Þjóðviljinn - 17.05.1991, Page 14

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Page 14
Bókvitiö, askarnir og frelsið Við getum ekki varið frelsi til náms, jafnrétti til náms með þeirri hagfræðiröksemd einni saman að menntun sé „besta fjárfestingin". Einu sinni sem oflar sat ég í heitum potti þar sem umræðan fer fram. Þar voru dugnaðarlegir karlar að kvarta yfir skólafargani. Nú eru allir í skólum, sögðu þeir, og til hvers? Enginn vill lengur vinna i undirstöðuatvinnuvegun- um. Skólar sem geymslur Þeir voru ekki allir á sama máli. Einn þeirra sagði sem svo: Þótt allir strákar vildu verða sjó- menn og bændur þá ætlar enginn að leyfa þeim það (Þetta var fyrir nokkrum árum, en þá þegar ástæða til að mæla svo). Fólki i framleiðslugreinum fækkar alls- staðar hratt. Þegar við vorum unglingar, þá var þörf fyrir okkar vöðkvakraft í allskonar púls- vinnu. Svo er ekki lengur. Meðal annars vegna tæknibyltingar. Það er óþarft að kvarta yfir því að allir séu í skólum, sagði þessi andmælandi. Hvar á unga fólkið annarsstaðar að vera? Það er þegjandi samkomulag um að geyma það tiltölulega lengi í skólum til þess að slá því á frest að það komi út á vinnumarkað. Þaövarbeðið eftir okkur Ég hlustaði á þetta og hugsaði sem svo: Skratti er það dapurlegt ef menn hugsa um skóla sem geymslustað fyrst og fremst. Það gerir allt skólalíf svo dauflegt. Fleiri og fleiri hlýtur að finnast að skólagangan sé einhver marklaus leikur sem enginn veit til hvers er. Við sem vorum að taka stúd- entspróf fyrir 30-40 árum, við vorum heppin. Að vísu voru þá þegar uppi svartsýnar spár um að það væri verið að framleiða alltof mikið af menntafólki í landinu. En þær spár voru út í hött. Við vorum i ungu samféiagi og það var svo ótal margt sem var ógcrt. Ótrúlega margir áttu þess kost að vera þeir fyrstu eða svo gott sem fyrstir til að taka upp tiltekið nám. Óg þótt menn væru óhagsýnir og ruglaðir í námsvali, þá bjargaðist það einhvemveginn. Þessi kyn- slóð hafði þann byr með sér að það var beðið eftir henni. Víða. Allt fullt hér Þetta er vitanlega löngu liðin tíð. Skólar hafa vaxið og náms- brautum Ijölgað og nemendum enn meir. Það hefur verið í gangi margháttuð fyrirgreiðsla til að tryggja jafnrétti til náms og hún cr mikill búhnykkur öllum sem er illa við forréttindi (eins og þau að efnahagur ráði námsmöguleik- um). En þessi aðstoð, hún þýðir HELGA vitanlega að kostnaður við menntun er mjög niður greiddur. Og að öllu samanlögðu stöndum við uppi með þá útkomu, að það er ekki nokkur leið að framleiða „störf við hæfi“ hvers og eins með sama hraða og útskriftum fjölgar. Það verð sem menn greiða fyrir jafnrétti til náms er það, að þeir sem lokið hafa námi koma æ fleiri að luktum dyrum: Hér er allt fullt, vinur. Og er nokkuð við því að gjöra? Ekki margt. Ef menn ætl- uðu að fara að skammta náms- möguleika í nafni atvinnuöryggis í framtíðinni, þá kæmi upp miklu verri staða. Annaðhvort sú að þeir sem ættu rika foreldra sem gætu borgað „það sem menntun kost- ar“ (markaðshyggjan) sætu íyrir námi. Eða þá að starfsstéttir kæmu á ströngum kvótum eins og í læknadeild: hver og einn hópur tæki sér vald til að ákveða „þörf‘ fyrir nýja sérfræðinga á hveiju sviði. Lögmál markaöarins Við búum við nýja ríkisstjóm. Að henni standa ýmsir þeir sem daðra við hugmyndir um að lög- mál markaðarins ráði meiru en þau hafa gert um námsval og námsmöguleika. Hvað úr því verður, veit enginn. En líklegt er að menn þurfí á næstunni að gefa þessum málum aukinn gaum og skoða þá ýmiskonar ringulreið sem Iíklegt er að hver og einn finni í sínum kolli. Við höfum nefnilega öll stað- ið í því í meiri eða minni mæli að réttlæta „mcnntunarsprenging- una“ með vígorðinu: „Menntun er besta fjárfcstingin.“ Þetta hirtu menn einhversstaðar upp af göngu sinni, kannski úr einni af skýrslum Samcinuðu þjóðanna þar sem reiknað er út samræmi milli velmegunar og menntunar í einstökum ríkjum. Og auðvitað er þetta vígorð ekki út í hött. Það er auðveldara fyrir samfélag að ráða við örar breytingar, tcngdar tæknibyltingu, ef góð almenn menntun er í landi og svo kostur á þeirri sérmenntun sem hclst er eAir kallað. Hann er ekki réttlátur En hitt cr svo blácygur bama- skapur, scm skýtur upp kolli hér og þar, að vilja líta svo á, að t.d. háskólanám hljóti alltaf að vera fjárfesting sem skili sér. Og ef hún geri það ekki (t.d. þegar kennarar em ósáttir við laun sín), þá cr því um kcnnt að það skorli pólitískan vilja til að viðurkenna í vcrki lögmál markaðarins. Sjáiði bara sérfræðinga í cinkageiran- um, segja menn. Við cigum að hafa sömu tekjur og þeir. Við höfum svipað nám að baki. Þetta dæmi gengur vitanlega aldrei upp. Nú sem fyrr er það svo, að sumt nám er ávísun á háar tekjur (læknanám, sumt verk- fræðinám ofl.), en annað ekki. Þeir verða alltaf margir sem taka á sig þann lífsháska að velja sér nám scm ekki er nein sérstök eft- irspum eftir, hvorki í einkageira né ríkisgeira. Vinnumarkaðurinn hefur aldrei verið réttlætiskerfi sem úthlutar hverjum og cinum það scm hann á skilið (furðulegt reyndar hvc margir trúa því). Verð á menntun getur líka hæg- lega fallið í verði: Einu sinni gátu viðskiptafræðingar gengið að all- góðum störfum í cinkageiranum, nú er svo komið framboði á þeim, að nýútskrifaðir úr þeirri deild Icita fyrir sér um kennslu í fjöl- brautarskólum. Gæði lífsins Menntun getur verið góð fjár- fcsting í bókstaflegri merkingu þess orðs. En hún er alveg eins vond tjárfcsting (í lífskjörum reiknað) eða að minnsta kosti fjárfesting scm ekki verður mcð nokkru móti reiknuð út á hag- skýrslum. Og þá cr komið að því scm ókurteislegt cr að tala um á hagskýrsluvæddum tímum: að menntun hafi gildi í sjálfu sér, að hún auðgi mannlífið, elli skilning og yfirsýn, hjálpi upp á lífsnautn- ina frjóvu og alcflingu andans eins og Jónas kvað. Að hún sé Ámi Bergmann merkilegur þáttur af þeim gæðum lífsins sem erfitt er að verð- merkja. „Það sem best er í lifinu er ókeypis," sagði í gömlum slag- ara. Það er líka ókurteislegt að tala um þetta vegna þess, að menn gætu tekið slíku hjali sem van- mati á kjarabaráttu menntastétta eða eitthvað í þá veru. En þó er það svo, að við getum ekki varið „rétt til náms“ í alvöru með því að vísa á það eitt að menntun sé „besta fjÉirfestingin“. Sá sem hengir sig í þeim málflutningi, hann er fyrr en varir fastur í rök- semdum sem snúast með einum hætti eða öðrum gegn því frelsi til menntunar sem við höfum búið við um skeið. Margrét Thatcher í hnappasteypuna Laun heimsins eru vanþakklæti: Ekki er Margrét Thatcher fyrr komin af stóli forsætisáðherra í Bretlandi en eftirspurn á brons- styttum af henni fellur niður í ekki neitt. Clive Mounsay heitir aðdá- andi jámfrúarinnar og eigandi málmsteypu. Hann lét fara saman aðdáun á Margréti Thatcher og hagnaðarvon eins og gengur. Og árið 1988 tókst honum að selja fjórtán þúsund stykki af litlum bronsstyttum af þessu heimilis- goði íhaldsmanna. Mounsay hafði fyrir skömmu látið steypa um þúsund nýjar styttur af jámfrúnni og ætlaði að selja þær á 138 pund stykkið (um fjórtán þúsund krónur). En eftir- spumin er horfin: aðeins þrjú ein- tök hafa selst af þessari útgáfu. Clive Mounsey vill sjálfur út- skýra þessa sölutregðu með vax- andi fjárhagsáhyggjum Breta: menn treysti sér ekki í annan eins lúxusgrip á erfiðum tímum. Hitt gæti verið nær sanni að gleymska manna á íjölmiðlaöld er feikna- Iega róttækt afi: fyrrverandi for- sætisráðherra er fyrr en varir orð- in sú gamla síld sem enginn vill líta við. Haft er fyrir satt, að til- boðsverð í endurminningar frú Thatcher, sem skipti miljónum punda fyrst eftir að hún neyddist til að segja af sér, sé þegar á hraðri niðurleið. Valda þar um meðal annars vonbrigði útgefenda end- urminninga Ronalds Reagans, sem punguðu út miklu meira fé fyrir útgáfuréttinn en inn gat komið. 14. SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991 ítr ‘‘.ei'-s-•t hy rmr rn .rnajw.'i/W

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.