Þjóðviljinn - 12.07.1991, Síða 8
NfTT
pJÓÐVILJINN
ÚtgefsncH: Útgáfufólagiö Bjarki h.f Afgretösla: «r 68 13 33
Framkvaemdastjórl: Hatlur Páll Jónsaon AugtýsingadeHd: »681310 -681331
Ritstjórar: Ami Bergmann, Simfax: 68 19 35
Helgi Guðmundsson Verö: 150 krónur I lau&asólu
Umsjónarmaður Hslgarblaós: Bergdfs Bloftsdóttir Setnlng og umbrot: Prentsmiöja Þjóöviljans hf.
Fréttastjórl: Sigurður A. Friöþjófsson Prentun: Oddi hf.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðsetun Slðumúla 37,108 Reykjavlk
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Ferö aö hætti Margrétar Thatcher
Ríkisstjómin er býsna iðin við að koma
þeirri skoðun á framfæri að þjóðarbúið sé á
hraðri leið til glötunar og stendur ekki á
skýringum hjá forsætisráðherra. Hann hef-
ur litið yfir allt það sem síðasta ríkisstjórn
gerði og komist að því að ekkert í verkum
hennar reyndist harla gott.
Ríkisstjórnin lætur eins og hún hafi upp-
götvað sjónarspil aldarinnar með því að for-
verar ráðherranna sem nú sitja hafi haldið
því leyndu fyrir þjóðinni að allt væri í kalda
koli í atvinnumálum að viðbættum stórfelld-
um halla á ríkissjóði.
Nú má auðvitað virða forsætisráöherra
það til vorkunnar að hann hafi ekki fylgst
mjög vel með pólitískri umræöu undanfarin
misseri. Hann var jú upptekin við að stjórna
höfuöborginni að mestu leyti einn, eins og
sjá má af því að hann treysti engum úr inn-
anbúðarliði sínu til að taka við starfi borgar-
stjóra, þegar hann kæmi sjálfur úr sumar-
leyfi.
Eitt erfiðasta verkefni síðustu ríkisstjórn-
ar var að glíma við halla á fjárlögum sam-
hliða því að ná niður mikilli verðbólgu.
Þetta tókst að hluta til, halla ríkissjóðs
var haldið í skefjum og hann fjármagnaður
með innlendri lántöku, en ekki erlendri eins
og tíðkast hafði í ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar. Um verðbólguþróunina á þessum
tíma þarf ekki að fara mörgum orðum, svo
kunn sem hún er, en ef forsætisráðherra
skyldi ekki hafa tekið eftir því er rétt að
minna á að verðbólgan snarféll og var kom-
in í um 5% áður en lauk.
Öllum var Ijóst að á þessum tíma var rík-
issjóður rekinn með halla, enda engu hald-
ið leyndu í þeim efnum.
Forsætisráðherra hefði átt að lesa betur
leiðara Morgunblaðsins mánuðina fyrir
kosningar. Á þeim vettvangi var því meðal
annars haldið fram að Steingrímur Her-
mannsson þáverandi forsætisráðherra og
Ólafur Ragnar Grímsson þáv. fjármálaráð-
herra væru talsmenn hærri skatta. Davíð
Oddsson hefði líka átt að hlusta á heilbrigð-
isráðherra, Sighvat Björgvinsson, sem þá
var formaður fjárveitinganefndar, en hann
benti meðal annars á að menn yrðu að gera
upp við sig hvort þeir vildu minnka þjónustu
ríkisins eða hækka skatta. í öllum (áessum
tilvikum var á það bent að ríkissjóður ætti
við langtíma vanda að stríða. Því fer því
fjarri að vanda ríkissjóðs hafi verið haldið
leyndum fyrir nokkrum manni, enda þótt
borgarstjórinn í Reykjavík, sem þá var, hafi
ekki tekið eftir því sem fram fór á þingi og
frá var sagt í fjölmiðlum.
Það sem nú vekur sérstakan ugg er sú
ætlan ríkisstjórnarinnar að nota nú tækifær-
ið og tengja saman frjálshyggjumarkmiðin
um einkavæðingu á öllum sviðum og
rekstrarvanda ríkissjóðs. Þannig eru nú lát-
in ganga út boð um að gróin fyrirtæki eins
og Síldarverksmiðjur ríkisins og Búnaðar-
bankinn skuli seld og í stað þess að nota
skattakerfið til tekjujöfnunar verði aðstöðu-
og tekjumunurinn aukinn með upptöku
skólagjalda og aukinni innheimtu allskyns
þjónustugjalda.
Ríkisstjórnin er að leggja af stað í ná-
kvæmlega samskonar ferð og ríkisstjórn
Margrétar Thatcher í Bretlandi fór á sínum
tíma. Allt skal selt sem seljanlegt er, og þeir
sem njóta samfélagslegrar þjónustu skulu
borga meira fyrir hana en áður. Reynslan
hefur kennt að þessi leið leysir engan
vanda til frambúðar. Þvert á móti skapar
hún nýjan vanda með aukinni mismunun á
öllu sviðum sem um leið gefur tilefni til
þessarar spurningar:
Hvað í ósköpunum er Jafnaöarmanna-
flokkur íslands að gera í ríkisstjórn af þessu
tagi? h
f 9
8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. júlí 1991