Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1995, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 Spurningin Hverjir verða íslandsmeist- arar í handknattleik? Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, verslunarmaður og nemi: Ég segi Valur. Lísa Gunnarsdóttir nemi: Eg hef ekki hugmynd. Kristrún Tryggvadóttir nemi: Það hef ég ekki hugmynd um. Ingimundur Oskarsson tónlistar- maður: Ég ætla að skjóta á FH. Jóhann Pétur Leifsson verkamað- ur: Ég ætla líka að skjóta á FH. Lesendur Oskiijanlegt með öllu af hverju Guðjóni var ekki boðin staðan, segir bréfritari. Hvað hafa Tyrkir gert KSÍ? Ólafur Jónsson skrifar: I nálægum löndum þar sem öfga- hópar kynda undir kynþáttahatri spila gulir, svartir, hvítir, brúnir og blandaðir saman á knattspyrnuvell- inum. Einmitt þar er hvað best af- sönnuð sú bábylja öfgahópanna að menn af ólíkum kynþáttum geti ekki unnið saman. Menn fagna æð- islega og fallast í faðma þegar vel gengur og hvetja hver annan í mót- byr. Allt er í bróðerni og enginn sér mun á sér og næsta manni. í þessari göfugu •íþrótt skiptir menntun, stétt, ætt og uppruni engu. Getan ein ræð- ur. Það eiga allir von. Ég er kannski að draga upp rós- rauða mynd af veruleikanum. Ég held þó að í þessu felist sá kjarni sem fær fólk til að flykkjast þúsund- um saman á völlinn og horfa á 22 menn eltast vð leðurtuðru - en einmitt þannig lýsa þeir íþróttinni sem yfirsést um hvað hún snýst. Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, yfirsást hrapallega þegar hann opinberaði hleypidóma sína í garð tyrkneskra fótboltaunnenda í stuttu viðtali við fréttamann Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Hann lýsti áhyggj- um sínum af því að meðal 1.800 tyrkneskra gesta, sem hugsanlegt er að komi hingað til að fylgjast með viðureign íslendinga og Tyrkja eftir nokkra daga, gætu verið „vafasamir menn“. Hvað er maðurinn að fara? Hafa Tyrkir umfram menn af öðru þjóðerni gefið tilefni til svona tor- tryggni? Var ekki Svisslendingun- um, sem hingað komu um daginn, fagnað einum rómi? Mér dettur ekki í hug að formað- ur KSÍ sé fúlmenni sem viljandi elur á tortryggni og óvild í garð þjóðar sem verður gestur okkar á knatt- spyrnuvellinum. Hins vegar held ég að þessi yfirlýsing hans sé nokkuð lýsandi fyrir þá grunnhyggni og þann skort á háttvísi sem því miður hefur orðið vart af hálfu KSÍ undan- farið og hlýtur að skrifast á reikn- ing formannsins. Nýleg yfirsjón var þegar hann til- kynnti um ráðningu nýs landsliðs- þjálfara klukkutíma fyrir leik KR og Everton á Laugardalsvelli um dag- inn - án þess að tala fyrst við Guð- jón Þórðarson, þjálfara KR, sem hann þó hafði gefið undir fótinn í vor þegar stöðu landsliðsþjálfara bar á góma í þeirra samtali. Það hafa báðir staðfest opinberlega. Og þó að KSÍ-formaðurinn telji enga skuldbindingu felast í ofangreindu samtali er óskiljanlegt með öllu - það er að segja ef mælistikan er ár- angur - af hverju Guðjóni var ekki boðin staðan. Félögin hafa sameinast um þá reglu að bera.ekki viurnar í þjálfara og leikmenn' liða fyrr en keppnis- tímabilið er úti. Um þá tilhögun virðast allir sammála, nema formað- ur KSÍ, sem þarna varpaði sprengju inn á viðkvæman markað á versta tíma. Ekki lá honum á því núver- andi landsliðsþjálfari hættir ekki fyrr en seint í haust og þá var hægt að ganga frá málunum í rólegheit- unum. Bretland breytir, ísland bíður Skarphéðinn H. Einarsson skrif- ar frá Bretlandi: Ríkisreknum fyrirtækjum fer ört fækkandi í Bretlandi. Fyrirtæki, sem voru baggi á ríkinu og illa rek- in, hafa verið seld einkaaðilum. Flest þessara fyrirtækja eru nú rek- in með góðum hagnaði. Breska stjórnin hefur jafnvel haft áform um að einkavæða póstþjónustuna og bresku járnbrautirnar en ekki hefur verið gengið endanlega frá því máli. Nú er símaþjónusta rekin af einkaaðilum. Tveir aðilar, sem eru í mikilli samkeppni, auglýsa nú stíft símaþjónustu sína í fjölmiðlum. Þessi þjónusta hefur nú lækkað í verði og samhliða hefur þjónustan batnað, boðnir eru t.d. símasjálfsal- ar af fullkomnustu gerð og þeir sett- ir upp víða, jafnvel á vegum lands- ins. Auk þessa eru nú uppi áform um að selja nokkrar af hraðbrautum landsins. Á íslandi er ríkisbúskapur enn við lýði eins og tiðkaðist í kommún- istaríkjunum. Ríkið rekur enn út- varp og sjónvarp og þvingar al- menning með nauðungarlögum til að greiða fyrir þá þjónustu sem margir vilja þó ekkert hafa með að gera. Einnig áfengissölu, fríhafnar- rekstur á flugvöllum og fleiri ríkis- reknar stofnanir sem er úrelt fyrir- komulag og óhemjudýrt fyrir neyt- endur. Allar þessar stofnanir, sem ég hef nefnt hér, ætti auðvitað að selja (einkavæða). Það er stutt í aldamót og ný viðhorf löngu gengin í garð í hinum vestræna heimi. Nema á Is- landi. Þar eru önnur og þrengri sjónarmið enn í fullu gildi. Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifar: Nú eru nokkur tímamót hjá þjóð. Vinsæll forseti okkar og farsæll hef- ur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný. Fyrr hafði forsetinn ekki til- kynnt ákvörðun sína en menn (fréttamenn og fleiri) fóru að bolla- leggja hver myndi æskilegur forseti. Auðvitað komumst við ekki hjá því að málið verður til umræðu. Kannski verður þetta eitt heitasta málið eftir allt, þannig að launaum- ræðan falli í skuggann. Það væri eft- ir öðru. Enn er þó einn kosturinn fyrir hendi. Að leggja niður forsetaemb- ætti og hafa forsætisráðherra sem æðsta valdhafa á hans kjörtímabili. Fyrir þessu er hefð sums staðar eins og t.d. í Sviss og hefur ekki komið að sök þar í landi. Forsetaembættið hér er stór og dýr skrautfjöður í stjórnsýslu okk- ar. Ef það smám saman verður til þess að skapa heitar umræður, úlfúð og krytur fyrir hvert forseta- Bessastaðir sem fjölnotasetur? kjör þá sýnist mér vænlegasta leiðin að leggja embættið niður. Bessastað- ir geta gegnt góðu hlutverki sem húsnæði til opinberra athafna, mót- töku fyrir þjóðhöfðingja og hvað annað sem hugsast getur. Við eigum t.d. engan sómasamlegan bústað fyr- ir erlenda gesti sem hér dvelja í boði ríkisstjórnar næturlangt. — Hvern- ig væri að hugsa málið út frá þess- um forsendum? Er þörf á forsetaembættinu? i>v Bara nöldur í fólkinu? Hildur skrifar: Góð tík, hún pólitík, fyrir „suma“. Því verður ekki breytt sem Kjaradómur af speki sinni hefur dæmt ráðherrum, þing- mönnum og öðrum embættis- mönnum í bættum launum, segir forsætisráðherra. Hvað er fólk líka að nöldra og hvaða órói er þetta? Skilur það ekki hina miklu ábyrgð forsætisráðherra, þing- manna og embættismanna? Þeir eru sannarlega launa sinna verð- ir, ásamt glæsibifreiðum, sem koma, jú, ekkert niður á kjörum fólks. Þaö ættu allir að skilja. Með þungri áherslu bendir for- sætisráðherra óróaseggjunum á borgarstjórn Reykjavíkur sem með ósvífhum hætti ræðst á lífs- kjör fóiks í landinu. Já, svo mæl- ir hann af til allra landsmanna. Betlarar i miðborginni Kristinn Sigurðsson skrifar: Undanfarið hefur borið mikið á því að betlarar í miðborginni rjúki ófeimnir á fólk, oft tveir saman - ekki unglingar heldur menn á besta aldri - og biðji um peninga. Brosandi í fyrstu en með óþverraorð verði fólk ekki við þrábeiðni þeirra. Þeir halda sig einkum við Landsbankann, Reykjavíkurapótek og svo torgið. Þetta verður lögreglan að stöðva því hér er ljóður á miðborgarlíf- inu. Lyfjalaga- frestunin ótæk Sigurjón skrifar: Það verður að segjast eins og er að margir bjuggust við að lang- þráð takmark S lyfjasölu hér á landi væri í höfn með gildistöku kafla í nýjum lyfjalögum. Nú hill- ir undir það að ákvörðun um gildistöku verði frestaö. Þetta er mikið glappaskot af stjórnarþing- mönnum ef það verður samþykkt og verður ekki til að minnka þann grun landsmanna að hér sé að baki þrýsingur frá apótek- urum og ráöamenn ætli að gegna sem hagsmunagæslumenn þeirra. Skítahrúgur Sigurðar Sólveig Vagnsdóttir hringdi: Ég mótmæli harðlega ummæl- um Sigurðar Ólafssonar, bæjar- fulltrúa á ísafirði, í DV sí. mánu- dag um sameiningaráform á Vestfjörðum. Hann talar um skuldir Þingeyrar og fleiri staða hér vestra. Hann ætti að líta til skulda síns bæjarfélags, ísafiarð- ar, í þeim efhum. Orð eins og skítahrúgm eiga ekki við þegar sameiningarmál Vestfiarða ber á góma. Þetta er viðkvæmt mál hér og fer best á því að menn haldi sig við staðreyndir. Til móts við þjóðina Grímur skrifar: Þegar Alþingi tók ákvörðun um sérstök skattfríðindi og tug- þúsunda launahækkun til ráða- manna vakti það mikla gremju. Skal engan undra þegar höfð eru í huga brýning hins opinbera um sparnað og stöðugleika. Auðvitað eiga sömu lög að gilda fyrir alla. Annað er siðleysi. Nú er virðing almennings fyrir Alþingi í al- gjöru lágmarki, ekki síst eftir síð- ustu atburði. En það er aftur á móti alvarlegt mál. En ýmislegt mætti gera til að verja skattpen- ingum fólks betur. Skynsamlegt væri t.d. að fækka þingmönnum um minnst 10. Og á skattsvikun- um á að taka með festú. Þá mætti nefna bílakaup ráðherra sem ekki eru undir 20 milljónum í þetta skiptið. Einnig alls kyns fríðindi og ferðalög ráðherra og maka þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.