Þjóðviljinn - 17.05.1991, Síða 4
anum lagði hann áherslu á að ekki
mætti hætta að leggja rækt við
aðra markaði fyrir fisk, svo sem
Bandaríkjamarkað og Japans-
markað.
Krístin sagði að yfirlýsingin
væri staðfesting þess að verið
væri að stíga stórt skref inní EB.
Hún sagði að ekkert væri orðið
eftir af fyrirvörum og að ljóst
væri að verið væri að afsala sér
fullveldinu til dæmis með hinni
sjálfstæðu stofnun Efta-ríkjanna
þar sem verið væri að afsala sér
völdum til yfirþjóðlegrar stofhun-
ar.
Þá kom hún inná fyrirhugað-
an dómstól EES-svæðisins og
taldi það brot á stjómarskránni og
væri það ekki bara sitt álit, heldur
einnig Gunnars G. Schrams sem
teldi dómstólinn hæstarétt í mál-
um þjóðanna og að við yrðum að
hlýta úrskurðum hans. Þá benti
hún á, líkt og Ólafur Ragnar, að
Gro Harlem Brundtland teldi
samninginn það veigamikla
breytingu að til þyrfti samþykki
3/4 þingmanna Stórþingsins
norska.
„Vandinn er að þegar þessi yf-
irlýsing er lesin þá stangast hún -
að því er virðist - á við það sem
utanríkisráðherra segir,“ sagði
Ólafur Ragnar og átti við hvort
um væri að ræða afsal á fullveldi
þjóðarinnar eða ekki. Hann benti
á afstöðu Norðmanna og sagði að
sama ætti við um Svisslendinga
sem hafa uppi miklar efasemdir
um samninginn einmitt á full-
veldisforsendum. Þá sagði Ólafur
Ragnar að fullyrðingar Jóns Bald-
vins stönguðust einnig á við það
sem margir sérffæðingar í þessum
efnum hér á landi teldu. Hann
sagði að nauðsynlegt væri að
komast að því hver hefði rétt fyrir
sér, hvort það væru forsætisráð-
herra Norðmanna, eða forystu-
menn Svisslendinga, eða Gunnar
G. Schram og fleiri sérffæðingar
sem telja að þurfi að breyta
stjómarskránni íslensku vegna
samningsins. „Eða er það bara
þannig að Jón Baldvin Hannibals-
son einn hafi rétt fyrir sér?“
spurði Ólafur Ragnar. Vegna
þessa taldi hann nauðsynlegt að
úrskurðað yrði í þessum máli af
utanríkismálanefnd.
Hann sagði augljóst að EES-
lög ættu að vera æðri íslenskum
lögum samkvæmt yfirlýsingunni,
að hin nýja Efta-stofhum ætti að
hafa sama vald og framkvæmda-
stjóm EB og hafa þannig yfir-
þjóðlegt vald, að augljóst væri að
erlendir menn ættu að hafa sama
rétt til jarðarkaupa og íslendingar,
rýmka ætti heimildir til innflutn-
ings landbúnaðarvara, félagsmál,
einsog vinnumálalöggjöf, ætti að
taka fyrir innan EB en ekki Efta,
illskiljanlegt öryggisákvæði
kæmi í stað fyrirvara. Niðurstöð-
una af öllu þessu sagði Ólafur
Ragnar vera að Effa hafi fallist á
allar kröfur EB sem hefði haft
sigur í þessum málum. Eftir væru
sjávarútvegsmálin og þar hefði
ekkert gerst í eitt og hálfl ár. Eng-
in viðurkenning hefði komið á
sérstöðu íslands og dramatísk út-
ganga aðalsamningamanns ís-
lands hafi algerlega verið hunsuð.
„Utanríkisráðherra er orðinn
svo örvæntingarfullur að hann
dregur vamarsamning íslands og
Bandaríkjanna uppá borðið,"
sagði Ólafur Ragnar, en Jón Bald-
vin hefur sagt í Qölmiðlum, að
hemaðarlegt mikilvægi íslands
gæti ráðið úrslitum í samningun-
um. Ólafur Ragnar spurði Jón
Baldvin hvort hann hyggðist
segja upp samningnum til að ná
betri taflstöðu í EES- samningn-
um.
Máiið varð ekki útrætt í gær-
dag og var kvöldfundur boðaður,
þannig Þjóðviljinn gat ekki fylgst
með svörum Jóns Baldvins við
fjölmörgum spumingum áður en
blaðið fór í prentun.
-gpm
Þingmenn á vorþingi fylgdust með umræðum um hið Evrópska efnahagssvæði I gær. Hér eru allt nýliðar á ferð, þau Jóhann Ársælsson, Abl., Lára
Margrét Ragnarsdóttir, Sjfl., Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvl., Kristinn H. Gunnarsson, Abl., og forsætisráðherrann Davlð Oddsson. Myndir: Jim
Smart.
Utanríkismálanefnd úrskurði
hvort um sé að ræða
fullveldisafsal eða ekki
Olafur Ragnar Grímsson
formaður Alþýðubanda-
lagsins fór formlega fram á það
að nýkjörin utanríkismála-
nefnd Alþingis kalli til sín sér-
fræðinga og úrskurði um hvort
samningar um Evrópskt efna-
hagssvæði feli í sér afsal íslands
á fullveldi þjóðarinnar eða
ekki. Hann fór fram á þetta í
umræðum um munnlega
skýrslu utanríkisráðherra um
stöðu viðræðnanna um efna-
hagssvæðið í sameinuðu þingi í
gær. Ólafur Ragnar taldi málið
svo mikilvægt að ekki væri
óeðlilegt að Alþingi sæti fram-
undir júnílok og fjallaði um
samninginn, en fyrirhugað er
að skrifa undir samninginn
verði hann tilbúinn 24. júní.
Ólafur Ragnar sem á sæti í ut-
anríkismálanefnd sagði að álit
manna á því hvort um væri að
ræða fullveldisafsal eða ekki væri
það mismunandi að nauðsynlegt
væri að nelndin fjallaði um það
mál. Hann taldi rétt að hún hæfist
strax handa þar sem samningamir
væru komnir langt og að kalla
ætti til innlenda sérfræðinga í
þessum málum og jafnvel er-
lenda; málið væri brýnt, enda
varðaði það sjálft fullveldi þjóð-
arinnar.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra lýsti niðurstöðum
ráðherrafundar Evrópubandalags-
ins og Efta- ríkjanna um hið evr-
ópska efnahagssvæði og sameig-
inlegri yfirlýsingu þeirra um
framvinduna í Bmssel á mánu-
dagskvöldið var. Um yfirlýsing-
una hefur verið fjallað í Þjóðvilj-
anum, og kom Jón Baldvin í gær
einsog áður inn á það að ósamið
væri um þrjú mikilvæg atriði:
Landbúnað, sjávarútveg og
byggðasjóð svokallaðan. Þetta
hefur Jón Baldvin kallað hina
vanheilögu þrenningu.
Þá vék Jón Baldvin að öðmm
þáttum yfirlýsingarinnar, en
gagnrýnt hefur verið að hún fæli í
sér - ef af samþykkt yrði - afsal
íslands að einhverju Ieyti á full-
veldi þjóðarinnar. Hann sagðist
leggja á það höfuðáherslu að allt
tal um afsal fullveldisréttar þjóð-
arinnar eða afsal á valdi dómstóla
í hendur yfirþjóðlegs valds ætti
sér engin rök. Hann sagði að það
væri um ekkert afsal af hálfu lög-
gjafarsamkunda Efta-ríkjanna að
ræða, enda yrðu ekki teknar
ákvarðanir innan EES nema með
fullu samkomulagi, þannig að all-
ar þjóðimar hefðu nokkurskonar
neitunarvald.
í þessu sambandi kom hann
inná öryggisákvæðið svo kallaða,
en það kemur nú inn í stað þeirra
varanlegu fyrirvara sem þjóðirnar
höfðu um hin ýmsu mál áður. Ör-
yggisákvæðinu á að vera hægt að
beita í hvert skipti sem alvarleg
efnahagsleg, þjóðfélagsleg,
og/eða umhverfisvandamál
kæmu upp. Taldi Jón Baldvin
betra að hafa svona almennt ör-
yggisákvasði, heldur en að hafa
mörg sértæk ákvæði. Hann sagði
að það væri skilyrðislaust á valdi
ríkisstjóma að beita þessu ákvæði
að uppfylltum vissum skilyrðum
sem hann þó nefndi ekki hver
væru.
Utanríkisráðherra taldi mikil-
vægt að menn gerðu greinarmun á
EB og EES. „Evrópubandalagið
er tollabandalag," sagði hann, „en
Evrópska efnahagssvæðið er það
Auk þess bætti hann við að
ákvarðanir innan EB væm teknar
af meirihlutanum, en innan EES
yrðu allir að vera sammála.
Aðrir sem tóku til máls vom
utanrikissráðherra alls ekki sam-
mála. Samkvæmt yfirlýsingunni
frá mánudeginum á að koma á fót
stofnun innan Efta-ríkjanna sem
yrði svipuð og framkvæmdastjóm
EB.
Áhyggjufullir formenn ríkisstjómarflokkanna hlustuðu einnig á umræð-
urnar, en Friðrik Sophusson fjármálaráðherra gluggar sennilega (ríkis-
fjármálin. Við hlið hans þungt hugsi Jón Baldvin Hannibalsson utanrlkis-
ráðherra og Davlð Oddsson forsætisráðherra.
ekki.“ EES er ekki bundið af
landbúnaðarstefnu, né af sjávar-
útvegsstefnu. lnnan EES er ekki
stefnt að afnámi landamæra. Inn-
an EB er um að ræða afsal þjóð-
þinga til yfirþjóðlegra stoíhana
bandalagsins. „Ekkert af þessu er
til umræðu innan EES,“ sagði ut-
anríkisráðherra, „það er ekki á
samningssviðinu.“ Hann talaði
síðan um sameiginlegan íjárfest-
ingarbanka innan EB, um að í
undirbúningi væri að koma á fót
stofnun um sameiginlega utanrík-
isstefnu, og hann talaði um mynt-
bandalagið fyrirhugaða innan EB.
Jón Baldvin sagði að ekkert af
þessu væri til umræðu varðandi
EES og væru þetta allt rök þess
efnis að öll gagnrýni um full-
veldisafsal styddist ekki við rök.
Steingrímur Hermannsson
fyrrverandi forsætisráðherra vildi
fá svör við því hvort ekki væri um
að ræða yfirþjóðlega stofnun.
Hann taldi að mörgum spuming-
um væri ósvarað varðandi þessa
yfirlýsingu. Þá sagði Steingrímur
að við athugun þætti sér ávinning-
urinn af samningnum minni en
gert hafði verið ráð fyrir í upp-
hafi. Hann sagði að margir hefðu
glýju í augunum vegna EES, en
menn yrðu að gaumgæfa það
vandlega hvort ávinningurinn
væri nokkuð meiri en sá sem við
höfum í gegnum bókun 6 sem
fjallar um tollfríðindi á EB-mark-
aði. Hann varaði við því að setja
öll egg þjóðarinnar í eina körfu,
og líkt og Ólafur Ragnar og Krí-
stín Einarsdóttir frá Kvennalist-
HANDBRAGÐ MEISTARANS
Bakarí
Brauðbergs
Ávallt nýbökuð brauð
-heilnæm og ódýr-
Aðrir útsölustaðir:
Hagkaup-Skeifunni
-Kringlunni
-Hólagarði
Verslunin Vogar,
Kópavogi.
Brauðberg
LAuhilar 2-6 siraí 71539
Hreunberg 4 tími 77272
4.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991