Þjóðviljinn - 09.08.1991, Page 15
Tíu persónur
og hiö
hvíta
Verk Kabakovs við söguna um manninn sem flaug inn i myndina slna.
Qya Kabakov er einn af
áhrifamestu listamönnum innan
Sovétrikjanna i dag. Hann tekur
reglulega þátt í uppákomum og
umræðum yngri listamanna í
Moskvu og nafn hans kemur
stöðugt fyrir í greinum og bókum
um nútímalist í Sovétríkjunum.
Kabakov kom fram á sjónar-
sviðið um 1970, á sama tíma og
Vitaly Komar og Alexander Me-
lamid, nú vel þekktir á Vesturlönd-
um, og voru þessir þrir áhrifamestir
innan hugmyndalistarhreyfmgar-
innar í Moskvu 1970. Kabakov ein-
beitti sér mikið að innra sjálfi, en
Komar og Melamid notfærðu sér
opinbert myndmál sósíalismans og
hæddust að því táknmáli um leið.
Ilya Josifovitsch Kabakov er
fæddur 30.09. 1933 í Dnjepropet-
rosk. Hann lærði við akademíuna í
Leníngrad 1943 - 1945, síðan við
Moskvu akademíuna, og loks við
Surikov stofnunina. Frá 1957 vann
hann við myndskreytingar fyrir
bamabækur, og 1968 gaf hann út
bók, „Bókmennir bama“. Á þessum
ámm vann hann líka að eigin list og
sýndi í Moskvu frá 1965, en það ár
gekk hann í samband myndlistar-
manna i Sovétríkjunum, - sem
myndskreytari bamabóka. Á átt-
unda áratugnum tók hann virkan
þátt í listalífí Moskvu, og stofhaði
SozArt með Erik Bulatov, þeir ein-
beittu sér að list sem sprottin var
upp úr hversdagslífmu í Moskvu.
Upp úr 1970 kom Kabakov
fram með verk sem hann kallar Tíu
persónur. Það er unnið frá 1972 -
1975 og er mikilvægasti hluti verka
hans. Verkið samanstendur af tíu
stómm albúmum fylltum lausum
síðum með teikningum og setning-
um. Hvert albúm segir sögu eins
einmana einstaklings sem að lokum
deyr og er dauðinn táknaður með
auðum hvítum síðum í lok hvers al-
búms. Hver persóna deyr en endur-
fæðist í næsta albúmi, þannig tekst
Kabakov á við firringu samfélags í
dauðateygjunum sem hvorki gat
liðið undir lok né endumýjað sig.
Stíllinn á verkunum minnir á
Magritte-súrrealisma, pop-list og
minimalisma. Myndir og teikningar
notar hann frekar til útskýringa en
formsins vegna. Ritstíllinn er flatur
og fullur af setningum eins og;
„Pabbi kemur heim úr vinnunni",
„Ný gulrót", „Olga skenkir te“, og
er í samræmi við leiðinlegan hvers-
dagsleika aðalpersónanna, misjafh-
lega áhugaverða atburði í líft þeirra
og samböndin þeirra á milli. Auðu
síðumar í lok hvers albúms era
mikilvægar því þær tákna dauða
persónuleikans og upphaf hins
óhlutlæga. Til þess að sýna þessi
skil skapar Kabakov þtjár persónur,
konu, heimilisheimspeking og
heimilisguðffæðing. Þau halda
langar einræður, og spytja spum-
inga eins og; „Hvar er Maria Nic-
olaevna?“ - „Hvar er Boris Ign-
atievichs?" og fá svarið „Þau em
farin“ - farin og orðin að auðum
síðum í lok albúmsins. Hið hvíta er
Kabakov mikilvægt, fýrir honum er
það endapunkturinn, hin mikla
heild, það sem Kazimir Malevichs
kallaði „hin dularfúlla veröld fjórðu
víddarinnar".
Seinna var Kabakov með sýn-
ingu unna út frá þessu verki þar sem
hann bjó til ímynduð herbergi þess-
ara tíu persóna, og skrifaði stuttar
sögur um hvem og einn, þessi her-
bergi voru sýnd í London 1989.
Oft er sjónræn hlið listaverks-
ins ekki sú mikilvægasta fyrir Ka-
bakov. Til dæmis málaði hann á átt-
unda áratugnum málverk, sprottin
úr sama hugmyndaheimi og Tíu
persónur. Á myndunum er stærsti
flöturinn einlitur, hvítur, og síðan
em hversdagslegir hlutir eins og
bollar og herðatré, eða litlar mann-
eskjur einhversstaðar úti í homi.
Hann vill að áhorfandinn nái sam-
bandi við hið innra sjálf í gegnum
þessa hversdagslegu hluti.
Maöurinn
sem flaug inn
í myndina sína
í þessa átt er reynsla eins af tíu
persónum Kabakovs, sagan segir
ffá manni sem hugleiðir fyrir ffam-
an málverk sem hann hefúr málað
og er hluti sögunnar á þessa leið:
„Hvil taflan hœltir að vera að-
eins hvít tafla og verður fyrir hon-
um ífyrstu hvít þoka. Siðan hverfur
þokan, leysist upp og þetta „ hvíta “
sem hann horfir áfram á breytist
smám saman i hvita breiðu fyllta
skœru jöfhu Ijósi. Ljósið í þessu
rými stendur kyrrt um leið og það
flæðir frá einhverjum óendanlegum
Jjarska, einhverjum góðum ogynd-
islegum uppruna. Hann færir sig
nœr þvi, situr fyrir framan þennan
töfraskjá. 1 raun og veru sér hann
fyrir framan sig endalaust Ijóshaf
og á því augnabliki rennur hann
saman við litlu persónuna sem
hann hafði teiknað. En þessi per-
sóna breytist lika. Hún hættir að
vera einungis teiknuð mynd. Al-
gjörlega lifandi og raunveruleg (þó
mjög litil - mörgum sinnum minni
en hann og hann veit það) hreyfist
persónan hægt, hljóðlega og
ótrufluð í burtu frá honum inn í
endalaust djúpið þaðan sem Ijósið
skin. Og verður hratt algjörlega
ógreinanleg i blindandi djúpinu. “
í sögunni fer aðalpersónunni að
leiðast þama fýrir ffaman myndina
og fmnast hann fáránlegur. Hann
verður hræddur um að missa tökin á
raunveruleikanum, og kemst að
þeirri niðurstöðu að til þess að
missa ekki fótana þurfí hann þriðju
persónuna, til að horfa á hann horfa
á málverkið. Þessi þriðja persóna
verður að vera alveg þögul og í lok
sögunnar segir Kabakov:
„Látum aðra tala. Raddirnar
fylla herbergið, ósamhljóma fylla
þær eyrun, þær berast utan frá og
innan úr herberginu. Þær tala svo
hátt og skýrt að það er hægt að
skrifa orð þeirra og heilar setning-
ar á aðskilin blöð.
Það er eins og vissar setningar
séu mikilvægar málverki hans. “
Hvaö er sam-
eiginleg íbúö?
„Þegar ég hverf á vit bemsku
minnar sé ég að hún er fýllt mörg-
um skrýtnum og hlálegum einstak-
lingum, nágrönnum hinnar stóm
sameiginlegu íbúðar okkar. Hver og
einn þeirra hafði einhverja óvenju-
lega hugmynd fannst mér, eina
ástríðu sem tilheyrði honum ein-
um.“ (Kabakov)
Hinar tíu persónur Kabakov
búa allar í eins konar fjölbýlishúsi,
svokallaðri sameiginlegri íbúð.
Slíkar íbúðir urðu til í Sovétríkjun-
um eftir byltinguna 1917, en þá var
íbúðum hinna betur settu skipt nið-
ur í herbergi og em stundum yfir
tuttugu fjölskyldur í húsi þar sem
ein bjó áður. I þessum íbúðum em
eldhús og baðherbergi sameiginleg
tíu til tuttugu fjölskyldum. Stund-
um lifa þrjár til fjórar kynslóðir í
sama herberginu, fæðast þar, ala
böm, deyja þar. Eflirlit er haft með
öllum íbúum hússins, til dæmis
þurfa allir leyfi til að búa í íbúðinni
og ef það vantar em nágrannamir
fljótir til að segja ffá. Nágrannaeij-
ur em tíðar vegna þrengsla og geta
endað fýrir rétti. Þrátt fýrir nálægð
íbúanna ganga oft fúrðusögur
þeirra á milli, um manninn við end-
ann á ganginum, konuna uppi á
lofti, og svo ffamvegis. Sögur Ka-
bakovs urðu til í þessu andrúmslofti
og persónur hans em kallaðar eftir
sérviskum sínum; „Maðurinn sem
safnaði skoðunum annarra", „Mað-
urinn sem flaug út í geiminn ffá
íbúðinni sinni“, Maðurinn sem
aldrei henti neinu“ og fleiri.
Sjö einnar
myndar sýningar
í sögunni um manninn sem
flaug inn í myndina sína minnist
Kabakov á raddir annarra sem em f
tengslum við málverk hans. Hugs-
anlega er þessi saga kveikjan að
sýningu sem Kabakov var með í
Kunstverein í Kassel 1990 og kall-
aði „Sjö einnar myndar sýningar".
Myndimar sjö em stór hvít málverk
þar sem stundum er greinanlegt
landslag, fólk og hús, en hvíti litur-
inn hylur eiginlega allt. Á sýning-
unni kallast á tvennt ólíkt, hvítar
myndimar í anda næstum trúarlegr-
ar óhlutlægrar listar sem kallar á
hið innra sjálf, dýpt sálarinnar - og
hins vegar heíúr hann rammað inn
setningar, ímynduð viðbrögð hins
almenna áhorfanda og sett upp á
skilrúm á milli málverkanna, og em
setningamar í þessum dúr; „Alla
vega fær maður tilfinningu fýrir
ákveðinni_kyrrð“, „Ég skil ekkert í
þessu“, „Á svona nokkuð heima á
sýningu?" „Ef maður horfir nógu
lengi á þessar myndir gerist eitt-
hvað innra með manni? En af
hvetju ætti ég að horfa á þessar
rnyndir?" Kabakov skapar þannig
spennu milli trúarlegrar stemningar
málverkanna og hinna hversdags-
legu viðbragða áhorfenda. Öll mál-
Ragna
Sigurðardóttir
skrifar um
Ilya Kabakov
verkin bera nafn, „Maður og litið
hús“, „Landslag við Berdjansk“,
„Hið hvíta hylur allt“ og fleiri.
Gönguferöir
í náttúrunni
Hinn hvíti flötur tók á sig aðra
mynd þegar Kabakov vann með
hópi fjögurra listamanna sem kall-
aði sig „Sameiginlegar aðgerðir".
Þá tók snævi þakin jörðin utan við
Moskvu við hlutverki hins hvíta
flatar, og þar vai hópurinn með
uppákomur kallaðar „Gönguferðir í
náttúmnni“. Áhorfendur tóku lest á
ákveðna brautarstöð utan við
Moskvu og gengu þaðan á ákvörð-
unarstað, þar sem myndir og setn-
ingar Kabakovs vom sýndar f
snjónum. Gangan var oft erfið
vegna snjóþyngsla og erfiðra vega,
og var það hluti af verkinu að
byggja upp spennu og eftirvænt-
ingu áhorfenda, og losna um leið
við umhverfi stórborgarinnar. Þess-
ar uppákomur áttu sér stað i lok átt-
unda áratugarins.
Upp úr 1980 færðist Kabakov
frá því að vinna aðallega með hið
innra sjálf, frá táknmáli einstak-
lingsins yfir í sameiginlegt táknmál
samfélgsins, það sem hann kallar
ljóðrænt mál auglýsinga og opin-
berra tilkynninga. Hann notar þetta
táknmál meira og minna óbreytt
þannig að sjónrænt gæti reynst erf-
itt að sjá mun á verkum hans og
hins opinbera. Munurinn liggur í
hugsuninni að baki verksins en ekki
i fJamsetningunni. Dæmi um slíkt
verk er málverk þar sem í bak-
grunni er biðröð fólks í matvöm-
verslun og í forgrunni upptalning á
þeim vömm sem eiga að fást í
versluninni. Kabakov vill að opin-
bert táknmál samfélagsins höfði til
okkar sem einstaklinga en ekki sem
meðalmanneskja.
Siðan 1985 hefúr Kabakov sýnt
reglulega á Vesturlöndum, m.a. í
Basel, Graz, Frankfúrt, New York
og Amsterdam. Hann tók þátt í Fen-
eyjatvíæringnum 1988 (Aperto) og
var á sýningu listamanna frá öllum
heimshomum (Magiciens de la
terre) i París 1989. 1990 var hann á
tvíæringnum í Sydney. Heimili Ka-
bakovs er í Mosícvu.
Heimildir:
Flash Art Feb. March 1986,
Margarita Tupisyn: Ilya Kabakov.
Ilya Kabakov, Ten Characters, ICA
London 1989.
Ilya Kabakov, 7 Ausstellungen ei-
nes Bildes, Kasseler Kunstverein
1990. Ragna Sigurðardóttir
rrniTíi t 11 j i 1 j « II % itdlíf'' i I 1
I i ft 1L WlhTÉMF I É fll
Ein af hvltu myndunum sjö, til hliöar em innrammaðar setningar imyndaðra áhorfenda.
Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15