Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 , 0'lend bóksjá Metsölukilju r Bretiand i Skáldsögur: í S- Tom Clancy: Debt of Honour. 2. Barbara Taylor Bradford: ’ Everythlng to Galn. i 3. Maeve Blnchy: The Glass Lake. i 4. John Irvlng: A Son of the Clrcus. 5. Danlelle Steel: Accldent. 6. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. : 7. Patrlcia D. Cornwell: The Body Farm. i 8. John Grlsham: The Chamber. 9. Jakcle Collings: Hollywood Klds. , 10. Jeffrey Archer: Twelve Red Herrings. Rlt almenns eölis: ; 1. Rlchard Preston: The Hot Zone. > 2. lan Botham: Botham: My Autoblography. i 3. Blli Bryson: Made In America. 4. Peter de la Bllllére: Looklng for Trouble. 5. Andy McNab: Bravo Two Zero. > 6. Jung Chang: Wlld Swans. t 7. John Mortlmer: Murderers and Other Friends. > 8. Stephen Hawklng: í A Brlef Hlstory of Tlme. 9. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. j 10. Michael Barrymore: i Back In Buslness. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1 Use Nrgaard: Kun en plge. . 2. Jung Chang: Vllde svaner. : 3. Joanna Trollope: Den spanske elsker. 4. Josteln Gaarder: Sofies verden. i 5. Bao Nlnh: Krigens sorg. : 6. Barbara Vine: Astas bog. ' 7. Francesco Alberonl: Erotlk. (Byggt á Polltiken Sndag) vísindi_________________ Brúnir dvergar í geimnum Spænskir stjamvísindamenn hafa orðiö fyrstir til að finna : svokallaðan brúnan dverg uppi í himingeimnum. Þar er um að ræða fyrirbæri sem er einhvers staðar á milli stjömu og risa- plánetu, að sögn tímaritsins Nat- : ure. Brúni dvergur þessi hefur fengið nafnið Teide 1 en hann er að fmna í stjörnuþyrpingunni : Sjöstirninu, um 400 ljósár í burtu. Talið er að brúni dverg- urinn sé 100 milljón ára gamall. Stjarnfræðingar höfðu spáð fyrir tilvist brúnu dverganna en vegna eðlislægs ljósskorts þeirra var erfltt aö koma auga á þá. Efasemdir um eðluegg Vísindamenn í Frakklandi hafa fundið 70 milljón ára gaml- ar steíngervðar leifar fugls sem kann að hafa verið á stærð við strútinn. Sömu menn segja að egg sem fundust í Pýreneafjöllum og talið er aö hafi verið risaeðluegg gætu í raun verið fuglsegg. í bréfi til vísindaritsins Nat- ure segja frönsku vísindamenn- irnir að steingervðu leifarnar, sem þeir fundu, séu hluti mjaðmargrindar fugls. Erfltt sé að segja nákvæmlega til um stærðarhlutíollin en ljóst sé að hann var stór. Umsjón j Guðlaugur Bergmundsson |,i...................... Endurminningar hershöfðingjans Sjaldan hefur jafn miklu verið kostað til vegna söluherferðar á ævisögu eins og þessa dagana vest- ur i Bandaríkjunum. Þar er um að ræða ævisögu hershöföingja sem að sögn kunnugra stefnir beinustu leið í Hvita húsið. Herforinginn heitir Colin Powell. Hann er fyrsti blökkumaðurinn sem náði þeim metorðum að skipa for- sæti í herráði Bandaríkjanna - og varð heimsfrægur fyrir vikið vegna þess að hann gegndi þessu mikil- væga embætti á tímum Persaflóa- stríðsins. Áhrifamiklir aðilar í stjórnmála- flokki repúblíkana þar vestra ætla að sjá til þess að Powell fari sömu pólitísku braut og annar vinsæll hershöfðingi, Dwight D. Eisen- hower, sem var forseti Bandaríkj- anna í tvö kjörtímabil á sjötta ára- tugnum. Fyrsta upplagið um milljón eintaka Sjálfsævisagan, sem Powell hefur unnið við síðustu tvö árin í sam- vinnu við kunnan ævisagnahöfund, Joseph E. Persico að nafni, heitir „My American Journey" og er gefin út af stórfyrirtækinu Random Hou- se. Fullyrt er að forlagið hafi greitt Powell um 6,5 milljónir Bandaríkja- dala (um 430 milljónir íslenskra króna) fyrir útgáfuréttinn. Fyrsta upplagið er 950 þúsund eintök og COLIN POWELL Umsjón Elías Snæland Jónsson söluverðið 25,95 dalir. Sérfræðingar segja að forlagið verði að selja að minnsta kosti hálfa aðra milljón eintaka á þessu verði til að hafa hagnað af útgáfunni. Má í því sambandi nefna að ævisaga annars Persaflóastríðsforingja, Normans Schwarzkopfs, seldist í um einni milljón eintaka. Forlagið hefur þegar náð inn nokkru af þessari fjárhæð með sölu á bókinni til útgefenda í öðrum löndum og til bandarísks bóks- klúbbs. Og hafin er rándýr áróðurs- herferð sem áróðursmeistari fyrir- tækisins kallar draumaferð. Powell mun m.a. koma fram í öllum helstu viðtalsþáttum bandarískra sjón- varpsstöðva og ferðast á milli tutt- ugu stórborga þar sem hann veitir viðtöl og áritar bók sína í helstu bókaverslunum. Þá verður auglýst grimmt í dagblöðum og tímaritum um allt landið. Reis úr fátækt til æðstu metorða En hvað þá um bókina sjálfa? Að sögn gagnrýnenda lýsir hún í fyrsta lagi æviferli sem er eins kon- ar staðfesting á ameríska draumn- um. Powell er blökkumaður sem reis úr fátækt til æðstu metorða í bandaríska hemum. Þá fjallar Powell itarlega í bók- inni um þátt sinn í Persaflóastríð- inu og samskiptin við forseta Bandaríkjanna, fyrst George Bush og síðan Bill Clinton sem reyndi að fá hann til að gegna toppembætti í ríkisstjórn sinni. Hins vegar þykir Powell oft frek- ar orðvar í frásögn sinni, enda er varkárni sagt eitt helsta skapgerðar- einkenni mannsins. Að sögn kunn- ugra kemur því ekki margt á óvart í nýju ævisögunni. Málamiðlun um nýjan margmiðlunargeisladisk: Níu mánaða baráttu risafyrirtækja „Þetta er sigur fyrir neytandann," sagði Henk Bott, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Philips rafeinda fyrirtækisins, þegar hann til kynnti að málamiðlun hefði náðst í stríðinu um staðal- inn fyrir nýja geisla- diskatækni framtiðar- innar. Samkeppnin um hina nýju tækni stóð milli Philips og Sony annars vegar og hóps fyrirtækja und- ir forustu hins jap- anska Toshiba og ameríska íjölmiðl- arisans Time Warner hins vegar. Það voru Philips og Sony sem lögðu fram til löguna um málamiðlunina eftir níu mánaða baráttu um hvor fylkingin yrði ofan á og þannig var komið í veg fyrir sams konar strið og geisaði á myndbanda- spólumarkaðinum fyrir fimmtán árum þegar Betamax og VHS spólur kepptu um hylli neytenda. Mjög hart var lagt að fylkingunum að slíðra sverðin og vinna saman. Nýi geisladiskurinn, sem hefur ensku skammstöfunina DVD (Digi- tal Video Disk), hefur verið í þróun frá því um miðjan niunda áratug- inn. Hann verður sömu stærðar og hljómdiskar eru nú. Með honum Ekki er reiknað með að hinir nýju diskar komi á markaðinn fyrr en undir árslok 1996 eða í ársbyrjun 1997. verður kleift að leika margmiðlun- arefni hvers konar, tónlist, kvik- myndir og gögn, og tengja spilarann við tölvur eða sjónvarp. Helsti þáttur málamiðlunarinnar, sem fyrirtækin komust að, felst í þvi að diskurinn, hvort sem er fyrir tölvur eða myndsýningartæki, bygg- ir á grunnhönnun frá Toshiba en tækni frá Philips og Sony verð- ur notuð til að lesa gögnin á diskinum og tlytja þau. Hægt verður að geyma 135 mínútur af myndefni, af sömu gæðum og sést í kvik- myndahúsum, ef not- aður er diskur þar sem aðeins er efni á annarri hliðinni. Ef tveggja hliða diskar eru notaðir, verður hægt að geyma 270 mínútur af kvikmynd- um og öðru efni. Það mundi duga undir stór- mynd á borð Á hverfanda hveli. Samkomulagið felur einnig í sér að DVD-spilararnir, sem verða framleiddir, munu geta leikið hljómdiska eins og þeir eru nú og enn fremur frekari útgáfur af DVD- diskunum. Einnig eiga CD-ROM diskar fyrir tölvur að passa í spilar- ann, núverandi myndgeisladiskar og íleira. „Hinn nýi staðall er lifandi dæmi um það hvernig stórfyrirtæki um allan heim geta unnið saman til hagsbóta fyrir neytandann," sagði Warren Lieberfarb hjá Time Warn- er. Metsölukiljur : Bandaríkin Skáldsögur: 1. Sidney Sheldon: Nothlng Lasts Forever. 2. Patricla Cornwell: The Body Farm. 3. Stephen Klng: Insomnla. 4. Celeb Carr: The Allenist. 5. Carol Shields: The Stone Dlaries. 6. Tom Clancy: Debt of Honor. i 7. Phllllp Margolin: The Last Innocent Man. 8. John Grlsham: The Chamber. 9. Sandra Brown: Prlme Tlme. 10. Ellzabeth George: Playlng for the Ashes. : 11. Barbara Taylor Bradford: 1 Everything to Galn. : 12. John T. Lescroart: ; The 13th Juror. J 13. Jayne Ann Krentz: Trust Me. : 14. K. E. Woodlwiss og fieiri: Three Weddlngs and a Kiss. 15. Anne Rice: Lasher. Rit almenns eðlls: 1. Richard Preston: The Hot Zone. 2. Tim Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 3. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 4. Mary Pipher: Reviving Ophella. 5. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 6. Thomas Moore: Care of the Soul. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. i 8. Maya Angelou: l I Know why the Caged Blrd Slngs. 9. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 10. Hope Edelman: Motherless Daughters. : 11. Lao Tzu: : Tao Te Chlng. 12. Balley White: Mama Makes up Her Mlnd. . 13. Thomas Moore: Soul Mates. > 14. LouAnne Johnson: Dangerous Minds. 15. Laurence Leamer: The Kennedy Women. (Byggt á New York Times Book Review) Nýir vinir bændanna Plöntur sem senda frá sér ljós þegar sjúkdómar herja á : þær gætu komið bændum fram- ; tíðarinnar aö miklu liði í við- leitni þeirra að útrýma ýmsum óþverra sem getur skaðað upp- skeru þeirra. Breski líffræðingurinn Tony Trewavas segir að einnig megi hugsa sér stofuplöntur sem gefi frá sér ljós þegar þarf að vökva þær og jafnvel rós sem glóir þegar ástfangiö par andar á hana. Það sem vísindamennirnir j gera er að flytja erfðaefni úr lýsandi prótíni ákveðinna teg- unda marglyttna yfir i plönt- urnar. Fram til þessa hefur að- eins tekist að flytja hið lýsandi gen yfir í tóbaksplöntur. Þær lýsa þó ekki nægilega til að það greinist með berum augum. : Trewavas telur innan þriggja ára verði búiö að þróa plöntu sem gefur frá sér sýnilegt ljós. Nýtt eldsneyti á strætó Danskt fyrirtæki hefur sótt : um að fá að reyna nýja tegund eldsneytis í sex almennings- i vögnum í Danmörku í tvö og ; hálft ár. Eldsneyti þetta, DME, j er sagt geta komið í staðinn fyr- ir dísilolíu og það mengar nán- : ast ekki neitt. „Við teljum það vera til hags- bóta fyrir samfélagið að fá að prófa hvort DME er jafn gott fyrir umhverfið og við höld- : um,“ segir John Bögild, deild- : arstjóri fyrirtækisins. Haldor Topsöe sem hefur þró'að þetta j nýja eldsneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.