Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 21

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Page 21
Þjóðyeljinn Sólin rís á s rið 1991. Styrjöld í Austuriöndum nær. Stórveldi hverfur. Ný ríki birtast í sal ver- aldarþingsins. Atburðarásin er svo hröð og stórbrotin að landabréfín úreldast áður en prentvélin þagnar. Hver er þá maður ársins hjá Time? Ted Turner. Stofnandi CNN sjónvarpsstöðvarinnar! Bein útsending um allan heim. Fjölmiðill sem gerir „frétt“ að gamaldags hugtaki því að atburð- imir koma beint inn í stofu, sam- tímis í Hong Kong, Húsavík og Hamborg. A Hótel KJEA sitja gestir Akureyrar og horfa á kapp- ræður í bandaríska þinginu - bein útsending frá Washington! Hvílíkt umrót. Þorpið Jörð í raun og veru. Heimsatburðir orðnir almælt tiðindi á svipstundu - líkt og kunningjaspjall á tröpp- um kaupfélagsins. Hvaða erindi á dagblað í slíkri veröld? Það er þrautin þyngri að svara því, eins og dæmin sanna. Blöðin hverfa eitt og eitt um Evr- ópu alla. I miljónaborgum Amer- íku kemur kannski bara út eitt sem rís undir nafni. New York Times er nánast ófáanlegt í Tex- as. Auðvitað skella þessar öldur breytinganna á íslenskum strönd- um. A afskekktum sveitabæ norð- anlands kaupir bóndinn ekkert blað og opnar nær aldrei á ís- Ienska sjónvarpsstöð. Bylgjan, Aðalstöðin, Rás 2 og jafnvel gamla Gufan nást alls ekki eða illa. Samt fær bóndinn veraldar- fréttimar betur en við flest, getur valið um 20 sjónvarpsstöðvar með úrvali efnis. Hvíti diskurinn á þakinu tryggir það með beinu samþandi við gervihnöttinn. I þessari veröld hættir Þjóð- viljinn að koma út. Tapið er ein- faldlega orðið of mikið. Auglýs- ingatekjumar hafa fallið ár frá ári. Ekki bara í Þjóðviljanum heldur líka í öðrum blöðum. Mogginn verður þynnri og þynnri með viku hverri. Matthías og Styrmir em komnir í þá stöðu að minningargreinarnar eru fyrir- ferðarmesta efnið í blaðinu. Þær «esh NATURAL FLAVC VACUUM PACKtít? WT. 16 OZ.HJ4 Skútuvogi 10a - Sími 686700 byrja nú oft langt fyrir framan miðju Morgunblaðsins. Gámng- amir í heita pottinum eru famir að uppnefna útgáfu Árvakurs „Dödens Dagblad"! Og í dag lýkur langri sögu. Þjóðviljinn kveður með bravúr. Lokaþytur lúðursins er sterkur og hressandi. Margir óvæntir gestir í þessari erfidrykkju. Auðvitað er margs að minn- ast. Til foma var sagt að eigi skyldi gráta Bjöm bónda heldur ný safna Iiði. Það er hið íslenska hugarfar. í dag er þakkað og kvatt. Fómfúsri sögu ærið margra lýkur með þessu eintaki Þjóðviljans. Það hefur fjöldi lagt hönd á þenn- an plóg. Ekki bara ritstjórar og blaðamenn, prentarar og útburð- arfólk, heldur þúsundir einstak- linga sem í áratugi hafa lagt blað- inu til íjármuni og styrk. Það var safnað til að reisa hús. Framlög vom sótt um landið allt. Árvisst Ólafur Ragnar Grfmsson happdrætti var hluti af undirbúin- ingi jólanna hjá fjölda heimila í öllum fjórðungum. Blaðið var ekki aðeins verk starfsmanna heldur ávöxtur um- hyggju og stuðnings sem áttu djúpar rætur. Þess vegna er söknuður í hug- um margra. Líka hjá þeim sem ætíð litu á Þjóðviljann sem óvin. Þeir tapa föstum punkti í tilver- unni. En sólin heldur áfram að risa þótt nýir dagar verði nú með öðr- um brag. Vettvangur orðræðunnar færist í annan búning. Baráttan fellur í nýjan farveg. Við kveðjum og þökkum langa samíylgd en göngum hug- djörf og bjartsýn til leiks að nýju. Ólafur Ragnar Grímsson Æmwi » 42 /?///& «o'°o s 5. « «J. íí' S Oq e - F V FJOLGRBÐSLUR ÞRÍSKIPT UPPGJÖR - TVISVAR Á ÁRI VISA-bankarnir og sparisjóðirnir hafa jafnan kappkostað að sýna þeim korthöfum sínum lipurð, sem óskað hafa eftir fresti eða sérstakri fyrirgreiðslu til að geta staðið í skilum með greiðslu mánaðarlegra VISA-úttekta sinna. Til að gera uppgjör kortaviðskipta enn þjálla og létta góðu fólki róðurinn vegna árstíðabundinna útgjalda býðst skil- vísum korthöfum nú að skipta greiðslu VISA-úttekta sinna í þrennt - tvisvar á ári. Sértu í skilum við banka þinn eða sparisjóð nægir að koma við eða hafa símleiðis samband við viðkomandi afgreiðslu- stað tímanlega fyrir eindaga greiðslu. Þú greiðir þriðjung strax og eftirstöðvarnar á tveimur mán- uðum, ásamt vöxtum í samræmi við auglýst kjör bankans eða sparisjóðsins. QD GREIÐSLUÞJÓNUSTA - SNIÐIN AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM BÚNAÐARBANKINN ÍSLAN DSBAN Kl Landabankt fslands SPARISJÓÐIRNIR ÁÍSLANDI Síða 21 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.