Þjóðviljinn - 17.05.1991, Side 18

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Side 18
Skáld á nýjum skóm Krístján Hreinsson heitir skáld í Reykjavík. Hann á að baki fimm ljóðabækur, eitt leikrít og nýlega kom út geisladiskur með ljóðum og textum Kristjáns sem hann syngur við eigin tónlist. Skáld á nýjum skóm heitir afurð- in og Geimsteinn gefur út. Gaml- ir félagar, Tryggvi Hubner, Pálmi Gunnarsson og fleirí, sjá um und- irleik. Krístján gaf sér tíma frá amstrí húsmóðurhiutverksins til að spjalla við Nýtt Helgarblað. - Fyrsta orðið í fyrstu bókinni var ekkert. Það fannst mér verðug byrjun. Þá hafði ég tekið mér naíhið Kristján Hreinsmögur. Mér fannst það sjálfsagt að mér yrði tekið sem ástmegi þjóðarinnar. Kristján glottir og heldur áfram: Ég hef alltaf átt gítar. Ætli ég hafi verið meira en átta ára þegar ég eignaðist fyrsta gítarinn. Maður hefur alltaf verið að dútla við að semja. Ég á svona um 300 lög með textum, þannig að það er af nógu að taka. Nýi diskurinn er samtíningur og sitthvað af því sem ég hef verið að gera, einskonar sneiðmynd af þeim rúmlega fimmt- án árum sem ég hef verið að þessu. Þetta er bara fyrsta platan. Ég ætla ekki að láta staðar numið. Ef þessi gengur illa á ég alltaf kost á að láta plötu númer tvö takast betur. Ef maður setur sér ekki bjartsýnisleg markmið þá er bara svartnætti. - Þú komst einhvað við sögu hjá hljómsveitinni Friðryk, ekki satt? - Jú, ég gaf þeim nafnið og samdi flesta textana til að byija með. Það kom út ein plata með hljómsveitinni og mér fannst skritið hvað hún gekk ilia þrátt fyrir ffam- úrskarandi hljóðfæraleik og gítar- sólóa. Auðvitað voru lögin og text- amir ekki gallalausir fremur en á minni plötu, enda er það guðdómleg heimska að ætla sér það hlutskipti í lífinu að vera fullkominn. Ofull- komleikann má alltaf bæta. - Eg spyr skáldið um Ijóða- gerð hans. - Það er ekki í tísku að yrkja rimuð Ijóð núna, segir Kristján en flest Ijóð hans eru rímuð, en þó er stór hópur fólks sem vill hafa ljóð rímuð. Mér hefur ofl verið legið á hálsi að hafa ljóðin mín rímuð, eða njörvuð eins og fólk segir. Menn vilja meina að ég fái hugann ekki til að lyftast á vit skáldagyðjunnar. Ég tel að þessu sé öðmvísi farið. Þetta er ekki svona einfalt. Það er ekki hægt að segja að órímað ljóð sé meira Ijóð en rímað ljóð og ég er ekki heldur að segja að rímað ljóð sé meira ljóð en órímað ljóð. Ég bara veit að það að yrkja rímað, með stuðlum og höfuðstöfum, allt bókstaflega heflað og þjappað niður í formið, það gefur gjörsamlega mér í geijun í marga mánuði. Það er mikill munur á ljóði og texta að mínu mati. Á disknum er megnið ljóð, en auk þess em nokkrir textar. Éjóð em alltaf að kalla fram nýjar og nýjar myndir, en textar gefa bara eina mynd. Góður texti á ekki að fá þig til að hugsa, sjáðu bara dú dú dú, da da da! - Þú titlar þig skáld. - Já,allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í gegnum tíðina hefur þjappað sér í þennan pakka, þennan límmiða, sem í dag heitir skáld. I fyrstu fannst mér ég vera í yfirstét, en í seinni tíð hef ég lært að líta á mig sem ósköp venjulegan mann. Ég er mjög einfaldur maður sem hefúr komið sér í hlutverk skáldsins með því að starfa og öðlat sífellt ný viðhorf í lífinu. Að vera skáld er eins og vera húsgagnabóistrari og gerviaugnsali, það er starf sem þú leggur þig fram í. - Hvað er á prjónunum, Kristján? - Ég er strax farinn að velja lög á næstu plötu. Sú plata verður eitt- hvað hrárri en þessi. Ég ætla mér ör- skamman tíma til að taka hana upp. I sumarlok má búast við nýrri ljóða- bók ffá mér, og skáldsaga sem ég hef verið að skrifa síðan 1980 verð- ur vonandi jólabókin í ár. Skáldsag- an heitir Islendingasaga og er á yfir- borðinu absúrd, húmorísk lýsing á sögu tveggja manna ffá vöggu til grafar. Ef kíkt er undir teppið má sjá að þessir menn hafa fengið hlut- skipti sem kemur lesendum spánskt fyrir sjónir. Ég ætla mér líka að kynna nýja diskinn með tónleikum bráðlega. Á meðan þjóðin bíður spennt eftir næstu affekum Kristjáns mæli ég með Skáldi á nýjum skóm. Disk- urinn fæst í öllum plötubúðum. Út- komin verk Kristjáns Hreinssonar: - Málverk (Ljóð 1974) - Og (Ljóð 1975) - Friðryk (Ljóð 1976) -Andandi (Ljóð 1981) - Svinastían (Leikrit 1986) - Vogrek (Ljóð 1990) - Skáld á nýjum skóm (Diskur og snœlda 1991) Skáldiö með gítarinn og soninn sjö mánaða. Pétur. Mynd: Kristinn. óendanlega möguleika. Það er alltaf hægt að skipta út orðum, og í okkar merkilega tungumáli verða til ný- yrði daglega svo óendanlegir mögu- leikar blasa alls staðar við í því að yrkja rímað. - Hverjar eru uppsprettur Ijóðanna? - Ég er voðalegur sófaheim- spekingur í mér. Ég les mikið, kynni mér breitt svið tilverunnar. Ég hef verið að lesa kjameðlisffæði og heimspeki frá Plataó og Aristóteles til dagsins í dag. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Svo les ég ógrynn- in öll af ljóðabókum, en uppsprettan er samt aðallega lífið og tilveran. Það er margþætt samspil í huganum sem maður nær niður á blað. - Þú yrkir oft um útigangslíf ýmiskonar og sukk. Ertu ná- tengdur þessum efniviði? - Ég hef verið það. I dag drekk ég ekki og eina dópið er kafíi og nikótín. Það er samt tilviljun að á disknum skuli vera svona mikið sungið um þetta efni. Þama er minnst á alkahólisma, fyllerí sem enda á Kleppi, skuggahliðamar í Portinu, einsemd gamalla drykkju- hjóna. Þetta eru allt hlutir sem ég hef upplifað sjálfúr. Það er þó ekki þar með sagt að ég sé að koma minni upplifun akkúrat niður á blað. Ég vinn úr upplifuninni og úr verð- ur skáldskapur. Með krónu á tímann Áfram heldur skáldið: - Ef ég myndi reikna mér tíma- kaup fyrir að yrkja, yrði það varla meira en króna á tímann. Ljóða- bækumar mínar hafa gengið í 500 til 1500 eintökum, en ég sel þær svo hægt að gróðinn verður aldrei mik- ill. Ég yrki fyrir fólk, en ekki fyrir skrifborðið. Ég skammast mín aldrci fyrir að reyna að vera fynd- inn. Mér finnst best að fjalla um al- varlega hluti á kaldhæðinn hátt og nota gálgahúmorinn óspart. Góð ljóð geta alveg orðið til á auyga- bragði, en flest liggja þó ljóðin hjá Blús, cfljass, popp og pönk Púlsinn heldur áfram að hlúa að lifandi tónlist á komandi dög- um. í kvöld, föstudagskvöld, halda KK- Band og djasskombóið Sálarháski blús- og djassfagnað. Hljómsveitirnar fá ýmsa góða gesti í heimsókn uppá svið, en söngkonan Ellen Kristjánsdóttir verður heiðursgestur og syngur með báðum hljómsveitunum. Á laugardagskvöldið leikur og syngur 24 ára trúbador frá Akra- nesi, Gísli Þráinsson að nafni. Gísli hefur getið sér gott orð upp á síðkastið á pöbbum borgarinn- ar. Aðeins er opið til kl. 23.30 þetta kvöld. Megas með Hættulegri hljóm- sveit og Björk Guðmunds flytur gamalt og nýtt efni í sögulegu sam- hengi á mánudagskvöldið, annan í hvítasunnu. Á miðvikudagskvöldið leikur Blái Fiðringurinn með Lindu Gísladóttur í fararbroddi, og bass- istinn Gunnar Hrafnsson mætir áamt nemum í FIH á fimmtudags- kvöldið og bíður upp á bræðings- kvöld. Tveir vinir eru ekki af baki dottnir og bjóða eins og áður upp á lifandi tónlist flest kvöld. Stuðband- ið Galileó skemmtir um hclgina og miðvikudaginn 22. má búast við at- hyglisverðu kvöldi. Hljómsveitin sem leikur þetta kvöld hefur ekki enn komið sér saman um nafn þegar þetta er skrifað, en kom síðast fram á síðasta ári undir nafninu Dónar svo bláir. Hér eru á ferðinni þeir erki-Fræbbblar Valli og Stebbi sem hafa dvalist töluvert inní bílskúr síðan Fræbbblamir hættu árið 1983. í stuttu spjalli við Valgarð pönk- kerfisffæðing sagði hann að músik- in væri „sama draslið“ og fyrr, Valli, Stebbi (og Þorsteinn) [ ham. Upprisnir iðjagrænir fræbbblar með nýtt band á Tveim vinum á miðviku- daginn. þ.e.a.s. hrátt og létt pönk-popp. Hljómsveitina skipa nú ásamt Valla og Stebba, Kristinn Steúigrímsson gítarleikari sem var í Fræbblunum 1982 og tveir nýgræðingar, Ellert Ellertsson bassaleikari og Karl Guðbjömsson hljómborðsleikari. Valli sagði að nafn á hljómsveitina væri vandamál sem yrði leyst á næstu æfingu, en ljóst er að Dónar svo bláir verður ekki notað áfram. Kvöldið eftir, fímmtudaginn 23. leikur hljómsveitin Bless í fyrsta skipti á þessu ári. Hljómsveitin er nú tríó, hefur bætt við sig Loga Guðmundssyni trommara og stafla af nýjum lögum. Til upphitunar verður hljómsveitin Graupan sem hefúr æft stíft síðastliðin tvö ár. Hljómsveitin er hávaðasöm ffi- djass/pönk hljómsveit sem spinnur mikið á sviði og lætur engin eym ósnortin. HELGARVAGG Umsjón: Gunnar L. Hjálmarsson 18.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.