Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 Að loknu Friðriksmóti - Hannes Hlífar er sterkur á heimavelli Hannes Hlífar Stefánsson hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum á Friö- riksmótinu og varö einn í efsta sæti. Öldungurinn Vassily Smyslov var sáttur við aö skipta vinningnum meö meistaranum í lokaumferöinni. Eftir tíu leiki og nokkurra mínútna taflmennsku lét Smyslov í ljós aö hann væri sáttur við jafntefli og þar með voru úrslit mótsins ráðin. Hannes tefldi skinandi vel á mót- inu og var aldrei í taphættu, nema e.t.v. í fjörugri skák við Gligoric, þar sem skiptust á skin og skúrir. Þegar Hannesi tekst vel upp teflir hann mun betur en hógvær stiga- t£da hans, 2520 Efo-stig, gefur til kynna. Hannes sigraöi einnig á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra en svo virðist sem honum falii vel að finna fyrir stuðningi áhorfenda á heimavelli. Á erlendri grund hefur Hannes verið mistækur - teflir oft vei, eins og t.a.m. á ólympíumótun- um, en inni á milli hafa komið dýf- ur. Margeir vann Zsofíu Polgar létt i síðustu umferð og varð öruggur í 2. sæti. Ungverska skákdrottningin glaðlynda setti sannarlega svip á mótiö en mörgum fannst hún þó fá fleiri vinninga en hún ætti skilið miðað við taflstöður. Heilladísirnar virtust á köflum styðja dyggilega við bakið á kynsystur sinni. Umsjón Jón L. Ámason Friörik má vel við una að deila sæti með atvinnustórmeisturunum Larsen og Gligoric. Friðrik tapaði fyrir Larsen snemma í mótinu en vann Gligoric i seinni hluta þess. Þetta lýsir raunar taflmennsku Friðriks vel. í fyrri hluta mótsins gætti eðlilega stirðleika eftir lang- vinna skákhvíld og varð Friðrik að láta sér lynda einn vinning úr fimm fyrstu skákunum. Síðan tók hann á sig rögg og tefldi mjög skemmtilega. Heigi Áss, heimsmeistari ung- linga, og Þröstur Þórhallsson, stór- meistaraefni, höfðu ekki meðbyr að þessu sinni en áttu góða spretti. Helgi Áss vann Smyslov t.d. í lag- legri sóknarskák. Rennum yfír lokastöðuna: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v. 2. Margeir Pétursson 7,5 v. 3. -4. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson 6,5 v. 5. Zsofía Polgar 6 v. 6. -7. Vassily Smyslov og Jón L. Ámason 5,5 v. 8.-10. Friðrik Ólafsson, Bent Larsen og Svetozar Gligoric 4,5 v. 11.-12. Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson 3,5 v. Síðasti sigur Hannesar kom í næstsíðustu umferð gegn Bent Larsen og með honum tryggði hann sér a.m.k. deilt efsta sæti. Hannes vann Larsen býsna auðveldlega að því er virtist. Þetta eru einmitt ein- kenni á góðum skákmanni, að eftir á að hyggja virðist allt svo einfalt. Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns- son Svart: Bent Larsen Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 2. Rf3 g6 3. c4 d6 4. d4 Bg4 5. d5 h5?! Larsen leggur sig í líma við að tefla frumlega en stundum gengur hann of langt. Hugmyndin er sjálf- sagt að leika biskupnum til h6 en af því verður þó aldrei. Hins vegar veikir þessi peðsleikur stöðuna til- fmnanlega, eins og raunar ræður úrslitum í skákinni. 6. h3 Bxf3 7. Dxf3 Ra6?! Riddarinn stendur betur á d7. 8. Rc3 Rc7 9. Be2 a6 10. Hbl Bg7 11. b4 b6 12. 0-0 Rf6 13. bxc5 bxc5 14. e5! Rd7 Ef 14. -dxe5 er 15. d6!? athyglis- verður möguleiki (með gildruna 15. - Dxd6?? 16. Hdl De6 17. Dxa8+ Rxa8 18. Hb8+ og mátar í huga) en 15. Ba3 er einfalt og gott. 15. exd6 exd6 16. Re4 0-0 17. Bg5 Re5 18. Dg3 f6 19. Bd2 f5 20. Rg5 Sbr. athugasemdina við 5. leik svarts. Á einfaldan hátt hefur Hann es náð mun betra tafli. Menn svarts standa illa, i stöðunni eru víða glompur og svartur á ekkert mót- spil. 20. - Df6 21. h4 f4? Missir þolin- mæðina í erfiðri stöðu. 22. Dh3 Hfb8 23. Ba5 Re8 24. De6+ Dxe6 25. Rxe6 Bh6 26. Bc3 Rd7 27. Bd3 Kf7 28. Hbel Ref6 29. Rg5+ Bxg5 30. hxg5 Rg4 Til að geta svarað 31. He6 með 31. - Rde5. Svartur kemst þó ekki hjá peðstapi. 31. He4 Rge5 32. Hxf4+ Kg8 33. Bc2 HfB 34. He4 Hae8 35. Hfel Hd8 36. f4 Rg4 37. g3 Rb6 38. He7 Hf7 39. Bxg6 - Og í þessari vonlausu stöðu gafst Larsen upp. Haustmót TR Árlegt haustmót Taflfélags Reykjavikur hefst á morgun sunnu- dag kl. 14 í félagsheimilinu Faxafeni 12. Keppendum verður skipað í tólf manna riðla eftir skákstigum og tefla allir við alla. í neðsta riðli, sem er öllum opinn, verður þó teflt eftir Monrad-kerfi. Síðustu forvöð til að skrá sig í mótið eru í dag fyrir kl. 22. Umhugsunartími verður 90 mín- útur á fyrstu 30 leikina og síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Hver 'skák getur því lengst staðið í fjóra og hálfa klukkustund. Teflt verður á sunnudögum og miðvikudags- og föstudagskvöldum. Mótinu lýkur miðvikudagskvöldið 25. október. Fyrstu verðlaun í A-flokki eru kr. 65.000 en auk þess verða veittir verðlaunagripir fyrir fimm efstu sætin. Þá hlýtur skákmeistari TR farandbikar til varðveislu. í hinum flokkunum verða veittir verðlauna- gripir fyrir þrjú efstu sætin. Keppni í unglingaflokki fer fram laugardagana 30. september og 14. 'október og hefst kl. 14 báða dagana. Hausthraðskákmót TR fer fram sunnudaginn 29. október kl. 14. Evrópukeppni taflfálaga Sveit Taflfélags Reykjavíkur tek- ur um þessa helgi þátt í Evrópu- keppni taflfélaga í Clichy í Frakk- landi. Sveitina skipa Jóhann Hjart- arson, Hannes Hlífar Stefánsson, Karl Þorsteins, Helgi Áss Grétars- son, Þröstur Þórhallsson, Benedikt Jónasson og Magnús Örn Úlfarsson. Harðsnúin lið mæta sveit íslend- inga í Clichy. í fyrstu umferð átti TR í höggi við skákfélagið Empor í Berlín, þar sem Kramnik, Sírov og Lobron eru skráðir á efstu borð. Fyrir Clichy tefla Kiril Georgiev, Mikhail Gurevits og Oliver Renet á efstu borðum; Kevin Spraggett fyrir portúgalskt félag og Julian Hodgson fyrir Slough Chess Club í Englandi. HUGMYNDASAMKEPPNI BÚNAÐARBANKANS OG UMFERÐARRÁÐS ERTU AÐ TAKA BILPROF? Sendu okkur nokkrar línur um þetta efni og taktu (oátt í samkeppninni! Arsfjórðungslega fálO nýir ökumenn bílprófsstyrki - að þessu sinni þeir sem tóku bílpróf í apríl, maí, júní, júlí, ágúst og september. Með efninu þarf að senda Ijósrit af báðum hliðum ökuskírteinis. Efnið á að senda til Búnaðarbanka Islands, Markaðsdeildar, Austurstræti 5, 155 Rvik. NÁMS 2 > z > LINAN á FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA BILPROFSSTYRKIR FYRIR FÉLAGA VAXTALÍNUNNAR OG NÁMSMANNA- LÍNUNNAR „Hættur í umferðirmi utan þéttbýlis (^) BÚNAÐARBANKIÍSLANDS || UiyiFERÐAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á AFGREIÐSLUSTÖÐUM BÚNAÐARBANKANS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.