Þjóðviljinn - 09.08.1991, Síða 8
Útgefandh Útgáfufélagíð Bjarki h.f. t§§s Auglýslngadeild:« 68 1 310-661331
Framkvaamdastjóri: Hatlur Páll Jóns Ritstjórarr Ámi Bergmann, Helgi GuC Umsjónarmaöur Heigarblaðs: Berg son >mun JlsE dsso llerts Símfax: 68 19 35 n, Verð: 170 krónur í lausas dóttir Setning og umbrot: Pre Þr*rkti<m HWHI Kf ðlu ntsmiðja Pjóðviljans hf. |||;;
Auglýslngastjóri: Steínar Harðarson Afgreiðsla: * 68 13 33 Aðsetur: Slöumúla 37, 1 08 Reykjavik
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis
Formannadúett
Ríkisstjórnin undirbýr nú ýmis stórmál
sem koma munu til frekari umræðu og
umfjöllunar í þjóðfélaginu á næstu vikum
og mánuðum. Vitað er að hún hefur í huga
mikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Niður-
skurðarkröfurnar verða væntanlega mis-
miklar og endurspegla pólitískar áherslur
ríkisstjórnarinnar. Tillögur í þessum efnum
eru að fæðast, en ýmislegt bendir til, að á
suma ráðherrana séu að renna grímur
tvær þegar þeir sjá til hvers er ætlast af
þeim. Þannig segir Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra í Morgunblaðinu á
laugardag að hann stefni að því að útgjöld
menntamálaráðuneytisins á næsta ári
verði jafn há og þau eru samkvæmt gild-
andi fjárlögum, en þau urðu til í tíð síðustu
ríkisstjórnar.
Það sem af er hefur ríkisstjórnin reynst
afskaplega seinheppin í tiltektum sínum,
aðgerðir hennar hafa orðið til þess að
vextir eru hækkandi, utanríkisráðherra
virðist úti að aka þegar hann er spurður út
í samninga um EES sem reynt hefur verið
að lemja saman með litlum árangri undir
hans stjórn, og í þriðja lagi má nefna
skelfilegan vandræðagang vegna vænt-
anlegra breytinga á fiskveiðistjórnuninni.
Samkvæmt kröfu Alþýðuflokksins er
enn haldið til streitu að taka upp sölu
veiðileyfa og er á flokknum að heyra að í
þeirri ráðstöfun sé fundin einskonar allra
meina bót fyrir sjávarútveginn. Hér róa
stjórnarflokkarnir sinn í hvora áttina og
hefur því verið gripið til þess ráðs að koma
á laggirnar nefnd sem ætlað er það hlut-
verk að móta nýja stefnu í málinu. Svo
djúpt ristir ágreiningurinn að ekki tókst að
skipa einn formann fyrir nefndina, heldur
varð að setja tvo, og er hvor fulltrúi fyrir
sinn flokk.
Stjórnarflokkarnir hafa eins og kunnugt
er markaðshyggjuna að leiðarljósi, sem
felur í sér að hverskonar einokunarstarf-
semi er eitur í hennar beinum. Þar á ofan
er fjandskapur gegn samvinnuhreyfing-
unni inngróinn í pólitísk viðhorf flestra for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins. For-
mannadúettinn í umræddri nefnd er því
heldur kyndugt fyrirbæri. Af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins situr þar Magnús Gunn-
arsson, sem reynst hefur dugandi fram-
kvæmdastjóri Sölusambands ísl. fiskfram-
leiðenda, en þau samtök hafa lengi verið
þyrnir í augum Alþýðuflokksmanna, eink-
um formannsins. Magnús hefur mikla
reynslu af málefnum sjávarútvegsins og
hefur talsvert látið að sér kveða í almenn-
um umræðum á því sviði. Hinn formaður-
inn, Þröstur Ólafsson, kemur hins vegar úr
allt annarri átt, hafandi verið einn af for-
ystumönnum samvinnuhreyfingarinnar
um alllangt skeið. Á hinn bóginn er reynsla
hans af sjávarútvegsmálum í minna lagi,
en þeim mun meiri af samvinnuverslun í
Reykjavík.
Þessi skipan mála bendir til þess að
Sjálfstæðisflokkurinn muni ráða miklu
meiru um gang mála í nefnd þessari en Al-
þýðuflokkurinn.
Og þó það kunni að hljóma undarlega
verður ekki annað séð en að það sé til
bóta og líklegt til að koma í veg fyrir stór-
slys, en í þeim efnum er Alþýðuflokknum
afar illa treystandi.
Öllum er Ijóst að kvótakerfið er gallað
og þarfnast lagfæringa, en eins og sakir
standa verður ekki séð að sala veiðileyfa
geti ein og sér leyst það af hólmi, eins og
Alþýðuflokkurinn virðist halda.
Sjávarútvegurinn og þjóðfélagið má
ekki við kollsteypum í skipulagi fiskveiða.
Allar breytingar verður að gera með gát og
að vandlega athuguðu máli, en slíkt vinnu-
lag virðist því miður ekki henta ríkisstjórn-
inni um þessar mundir.
hágé.
í»»l /«•
viiminiinivhirrr
8.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. ágúst 1991