Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
Að loknu
Friðriksmóti
- Hannes Hlífar er sterkur á heimavelli
Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 8
vinninga af 11 mögulegum á Friö-
riksmótinu og varö einn í efsta sæti.
Öldungurinn Vassily Smyslov var
sáttur við aö skipta vinningnum
meö meistaranum í lokaumferöinni.
Eftir tíu leiki og nokkurra mínútna
taflmennsku lét Smyslov í ljós aö
hann væri sáttur við jafntefli og þar
með voru úrslit mótsins ráðin.
Hannes tefldi skinandi vel á mót-
inu og var aldrei í taphættu, nema
e.t.v. í fjörugri skák við Gligoric,
þar sem skiptust á skin og skúrir.
Þegar Hannesi tekst vel upp teflir
hann mun betur en hógvær stiga-
t£da hans, 2520 Efo-stig, gefur til
kynna. Hannes sigraöi einnig á
Reykjavíkurskákmótinu í fyrra en
svo virðist sem honum falii vel að
finna fyrir stuðningi áhorfenda á
heimavelli. Á erlendri grund hefur
Hannes verið mistækur - teflir oft
vei, eins og t.a.m. á ólympíumótun-
um, en inni á milli hafa komið dýf-
ur.
Margeir vann Zsofíu Polgar létt i
síðustu umferð og varð öruggur í 2.
sæti. Ungverska skákdrottningin
glaðlynda setti sannarlega svip á
mótiö en mörgum fannst hún þó fá
fleiri vinninga en hún ætti skilið
miðað við taflstöður. Heilladísirnar
virtust á köflum styðja dyggilega
við bakið á kynsystur sinni.
Umsjón
Jón L. Ámason
Friörik má vel við una að deila
sæti með atvinnustórmeisturunum
Larsen og Gligoric. Friðrik tapaði
fyrir Larsen snemma í mótinu en
vann Gligoric i seinni hluta þess.
Þetta lýsir raunar taflmennsku
Friðriks vel. í fyrri hluta mótsins
gætti eðlilega stirðleika eftir lang-
vinna skákhvíld og varð Friðrik að
láta sér lynda einn vinning úr fimm
fyrstu skákunum. Síðan tók hann á
sig rögg og tefldi mjög skemmtilega.
Heigi Áss, heimsmeistari ung-
linga, og Þröstur Þórhallsson, stór-
meistaraefni, höfðu ekki meðbyr að
þessu sinni en áttu góða spretti.
Helgi Áss vann Smyslov t.d. í lag-
legri sóknarskák.
Rennum yfír lokastöðuna:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v.
2. Margeir Pétursson 7,5 v.
3. -4. Helgi Ólafsson og Jóhann
Hjartarson 6,5 v.
5. Zsofía Polgar 6 v.
6. -7. Vassily Smyslov og Jón L.
Ámason 5,5 v.
8.-10. Friðrik Ólafsson, Bent
Larsen og Svetozar Gligoric 4,5 v.
11.-12. Helgi Áss Grétarsson og
Þröstur Þórhallsson 3,5 v.
Síðasti sigur Hannesar kom í
næstsíðustu umferð gegn Bent
Larsen og með honum tryggði hann
sér a.m.k. deilt efsta sæti. Hannes
vann Larsen býsna auðveldlega að
því er virtist. Þetta eru einmitt ein-
kenni á góðum skákmanni, að eftir
á að hyggja virðist allt svo einfalt.
Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns-
son
Svart: Bent Larsen
Sikileyjarvöm.
1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c4 d6 4. d4
Bg4 5. d5 h5?!
Larsen leggur sig í líma við að
tefla frumlega en stundum gengur
hann of langt. Hugmyndin er sjálf-
sagt að leika biskupnum til h6 en af
því verður þó aldrei. Hins vegar
veikir þessi peðsleikur stöðuna til-
fmnanlega, eins og raunar ræður
úrslitum í skákinni.
6. h3 Bxf3 7. Dxf3 Ra6?!
Riddarinn stendur betur á d7.
8. Rc3 Rc7 9. Be2 a6 10. Hbl
Bg7 11. b4 b6 12. 0-0 Rf6 13. bxc5
bxc5 14. e5! Rd7
Ef 14. -dxe5 er 15. d6!? athyglis-
verður möguleiki (með gildruna 15.
- Dxd6?? 16. Hdl De6 17. Dxa8+ Rxa8
18. Hb8+ og mátar í huga) en 15. Ba3
er einfalt og gott.
15. exd6 exd6 16. Re4 0-0 17.
Bg5 Re5 18. Dg3 f6 19. Bd2 f5 20.
Rg5
Sbr. athugasemdina við 5. leik
svarts. Á einfaldan hátt hefur Hann
es náð mun betra tafli. Menn svarts
standa illa, i stöðunni eru víða
glompur og svartur á ekkert mót-
spil.
20. - Df6 21. h4 f4? Missir þolin-
mæðina í erfiðri stöðu.
22. Dh3 Hfb8 23. Ba5 Re8 24.
De6+ Dxe6 25. Rxe6 Bh6 26. Bc3
Rd7 27. Bd3 Kf7 28. Hbel Ref6
29. Rg5+ Bxg5 30. hxg5 Rg4
Til að geta svarað 31. He6 með 31.
- Rde5. Svartur kemst þó ekki hjá
peðstapi.
31. He4 Rge5 32. Hxf4+ Kg8 33.
Bc2 HfB 34. He4 Hae8 35. Hfel
Hd8 36. f4 Rg4 37. g3 Rb6 38. He7
Hf7 39. Bxg6
- Og í þessari vonlausu stöðu
gafst Larsen upp.
Haustmót TR
Árlegt haustmót Taflfélags
Reykjavikur hefst á morgun sunnu-
dag kl. 14 í félagsheimilinu Faxafeni
12. Keppendum verður skipað í tólf
manna riðla eftir skákstigum og
tefla allir við alla. í neðsta riðli, sem
er öllum opinn, verður þó teflt eftir
Monrad-kerfi. Síðustu forvöð til að
skrá sig í mótið eru í dag fyrir kl.
22.
Umhugsunartími verður 90 mín-
útur á fyrstu 30 leikina og síðan 45
mínútur til að ljúka skákinni. Hver
'skák getur því lengst staðið í fjóra
og hálfa klukkustund. Teflt verður á
sunnudögum og miðvikudags- og
föstudagskvöldum. Mótinu lýkur
miðvikudagskvöldið 25. október.
Fyrstu verðlaun í A-flokki eru kr.
65.000 en auk þess verða veittir
verðlaunagripir fyrir fimm efstu
sætin. Þá hlýtur skákmeistari TR
farandbikar til varðveislu. í hinum
flokkunum verða veittir verðlauna-
gripir fyrir þrjú efstu sætin.
Keppni í unglingaflokki fer fram
laugardagana 30. september og 14.
'október og hefst kl. 14 báða dagana.
Hausthraðskákmót TR fer fram
sunnudaginn 29. október kl. 14.
Evrópukeppni taflfálaga
Sveit Taflfélags Reykjavíkur tek-
ur um þessa helgi þátt í Evrópu-
keppni taflfélaga í Clichy í Frakk-
landi. Sveitina skipa Jóhann Hjart-
arson, Hannes Hlífar Stefánsson,
Karl Þorsteins, Helgi Áss Grétars-
son, Þröstur Þórhallsson, Benedikt
Jónasson og Magnús Örn Úlfarsson.
Harðsnúin lið mæta sveit íslend-
inga í Clichy. í fyrstu umferð átti
TR í höggi við skákfélagið Empor í
Berlín, þar sem Kramnik, Sírov og
Lobron eru skráðir á efstu borð.
Fyrir Clichy tefla Kiril Georgiev,
Mikhail Gurevits og Oliver Renet á
efstu borðum; Kevin Spraggett fyrir
portúgalskt félag og Julian Hodgson
fyrir Slough Chess Club í Englandi.
HUGMYNDASAMKEPPNI BÚNAÐARBANKANS OG UMFERÐARRÁÐS
ERTU AÐ TAKA BILPROF?
Sendu okkur nokkrar línur um þetta efni
og taktu (oátt í samkeppninni!
Arsfjórðungslega fálO nýir ökumenn
bílprófsstyrki - að þessu sinni þeir sem tóku
bílpróf í apríl, maí, júní, júlí, ágúst og
september.
Með efninu þarf að senda Ijósrit af báðum
hliðum ökuskírteinis.
Efnið á að senda til Búnaðarbanka Islands,
Markaðsdeildar, Austurstræti 5, 155 Rvik.
NÁMS
2
>
z
>
LINAN á
FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA
UNGLINGA
BILPROFSSTYRKIR
FYRIR FÉLAGA
VAXTALÍNUNNAR
OG NÁMSMANNA-
LÍNUNNAR
„Hættur
í umferðirmi
utan þéttbýlis
(^) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS || UiyiFERÐAR
NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á AFGREIÐSLUSTÖÐUM BÚNAÐARBANKANS.