Þjóðviljinn - 17.05.1991, Síða 17
Ágúst
Borgþór
Sverrisson
PISTILUNN
Hálfspekikenning
um fullorðna
táninginn
Það er erfitt að negla niður
manngerðir og ákvarða þær í
stuttu máli. Erfitt? Það er út í
bláinn. En þetta er einmitt
það sem ég ætla að gera núna
og þið hjálpið mér. Þið ætlið
að rýma tíl í hugskotinu og
draga upp mynd af manni
þegar Iíður á þennan pistU. Að
því loknu sitjum við ÖU uppi
hvert með sína mannsmynd-
ina í koUinum og höfum leikið
á ldisjurnar: af stöðluðum lýs-
ingum kvikna einstæðar per-
sónur í orðleysinu handan
þeirra. Og þar með fá órök-
studdar getgátur mínar um
tíltekinn hóp samborgara
okkar trúverðugleika: hálf-
spekikenningin um fullorðna
táninginn.
Hálfspeki tel ég vera lítt
fræðilega grundaða dóma um
mannlegt eðli. Vegna undir-
stöðuleysis síns verða þessir
dómar ekki of almennir og geta
því raunverulega sagt okkur
eitthvað um fólk í hversdagsleg-
um skilningi hvort sem það á
við rök að styðjast eða ekki.
Hálfspekin nýtur sin best í sögu-
skáldskap þar sem höfundurinn
þarf ekki að alhæfa neitt með
sleggjudómum sínum, heldur
segir sögu einnar persónu sem
óvart var svona og svona en
ekki hinsegin, og lesandinn situr
uppi með trúverðuga persónu
sem á sér ótal fyrirmyndir í lif-
inu að honum finnst. Það tekur
hins vegar langan tíma að skrifa
skáldsögu og er auk þess vafa-
laust þrautleiðinleg og seinleg
þrælavinna (nógu erfitt er nú að
hnoða saman þessum pistli) og
þess vegna ætlum við að stytta
okkur leið með fyrrgreindum
hætti.
Það eru til margar gerðir af
fúllorðna táningnum eins og þið
eflaust vitið, en ég hef aðeins
eina ákveðna tegund í huga og
raunar aðeins afbrigði af henni.
Lýsingin gæti átt við marga að
hluta til, en óvíst er hvort hún á
við nokkum að öllu leyti. Er hér
komið lifandi eðli hálfspekinn-
ar.
Fullorðni táningurinn minn
(okkar) er þrítugur karlmaður.
Heimili hans þekkist úr í hverf-
inu vegna umgengninnar um
lóðina. Þar er a.m.k. eitt ryðgað
bílhræ, lánuð verkfæri eins og
hráviði (hann á að vera búinn að
skila þeim), partar af limlestum
reiðhjólum, spýtnabrak og bil-
aður bátmótor. Alls konar leifar
úr dagdraumum sem vel hefðu
getað orðið að veruleika ef það
væri ekki svona leiðinlegt og
lýjandi að láta þá rætast. Ljóm-
inn hverfur af þeim við fyrstu
handtökin. Nágrannamir ætla að
kæra hann fyrir sóðaskapinn, en
gera það ekki. Þeir lofa sjálftim
sér því, en koma sér ekki til
þess. Ástæðan er sú að fúllorðni
táningurinn er fjandi viðkunn-
anlegur í ffamkomu. Hann er
fyndinn og skemmtilegur og
bræðir þá í hvert skipti sem þeir
koma til að kvarta. Hann vill
líka öllum vel og lofar óbeðinn
aðskiljanlegustu greiðum upp í
ermina á sér. En hann er gleym-
inn og stendur við fátt.
Ef einhverjir nágrannanna
ætla í alvöru í hart þá er það
fjölskyldan á neðri hæðinni. Og
það er ekki út af ruslinu á lóð-
inni þó henni finnist það nógu
slæmt. Hún lætur hins vegar
ekki lengur bjóða sér þennan
næturhávaða, drykkjulæti og
botnskrúfað skallapopp. Heim-
ilisfaðirinn barði froðufellandi
að dyrum um fjögurleytið að-
faranótt síðastliðins sunnudags,
en var bræddur í gættinni með
ótal afsökunarbeiðnum og boð-
ið í glas sem hann þáði með
semingi, en kom þó slompaður
til baka með munnlegt tilboð frá
fullorðna táningnum um að
verða meðeigandi í nýju fyrir-
tæki. „Við eigum eftir að gera
það gott, þú og ég“, drafaði fixll-
orðni táningurinn þó að undir-
niðri hafi hann engan áhuga á
því að verða ríkur. En hann er
aðþrengdur og þarf á peningum
að halda. Hann hefúr þokkaleg-
ar tekjur, en áhugamálin eru dýr
og stopul í senn (skotveiði, lax-
veiði, köfún, einkaflug, hljóm-
flutningstæki, hreinræktaðir
hundar, bátar, sjóskíði, bílar,
mótorhjól, farsímar) og hann er
ófeiminn við að slá sér lán sem
ekki er útlit fyrir að hann geti
borgað. Vel á minnst: Hefúrðu
nokícuð skrifað upp á víxil hjá
honum - ekki gera það. Og ekki
lána honum peninga nema þú
þurfir ekki að fá þá til baka.
Fullorðni táningurinn hefúr
lagt gjörva hönd á margt þrátt
fyrir ungan aldur. Hann skiptir
oft um atvinnu. Stundum keyrir
hann leigubíl eða sendibíl,
stundum er hann í byggingar-
vinnu, stundum fer hann á sjó-
inn og stundum gengur hann um
bæinn með litla svarta skjala-
tösku og er í bisness. En hann er
óheppinn með umboð.
Fullorðni táningurinn er allt-
af að skemmta sér. Hann er
drykkjusjúkur. Hann sér í ljóma
fyrstu fyllerisárin þegar hann
var raunverulegur unglingur og
hafði leyfi til að vera táningur.
Hann rifjar oft upp sögur frá
þessum árum þegar hann er í
glasi, en aldrei kemst hann i
sama algleymisástandið og þá
jafúheitt og hann þráir það.
Honum leið raunar ekki jafú vel
á þessum tíma og hann telur sér
trú um núna, hann var haldinn
eirðarleysi og kveljandi þrá eftir
algleyminu sem hann komst
heldur ekki í þá, þó hann telji
sér trú um það núna. Hann var
bara fúllur, glaður og dapur í
senn.
Fullorðna táningnum mis-
tekst flest sem hann tekur sér
fyrir hendur og honum gengur
illa að koma undir sig fótunum.
Fólk spyr hann hvenær hann
ætli að fnllorðnast. Meðal spyij-
enda er konan hans, ef hún er þá
ekki farin frá honum. Þegar
hann var bam þráði hann að
verða fúllorðinn og sjálfráða.
Nú vill hann vera bam og losna
undan ábyrgð sjálffæðisins.
Sem drengur var hann
blanda af ærslabelg og draum-
lyndingja sem sópaði að sér at-
hygli jafúaldra sinna með lyga-
sögum og skýjaborgum. Honum
var ýmislegt til lista lagt. Hann
var laghentur, lærði snemma að
gera við og smíða. Hann hafði
líka aðra hæfileika sem lítið var
hirt um: Hann var lagviss og
músíkalskur, flínkur að teikna
(en hefúr síðan aldrei teiknað
neitt nema bíla og vélar sem
hann gerir raunar skrambi vel)
og hann hafði mikið hugmynda-
flug og sköpunargáfti. Það
tvenna síðamefúda var í álika
metum og hamstursspýja. Hann
var og hefúr alltaf verið tilfinn-
inganæmur og auðsærður. En
hann lærði fljótt að bæla slíkt
niður. Fullorðni táningurinn er
fagurkeri að eðlisfari, en veit
ekíci einu sinni hvað það orð
þýðir. Hann hefði getað lært og
menntast, en fékk snemma of-
næmi fyrir skóla. Tilhugsunin
um lyktina af strokleðri eða
töfluló'ít eða hljóðið í skóla-
bjöllu er honum ennþá næstum
óbærileg.
Fullorðni táningurinn er
vissulega draumóramaður, en
hann kann ekki að láta sig
dreyma. Draumar hans leiða til
glötunar. Hann hafði hæfileika,
en þeir beindust snemma inn á
blindgötur: að verkefúum sem
hæfa ekki eðli hans. Hann hefúr
listamannseðli, en þolir ekki
listamenn. Það kenndi honum
enginn að hlusta á steinana tala,
þess í stað var hann fylltur af
nytsemissjónarmiðum og karl-
remburausi.
Við þekkjum öll farsæl af-
sprengi tæknihyggju og íhalds-
samra karlmennskuhugmynda.
Þetta eru pottþéttar fyrirvinnur,
skynsamir menn, fljótir að
hugsa og duglegir. Þeir hafa tak-
markað hugmyndaflug og þurfa
ekki á því að halda. Það myndi
flækjast fyrir þeim. Þeir hafa
litla sköpunargáfú. Þeir hrista
hausinn ef þeir rekast á órímað
Ijóð eða sjá málverk sem ekki er
landslagsmynd. Þeir hafa ekkert
á móti námi fyrir aðra, þó að
sjálfir hafi þeir ekki þurft neitt
að læra, en þeir vilja að háskól-
inn verði tengdur meira við at-
vinnulífið og vissar greinar
lagðar niður. Þeir hafa báða fæt-
ur á jörðinni, vita það sem þeir
þurfa að vita, en vanþekking
þeirra er þeim hvergi fjötur um
fót.
Fullorðni táningurinn er
fæddur inn í þetta umhverfi, en
hann á ekki heima þar. Þar ligg-
ur hundurinn grafmn.
Fullorðni táningurinn gerir
sig oft glaðan, en hann er ekki
hamingjusamur. Og málin eiga
eftir að versna. Hann er vissu-
lega ekki illa úr garði gerður og
hefúr góðan efúivið í hamingju
fólginn í sér. En hann hefúr
rangan bakgrunn. Hann fæddist
ekki inn í sinn rétta hugmynda-
heim. Hann er fagurkeri í fötum
þröngra nytsemissjónarmiða.
Og þar með botnum við þessa
vafasömu kenningu. En þið get-
ið kannski breytt henni í góða
sögu og fyllt hana þar með af
sannindum.
Sólveig Eggertsdótttir í vinnustofu sinni.
Myndlist
kvenna
í Listasalnum Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, verður opnuð
myndlistarsýning laugardaginn
18. maí. Þetta er sölusýning.
Það er lokað á mánudögum en
sýningin er annars opin virka
daga kl. 10-18 og 14-18 um
helgar.
Það er myndlistarkonan
Kogga (Kolbrún Björgólfsdóttir)
sem sýnir verk unnin í steinleir og
postulín. Þetta em skálar og vasar
í óvenjulegum stærðum, allt uppí
180 sentimetra á hæð. Þetta er
fimmta einkasýning Kolbrúnar,
en hún hefúr einnig tekið þátt í
fjölda samsýninga. Kolbrún rekur
eigið verkstæði og gallerí á Vest-
urgötu 5 í Reykjavík. Hún fæddist
á Stöðvarfirði, en hefúr stundað
myndlistamám í Reykjavík,
Kaupmannahöfn og Bandaríkjun-
um.
Sama dag, laugardaginn 18.
maí, opnar Sólveig Eggertsdóttir
sýningu á myndverkum sínum í
Galleri einn einn við Skólavörðu-
stíg 4a. Sólveig útskrifaðist úr
myndmótunardeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands vorið 1990
og hefúr verið gestanemandi við
sömu deild í vetur. Þetta er fyrsta
einkasýning Sólveigar. Verkin em
lágmyndir og þrívíddarverk úr
ýmsum efúum, svo sem ryðjámi,
sóti, bývaxi, gleri, ljósmyndum
o.fl. Sýning Sólveigar er opin alla
dagakl. 14.00-18.00. Henni lýkur
30. maí.
Tíska
Börn
í stað lóða
Nýjasta æðið vestanhafs er
leikflmi með ungabörn í fanginu
Hvert æðið tekur við af öðru í
líkamshreystistöðvunum. Kan-
arnir ríða á vaðið og hinar þjóð-
irnar fylgja á eftir. Það nýjasta
er að mæta í eróbikkið með hvít-
voðunga og nota þá í stað lóða.
Segja fræðin að æfingar með
ungaböm komi mæðmnum í gott
form, auk þess sem það styrki á
meðan böndin milli móður og
bams. Auðvitað em mæðumar
ekki að kasta bömunum upp í loft
eða sveifla þeim i kringum sig,
heldur halda þær á þeim í fanginu
meðan á æfingum stendur. Þeir
sem fyrstir fóm af stað með þessa
leikfimi fyrir nýbakaðar mæður
leituðu álits sérfræðinga og lækna
áður en boðið var upp á tímana.
Bömin mega vera yngst tveggja
vikna og geta verið með þar til þau
vega allt að tíu kílóum.
Þeir sem reynt hafa leikfimina
segja að bömin slaki á meðan á
henni standi og sum þeirra sofúi
meira að segja. Sjaldgæft er að
heyra bamsgrát í stöðv-
unum, segja þeir sem til
þekkja. Hvítvoðungae-
róbikkið tekur klukku-
stund og mæðumar
liggja t.d. á gólfinu og
lyfta bömunum eða
leggja þau á magann
meðan þær gera maga-
æfingar.
Upp á síðkastið hef-
ur meira að segja borið
á því að feður mæti með
bömin sín á laugardög-
um.
Á íslandi vinna for-
eldrar mikið og ofl er
lítill tími til að huga að
heilsunni fyrir önnum
og bamauppeldi þegar
vinnu lýkur. Virðist
þetta nýja æði tilvalið
fyrir íslenska foreldra
til að komast í gott form
og eiga ánægjulega
stund með bömum sín-
um um leið.
be/The Sunday
Express
« V&NÖi «
Föstudagur 17. maí 1991NYTT HELGARBLAÐ ■
. V» v t W » l » • • «k'«
SÍÐA17