Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
13
A OTRULEGU VERÐI
25" frá 49.900
28" frá 69.900
1 25" litasjónvarp með Black Matrix myndlampa,
20 W magnara og aðgerðabirtingu á skjá, fullkominni fjarstýringu, Timer og Scart tengi.
• 28" litasjónvarp með Black Matrix myndlampa, 40 W Nicam Stereo-magnara og
aðgerðabirtingu á skjá, textavarpi með íslenskum stöfum, fullkominni fjarstýringu,
Timer, klukku á skjá, S.VHS inngangi og Scart tengi.
S|ÖN«1I»SM1B^#ÖBÍN
SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090
Mmmmm
MALNING 15-50% GOLFDUKAR 15-50% STÖK TEPPI15%
GÓLFTEPPI15-50% FLÍSAR ÚTIOGINNI15-50%
DYRAMOTTUR OG DREGLAR 15-50%
BLÖNDUNARTÆKI15-50%
HREINLÆTISTÆKI15-50%
QUICK STEP PARKET 15%
á /
METRÓ
- miðstöð heimilanna
ÚTIUÓS/INNILJÓS 15%
OPIÐ ÖUKVÖLD OG ALLAR^LGAR
Reykjavík
Málarinn Skeifunni 8
581 3500
Reykjavík Reykjavík Akureyri Akranesi
Hallarmúla 4 Lynghálsi 10 Furuvöllum 1 Stillholt 16
553 3331 567 5600 461 2785 461 2780 431 1799
Isafirði
Mjallargötu 1
456 4644
Hemmi Gunn er ekki lengur á tali en mun hins vegar hafa happ í hendi,
spurninga- og skafmiðaleik á föstudagskvöldum.
- Simpson fjölskyldan kemur eftir áramót
Vetrardagskrá Sjónvarpsins:
Margir nýir ís-
lenskir þættir
Vetrardagskrá Sjónvarpsins hefst
um mánaðamótin með ýmsum nýj-
ungum. íslenskir þættir verða áber-
andi og meðal þess má nefna Dags-
ljós sem nú hefur göngu sína þriðja
veturinn í röð. Dagsljósið breytist
þó þannig að það verður bæði fyrir
og eftir fréttatíma Sjónvarpsins. Rit-
stjóri Dagsljóss er sem fyrr Sigurð-
ur Valgeirsson en meðstjórnendur
verða Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og
Þorfinnur .Ómarsson, sem verið
hafa frá upphafi, og Logi Bergmann
Eiðsson og Svanhildur Konráðsdótt-
ir, sem koma ný inn. Dagskrárgerð-
inni stjórnar Jón Egill Bergþórsson.
Nýr þáttur fyrir ungt fólk verður
á dagskrá Sjónvarpsins á þriðju-
dagskvöldum. Þátturinn er ætlaður
fólki á aldrinum 16-18 ára og um-
sjónarmenn hans eru Dóra
Takefusa, sem er vel kunn úr ung-
lingaþáttum, og Markús Andrésson.
Ritstjóri þáttarins er Ásdís Ólsen og
Steinþór Birgisson sér um dagskrár-
gerð.
Þátturinn Á tali hjá Hemma
Gunn hefur nú verið aflagður en
Hemmi er þó ekki farinn frá Sjón-
varpinu. Hann mun sjá um þátt sem
nefnist Happ í hendi, sem er spurn-
inga og skafmiðaleikur með glæsi-
legum verðlaunuin. Sá þáttur verð-
ur á dagskrá á fostudagskvöldum.
Radíusbræður hafa getið sér gott
orð á öldum ljósvakans og á veit-
ingahúsum borgarinnar. Þeir verða
með nýjan skemmtiþátt í Sjónvarp-
inu á laugardagskvöldum. I þáttun-
um munu þeir Davíð Þór Jónsson
og Steinn Ármann Magnússon
bregða sér í ýmis gervi og grína.
Annaðhvert miðvikudagskvöld
verður þáttur sem nefnist Þeyting-
ur. Þetta eru blandaðir skemmti-
þættir sem teknir verða upp víðs
vegar um landið. Umsjón hefur
Björn Emilsson.
Nýir erlendir þættir munu enn
fremur líta dagsins ljós. Má þar
nefna hinn bráðvinsæla þátt X-Files
eða Ráðgátur eins og hann nefnist á
fslensku. Strandverðir (Baywatch)
verða á sínum stað með kynbomuna
Pamelu Anderson í aðalhlutverki og
þýska gæðalögreglan Derrick sýnir
snilli sína á nýjan leik. Þá má nefna
breska myndaflokkinn Martin
Chuzzlewit sem er gerður eftir sam-
nefndri sögu Charles Dickens. Þætt-
irnir eru sex að tölu og verða á dag-
skrá á sunnudagskvöldum.
Aðdáendur Simson-fjölskyldunn-
ar þurfa heldur ekki að kvarta því
Bart og félagar hans munu koma
aftur eftir áramótin í glænýrri
syrpu.