Þjóðviljinn - 11.05.1991, Síða 13
Gítartröllið Freddy King
Freddy King fæddist í Texas
3. septeraber 1934. Móðir hans
spilaði á gítar og kenndi honura á
Ujóðfærið. Hann gat spilað áður
en hann náði tíu ára aldri. Fjöl-
skyldan flutti til Chicago 1950
þegar Fred var 16 ára. Þar fór
hann fljótt að spila blús með öðr-
um tónlistarmönnum og helgaði
sig alfarið tónlist 1958. Hann bjó
og starfaði í Chicago til ársins
1963. Þá flutti hann til Dallas i
Texas og átti heimili þar til
dauðadags.
Eftir miðjan sjötta áratuginn
voru möguleikar ungra blúsmanna
til að hljóðrita ekki miklir. Ein smá-
skífa kom út í Chicago með Freddy
1956 („Country Boy“/“That’s What
You Think“). Ekki hlaut hann
landsfrægð, en vakti þó athygli þef-
vísra umba ífá King plötufýrir-
tæknu. Fulltrúar þess sömdu við
hann um útgáfu árið 1960 á vegum
dótturfyrirtækisins Federal. A
næstu sex árum gaf þetta fyrirtæki
út 77 lög með honum, þar af 30
leikin án söngs. Bestu og stílhrein-
ustu verk Freddy Kings eru ffá
þessum tíma. Smáskífúmar hans
seldust vel ffaman af og hann hafði
meir en nóg að starfa. Gott úrval af
músik Freddy Kings ffá þessu tíma-
bili er á plötunni „Takin’ Care of
Business“ (Charly) sem hefúr feng-
ist hér i búðum.
Árið 1966 var King/Federal
fyrirtækið komið að fótum ffam og
Freddy King á einskis manns landi.
Svona er kaldhæðni sögunnar.
Freddy King hafði engan til að gefa
út tónlistina sina á sama tima og
hvit ungmenni voru uppnumin af
blúsnum og bleikföl goð þeirra spil-
uðu og sungu blús Freddy Kings
(t.d. John Mayall’s Bluesbreakers).
Atlantic félagið ætlaði að nýta
sér blúsmarkaðinn sem varð til í lok
sjöunda áratugsins og gaf út tvær
breiðskífúr með Freddy King, þar
sem saxistinn og sólmaðurinn King
Curtis stjómaði upptökum. Aðdá-
endur Freddy Kings em ekki
ánægðir með þessar plötur. Þær
seldust ekki vel og Atlantic vísaði
blúsmanninum ffá sér.
Leon Russel, þúsundþjalasmið-
ur í amerísku rokki, réði Freddy
King til fyrirtækis sem hann hafði
nýlega stofnað (Shelter Records).
Russel reyndi að breyta ímynd
Freddy Kings og gera úr honum
eins konar súperstjömu í ætt við
B.B. King og „poppa hann upp“.
Affaksturinn var tvær plötur og
hljómleikaferðir út um heim. Þessar
Shelter-plötur em nú ófáanlegar, en
„The Best of Freddy King“ (MCA
690) geymir úrval.
Hljómleikaferðir Freddy Kings
til Evrópu vom mjög árangursríkar.
Freddy sló í gegn í Englandi og
hafði nóg að gera siðustu árin sem
hann lifði. Hann þreifst vel í rokk-
gróanda þessara ára beggja vegna
hafsins. 1974 fékk hann harla gott
tilboð ffá RSO fyrirtækinu sem Er-
ic Clapton vann hjá. Breiðskifa sem
hét „Burglar“ kom út sama ár og í
kjölfarið fylgdi „Larger Than Life“
1975 (sum lög þar em tekin upp á
hljómleikum).
Mörgum blúsunnendum fannst
poppið menga plötur Kings á átt-
unda áratugnum. Hann var svo sem
ekki eina fómarlamb takkaóðra
húsbónda i hljóðverum um þetta
leyti. Heimildum ber á hinn bóginn
saman um að Freddy King hafi ver-
ið ósvikinn og sjálfúm sér líkur
þegar hann spilaði fyrir fólkið. Arið
1983 kom út hljómplata með upp-
tökum af tveimur hljómleikum
Freddys í Þýskalandi 1974, „Rock-
in’ the Blues - Live“ (Crosscut).
Þessi plata fékk W.C. Handy verð-
laun 1984 og þykir hún sæmandi
minningu listamannsins.
Freddy King var ffamar öllu
öðm gítarleikari. Áberandi í verki
hans em leikin lög án söngs. Hann
var sérlega markviss hljóðfæraleik-
ari. Sólóin hans em mikil listasmið.
Freddy King er góð fyrirmynd gít-
arleika sem vilja þjálfa sig í að
spinna haganlega samsett sóló.
Samtímis er hann kraftmikill, her-
skár og hijúfur eins og jafnaldrar
hans ffá Chicago. Þó leyfir hann sér
ekki sama hömluleysið, og skapar
þessi ögun áheyrilega spennu í
spuna Freddy Kings. Það er aug-
ljóst samband milli þessarar ögunar
og dálætis Freddys á að setja saman
og leika blús án söngs.
Söngur Freddy Kings sver sig í
ætt við verklag sólsöngvara. Hann
æpir af mikilli íþrótt. I sönginn
vantar tilkomumikla Missisippi
falsettuna, sem sumir jafhaldrar
hans höfðu náttúm til. Styrkur
Freddys sem söngvara lá í því að
syngja lagvissan blús og halda jöfn-
um styrk á stærsta hluta raddsviðs-
ins. Ur þessu varð þróttmikill söng-
ur sem fór vel við gítarstílinn.
Freddy King lést á sjúkrahúsi í
Dallas i Texas 28.desember 1976.
Dauði hans kom aðdáendum hans
og samferðamönnum mjög á óvart,
því starfsorka hans virtist með ein-
dæmum. Hann hafði þó verið
krankur lengi og dánarorsökin er
röð af sjúkdómum, þar á meðal liff-
arbólga. Meðal þeirra sem bám
hann til grafar vom B.B. King, Al-
bert King og Muddy Waters.
Pétur
Tyrfingsson
skrifdr um blús
vaknaði mæddur í morgun
Framhald
Flest þau böm sem til okkar
komu lifðu áverkann af en hluti
þeirra mun aldrei ná íúllri heilsu
aftur. Illa brennd böm komu líka til
okkar en þau áttum við hvað erfið-
ast með að meðhöndla og fæst
þeirra lifðu.
Ástandið og andrúmsloftið á
bamadeildinni fór eftir því hversu
mikið af sprengjum hafði fallið á
Kabúl undanfama daga eða vikur.
Þegar rólegt var vom flest bömin á
batavegi, höfðu náð vissu andlegu
jafnvægi, verkir vegna sára og
meðferðar höfðu minnkað og þau
vom farin að treysta okkur sem um
þau önnuðumst. Þau vom farin að
brosa og gantast. Sum þeirra héldu
danssýningar og sungu fyrir hina
og máluðu myndir sem við hengd-
um á veggina. Á slikum tima var
yndislegt að koma í vinnuna. Á
móti manni tóku 50 böm kallandi
„Halló Hildur!" og úr vinnunni
fylgdi ómur sömu bamsradda
hrópandi „Bless Hildur!“
Það vom slík tímabil sem
komu manni í gegnum hörmungar-
tímabilin sem fylgdu í kjölfar tíðra
árása. Þá var meirihluti bamanna
bráðveikur, í andlegu losti og leið
miklar þjáningar. Það var ekki óal-
gengt að systkin kæmu inn særð
samtímis og að móðirin væri líka
særð.“
Sorg, angist
og dauði
„Það er erfitt að lýsa slíku
ástandi með orðum. Andrúmsloftið
er þrungið sorg, angist, þjáningu og
dauða.
Eitt af bömunum mínum var
sjö ára drengur sem heitir Chirrora.
Hann er kraftmikill og vel gefinn
ærslabelgur. Hann er líka skáld og
hefur samið fjölda ljóða og laga um
líf sitt og land. Yfir þeim öllum
hvílir skuggi stríðsins og þeirrar
þjáningar sem hann hefúr orðið
fyrir. En í sumum þeirra býr líka
vonin um betri tíð og blóm í haga.
Ég hef þýtt eitt af ljóðunum hans
og það hljóðar þannig:
Heimurinn færði mér
óhamingju í ár
sem hefurfyllt daga mína og
nœtur
Eg var laufgað tré
nú eru greinar minar brotnar.
Farðu út á húsþak þitt!
Þú sérð dáið fólk
þú sérð dána Afgani
þú sérð munaðarleysingja
- og móður sem grætur son
sinn.
Sjálfúr hlaut hann minni háttar
höfúðáverka en 13 ára bróðir hans
var hjá okkur í þijá mánuði, lamað-
ur til frambúðar. Þeir eiga aldraðan
foður og móður á lífi en þijú systk-
in þeirra hafa farist í árásum.“
Afganir em indó-evrópsk þjóð,
af sama kynstofni og íranir, og em
múhameðstrúar. Rétttrúnaðurinn er
þó ekki rekinn þar með sama ofsa
og í íran. „Afganir samþykkja okk-
ar hjálp og vita að það er ekki í
önnur hús að venda. Við reynum að
sýna menningu þeirra fúlla virð-
ingu og konur sneiða hjá því að
sinna afgönskum karlmönnum.
Flest okkar aðstoðarfólk er innfætt
og við reynum að láta afganska
karlmenn sinna löndum sínum ef
hægt er.
Raunar dáist ég að trúarhita
Afgana. Trúin kemur þeim að
miklu leyti í gegnum þessar hörm-
ungar. Þegar við fæmm til dæmis
foreldrum þær fregnir að bam
þeirra sé það mikið sært að það séu
engar líkur á að það lifi af og við
getum ekkert gert þá svara þeir:
„Verði vilji Allah.“ Ég held að
þetta viðhorf eigi mikinn þátt í að
fólkið heldur sönsum í þessu
ástandi.“
En hvaða áhrif hefur það á sál-
arástandið að vinna við þessar að-
stæður? Finnur fólk ekki til til-
gangsleysis þegar straumur stríðs-
hijáðra sjatnar aldrei? Nei, Hildur
er ekki sammála því: „Við björgum
mannslífum á hveijum einasta degi
og það gefur tilganginn. En ég fyll-
ist oft reiði. Maður reiðist þegar
maður tekur á móti fótalausum
sundurtættum bömum með heilann
úti á enni. Það er ekki annað hægt
en að spyija sjálfan sig: Af hverju,
afhverju?" -vd.
veróur Samviunubankimi
að Landsbanka á Grundarfirði
og Króksíjarðarnesi
* tf
KróksJjaröames
Lúru
% *
ndarfjöröur
. - - í framhaldj áf kaupum Landsbankaas á
* ♦ *•.
Samvinnubankanum verða útibúin á Gmndar-
fti'ði og Króksfjarðamesi fomilega að Lands-
banka þann 13. maí n.k. Útibúin munu opna
undir merkjum Landsbankans á jDeim stöðum
sem Samvinnubankinn var til húsa áður.
Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna og
' :óskar starfsfólki velfamaðar undir nýju merki.
Afgreiðslutími og símanúmer Landsbankans á
þessum stöðum er eftirfarandi: Gmndarfirði kl.
915-12:30 og 1330-16:00, sími 93-86636, Króks-
fjarðamesi kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00,
sM93-4w4;;. — Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
L
Laugardagur 11. maí 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA13