Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
miönd
Mótmæli mæta Chirac
á leiðtogafundi ESB
Alþjóöadómstóllinn í Haag hafnaöi
í gær tilraun Nýsjálendinga til aö
stööva kjarnorkutilraunir Frakka á
Mururoa-kóralrifinu í Kyrrahafi.
Frakkar fógnuðu niöurstöðu dóm-
stólsins sem sigri skynseminnar
meðan Nýsjálendingar, Ástralir og
umhverfisverndarsamtök boðuöu
áframhaldandi þrýsting á stjórnvöld
í París að stööva tilraunirnar.
Atkvæði dómara féllu þannig að 12
voru samþykkir aö hafna beiöni
Nýsjálendinga en 3 voru á móti.
Nýsjálendingar höföu vonast til aö
Alþjóðadómstóllinn tæki aftur upp
mál sem þeir og Ástralir höföuöu
gegn Frökkum fyrir 20 árum vegna
kjarnorkutilrauna ofanjaröar.
Frakkar hættu þeim tilraunum áður
en dómur var upp kveðinn og var
málið þá sett í salt. Dómstóllinn
kvaöst ekki geta tekið máliö upp að
nýju þar sem það snerti ekki á neinn
hátt kjarnorkutilraunir neðanjarðar.
Franskur sérfræöingur í varnar-
málum fullyröir að Frakkar munu
sprengja næstu kjarnorkusprengju
neðanjaröar, aöra í röð átta, innan
12 daga. Sú veröur þrisvar sinnum
öflugri en sú fyrsta eða samsvarandi
þremur Hírósíma-sprengjum.
Mótmæii gegn kjarnorkutilraun-
unum mættu Jacques Chirac þegar
hann mætti til leiðtogafundar Evr-
ópusambandsins sem hófst á Mall-
orca í gær. Bátar Grænfriðunga
hringsóluðu á flóanum framan við
lúxuxhótelið þar sem fundurinn er
haldinn og veifuðu skipverjar borð-
um með mótmælum.
Innandyra átti Chirac ekki von á
betri móttökum en Ingvar Carlsson,
forsætisráðherra Svía, og Poul Nyr-
up Rasmussen, forsætisráðherra
Dana, boðuðu báðir kröftug mótmæli
gegn tilraununum. Búist var við að
íleiri leiðtogar slægjust í hóp með
þeim. Kaldhæðni örlaganna þótti að
verki þegar í ljós kom að Chirac og
Carlsson eru sessunautar á hinum
óformlega leiðtogafundi. Chirac
hætti við að bjóöa Carlsson til Frakk-
lands eftir að sendiherra Svía tók
þátt í mótmælum gegn kjarnorkutil-
raununum á Tahítí á dögunum.
Reuter
Stuttar fréttir
FriðaráætJun músiíma
Stjómvöld múslíma i Bosníu
lögöu fram skilyrði vopnahlés og
sögöu Serbum að láta vígi sitt í
Banja Luka af hendi. Serbar
sýndu engin merki um samþykki
og boðuðu árásir á sameinaða
heri músh'ma og Króata.
Simpson enn á bekknum
Dómari í máli
ruöningshetj-
unnar 0. J.
Simpsons hafn-
aði beiðni verj-
enda um að láta
máliö niður
falla þar sem
ákæruvaldið
heíði engar sannanir í máhnu.
Samningarmistókust
Simon Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, og Yassir Arafat,
leitoga PLO, tókst ekki að ná sam-
komulagi um aukna sjálfstjórn
araba á Vesturbakkanum.
Fréttaþætti lokað
Yfirmenn rússneska ríkissjón-
varpsins hættu útsendingum á
beinskeyttum fréttaþætti. Um-
sjónarmaður þáttarins sagði
þetta endurspegla ótta við gagn-
rýni á stjórnvöld fyrir kosningar.
Risarsameinast
Fjölmiðlarisarnir Time Wamer
og Tumer Broadcasting Systems
sameinuðust.
VTli lífláta smygiara
Bandaríski þingmaðurinn
Newt Gingrich boðar lagafrum-
varp þar sem innleidd er dauðar-
efsing til handa eituriyfjasmygl-
urumfráMexíkó. Reuter
lækkar erlendis
Bensín- og olíuverð hefur heldur
lækkað erlendis síðustu vikuna
vegna breytinga á framboði og eftir-
spum meðan bensínverð hefur
hækkað hér á landi vegna hærra inn-
kaupsverðs ohufélaganna á bensíni
og breyttu gengi Bandaríkjadollars.
í þessari viku fór 92ja oktana bens-
ín úr 171 dollara á tunnuna í 169
dollara og 98 oktana bensín fór úr
180 dohurum í 178 dohara tunnan.
Hráoha lækkaði einnig í verði er-
lendis.
Veröbréfaviðskipti í erlendum
kauphöllum gengu sinn vanagang í
vikunni. Hlutabréfavísitalan í New
York hækkaði lítihega nú í vikulok-
in, sama gildir um visitöluna í Lund-
únum en lækkun varð í Tokyo og
Hong Kong, einnig í Frankfurt.
Reuter
TILRAUNIR NATO TIL AÐ BJARGA FRONSKUM FLUGMONNUM
BamagaMilui
Frönsku flugmennirnir
voru skotnir niður nærri
vlgi Bosníu-Seiba I Paie
Fyrr í þessum mánuði sendi NATO sérsveitir bandaríska
sjóhersins, U.S. Navy Seal, í þrjá björgunarleiðangra með
þyrlum í tilraun til að frelsa tvo franska orrustuflugmenn
sem skotnir voru niður af Bosníuserbum nærri Pale.
Tveir sérsveitarmenn særðust í síðustu ferðinni þegar þeir urðu
fyrir skothríð. Þeim tókst með herkjum að komast aftur um borð í
þyrluna og urðu frá að hverfa án þess að klára verkefni sitt.
Björgunaraðgerðir voru reyndar
eltir að þýskar eltirlitsvélar sáu
mann benda á merkið 'EBR033',
sem er franskt leynimerki.
U.S. CH-53 Sea
Stallion herpyrta
U.S.NavySEALs
Bardagasveitir sem eru sérþjálfaðar og sérútbúnar fyrir árásarferðir án
nokkunar utanaðkomandi aðstoðar.
Grænt ennisband
Fetulitir
íandliti
MI6A1
riftill
M203 sprengjuvörpu
Bakpoki
T-4
krið-
M6B
handsprengja
I Sérsveitir bandariska sjóhersins og franskra sérsveitarmanna gerðu þrjár misheppnaðar tilraunir til að finna og
frelsa tvo franska orrustuflugmenn sem hröpuðu með Mirage-orrustuvél sinni nærri vigi Bosníu-Serba í Pale 30.
ágúst. Björgunartilraunirnar voru gerðar j skjóli nætur 6., 7. og 8. september. Þrátt fyrir vel búna sérsveitar-
menn, sem líktust helst „Rambó“, tókust tilraunirnar ekki. Tveir særðust. Ekkert er vitað um örlög frönsku flug-
! mannanna.
Meint mjólkurdrykkja guðslíkneskja hindúa ærir Indverja:
Guðirnir komnir til jarðar
Sögusagnir um að guðslíkneski
hindúa í Indlandi drykkju mjólk sem
þeim væri færð hefur ært Indverja
sem flykkjast nú í þúsundatali í hofin
til að verða vitni aö kraftaverkum.
Fullyrt var aö líkneski af gyðjunni
Shivu, manni hennar, Parvati, og
syni þeirra, Ganesh, sem er með höf-
uð fíls, hefðu drukkið mjólk sem
þeim var færð. Æstir fjármálamenn,
blaöamenn og embættismenn réttu
skeiðar fuhar af mjólk að líkneskjun-
um í Nýju-Dehlí í gær og fyrradag.
Viðbrögðin voru afar misjöfn. Hin-
ir trúuðu „sáu“ mjólkina hverfa í lík-
neskin og fuhyrtu að guðirnir væru
komnir til jarðar að leysa vandamál
mannanna. Vísindamenn sögðu gríð-
arlega múgæsingu á ferð og stjórn-
málamenn töluðu um vandlega
skipulagt plott af pólitískum toga.
Vísindamenn sögðu einfóld lögmál
að verki en mjólkin sýndist hverfa
inn í marmarann en lægi utan á hon-
um og læki niður. Indverskt dagblað
birti mynd af manni sem safnaði
mjólk í fótur á bak viö stöplana und-
ir líkneskjunum.
Hvort sem kraftaverk eru á ferð
eða ekki lifnaði mjólkursalan veru-
lega. Verð á mjólkurhtra sexfaldaðist
og stjómvöld gerðu neyðarpöntun á
lOOþúsundlítrumafmjólk. Reuter
írland:
Presturdæmdur
öðru sinnifyrir
kynferðisglæpi
Brendan Smyth, tæplega sjö-
tugur írskur prestur, var í gær
dæmdur ööra sinni fyrir kynferð-
islega misnotkun á börnum.
Hann fékk þriggja ára tángelsis-
dóm en afplánar nú þegar fjög-
urra ára dóm fyrir sömu glæpi.
Smyth viðurkenndi sekt sína í
26 ákæruatriðum er vörðuðu
kynferðislega misnotkun á níu
stúlkum og fjórmn .drengjum í
Belfast milh 1968 og 1989. Tvö
fómarlambanna hafá síðan reynt
aö fyrirfara sér meðan hin hafa
átt í alvarlegri sálarkreppu.
Smyth lagðist á viökvæm börn
á stofnunum í Behast og sum
barna fólks sem hann hafði ving-
ast við. írar, sem ávallt hafa bor-
ið traust til presta sinna, fylltust
hrylhngi eftír að gjörðir prests
urðu ljósar. Síðan hafa þrír prest-
ar verið ákæröir fyrir kynferöis-
lega áreitni.
Hraðatakmark-
anir úrsögunni
Bandaríska þingið hefur sam-
þykkt lög sem fela í sér að alríkis-
reglur um harðatakmörkun á
þjóðvegum era ekki lengur í gildi.
Framvegis verður það hlutverk
hvers ríkis fyrir sig að ákveða
hraðatakmarkanir. Þetta þýðir
að 88 km hámarkshraði á þjóð-
vegum i og við þéttbýli, sem
ákveðinn var í olíukreppunni
1973 fil að spara eldsneyti, gildir
ekki lengur. Hámarkshraöi á
þjóðvegum í dreifbýli hefur hing-
að til verið 104 km. Er ákvörðun
þingsins sérstaklega fagnað í
Texas. Talsmenn ótakmarkaðs
hraða segja málið snúast um
mannréttindi meðan aðrir spá
blóðbaði á þjóðvegunum.
Grikkland:
Rifistumeignir
Konstantíns
Ríkisstjórn
Grikklands og
hæstiréttur
landsins takast
nú á vegna
eigna Konst-
antíns, fyrrver-
andi konungs.
Sósíalísk rikis-
stjóm Grikkja samþykkti í fyrra
lög sem heimila ríkinu að yfir-
taka eignir konungs. Hæstiréttur
hefur nú lýst því yfir, eftir fyrir-
spurn frá Konstantín, að lögin
gangi i berhögg við stjórnar-
skrána. Um er að ræða Mon Re-
pos, höll norðan Aþenu, og mikla
jörð inni í miðju landi.
Stjórn íhaldsmanna samþykkti
fyrir tveimur árum að heimila
konungi að halda eignum sínum
sem verið hafa í eigu fjölskyldu
hans frá 1864. En ríkisstjórn sós-
íalista gerði lögin að engu. Dómur
fellur eftir tvo mánuði.
Stærsta amfeta-
mínverkmiðja
Evrópufundin
Lögregla í Póllandi hefur fundið
amfetaminverksmiöju sem talin
er sú stærsta í Evrópu. Verk-
smiðjan var í einbýlishúsi í eigu
efnafræðings. Fann lögreglan þar
eitt kíló af hreinu amfetamíni og
mikið af efnum til framleiðslunn-
ar. Framleiðslugeta verksmiðj-
unnar var „mörg kíló“ af amfeta-
míni á viku.
Pólverjar eru þriðju stærstu
framleiðendur amfetamíns í
heimi, á eftír Mexíkönum og Hol-
lendingum. Talið er að 40 prósent
af framleiðslu Pólverja endi á
markaði á Norðurlöndum, aðal-
lega í Svíþjóð.
Reuter/NTB/Rltzau