr. En þeir hafa nú nóg af rigningu í Færeyjum. Ég hef einu sinni komið þangað og ég held að það hafi komið rigningarskvetta hvern einasta dag. - Hefurðu komið til Færeyja? Og skilur samt ekki færeysku? - Það eru nú fáir sem læra fær- eysku á einni viku. Ég fór bara viku- ferð með ferju sem hét Smyrili: Hún gekk á milli Seyðisljarðar og Þórs- hafnar. - Fannst þér gaman? - Já. Æðislega gaman. Og líka fallegt. Færeyjar minna svolítiö á Austfirðina. - Eyja. A ég að kenna þér galdra- þulu á færeysku? Hún var í leikritinu. - Já. Láttu mig heyra. Tumanna, tumanna, hurlumhey. Rumanna, rumanna, reiggi um rey. Kom og hjálp í hesi neyð. 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.