Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 sviðsljós *■ “ Ensk börn á hafnarbakkanum f Freemantle í Astralíu skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. am#* . 'í ■ & TT fgjfílr ^ T mm| - Æ i s L Þúsundir barna fluttar frá Englandi til breskra nýlendna: Látin þræla og beitt kynferðislegu ofbeldi - ætla í mál gegn yfirvöldum Þúsundir breskra barna voru 1 lok seinni heimsstyrjaldarinnar og allt til ársins 1967 fluttar til ystu af- kima breska heimsveldisins til þess að auka við hvíta kynstofninn í ný- lendunum. Um var að ræða börn sem komið hafði verið fyrir á stofn- unum í Bretlandi. Sum barnanna voru á stofnunum vegna þess að þau voru munaðarlaus. Öðrum hafði verið komið fyrir þar í tímabundið fóstur vegna fátæktar foreldranna. Foreldrunum var síðan tjáð að börn- in hefðu verið ættleidd og að þau væru í góðum höndum. Sannleikurinn var hins vegar sá að fjöldi þessara barna hafnaði í klóm svokallaðra kristilegra sam- taka. Bömin voru látin þræla og beitt alls kyns ofbeldi, meðal annars kynferðislegu. 900 börn í skipi Flutningarnir á börnunum náðu hámarki skömmu eftir heimsstyrj- öldina síðari. Fjöldi skipa, með allt að níu hundruð böm um borð, sigldi þá tii Ástralíu. Á hafnarbakkanum voru tekin fingraför af börnunum en fæðingar- og skímarvottorð tekin af þeim. Þau áttu ekkert eftir nema minningar. Sumum barnanna var komið fyrir á einkaheimilum, öðr- um á stórbýlum og stofnunum. Æskuár flestra þeirra urðu hörmuleg, sérstaklega þeirra sem voru send til Kristnu bræðranna, samtaka kaþólskra munka sem sáu um rekstur fjölda stofnana í Ástral- íu. Stærsta stofnunin, í Bindoon ná- lægt Perth, var stolt héraðsins þar til sannleikurinn kom í ljós fyrir nokkrum árum. Fárnarlömb munka I Bindoon voru þrælabúðir fyrir bömin. Þau voru varnarlaus fórnar- lömb munkanna sem misnotuðu þau kynferðislega. „Við vorum bara litlir saklausir drengir. Nokkrir voru ekki eldri en fjögurra, fimm ára. Við byggðum Bindoon. Við blönduðum svo mikið sement að rykið brenndi fætur okkar. Þaö sett- ist einnig í sárin á hnjánum á okk- ur og höndum," hefur eitt fórnar- lambanna sagt við félagsráðgjafann Margaret Humphrey í Nottingham í Englandi. Það var hún sem fletti ofan af þessu hneykslismáli eftir níu ára rannsóknir. í mál gegn yfirvöldum Nú hefur hópur barnanna frá Bindoon farið fram á bætur. Hópur- inn hefur í nokkur ár rekið mál sitt í ástralska réttarkerfinu. Á næsta ári munu 200 þeirra vera reiðubúin að höfða mál í London gegn bresk- um yfirvöldum, kaþólsku kirkjunni og nokkrum af stærstu líknarstofn- unum Bretlands. Það var skoðun yfirvalda og líkn- arstofnana að barnanna biði betri framtíð í nýlendunum en á barna- heimilum í stríðshijáðu heimaland- inu. Auk þess var það skoðun kaþ- ólskra leiðtoga í Ástralíu að nauð- synlegt væri að fjölga hvitum inn- flytjendum þar til þess að ekki staf- aði ógn af milljónum Asíubúa. Þess vegna greiddu bresk yfirvöld líknar- stofhunum ákveðna upphæð fyrir hvert bam sem flutt var úr landi. Börnin í Bindoon bjuggu við ómannúðlegar aðstæður. Drengirnir voru skelfingu lostnir. Þeir óttuðust barsmíðar munkanna og enn meir heimsóknir þeirra að næturlagi þeg- ar staðnæmst var við rúm einhvers drengjanna og hann borinn afsíðis. Hótað lífláti í fyrstu var Margaret Humphrey hótað lífláti vegna uppljóstrananna. Nú er hún taiin hetja í Ástralíu og hefur fengið viðurkenningu yfir- valda. Samtökin Kristnu bræðurnir hafa játað að misþyrmingár hafi átt sér stað í stórum stil. Risastór stytta af yfirmanni Bindoon, Francis Kea- ney, þar sem hann heldur utan um lítinn dreng, hefur verið tekin nið- ur. Eftir uppljóstranirnar var litið á styttuna sem háð í garð fórnarlamba hans. Kaþólska kirkjan i Ástralíu hefur nú aðstoðað við að koma á laggirnar hjálparstofnun sem er systurstofnun þeirrar sem Margaret rekur í Nottingham. Þögn í Bretlandi Margaret hefur tekist að sameina hundruð útfluttra miðaldra manna og mæður þeirra eða ættingja í Bret- landi. Þörfin fyrir aðstoð er gífurleg því hinir útfluttu þrá að fá að vita um uppruna sinn. Margir vita hins vegar hvorki hvaða nöfn þeim voru gefin í bernsku né heldur hvenær þeir eru fæddir. í Bretlandi ríkir enn þögn um þessi mál. Bresk yfirvöld fullyrða að gögn um útfluttu börnin hafi verið eyðilögð. Hjálparstofnanirnar reyna Hjónaband Liz Taylor út um þúfur: Larry Fortensky, sem er nýskil- inn við Liz Taylor eftir fjögurra ára hjónaband, er ekki á flæðiskeri staddur. Sagt er að honum hafi ver- ið boðnar yfir 800 milljónir ís- lenskra króna við skilnaðinn gegn því skilyrði að greina ekki fjölmiðl- um frá einkalífi þeirra hjóna, að því er segir í Sunday Times. Það þykir dágóð upphæð miðað við þá upphæð sem Liz og Larry eru sögð hafa samið um í upphafi sambúðarinnar, nefnilega 50 milljónir. Taliö er að Larry, sem er fyrrver- andi byggingaverkamaður og tutt- ugu árum yngri en Liz, hafi fengið boð um sjóð upp á 400 milljónir sem gefur af sér 40 milljónir í vexti á ári, hús á Malibu-ströndinni sem metiö er á 130 milljónir, hlutabréf og verð- bréf upp á 130 milljónir, 15 milljónir í ferðapeninga, tvö Harley-Davidson hjól og skartgripi og fatnað fyrir 50 milljónir. Það eru þó ýmsir sem hafa hagn- ast betur á hjónaböndum sínum en Larry. Einn þeirra er Thierry Rous- sel sem varð 5 milljörðum króna ríkari þegar hann skildi við Christ- inu Onassis 1987 eftir þriggja ára hjónaband. Fyrir ári greindi Thi- erry vinum sínum frá því að hann hefði tapað hundruðum milljóna á viðskiptum í Portúgal en að hann munaði varla um þá upphæð. Thi- erry, sem er nú giftur Gaby Land- hage, konunni sem hann hélt við all- an tímann meðan hann var kvæntur Christinu, lifir nú sældarlífi. Þegar Christina lést arfleiddi hún hann að einkaþotu. í erfðaskránni var jafn- framt ákvæði um að hann skyldi fá 80 milljónir króna á ári til dauða- dags. Hann á skemmtisnekkju á Miðjarðarhafi, tvö hús í Sviss, þrjár íbúðir í París og stórt hús utan við borgina. Hann á auk þess stóra hús- eign í Marbella. Danny Keough, fyrrum eiginmað- ur Lisu Marie Presley, viidi að dóm- stólar í Kaliforníu færu með skiln- aðarmál hans og Lisu. Samkvæmt kalifornískum lögum á að skipta eignum jafnt án tiilits til þess hvort að þegja ijónanna fer fram á skilnað. Lisa Marie, sem fær yfir 11 milljarða í arf þegar hún verður þrítug í janúar 1999, vildi hins vegar að gengið yrði frá skilnaðinum í Flórída. Fúllyrt er að Danny hafi krafist 5 milljarða. Skilnaðarpappírarnir voru skrifaðir í Dómíníska lýðveldinu þar sem dómstólar þurfa ekki að greina frá því hvort fékk hvað. En samkvæmt orðrómi er Keough ríkur maður. Fyrsti eiginmaður Roseanne, Bill Pentland, fékk 325 milijónir þegar hjónaband þeirra fór út um þúfur. „Hann ætti að borga mér helming- inn af sínum launum en hvað hef ég að gera með 40 dollara," sagði Ros- eanne sem lenti í annarri rimmu er hún skildi við eiginmann sinn núm- er tvö, Tom Arnold. Hann fór fram á 7 milijónir króna í lífeyri á mánuði. En dómstólar komust að því að eig- inkonan hafði einungis 40 miUjónir króna í reiðufé. Málinu er sagt ólok- ið. Frá brúðkaupi Liz og Larrys fyrir fjórum árum. Hjónabandinu er nú lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.