Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 Dagur í lífi Úmars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns: Löggumál afgreidd Ómar Smári Ármannsson hefur nóg að gera í forvarnardeild lögreglunn- ar. Hann hefur þó ekki látið sig muna um að skrifa barna- og unglingabók. DV-mynd GVA Þegar ég kom heim undir mið- nætti þennan dag mundi ég eftir að ég hafði lofað að gera DV grein fyr- ir degi í lífi mínu. Ég settist niður við gamla tölvugarminn, setti ræs- irofann á ON, beið og barði síöan samkvæmt venju þrisvar í hliðina á kassanum. Við það tók drifið við sér. Þetta er áreiðanlega ekki góð meðferð á tækinu en öðruvísi er ekki hægt að fá það til samstarfs. Mig hefur dreymt um að eignast nýja eða notaða 486 eða pentium með Microsoft Word 6 eða ein- hverju sambærilegu ritvinnslufor- riti en hef ekki haft efni á því. Mér hefur þó tekist að skrifa á garminn 160 síðna barna- og unglingasögu og er byrjaður á annarri. Þær bíða hins vegar betri tima. Ég hafði vaknað snemma eins og jafnan á mánudögum og vakið stelpumar fyrstu vakningu áður en ég lagði af stað í vinnuna. Stelp- urnar voru óvenjusyfjaðar. Um helgina hafði sú eldri verið á for- ingjanámskeiði hjá skátunum. Hún hafði ásamt félögum sínum dvalið í tjaldi og lekum skála við leik og störf í hávaðaroki og rign- ingu nálægt Djúpavatni. Það kom þó ekki að sök því skátar eru aldir upp við slík skilyrði og búa sig í samræmi við þau. Sú yngri haföi dvalið með okkur hjónunum á Gistiheimilinu Geysi í Haukadal ásamt vinafólki um helgina. Þar er aðstaðan til mikillar fyrirmyndar og umhverfið býður upp á fjöl- breytilega útivistarmöguleika. Fundur með lögreglustjóra Á lögreglustöðinni biðu ótal verkefni. Eftir að hafa boðið mín- um mönnum góðan daginn prent- aði ég dagbók helgarinnar til að koma hluta af henni í aðgengilegra form. Um er að ræða útdrátt til að gefa þeim sem hafa áhuga yfirlit um viðburði helgarinnar. Persónu- legum og staðbundnum upplýsing- um er sleppt. Mörg af þeim við- kvæmari málum sem lögreglu- menn þurfa að fást við koma þó sjaldnast eða aldrei fyrir augu eða eyni almennings. Á hverjum morgni er fundur yf- irstjórnar meö lögreglustjóra þar sem farið er yfir mál líðandi stund- ar, þau reifuð og lögð drög að öðr- um sem framundan eru. Að fundi loknum ræddi ég við fólk sem vildi koma athugasemdum og upplýs- ingum á framfæri um löggæsluleg málefni. Sumt var þó einungis komið til að ræða um sín hugðar- efni, s.s. varðandi umferöarmál, af- brot ýmiss konar og útivist bama og ungmenna. Síminn hringdi svo til látlaust. Um var að ræða fólkið í borginni eða sérhæft fag- og fjöl- miölafólk að leita almennra upp- lýsinga eöa nánari gagna vegna málefna sem það hefur til meðferð- ar. Bjarni Dagur var t.d. að leita að manni sem hafði komið við sögu máls fyrir 14 árum. Fréttakonu á Útvarpinu vantaði staðfestingu á orðum manns, sem hún hafði veriö -að taka viðtal við, um afskipti lög- reglunnar af hans málum. Hjalti Nielsen hjá ÁTVR var að leita töl- fræðilegra upplýsinga sem tengd- ust afleiöingum áfengisneyslunnar til samræmis viö hliðstæðar upp- lýsingar annars staðar af Norður- löndum en þær er að finna í árs- skýrslu embættisins. Maður vUdi vekja athygli á áfengisauglýsingu á einni útvarpsstöðinni sem og í bæklingi sem dreift hefur verið í hús á höfuðborgarsvæðinu. Ragn- hildur á MBL spurðist fyrir um mál sem hún hafði haft spurnir af. Maður nokkur kvartaði yflr óþol- andi hávaða langt fram á nótt frá bUskúrsbandi í einu hverfi borgar- innar. Ég bauðst tU að hitta hann á staðnum um hálfeUefú um kvöldið. Svona mætti lengi telja. Engir fundir voru síðdegis þennan dag sem er óvenjulegt. Nágrannavarsla Vinur minn, Sveinn Björnsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Hafnarfirði og listmálari, hafði samband en mér hafði verið gert að taka viðtal við hann fyrir Lög- reglumanninn, blað Landssam- bands lögreglumanna. Við ákváð- um að hittast í vinnustofu hans í Krísuvík eftir kl. 17. Ekki vannst tími tU hádegisverðar því ég notaði tímann tU að verða við tilmælum formanns Félags yfirlögregluþjóna, Bjöms Mikaelssonar, um að nálg- ast afmælisgjöf sem ætluð er Svani Geirdal, yfirlögregluþjóni á Akra- nesi, en hann varð sextugur sl. laugardag. Forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík vinnur m.a. að al- mannatengslum, aðstoð við áfeng- issjúklinga, vímuefnavörnum, bama- og unglingamálefnum, af- brotavömum, slysavömum og hef- ur umsjón með leyfisskyldri starf- semi. Eitt af þeim verkefnum sem deildin er nú að vinna að því að koma á blað er helstu upplýsingar um nágrannavörsluna svonefndu en hún er þekkt forvarnaraðferð .víða erlendis. Frændi minn, Einar Júlíusson, söng fyrir mig á leiðinni í Krísu- vík. Við eigum sama afmælisdag - hann er bara tíu árum eldri. Bæjarmálefnin tóku við Að taka viðtal við mann eins og Svein Bjömsson er efni í heila bók. Ekki vannst timi til að borða kvöldverð né heldur að mæta á boöaðan fund bekkjarfulltrúa í Set- bergsskóla kl. 19.30. Þegar ég kom heim biðu skila- boð um að hringja í Ellert Borgar, félaga minn í meirihluta bæjar- stjórnar. Okkur hafði verið falið að vinna að drögum að skipuriti vegna fyrirhugaðra stjórnsýslu- breytinga hjá Hafnarfjarðarbæ. Að þessu búnu fór ég á almennan fund tengdan störfum mínum fyrir sveitarfélagið. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri hélt þar ágæta fram- sögu. Eftir fundinn hitti ég viðmæl- andann sem kvartaði yfir bílskúrs- bandinu. Eftir samtal við tvo með- limi hljómsveitarinnar náðist sam- komulag um að framvegis yrði ekki æft í skúrnum að kvöld- og næturlagi. Þegar ég kom heim á ný biðu skilaboð um að hringja i mann sem ég kannaðist ekki við. í ljós kom að hann var að biðja mi,g sem formann félagsmálaráðs, að leggja sér lið I tilteknu máli hjá stofnun- inni. Ég ræddi við manninn í stundarfjórðung og kvaðst myndu kanna málið. Meira gat ég ekki gert að svo komnu máli. Finnur þú fimm breytingar? 328 Nafn:. Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og sjöttu getraun reyndust vera: Heimili:- 1. Drífa Sigurðardóttir Skaftahlíð 26 105 Reykjavík 2. Sigríöur S. Guömundsdóttir Efstasundi 62 104 Reykjavík Myndimar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáö kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfti sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúia 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru i verðlaun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 328 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.