Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.05.1991, Blaðsíða 14
Vöölugangan mikla Eftir Sigurð Pálsson (Sigga flugu) Nú vorar eflir mildan vetur og við sem höfum heilsu og þrek til að leika okkur úti í náttúrunni höfum til margs að hlakka. Við höfum líka margs að minnast. Hér ætla ég að segja frá ágætri veiði- ferð sem við fórum í þrir félagar: Karvel Hreiðarsson, Sæbjöm Kristjánsson og ég. Þetta var rétt fyrir miðjan ágúst í fyrra. Ferð- inni var heitið austur í Skaftá, á svæði sem kallað er Hólmamir. Þetta er suður undir sjó. Þama er oft ágætis veiði og ef ég veit um ævintýralandið í veiðiskap þá er það þetta svæði. Mest er veitt í ál- um sem kenndir em við Mávabót. Þama er blanda af jökulvatni og bergvatni og fiskamir fallegri en annars staðar. Síðasta sumar var ekki gjöfult þama. Sjóbirtingur- inn lét varla sjá sig. Hann var að sinna öðmm erindum úti í sjó og kom ekki fyrr cn í vetur. Þetta hefur gerst áður og kætir nú ekki alla, satt að segja. Við emm svo skynsamir, íslendingar, að veiða eftir lögum og reglum. 1 sumu eru þau mannanna verk undarleg og virðast ekki byggð á þekkingu á náttúm landsins. Þess vegna er stundum langt liðið á veiðitíma þegar fiskurinn kemur, eða eins og í fyrra, veiðitíminn löngu lið- inn þcgar fiskurinn sást. Veiði- menn trúa alltaf á gæfuna, að hún snúist þeim í hag. Þess vegna för- um við þótt ekkert bendi til að nokkur fiskur fáist. Við höfum hiakkað til í langan tíma og það er ekki svo Iítill hluti af einni veiði- ferð. Þetta hafa góðir menn bent á, síðast Stefán Jónsson í bókinni sinni um iífsgleði á tréfæti. Ég hefði kannski átt að skrifa Stefán Hér ætla ég að segja frá ágætri veiðiferð sem við fórum í þrír félagar, rétt fyrir miðjan ágúst í fyrra. Ferðinni var heitið austur í Skaftá heitinn Jónsson. Það er kórrétt orðalag en mörg ár munu líða áð- ur en það fær réttan hljóm, svo snarlifandi sem hann er í huga mínum. Nú, nú. Það er líklega rétt að halda sig við efnið. Við ætluð- um að veiða í Hólmunum og reyndum það. Affinn var eins og til stóð, enginn, en litið gerði það. Við yfírgáfum svæðið á öðmm degi fullir af gleði yfir því að þótt fiskurinn hafi platað okkur svolít- ið heföi útsýnið bætt það upp. Því lengra sem komið er fram á sand- ana, því fallegri verður sýnin inn til Iandsins. Hugsið ykkur, austast er Öræfajökull og síðan allur íjallahringurinn til vesturs og endar í Mýrdalsjökli og Hjörleifs- höfða. Væri það ekki fiskurinn hefðum við líklega ekki farið á þessar slóðir. A þessum tíma er ekki um marga kosti að velja fyrir veiðimenn þama á svæðinu, ef birtingurinn bregst. Við fómm upp að Klaustri. Þar hittum við ágætan mann og veiðikló, Odd Eggertsson. Hann var að klambra saman fyrirstöðu í Skaftá fyrir neðan brúna að sunnanverðu. Þetta var timburþil sem náði nokkra metra út í ána. Svo ætlaði Oddur að hengja net við djúpend- ann á fyrirstöðunni. Við spurðum almæltra tíðinda einkum varðandi veiði. Oddur hafði óljósar fréttir af bleikju í Núpsvötnum. Þá var nú ekki beðið boðanna heldur þeyst austur að Maríubakka í Fljótshverfi. Þar hittum við Guðna bónda sem tók okkur ljúf- mannlega. Jú, víst mættum við skoða Núpsána. Hann vissi ekki nema verið gæti að menn væra innfrá og þá með leyfi, væri svo skyldum við draga okkur í hlé. Það var fastmælum bundið að við hefðum samband við Maríubakka um kvöldið ef nokkrar fféttir væm af veiði. í okkur var spenn- ingur að reyna nýja veiði á nýjum stað og fljótlega vomm við komn- ir inn með Lómagnúp að austan. Þama em flóðgarðar vegna Súlu- hlaupa og við komum að ánni rétt innan við þá. Núpsáin er falleg þar sem hún kemur fram með hömmnum þama. Drengir snör- uðust i vöðlur og vesti, hengdu háf á bakið og skiptu um flugu á hlaupum. Nú var nefnilega ekki eftir neinu að biða. Við ösluðum ána á vaðinu og reyndum veiði í hyl eftir hyl. Fljótlega varð okkur ijóst að auðvitað yrðum við að ganga góðan spotta inncftir og reyna veiði þar. „Við skulum ganga veginn í korter." Já, við gerðum það. Þá hafði opnast sýn til hamranna miklu inn með núpn- um og við ákváðum að fara ögn lengra. Þá fór að sjást betur inn til skógarins og áður en við vissum af var stefnan sett þangað. Við skálmuðum áfram og vomm kátir. Einhver glóra kom yfir Sæbjöm. Hann gmnaði að langt væri inn- eftir og varla styttra til baka. Hann fór að impra á því að líklega væri skynsamlegt að láta þetta gott heita, sveigja héma vestur að ánni og veiða svo niðureftir. Já, ætli það ekki, það væri líklega best sögðum við. Við sveigðum svo í vestur sjálfsagt eina 20 metra en það er fljótlegt að breyta stefhu og nú var hún allt í einu í hánorður. Ég held að við Karvel höfum ekki tekið eftir neinu og Sæbjöm lét gott heita í bili. Hann reyndi aftur. Þetta væm margir kilómetrar eftir þama inn að hól- unum. Já, já, þetta þýðir sjálftsagt ekki sögðu við, við skulum bara beygja. Samt var skálmað í há- norður sem fyrr. Sæbjöm and- mælti með rökum. Við Karvel hlógum. Hann sagðist hlakka til að heyra hláturinn í Sigurði þegar við nálguðumst bílana með kvöldinu. Við hlógum þá bara enn hærra. Hann sá auðvitað að hér yrði engu um ráðið. Mennimir væm óðir. Okkur sýndist degin- um ljósara að þetta væri örstutt og stefndum sem fyrr á hólana, sem munu heita Rauðabergshólar. Þar teygir sig gróðurtorfa austur á aurinn. Eftir langa göngu komum við að ánni þar sem hún féll vest- ur með torfunni að sunnanverðu. Hún kemur þama á ská frá brekk- unum að austan og fellur rakleitt að berginu að vestanverðu. Hún fylgir svo berginu eða fjallinu alla leið niður að görðum þar sem við skildum bílana eftir. Þama kæld- um við okkur. Rifum vöðlumar niður á hæla og létum svitann dampa. A meðan skimuðum við eftir líklegum veiðistöðum. Ekki 14 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 11. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.