Þjóðviljinn - 28.06.1991, Blaðsíða 19
íslenskur
blús er
ekkert
frat!
- Fyrsti íslenski blúsdiskurinn:
„Blue Ice“ -
Mikil tíðindi hafa gerst. Tveir virtír listamenn frá Chicago, hðfuð-
borg blústónlistarinnar, Jimmy Dawkins og Chicago Beau, hafa gefið
út hljómleikaplötu með Vinum Dóra, sem er íslensk blúshijómsveit.
Það er undirfyrirtæki Skífunnar, „Platonic records“ sem gefur út
þennan disk, sem heitir þvi skemmtilega nafni „Blue Ice“.
„Blue Ice“ er stórmerkilegur
hljómdiskur fyrir margra hluta sak-
ir. Blúsmenn í Chicago hefðu
hvorki viljað, getað eða haft áhuga
á að hljóðrita með tónlistarmönnum
norður í íshafi sem heimurinn veit
ekki einu sinni að eru til, nema eitt-
hvað sé í þá varið. íslenskir blús-
menn eru ekki bara velmeinandi
áhugamenn, heldur fúllgildir blús-
listamenn. Ekki má gleyma áheyr-
endum. Þeir hafa tryggt að blús-
hljómsveitir þrifast og fá næga
þjálfun. Þessir sömu áheyrendur
komu og bjuggu til þann anda í sal-
inn sem þurfti til að draga fram það
besta í músikmönnunum. Islenskur
blús er ekkert frat!
„Blue Ice“ er hljómleikaplata,
sem tekin er upp á þremur kvöld-
um. Góður smekkur hefur ráðið
ferðinni í vali og niðurröðun lag-
anna. Við fáum bestu blúsana sem
sungnir voru og diskurinn hefur
ágætan heildarsvip. Hljóðblöndun
er einstaklega góð. Hljómleikaplöt-
ur með betri tóngæðum finnast
varla. Einstakt handbragð góðra
fagmanna fer heldur ekki framhjá
neinum sem heyrir hvemig öll þessi
lög eru skeytt saman með fólkið í
bakgrunni útí sal, svo engu er líkara
en um eina samfellda tónleika sé að
ræða. Hlustandinn endurlifir tón-
leikana að svo miklu leyti sem það
er gjörlegt.
Chicago Beau syngur fjögur
lög á „Blue Ice“. Hann náði góðu
sambandi við hlómsveitina og
áheyrendur, naut þess að syngja og
fór á kostum í munnhörpuleiknum
hvað eftir annað. Úr þessi varð blús
sem þótti einstök skemmtan. Mig
óraði ekki fyrir því að þetta kæmist
til skila á disknum.
Chicago Beau er mikið meira
en blússöngvari sem spilar á munn-
hörpu. Hann vinnur fjölþætt menn-
ingarstarf í þágu meðbræðra sinna.
Hann er bæði skáld og músikmað-
ur, blúsmaður, ffæðari, forleggjari
og félagsmálatröll. í blúsnum hans
Chicago Beaus er að finna sérstaka
upplifun hans á sögulegum örlög-
um blökkumannsins í Ameríku.
Það er eitthvað sem Chicago Beau
er að reyna að segja, eitthvað sem
kemur innanfrá og hefur djúpa
merkingu. Ég er ennþá að grafa í
gítarinn sinn öðm visi en allir aðrir.
(Ég hef tjáð mig um það áður.) Alls
Dóri, Jimmy, Guðmundur og Chicago.
Engin mæða á mögnuðum blústónleikum.
þessu. Líklega er lykil að leyndar-
málinu að finna í blúsnum „Coun-
try Shack".
Jimmy Dawkins syngur fimm
lög á þessum disk. Hann spilar á
konar skoðanamótendur f blús-
heiminum hafa látið það vera að
hrósa Dawkins fyrir söng og telja
hann ekki í hópi betri blússöngvara.
En „Night life“ og útgáfa hans af
„That’s alright" á þessum diski ætti
að sannfæra áheyrandann um ann-
að. Sá er syngur hefur fengið að
bergja á kaleik harðneskjunnar í líf-
Jimmy Dawkins
spilar öðruvlsi á
gftar en allir aörir.
inu. „Welfare line“ vermir alltaf
bolsévikahjartað í mér!
Andrea Gylfadóttir kveður síð-
asta blúsinn á disknum, „Sometim-
es I have a heartache“, sem hefur
heillað íslenska áheyrendur oft og
mörgum sinnum. Það er við hæfi að
hafa þennan blús Mömmu Thom-
ton á disknum. Andrea er mikil
söngkona. Með leikrænum tilburð-
um og tilfmningatjáningu er hún
oftast laus við tilgerð. Mér fínnst
henni alltaf takast best upp þegar
hreinn kvenleikinn fær að njóta sín.
Ég hef aldrei haft smekk fyrir þvi
þegar söngkonur rífa í sundur rödd-
ina eða gera sér upp einhvers konar
hæsi. Þessu bregður Andrea stund-
um fyrir sig. Það finnst mér lýtir,
því þessi blúskona íslenska lýð-
veldisins er miklu betri en svo, að
hún þurfi á einhveijum töffaraskap
að halda. Sem betur fer koma ailir
bestu eiginleikar Andreu fram í lag-
inu hennar. Til hamingju!
Eitt af þvi sem gerir Vini Dóra
að ffamúrskarandi blúshljómsveit
er smekkvís hrynsveit. Ásgeir Ósk-
arsson er án efa einn besti blús-
trommuleikari í heiminum. Hann er
svo mikill músikant. Hann ber ekki
bumbur, heldur spilar með. Hann
slær ekki takt, heldur býr til músik.
Hann er ekki bara að spila með
bassaleikaranum, heldur líka með
söngvaranum eða sólóistanum.
Með snyrtilegum „breikunum"
bróderar hann svo fangamarkið sitt
i homið á hveijum blús. Jóhann
Hjörleifsson leysti Ásgeir af eitt
kvöldið. Við þurfum ekki annað en
hlusta á „Feel so bad“, sem Dawk-
ins syngur, til að heyra hvað Jói er
næmur. Án þess að vita hvað var að
fara í gang, datt hann ofaná rétta
slagverkið og hélt því til enda. Frá-
bært. Haraldur Þorsteinsson Ieikur
á bassa fyrir Vini Dóra. Hann er
ekta blúsbassaleikari, sem hefur
næma tilfinningu fyrir þvi að skapa
stígandi í hrynjandina. Það er ein-
hver samhæfing takts, lagskynjunar
og snertinæmleika sem þessi maður
hefur sem gerir hann að galdra-
manni. Ekki spyrja mig hvemig
hann fer að því.
Gítarleikaramir í Vinum Dóra,
Guðmundur Pétursson og Halldór
Bragason, eru fyrst og ffernst í hlut-
verki undirleikaranna á þessum
diski. Báðir þessir menn em sóló-
istar í eðli sínu. Þegar slíkir menn
setja sig í aukahlutverk og leggja
sig alla ffam gerir maður sér grein
fyrir því hvað þeir eru miklir lista-
menn. Listamenn stíga ekki á tæm-
ar hver á öðmm! Guðmundur og
Dóri lögðu metnað sinn í að vera
þátttakendur í að búa til góða plötu
með Jimmy Dawkins og Chicago
Beau i aðalhlutverki. Þeir búa yfir
auðmýkt lærisveinsins, virða blús-
hefðina og hafa nógu gott sjálfsmat
til þurfa ekki að derra sig. Einhveij-
ir minni spámenn hefðu staðið bí-
sperrtir eins og hanar á haug við
þessar aðstæður.
Ég óska íslensku blúsfólki,
Vinum Dóra og Skífunni hjartan-
lega til hamingju með ffábæran
blúsdisk.
Pétur
Tyrfingsson
skrifdr um blús
Eg vaknaði mæddur í morgun
Föstudagur 28. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 19