Þjóðviljinn - 17.05.1991, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 17.05.1991, Qupperneq 20
Einar Valur Ingimundarson: Leikur með tölur Ýmsir telja aö innganga íslands í Evrópuríkiö niundi bæta hag okkar til muna. Á það skal ekki lagður dómur hér heldur birtar tölur frá hagfræðistofnun í Köln í Þýskalandi um laun og launatengd gjöld á árinu 1990 í framleiðslugreinum hjá nokkrum þjóðum innan og utan ER. (Birtist í The Economist 11. maí, 1991). Allar tölur eru krónutölur miðað við dollar á 60 krónur. Ýmislegt vekur athygli í þessum samanburði og vil ég einkum benda á mismun á launatengdum kostnaði EFTA- landanna Svíþjóðar, Austurríkis og Noregs (um 500 kr/klst) og síðan ER landanna Danmerkur, Bretlands og Lúxemborgar (um 250 kr/klst). Fróðlegt væri nú að vita hvar Island lenti á þessum kvarða og er hér með óskað eflir þeim upplýsingum til samanburðar. Abendingar frá alþjóðlegum hlutabréfamarkaöi til íslensks launafólks □ Launatengdur kostnaður I Tímalaun Nú er hinn herlegi tími einkavæðingarinnar upp runninn á íslandi og því full ástæða til að benda launafólki á alþjóðlega viðmiðun Morgan Stanley Capital lntemational (MSCI) um ávöxtun alþjóðlegs hlutafjár sem lesa má um í Thc Financial Times daglega. (Verkafólk getur nú fengið FT inn um lúguna daglega, rétt eins og Moggann sinn!). Nýlega var þar tekið saman yfirlit um hækkun á hlutabréfum frá upphafi Flóabardaga, 16. janúar fram að 30. apríl. Meðal- hækkun á þessu rúmlega þriggja mánaða tímabili er 16% og gæti það því gefið 40-50% ávöxtun á ári miðað við hóflega verðbólgu. Hér til hægri má sjá álitlegustu fjárfestingar- greinamar og hækkanir á þessu tímabili í hverri fyrir sig. Eins og sjá má ber fyrst og f'remst að forðast að fjárfesta í gullnámum. íslensk almenningshluta- félög verða heldur betur að taka sig á, ef þau ætla að standast erlendum hlið- stæðum snúning. Meðal- ávöxtunþeirra skárstu á síðasta ári vom vesæl 4% ! Með fjórfrelsinu marg- þráða, að loknum EES- samningunum, mun verka- fólk á Islandi eiga þess kost að ávaxta sitt pund á al- þjóðlegum mörkuðum og þá verður nú gaman að lifa! Morgan Stanley verður þá áreiðanlega orðinn eins og hver annar heimilis- vinur. Rafeindaiðnaður Bankastarfsemi Heilsugæsla, einkavædd Áfengi og tóbak Efaavörur Raftæki Flugfélög Vélar og verktaka Ferðaiðnaður Búsáhöld Vörusiglingar Eignamarkaður Matvörur Orkuiðnaður Stáliðnaður Tryggingafélög Byggingariðnaður Fjarskipti Bílaiðnaður Flugvélar/hergögn Gas/rafmagnsveitur Tölvuvinnsla 1 Gullnámur T7TT =) tttH TTTT 3 — rs ■n PAPPlnSEINANGnUN OLÍUVÆTT BLÝKÁPA v RYÐFPl STALBOnÐAKAPA m KOPAnLEtDAn: HÁLFLEIOANOI KÁPA MÁLMBOnOAKÁPA BAÐMULlAnBAND STÁLVÍnAKÁPA BADMULLAnBAND ' STÁLVlRAKÁPA Slegiö á rétta strengi Sæstrengur til Skotlands á dagskrá Fyrir nokkrum vikum var það nefnt hér á síðunni, að orka frá íslandi yrði auðseljanleg til Evrópu á komandi árum og kostur að hafa ekki bundið sig með óhagstæðum raforku- samningi við álbræðslu. Sagt var frá hinum dulda umhverfiskostnaði, sem fylgir kjamorkuúrgangi sem er nú miskunnarlaust dreginn fram í dagsljósið af eftirlitsmönnum Evrópuríkisins. Kjamorkuverin eru líka mörg komin til ára sinna og bilanatíðni innan veggja þcirra eykst. Hættan á kjamorkuslysum verður sífellt mciri og allur almcnningur er orðinn meðvitaður um það. Þess var líka getið, að samkeppnisaðilar Frakka á Bretlandseyjum og á ítaliu hafa lengi haft horn í síðu þcirra fyrir útfiutning á niðurgreiddri raforku í skjóli lélegra umhverfiskrafna. Með því að tengja saman orkunet Evrópu vonast forkólfar ER til að ná fram aukinni hagkvæmni og lægra orkuverði fyrir notendur. Þeir vona líka að ná megi fram orkuspamaði, þegar til lengdar lætur með þessu kerfi. Sótsvört, mengandi kolaorkuver eða geislavirkni í umhverfinu er ekki framtíðarsýn ER. Af þessum fféttum má ráða að öruggur markaður bíður Islendinga hjá ER, þegar fram líða stundir. Þessu er nú þegar farið að endurvarpa í íslenskum fjöl- miðlum og er því fagnað. Guð láti gott á vita ! Strengur yfir hafið er vænlegur kostur. Orkuauðlindum Íslendinga á ekki að ráðstafa í þungaiðnað sem stenst ekki framtíðarkröfur. Vonandi tekst fúlltrúum franska íyrirtækisins Alcatel að sannfæra íslenska ráðamenn um að það sé vænlegur kostur að skella sér í lagningu sæstrengs næstu fjögur ár. Bresk orkufyrirtæki eru tilbúin að greiða 60 mill fyrir hverja kílówattstund en Atlantal 13 mill miðað við álverð í dag. 20. SlÐA— NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.